Norðurslóð - 24.02.2005, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 24.02.2005, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Utgefandi: Rimar ehf. Ráðhúsinu, Dalvík, sími 466 1300. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Blaðamaður: Halldór Ingi. Netfang: halldor@rimar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Prentvinnsla: Ásprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Lokun Húsabakkaskóla Staða krón- u n n ii r og sjávar- útvegurinn Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hátt gengi íslensku krónunnar og stöðu sjávarútvegsins í því sambandi. Þessar að- stæður og umræða er vel þekkt, einkum frá því hér á árum áður, og leiddi þá gjarnan til aðgerða svo sem formlegrar gengisfelling- ar sem var útskýrð þannig að hagsmunir sjávarútvegsins krefðust þess að til aðgerða væri gripið. En nú eru aðstæður talsvert aðrar en var. Sjávarútvegur er hlutfallslega ekki jafn fyrirferðarmikill í íslensku efnahagslífi og áður var og svo hitt að efnahagslífið er mun opnara en var og tæki til miðstýrðrar ákvörðunar eins og gengisfellingar upp á gamla móðinn ekki lengur fyrir hendi. Gengi á gjaldmiðlum ræðst á markaði og það er því mun fleira en hagsmunir sjávarútvegs sem ráða ferðinni. Það var löngu fyrir- séð og því spáð að gengi krónunnar myndi hækka þegar virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir væru komnar af stað og hefur það gengið eftir. Nú er svo komið að útgerðin er farin að kvarta undan sam- búðinni við stóriðjuframkvæmdirnar. Hér á árum áður kvartaði iðnaðurinn gjarnan undan sambúðinni við sjávarútveginn einmitt vegna þess að gengisskráning og ákvarðanir stjórnvalda tækju fyrst og fremst mið af hagsmunum útgerðarinnar. Núverandi að- stæður þýða að rekstrargrundvöllur sjávarútvegsfyrirtækja er veikur og arðsemi þeirra lítil og því reynir mjög á fyrirtækin við að auka hagkvæmni í rekstri. Því var spáð fyrir nokkrum árum að það yrðu nokkur stór fyrir- tæki starfandi í sjávarútvegi sem rækju tæknilega háþróuð vinnslu- fyrirtæki og síðan nokkuð mörg smá, en meðalstóru fyrirtækin hyrfu af sjónarsviðinu. Þetta hefur allt gengið eftir. Hér á Dalvík má glögglega sjá hvernig þetta hefur gengið eftir. Hér er starfandi tæknilega fullkomið fiskiðjuver og síðan öflug- ar smærri fiskvinnslur. I umfjöllun Norðurslóðar hefur reglulega verið greint frá þeirri þróun sem orðið hefur hjá fiskvinnslufyr- irtækjum hér á Dalvík og enn er tilefni til að vekja athygli á já- kvæðum tíðindum. Nú á dögunum var lokið við ýmsar breytingar og endurnýjun á vinnslulínu í fiskverkun Samherja hf. á Dalvík. Þessar framkvæmdir miðuðust við að auka afköst vinnslunnar og um leið hagkvæmni rekstrarins. Skipt var um flæðilínu eða snyrti- Iíiiii og var þá snyrtiplássum fjölgað úr 20 í 24. Einnig var ýmislegt fært til betri vegar við framleiðslu á ferskum afurðum sem skipar alltaf stærri og stærri sess í framleiðslu þessa fyrirtækis. Eftir þessar aðgerðir er reiknað með að afköst hafi aukist um 15-20% án þess að starfsfólki fjölgi. Þannig verða afköst á hvern starfsmann nálægt 40 kg á klukkustund en þau voru um 14 kg fyrir sjö árum síðan þegar fyrstu skrefin voru stigin í því þróunarferli sem sífellt hefur leitt til meiri framleiðni og hagkvæmni við rekst- iiiiiiii. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að á þessu ári verði unnið úr 11.000 tonnum af hráefni en á síðasta ári var unnið úr 9.600 tonnum. Það er framþróun af þessari gerð sem tryggir áframhaldandi öfluga starfsemi fyrirtækjanna og gerir þau hæf til að þola hækkandi gengi íslensku krónunnar hvort sem það er tímabundið ástand eða til frambúðar. Það er líka mjög mikilvægt hve smærri fiskvinnslufyrirtækin hér hafa verið öfíug. I samtölum við forsvarsmenn þeirra kemur fram að auðvitað finni þeir fyrir hækkandi gengi krónunnar en það hafi samt ekki meiri áhrif en svo að starfsemi fyrirtækjanna hafi sjaldan eða aldrei verið meiri en einmitt nú. Þessi öfluga starfsemi fiskvinnslufyrirtækjanna er mikil gæfa fyrir byggðarlagið og þrátt fyrir að mönnum finnist að eitt og annað megi betur fara hér gefur staða og þróun fiskvinnslunnar ástæðu til bjartsýni. JA - sögulegt stórslys amkvæmt nýjustu frétt- um virðist nú fokið í flest 'skjól fyrir Húsabakkaskóla. Meirihluti bæjarstjórnar hefur lagt fram tillögu þess efnis að skólahald leggist þar af og raun- ar að Árskógarskóli verði einnig sviptur sjálfstæði sínu og settur undir Dalvíkurskóla. Með lokun Húsabakkaskóla hefur sú bæjarstjórn sem nú situr tryggt sér dapurlegri eftirmæli en nokkur önnur bæjarstjórn Dal- víkur fyrr og síðar. Lokun Húsa- bakkaskóla er stórslys, ekki ein- ungis fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans heldur allt samfélagið. Framganga fræðsluráðs og bæjaryfirvalda í Dalvíkurbyggð í aðdraganda þessarar ákvörð- unar hefur öll einkennst af úr- ræðaleysi, skorti á framtíðarsýn og virðingarleysi fyrir opnum og lýðræðislegum stjórnsýsluhátt- um. Þetta eru stór orð en í þessu tilfelli er tilefnið slfkt að ekki er annað hægt en hafa uppi stór- yrði. Úrræðaleysi bæjarstjórnar birtist m.a. í því að gera Húsa- bakkaskóla að pólitískri skipti- mynt á milli framsóknar- og sjálfstæðismanna þar sem áfram- haldandi samstarf þessara flokka veltur á því að lokunin nái fram að ganga. Sjálfstæðismenn vilja skólann feigan, framsókn tvístíg- ur í ráðaleysi sínu en dansar samt með. Öll sýningin sem sett var á svið eftir sögulegan skilnað og síðar sættir meirihlutaflokkanna; störf þriggja manna nefndarinn- ar, vinnustefnan sem fræðsluráð sat ekki og síðan einhverjar til- búnar niðurstöður af því starfi voru sjónhverfingar einar og sem slíkar hrein móðgun við íbúa sveitarfélagsins og heilbrigða skynsemi hvar sem hana er að finna. Virðingarleysi fyrir opnum og lýðræðislegum stjórnsýsluhátt- um gæti raunar verið yfirskriftin á störfum fræðsluráðs og bæjar- stjórnar í þessu máli. En í ljósi þeirrar opinberu stefnu bæjar- stjómar sem birtist í málefna- samningi flokkanna að halda úti þrem grunnskólum á kjörtíma- bilinu var líklega sjálfsagt og eðlilegt að fræðsluráð Dalvíkur- byggðar liti á sjálft sig og hlutverk sitt eins og hverja aðra leynireglu musterisriddara, héldi lokaða fundi án fundargerða og mein- aði áheyrnarfulltrúum aðgang þrátt fyrir ítarleg mótmæli. I því sambandi er vert að minna á að vinnubrögð fræðsluráðs reyndust ganga í berhögg við bæði grunn- skólalög og stjórnsýslulög sam- kvæmt áliti félagsmálaráðuneytis og í ljósi þess álits og gagnrýni Frá Mennningarsjóði Svarfdæla Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði Svarfdæla. Samkvæmt annarri grein skipulagssskrár sjóðsins er tilgangur hans að veita styrki til hvers konar menn- ingarmála á starfssvæði Sparisjóðsins en það er Dalvíkurbyggð og Hrísey. Umsóknum skal skilað fyrir 15. mars 2005 til stjórnarformanns, Dóróþeu Reimarsdóttur, Steintúni 3, 620 Dalvík (netfang: dorotea@simnet.is) Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu sparisjóðsins og hjá stjórnarformanni. Stjórn Menningarsjóðs Svarfdæla sem kom fram á starfshætti þess vísaði fræðsluráð málinu frá sér til bæjarstjómar án þess að skila af sér niðurstöðu um framtíð skólamála í Dalvíkurbyggð. Það grátlegasta við allt þetta mál er kannski þögn fræðsluráðs og bæjaryfirvalda. Reyndar er þögn bæjaryfirvalda í Dalvíkur- byggð ekki bundin við skóla- mál heldur líka flest önnur mál. Þögnin er þeirra aðalsmerki. En í þessu máli er hún skerandi. Á meðan umræðan um fram- tíð Húsabakkaskóla geysar og brennur á börnum og foreldrum í Svarfaðardal þegjabæjaryfirvöld þunnu hljóði. Á meðan skrifaðar eru blaðagreinar, haldnir fund- ir og ráðstefnur, fréttir birtast í blöðum og ljósvakamiðlum um þetta mál málanna hér um stund- ir þá heyrist ekki orð, hvorki frá bæjarfulltrúum, bæjarstjóra né fræðsluráði. Þessu fólki má vera ljóst miðað við viðbrögðin að for- eldrum barna í Húsabakkaskóla er mikið niðri fyrir og það er full ástæða til að ræða málið, e.t.v. stinga niður penna eða tjá sig á öðrum vettvangi en bæjaryfir- völd hafa kosið að leggja Húsa- bakkaskóla niður í þögn. Bæjar- stjórn hefur ekkert um málið að segja. Þó er verið að leggja niður 50 barna skóla og ekki bara 50 barna skóla heldur hjarta heils byggðarlags. Stofnun sem hefur átt stærri þátt en nokkuð annað í því að viðhalda byggð í Svarfað- ardal. Stofnun sem með metnað- arfullu skólastarfi hefur laðað nýja íbúa til sveitarfélagsins og stuðlað að uppbyggingu og bjart- sýni á tímum hnignunar og fólks- flótta úr sveitum landsins. Það að foreldrar og velunnarar skólans hafa risið upp sem einn maður til varnar skólanum segir allt sem segja þarf um þýðingu hans fyrir byggðina og um starfið sem fer þar fram innan veggja. En bæjar- stjórn blæs á þetta fólk og leggur skólann niður engu að síður. Og hver er ávinningurinn? Sá fjárhagslegi sparnaður sem bæj- arstjórn Dalvfkurbyggðar hefur að leiðarljósi er í sjálfu sér svo smár að þó hann væri á fullum rökum reistur væri ekki með nokkru móti verjandi að leggja skólann niður. Verra er þó að hinn beini sparnaður er vísast mun minni en bæjarstjórn hefur áætlað en beint og óbeint fjár- hagslegt tap af því hins vegar svo miklu meira en sem nemur sparn- aðinum. Þó er það hjóm eitt hjá því samfélagslega tapi sem verð- ur við lokun skólans: mannauð- urinn sem hverfur, fjölbreytileik- inn sem glatast, bjartsýnin sem gufar upp og uppbyggingin sem tapar undirstöðunum. Og hvað ætla menn svo að gera við byggingarnar á Húsa- bakka? Selja þær? Hverjum? Hvaða starfsemi rúmast innan veggja Húsabakkaskóla? Hinir ýmsu spekingar hafa nefnt hina og þessa starfsemi sem hugsan- lega gæti átt heima á Húsabakka: fullorðinsfræðsla,námsver,skóla- búðir, sumarhótel, ráðstefnumið- stöð osfrv. En flest sem nefnt hef- ur verið gæti sem hægast rúmast þar til hliðar við rekstur grunn- skólans og er raunar nú þegar til staðar. Það er eitt af því sem gerir Húsabakkaskóla að þeirri óvenjulegu menningarmiðstöð sem hann er. Allt þetta rúmast innan vébanda Húsabakkaskóla einmitt vegna þess að þar er rekinn grunnskóli 9 mánuði á ári. Engar raunhæfar hugmyndir hafa enn komið fram um fram- tíð Húsabakka án skólabarna. Enginn hefur sýnt því áhuga að flytja einhverja atvinnustarfsemi að Húsabakka enda svo sem nóg framboð á tómu atvinnuhúsnæði 1 byggðinni og fer vaxandi. Húsa- bakkaskóli er ekki hentugt hús- næði fyrir hvaða rekstur sem er annan en það skólahald sem þar er nú og stendur í miklum blóma. Það má öllum vera ljóst að þegar börnin hverfa á braut frá Húsa- bakkaskóla hefst mikill höfuð- verkur við að finna byggingum og allri aðstöðu þar hlutverk og eftir því sem tímar líða og húsin standa lengur vannýtt eða í besta falli illa nýtt eins og bautasteinn yfir verkum þeirra sem nú ráða málum í Dalvíkurbyggð, verð- ur höfuðverkurinn sárari öllum sem málið varðar og tómarúmið sem hann skilur eftir hjá íbúum Svarfaðardals tilfinnanlegra. Sú staðreynd að bæjaryfirvöld ætla að loka Húsabakka án þess að hafa svo mikið sem velt því upp hvað verður um húsnæði, tæki og annað þar innan dyra getur ekki skoðast öðru vísi en sem fullkom- ið ábyrgðarleysi. Og fyrir hvað eru mennirnir að kippa þessari meginstoð und- an samfélaginu með öllum þeim ófyrirsjáanlegu afleiðingum sem það hefur í för með sér? Fyrir pólitíska framtíð framsóknar og sjálfstæðismanna í meirihluta bæjarstjórnar í Dalvíkurbyggð? Til að þóknast háværum rödd- um sem vilja leggja niður skól- ann hvað sem það kostar? Fyrir vafasaman skammtímasparnað þegar fjárhagur sveitarfélagsins er þröngur? Eða bara fyrir skort á framtíðarhugsun? Ég skora á bæjarfulltrúa að fella þá tillögu um lokun skól- ans sem nú bíður afgreiðslu hjá bæjarstjórn. Hjörleifur Hjartarson Félagsvist Annað spilakvöldið í þriggja kvölda keppni kvenfélags- ins Tilraunar verður spilað föstudagskvöldið 25. febrú- ar kl. 21:00 í félagsheimilinu Rimum. Þátttökugjald er kr. 1000.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.