Norðurslóð - 24.02.2005, Síða 3

Norðurslóð - 24.02.2005, Síða 3
Norðurslóð - 3 GrÖMUL AUGNABLIK S Ijanúarblaði Norðurslóðar vorum við með myndir sem Jón Baldvinsson tók fyrir Bæjarpóstinn á árunum 1985 og 1986. Við höldum áfram að birta úr þessu myndasafni. Jón fór með myndavélina víða.Til dæm- is eru hér myndir sem hann tók í veiðiferð með togaranum Björg- vin EA 317. Myndasafn Jóns er mikið af vöxtum og hefur að geyma ómetanlegar heimildir um fólk og atburði hér í byggðar- laginu. Sigurður Jónsson, eða Siggi á Sigurhæðum, hefur verið slökkvi- liðsstjóri í Dalvíkurbyggð í rúma þrjá áratugi. Hann tók við slökkviliðsstjórastaifinu 1974 og er nú sá sem lengst hefur stjórnað slökkviliði hér á landi af þeim sem nú gegna því starfi. Hér er hann í fullum skrúða slökkvi- liðsmanns og stendur við einn af bílunum sem slökkviliðið réði yfirfyrir 20 árum. Þær systur frá Sigurhæðum Kristín Jóna og María Jónsdœt- ur, eða Jóna Stína og Maja, ráku keramikverkstœði í bílskúrnum við Sigurhœðir. Það er oftast ekki langt í húmorinn hjá þeim systrum og þær eru brosmildar á þessari mynd. Hér er Leifur Björnsson að ísa fisk í lestinni á Björvin EA 311. A þessum árum voru fiskikassar allsráðandi í lestum togara. Sœ- plast var um þetta leyti að hefja starfsemi hér á Dalvík og kera- væðing rétt á nœsta leiti. I brúnni á togaranum Björgvin EA 317. Vigfús Jóhannesson skipstjóri situr hér í skipstjóra- stólnum í einni veiðiferðinni sem Jón hafði myndavélina með. Hérhefur Ólafur Níelsson, eða Óli í Bergþórslivoli, orðið aðprýðilegu myndefni hjá Jóni. Það er enginn asi á þeint Gunnari Magnússyni í Sœbakka og Páli Guð- laugssyni í Miðkoti á þessari mynd. Þeir Gunnar og Palli settu á þess- um tíma sinn svip á lífið við höfnina, ekki síst kringum litlubryggjuna og verbúðirnar. Sigmundur Sigmundsson í Framnesi hnyklar vöðvana áður en hann hjálpar Reimari Þorleifs við að sjósetja Berg garnla vorið 1986. Það gekk oft mikið á þegar trillur voru sjósettar, ekki síst ef þeir Efsta- kotsbræður Hjalti og Skafti voru með í hópnum. Gunnar Þorsteinsson í Mói, eða Gunni í Mói, var frægur fyrir hve slyngur Itann var við reykingu matvœla. Heimareykta hangikjötið hans þótti gott en silungurinn og laxinn þóttu ef til vill enn betri hjá honum. A þessari skemmtilegu mynd er Gunni í reykingakofanum sínum.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.