Norðurslóð - 24.02.2005, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 24.02.2005, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Minning Steinunn Sveinbjörnsdottir Fœdd 12. maí 1917 - Dáin 17. janúar 2005 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kynslóðir koma, kynslóðir fara þessi orð komu mér í huga þegar ég heyrði að hún Steinunn væri farin. Þeim fækkar óðum einstak- lingunum sem hafa verið fast- ir punktar í tilverunni síðan ég man fyrst eftir mér og Steinunn er ein af þeim, hún var glæsileg kona, virðuleg, hlý en hlédræg, þó hafði hún ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og setti hún þær mynduglega fram. Það var eftir henni tekið hvar sem hún fór. Margar myndir af Steinunni við leik og störf koma upp í hug- ann þegar litið er til baka. Heimilið var hennar aðal- starfsvettvangur og bar það glöggt vitni þess hve mikla natni og alúð hún lagði í að prýða það fallegum munum því hún var mikil hannyrðakona. Hlýja hennar og ástúð sást glöggt í því hve vel hún hlúði að heimilisfólki sínu ungu sem öldnu alla tíð og þau hjónin bæði því þau voru einstaklega sam- hent. Ég ætla ekki að rekja lífshlaup Steinunnar um það eru aðrir fær- ari en ég. Þó er það einn þáttur í henn- ar lífi sem mig langar að minnast og þakka og það eru störf hennar að slysavamamálum. I byrjun árs 1936 gekk hún í slysavarnardeild kvenna á Dalvík, á þeim fyrsta fundi var hún kosin í fjáröflunar- Steinunn Sveinbjörnsdóttir með skjöld sem Slysavarnarfélagið af- henti henni eftir 50 ára starf að m álefn um félagsins. nefnd og árið eftir í stjórn deild- arinnar og með því hófst stjórnar- seta hennar sem stóð í um það bil fimmtíu ár. Steinunn var ein af þessum hug- sjónakonum sem starfaði af lífi og sál fyrir slysavarnasamtökin. Hún var jákvæð, framfarasinnuð og umfram allt traust, alltaf til- búin að takast á við verkefnin hver sem þau voru og hvar sem þurfti að leggja lið, hvort sem það var heima eða heiman, hvort það var söfnun fyrir björgunarskipi, sjúkraflugvél eða skipbrots- mannaskýli eins og þau hétu þá. Alltaf hvatti hún til að leggja lið og sagði þá gjarnan: Við megum Hjartans þakkir til ykkar sem glödduö mig vegna áttræöisafmælis míns, 9. febrúar síöastliðinn. Guö blessi ykkur öll. Jóna Snævarr Sumarstörf hjá Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar Óskaö er eftir umsóknum í starf yfirflokksstjóra og í 7 störf flokksstjóra. Yfirflokksstjori Vinnur með garðyrkjustjóra og aðstoðar hann við rekst- ur á Vinnuskólanum. Hæfni í að stjórna og skipuleggja og góð mannleg samskipti æskileg. Þarf helst að vera 20 ára eða eldri. Flokksstjórar Vinna með 7-10 krakka í hóp, á aldrinum 14-16 ára. Viðkomandi þarf að hafa þroska til að stjórna og vinna meðunglingum. Umsóknarfresturertil 18. mars. Nánari upplýsingar fást hjá garðyrkjustjóra í síma 898 3490. Umsóknareyðublöð má nálgast á Bæjarskrifstof- unni og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvik.is undir tækni- og umhverfisdeild. Þeim skal skila inn á Bæjarskrifstofuna, Ráðhúsinu. Jón Arnar Sverrisson Garðyrkjustjóri Dalvíkurbyggðar og umsjónarmaðurVinnuskólans til að styrkja þetta því margt smátt gerir eitt stórt og við vitum aldrei hvenær við þurfum á þessu að halda. Einnig hvatti hún óspart til að leggja Slysavarnafélagi ís- lands lið og talaði þá gjarnan um að það væri okkar bakhjarl. Það sýnir vel framsýni hennar. Þegar umræður um samvinnu og eða sameiningu slysavarna- og björgunarsamtakanna, fyrst hér á Dalvfk og síðan á landinu öllu, bar fyrst á góma hvatti hún ein- dregið til fullkominnar samein- ingar, sagði allt að vinna og um að gera að sameina krafta þess fólks sem vildi vinna að þessum málum. Steinunn var gerð að heiðurs- félaga í Slysavarnarfélagi íslands fyrir mikið og fórnfúst starf, einnig heiðraði Slysavarnadeild kvenna, Dalvfk hana á sextíu ára afmæli deildarinnar með því að gera hana að heiðursfélaga. Ég vil fyrir hönd deildarinnar þakka henni innilega öll hennar Þann 17. janúar síðast liðinn andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Steinunn Sveinbjörnsdóttir Vegamótum Dalvfk. Stein- unn var fædd 12. maí 1917 í Sólgörðum Dalvfk. Foreldrar hennar voru, Ingibjörg Antonsdóttir, f. 17. júlí 1884, d. 11. október 1949 og Sveinbjörn Jóhannsson útgerðarmaður, f. 15. nóvember 1888, d. 19. apríl 1977. Einn bróður átti Steinunn, Vilhelm Anton, f. 3. febrúar 1915, d.l.desember 1991. Steinunn var í Barna- og unglingaskólanum á Dalvfk, síðar tvo vetur í Menntaskólanum á Akureyri. Veturinn 1940-1941 var hún við nám í Húsmæðraskólanum Osk á ísafirði. Þann 18. okt- óber 1941 giftist hún Steingrími Þorsteinssyni kennara á Dalvík, hann er fæddur 22. október 1913. Börn þeirra eru: Jón Trausti, búfræðikandidat, f. 25. apríl 1942, Sveinbjörn, tæknifræðingur, f. 2. nóvember 1944, og María, kennari, f. 7. nóvember 1950. Barna- börnin eru fjögur. Steinunn vann ýmis störf utan heimilis síns á Dalvík, svo sem á skrifstofu Kaupfélags Eyfirðinga, og við Héraðsskjalasafnið. Hún starfaði lengi með Slysavarnardeild kvenna á Dalvík og var um margra ára skeið ritari þess félags. Árið 1980 hlaut hún heiðursfé- laganafnbót Slysavamarfélags íslands. Árið 1957 byggðu þau Steinunn og Steingrímur hús sitt Vega- mót á Dalvík þar sem þau áttu heima síðan meðan heilsan leyfði. Síðustu 1-2 árin hafa þau átt heima á Dalbæ, Dalvfk. Útför Steinunnar var gerð frá Dalvfkurkirkju laugardaginn 29. janúar. góðu störf og hvatningarorð því á þau var hún óspör og nú síðast þegar hún var á sjötíu ára afmæl- isfundi deildarinnar. Hafðu heila þökk fyrir samfylgdina, Stein- unn. Elsku Steingrímur, missir þinn er mikill en ég er þess fullviss að hún hefur farið á undan þér til að búa í haginn fyrir þig, og til þess að geta tekið sem best á móti þér. Gamli vinur, við vottum þér og fjölskyldu þinni innilega sam- úð og biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk og frið. Kolla l'áls. og fjölskylda Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar * Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta.Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. * Viðbót á lífeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. » Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. * Sveigjanlegur útgreiðslutími Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs.Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Sífellt fjölgar þeim er tengjast heimabankanum Ert þú einn af þeim? Askriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxtunar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerðar um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík 460 1800 Hríse 466

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.