Norðurslóð - 24.02.2005, Side 6

Norðurslóð - 24.02.2005, Side 6
Tímamót Skírnir Þann 30. janúar var skírð á heimili sínu Sóley Sandra Torfadóttir. Foreldrar hennar eru Gunnlaug Ósk Sigurðardóttir og Torfi Þór- arinsson til heimilis að Böggvisstöðum, Svarfaðardal. Þann 20. febrúar var skírður á heimili sínu Máni Gunnarsson. For- eldrar hans eru Guðrún Marinósdóttir og Gunnar Þór Þórisson til heimilis að Búrfelli, Svarfaðardal. Ferming Þann 12. febrúar voru fermdir í Tjarnarkirkju, Arni og Hjörtur Hjörleifssynir til heimilis að Laugasteini Svarfaðardal og Jóhann Björgvin Leifsson Sunnubraut 5 Dalvík. Afmæli Þann 23. febrúar varð 70 ára Sigurður Guðmundsson Bessastöð- um, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. Iris Olöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru myndir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverj- ar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við frisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Nr. 793. Þrúgur. Gefandi: Hafsteinn Pálsson, Miðkoti Dalvík. Þrúgur voru og eru notaðar til að ganga á í ófærð. Stundum eru þrúgurnar kallaðar snjóskór. Þes- sar þrúgur átti faðir Hafsteins, Páll Guðlaugsson. Þrúgurnar komu upphaflega til Páls með öðru dóti frá Keflavíkurflugvelli. Þær eru frá stríðsár- unum og innfluttar. Þrúgurnar hafa aldrei verið notaðar. < Mynd 28. Hvað er þetta? Fréttayfirlit mánaðarins KB banki opnar á Dalvík KB banki setti á fót starfsstöð á Dal- vík, að Hafnarbraut 5, í sama húsnæði og Vátryggingafélag íslands. Þar verð- ur einn þjónusturáðgjafi, Linda Björk Ómarsdóttir með fasta viðveru alla virka daga frá kl. 10:30-15:30. Um er að ræða tilraun þar sem ekki hefur áður verið boðið upp á almenna bankaþjón- ustu á stað þar sem ekki er útibú frá KB banka. Linda sagði að ástæðan væri sú að margir Dalvíkingar væru í viðskipt- um við KB banka og með þessari til- raun væri ætlunin að bæta þjónustuna og færa hana nær viðskiptavinunum. Þá hefur verið ákveðið að hækka láns- hlutfall KB íbúðarlána á Dalvík í 80% í stað 60% lána áður. Sala íbúða nauðsynleg Endurskoðendur Dalvíkurbyggðar telja nauðsynlegt að sveitarfélagið selji eins margar félagslegar íbúðir og kost- ur er, leiga verði hækkuð og aðhalds gætt í viðhaldsframkvæmdum. Helstu niðurstöður endurskoðend- anna eru þær að til þess að bæta rekstur félagslegra íbúða og lækka framlag aðalsjóðs til ibúðanna sé nauðsyn- legt að hagræða í rekstri þeirra með hækkun leigu, aðhaldi og hagræðingu í viðhaldsframkvæmdum og sparnaði í yfirstjórn. Einnig er nauðsynlegt að selja eins mikið og hægt er af íbúð- um ef ásættanlegt verð fæst. Ekki er sjáanlegt beint hagræði af stofnun sér- staks félags um rekstur og eignarhald íbúðanna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2005 er tap á rekstri félagslegra íbúða áætlað um 23,8 m.kr. Þó er gert ráð fyrir fram- lagi frá aðalsjóði að fjárhæð 15,5 m.kr. Neiðkvæð rekstrarniðurstaða félags- legra íbúða árið 2005 er því áætluð um 39,3 m.kr. Breytingar hjá Sæplasti Endurskipulagning og endurfjárfesting í Sæplasti stendur nú yfir. Reiknað er með verulegum bata í rekstri félagsins á árinu 2005 og er áætlað að hagnaður fyrir vexti og afskriftir félagsins liðlega tvöfaldist, að því er segir í frétt frá fjár- festingafélaginu Atorku sem eignaðist allt hlutafé í Sæplasti á sl. ári. Markmið Atorku með yfirtöku á Sæplasti er að vinna að eflingu félags- ins í gegnum hagræðingaraðgerðir og stækkun á félaginu með innri og ytri vexti og verður Sæplast rekið sem sjálf- stætt dótturfélag. Nú er unnið að stækkun verksmiðju Sæplasts á Spáni og einnig er í skoð- un stækkun á verksmiðju félagsins í Hollandi. Unnið er að byggingu nýrrar PVC verksmiðju í Noregi sem mun verða einhver tæknivæddasta verk- smiðja sinnar tegundar í heiminum. Fé heimt Tvö lömb fundust á Þorvaldsdal, ann- að frá Brimnesi og hitt frá Litlu-Há- mundarstöðum. Þá náðist ær með tvö hrútlömb fyrir ofan bæinn Kjarna í Arnarneshreppi og var það fé frá Litlu- Hámundarstöðum. Endurbætur á frystihúsinu Gert var um vikuhlé á vinnslu í frysti- húsi Samherja vegna vinnu við að skipta um hluta af vinnslukerfi húss- ins. Skipt var um flæðilínu í húsinu, þar sem sú gamla var orðin aldurhnigin og úrelt. Þá verður aðstaða við lausfrysti bætt og geymslur rifnar til að auka vinnslurýmið. Gert er ráð fyrir að þess- ar breytingar muni auka afköst í húsinu um allt að 20%. Á sl. ári fóru 9.600 tonn í gegnum húsið, en í ár er gert ráð fyrir að um 11.000 tonn fari þar í gegn. Upsakristur heim Þessa dagana standa yfír miklar breytingar á miðhæð byggðasafnsins Hvols. M.a. hafa vegg- ir verið málaðir ojg nýir dúkar settir á gólf. I fram- haldi af því verður sett upp ný sýning á miðliæð- inni. Uppistaða sýningar- innar eru engu að síður munir safnsins en í nýju samhengi. Sýningin verð- ur opnuð í byrjun júní. Eins og sagt var frá í jólablaði Norðurslóðar er til eftirgerð af Upsa- kristi sem er í eigu Þjóðminjasafnsins og hefur verið í geymslu fjarri augum almennings. Nú hefur íris Ólöf Sigur- jónsdóttir safnstjóri fengið eftirgerðina lánaða. Að vísu þarf Upsakristur að bregða sér til útlanda til sýningar fyrri part sumars en að því loknu kemur hann hingað í heimahagana og verður settur upp á safninu. í júní verður stofa Kristjáns Eldjárns einnig opnuð aftur með nýju sniði og fleiri munum sem tengjast minningu Kristjáns bæði frá forsetatíð hans og tíð hans sem þjóðminja- varðar. Minna eytt í snjómokstur Þrátt fyrir að miklu hafi kyngt niður af snjó í janúar- mánuði nam kostnaður vegna snjómoksturs ekki nema 2,8 milljónum króna sem lætur nærri því að vera um þriðjungur af því sem kostnaðurinn var í janúar í fyrra. Að sögn Þorsteins Björnssonar veitustjóra var reynt að halda snjómokstri í lágmarki af sparnaðarástæðum, auk þess sem sáralitlum snjó var keyrt í burtu af götum. Þá segir Þorsteinn að nánast enginn kostnaður sé kom- inn vegna snjómoksturs í febrúar og er það verulegur viðsnúningur frá síðasta ári en þá nam kostnaður vegna snjómoksturs í janúarmánuði um 8 milljónum króna og kostnaður vegna febrúar nam 2,5 milljónum króna. Hús til sölu Til sölu er húseignin Karlsrauðatorg 4 (Höfn). 5 herbergja einbýlishús, kjallari, hæó og ris. Nánari upplýsingar í síma 868 9390 (Lóa) Tilboðsverð 1184 Tilboðsverð 194 Lafslattur a kassa Verð áður 1579 Courmet rauðvínslegið lambalæri afslattur á kassa Verð áður 299 V Saltkjöt ódýrt pakkað I Eitthvaö fyrir alla m UtSSU Samkaup Iun/ai Grindavik • Hafnarljöröur • Njarövik • Isafjörður • Akureyri • Dalvik • Siglufjöröur • Olafsfjöröur • Húsavik • Egilsstaðir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.