Norðurslóð - 31.03.2005, Page 1

Norðurslóð - 31.03.2005, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær 29. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 31. MARS 2005 3. TÖLUBLAÐ Hundur í óvkiluni í Albert Hall Hljómsveitin Hundur í óskilum - Vnclaimed Dog - lék á als oddi á sviði Royal Albert Hall í Lundúnum að kveldi skírdags þar sem hún hitaði upp þrjú þúsund áheyrendur eins og henni einni er lagið fyrir stórtón- leika Stuðmanna. Sjá baksíðu. Samherjasjómenn samþykkja samninga um hafnarfrí Samningar milli Sjómannafélags Eyjafjarðar og Félags skip- stjórnarinanna annars vegar og Samherja hf. hins vegar um breytt fyrirkomulag á hafnarfríum hafa nú verið samþykktir af áhöfnum skipannaþriggja. Isfisktogararnir þrír eru Björgúlfur EA, Björgvin EA og Akureyrin EA og greiddi meirihluti skipverjanna atkvæði með samningunum sem undirritaðir voru af forsvars- mönnum félaganna 8. mars sl. með fyrirvara um sainþykki skip- verja. Samningarnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hérlendis og gilda í eitt ár. Þeir eru byggðir á hugmyndum sem skipverjar skipanna þriggja lögðu fram og eru aðeins mismunandi milli skipanna. í samningunum er m.a. innivera skipanna lágmörkuð en á móti er skipverjum tryggður ákveðinn fjöldi frídaga á hverju 30 daga úthaldi og urn jól og áramót. Tilefni samninganna var nýtt ákvæði í kjarasamningi sjó- manna og útvegsmanna frá því fyrir áramót og snýr að hafnarfrí- um. Róðrarmynstur togara hefur gjörbreyst frá því sem áður var því nú er mun meiri áhersla lögð á ferskleika sem þýðir að flestar veiðiferðir eru mun styttri en áður. Með þessum samningum eru Samherji og sjómenn félags- ins að færa sig nær nútímanum, báðum aðilum til hagsbóta. HéðinsQarðargöng boðin út Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng verða boðnar út í haust og hafist handa við að bora göngin í júlí næsta suniar. Framkvæmdum á að vera lokið fyrir jól árið 2009. Talið er að göngin muni kosta um 7 milljarða króna. Framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng var frestað fyrir tveimur árum og sögðu stjórnvöld það gert til að reyna að draga úr þenslu. Þegar göngin verða komin í gagnið, verður vegalengdin milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar 15 kílómetrar. Fjallaskáli ris í Þorvaldsdal Undirbúningurerhafinnaðbygg- ingu fjallaskála í Þorvaldsdal. Um 20 aðilar á Arskógsströnd hafa tekið saman höndum um byggingu skálans og hefur umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkt framkvæmdina. UmsóknliggurfyrirSkipulags- nefnd ríkisins en að sögn Sveins Jónssonar í Kálfsskinni er það formsatriði og ekki eftir neinu að bíða að hefja smíði skálans. Teiknistofa Hauks Haraldsson- ar á Akureyri hefur teiknað hús- ið en það er um 30 m2 að stærð. Svefnloft er yfir hálfum gólffleti hússins og auk þess er þar eld- unaraðstaða og önnur aðstaða fyrir göngumenn, gangnamenn og aðra sem leið eiga um dalinn. Áætlað er að um 20 manns geti gist þar með góðu móti. Skálinn verður staðsettur við Þverá þar sem er gömul skilarétt fyrir Ár- skógsströnd og Arnarneshrepp en þar er að sögn Sveins einna minnst hætta á að snjóflóð grandi byggingum. Húsið verð- ur smíðað við verkstæði Kötlu á Árskógsströnd og verður það svo annað hvort flutt upp í dal- inn með þyrlu í sumar eða það dregið á snjó næsta vetur. Fiskídagurinn mikli haldinn 6. ágúst Undirbúningur vegna Fiskidagsins mikla 2005 er hafinn, en í ár stend- ur meira til en venjulega þar sem hátíðin er haldin í fiminta sinn. Júlíus Júlíusson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hátíðarinnar í fullu starfi. Júlíus sagði að þótt meira yrði lagt upp úr dagskrá Fiskidagsins í sumar, þá yrði umgjörðin og framkvæmdin með líku sniði og verið hefur, þ.e. gestum verður boðið í mat og leitast við að allt verði frítt, bæði veitingar og skemmtun. „Meðal nýjunga má þó nefna að Bylgju- lestin verður á svæðinu og Idolstjörnur munu mæta á svæðið. Ymsar fleiri nýjungar eru til skoðunar, en ekki er tímabært að segja frá þeim að svo komnu,“ sagði Júlíus. Mannaskipti í bæjarstjórn Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti með 5 atkvæðum gegn 4 að loka Húsabakkaskóla á sögulegum fundi þann 1. mars sl. Fjölmargt stuðningsfólk Húsabakkaskóla mætti á fund- inn með kröfuspjöld og hafði uppi hávær mótmæli utan við safnaðarheimili Dalvíkurkirkju á meðan bæjarfulltrúar gengu inn. Bændur í Svarfaðardal óku til fundarins á dráttarvélum með mykjudreifara og löng bílalest ók flautandi í gegnum bæinn til að mótmæla lokun- inni. í framhaldi lokunar Húsa- bakkaskóla óskuðu tveir bæj- arfulltrúar framsóknar úr Svarfaðardal, þau Gunnhildur Gylfa- dóttir aðalfulltrúi og Þorsteinn Hólm Stefánsson varafulltrúi, eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn. í stað Gunnhildar hefur Helga B. Hreinsdóttir tekið sæti sem aðalmaður í bæjarstórn. Þá mun Þorsteinn Björnsson taka við sæti Gunnhildar sem formaður land- búnaðarnefndar en Jóhannses Hafsteinsson tekur sæti Þorsteins Hólm í félagsmálaráði. Heitir páskar en erfiðir skíðafólki Fátt var um gesti í Böggvisstaða- fjalli um páskahelgina enda snjórinn bæði lítill og lélegur og með naumindum að hægt væri að halda lyftum gangandi. Að meðaltali voru svona um 50 manns í fjallinu yfir þessa mestu skíðahelgi ársins en að jafnaði eru þar 2-500 manns yfir páskadagana að sögn Jóns Halldórssonar hjá skíðafélaginu. Ástandið var orðið tvísýnt fyrir páska en til að kóróna það gekk hitabylgja yfir landið og mældist hitinn á Dalvík um 15°C á laugardaginn fyrir páska. Jón segir að reynt verði að halda lyf- tunni gangandi áfram en gangi ekki að halda úli skíðaæfingum í næstu viku verður að öllum lík- indum pakkað saman. Opnunartími: Mán. - fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.