Norðurslóð - 31.03.2005, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 31.03.2005, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ráðhúsinu, Dalvík, sími 466 1300. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Blaðamaður: Halldór Ingi. Netfang: halldor@rimar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Prentvinnsla: Asprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Af Fiskideginum mikla og Svarf- dælskum marsi í viðtali við Júlíus Júlíusson í Bæjarpóstinum í síðustu viku kom fram að ákveðið hefur verið að Fiskidagurinn mikli verð- ur haldinn árlega næstu þrjú árin í það minnsta. Hingað til hefur ákvörðun verið tckin frá ári til árs og ekkert öruggt um þann næsta fyrr en ný ákvörðun liggur fyrir. Það er mikið fagn- aðarefni að samið hatl verið um þessa hátíð til jafn langs tíma og raunin er nú orðin á. I viðtalinu við Júlíus kom fram að þó að hátíðardagskrá Fiskidagsins sjálfs verði með sínu sniði á laugardag eftir verslunarmannahelgi megi búast við að uppá- komum aðra daga eigi eftir að fjölga frá því sem verið hefur. Akvörðun um hátíðarhöld þrjú ár fram í tímann eykur líkur á að slíkt gerist. I ár verður Fiskidagurinn mikli haldinn í fímmta sinn. Hann var í fyrsta sinn árið 2001. Þátttaka hefur vaxið ár frá ári og í fyrra komu tæplega þrjátíu þúsund gestir. Það hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir því í upphafí að þessi hátíð myndi á svo skömmum tíma festa sig í sessi sem ein allra fjölsóttasta útihátíð sem haldin er árlega hér á landi. Sérstaðan er líka mikil að því leyti að hér er allt frítt bæði matur og skemmtiatriði. Það hefur mátt heyra það á mörgum gestanna á undanförnum árum að cinmitt það hafí skapað tilfínningu hjá þeim fyrir því að þeir væru velkonmir á staðinn. Þeir sem hafa staðið fyrir þessari hátíð og fyrirtækin sem standa á bakvið hana eiga mikinn heiður skilið fyrir framtakið. Kostnaðurinn sem fyrirtækin bera hleypur á milljónum króna og sjálboðaliðar scm vinna að þessu dagana á undan og á sjálfan hátíðisdaginn skipta líklega hundruðum. Ef allt væri reiknað mundi kostnaður af hátíðinni nema einhverjum tug- um milljóna. Líklegt er að dagurinn myndi fljótt missa sinn sjarma ef annað form en nú er viðhaft yrði tekið upp. Það er hins vegar mikil spurning hve lengi er hægt að ætlast til þess af fyrirtækjunum og fólkinu sem vinnur við þetta að það standi straum af öllum kostnaðinum. En umbunin fyrir alla cr að sjá þetta ævintýri gerast ár eftir ár og hitta þarna ánægða gesti hátíðarinnar. Ekki er nokkur vafi að viðhorf fólks til Dalvíkur og þessa svæðis er jákvæðara vegna Fiskidagsins mikla en ella væri. Það hcfur sýnt sig að héraðshátíðir sem haldnar eru hér og hvar af ýmsuin tilefnum hafa jákvæð áhrif á mannlífíð á staðnum. Oft tekst að ydda sérstöðu svæðisins og gera íbúana meðvitaða uni hana, hvort sem það er á sviði atvinnulífs eða menningarlífs. Fiskidagurinn mikli hefur undirstrikað bæði fyrir okkur sem hér búum og ekki síður fyrir öðrum hversu öttug fískvinnslan hér er. Svarfdælskur mars var haldinn í fímmta sinn nú á dögunum. Þar er á ferðinni menningarhátíð sem einstaklingar hér í byggð- arlaginu hafa staðið fyrir í þessi fímm ár og Sparisjóður Svarf- dæla verið íjárhagslegur bakhjarl hátíðarinnar. A undanförnum árum hefur margt forvitnilegt verið dregið fram úr svarfdælskri menningu á Svarfdælskum marsi. Hátíðinni Iýkur alltaf með því að dansaður er mars og einnig er heimsmeistaramót í Brús eitthvað sem alltaf er hægt að ganga að sem vísu. Einnig má segja að alla tíð hafí verið lögð rækt við hina ríku tónlistarhcfð sem hér er. Að þessu sinni var Karlakórum Reykjavíkur og Dalvíkur stefnt saman á eftirminnilegum tónlcikum í Dalvíkurkirkju. Það er mikilvægt fyrir Karlakór Dalvíkur, sem stefnir að stórvirkjum í starfí sínu á þessu ári, að fá í heimsókn kór sem hefur í gegnum tíðina verið fyrirmynd annarra karlakóra í starfí og söng. Af undirtektum áheyrenda að dæma þóttu báðir kórarnir góðir og ættu undirtektir að efla kjark og þor Karlakórs Dal- víkur. Karlakór Reykjavíkur setti afskaplega skemmtilegan svip á hátíðina í heild. Þátttöku þeirra lauk með því að þeir kvöddu dansgcsti á marsinum á Rimum með söng. Þessar tvær hátíðir, svo ólíkar sem þær eru, hafa verið að þróast hér í byggðarlaginu á undanförnum fímm áruin. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur íbúa þessa svæðis að þær nái að lifa og þróast áfram. Mikilvæg í því sambandi er sú ákvörðun sem nú liggur fyrir með Fiskidaginn mikla að hann verði næstu þrjú árin það minnsta. Norðurslóð fagnar þessari ákvörðun og vill leggja sitt af mörkum til að vel takist til. JA Jarðhiti við Brimnesá í mynni Böggvisstaðadals niðri við Brimncsá er jarðhitastaður sem hefur hvorki komist á skrár né jarðhitakort hingað til. Eg hafði aldrei lieyrt um hann get- ið þar til Vilhelm Hallgrímsson sagði mér frá honum síðastliðið haust. Vilhelm rakst á staðinn fyrir fáeinum árum og taldi að þarna væri um 25°C vatnshiti. Þann 7. febrúar sl. lagði ég leið mína upp með Brimnesánni til að skoða aðstæður búinn góðum vatnshitamæli, þá var 1-2 gráðu frost en snjólétt þótt skaflar væru í giljum. Laugarnar koma fram niðri við ána á um 100 m löngum kafla skammt ofan við efri enda kletta- gilsins sem áin fellur í úr dalkjaft- inum. Neðstu vætlumar koma úr samanbakaðri urð á um 10 m bili í árgilinu, um 3 m ofan við vatns- borð árinnar. Kaldar sprænur sem koma ofar úr hlíðinni renna yfir þær. Hitinn er víða 10-20 °C en 23,0 °C þar sem heitast er. Á eyrunum við ána, 70-80 ni ofan við þennan stað, er lítil laug og þar seyllar upp vatn, 25,3°C. Hvítar útfellingar eru í mölinni og loftbólur stíga við og við úr vatninu. Á mörkum eyrarinnar og bakkans eru fleiri smávolgrur sem safnast í læk, víða 10-20°C, heitast 23,3°C. Heildarrennslið þarna er um 1 1/s en meira vatn gæti seytlað um mölina í eyrinni. Landhæð þarna er 160-170 m y.s. Ég kannaði einnig árgilið norðan ár og svæðið upp af því í hlíðinni innan við Upsann en þar eru víða vatnsuppkomur. Állt þetta vatn reyndist kalt eða á bil- inu 0,5-4,5 °C. Það er einkennilegt að þessi staður skuli ekki hafa komist á skrá fyrr en að vísu þurfa menn að standa nánast yfir volgrunum til að koma auga á þær. Líklegt er þó að fleiri náttúruglöggir menn en Vilhelm Hallgríms- son hafi komið auga á þær þótt ég hafi ekki frétt af því. Athygl- isvert er að jarðhitinn við Brim- nesá, volgrur í mynni Holtsdals og laugarnar í hlíðinni ofan við Tjörn og Laugahlíð virðast liggja nokkurn veginn á sömu norður- suður línunni. Nú er vitað um sex aðskilda jarðhitastaði í Svarfaðardal, þ.e. Hamar, Laugahlíð-Tjörn, Ytra- holtsdal, Sauðanes, Hálshorn og síðast Brimnesá. Ovíst er að öll kurl séu komin til grafar í þessum efnum. Volgrurnar í mynni Ytra- holtsdals fundust t.d. skki fyrr en sumarið 1986 þegar Þorsteinn Már Aðalsteinsson mældi hitann í þeim. Vitneskja um jafnvel hin smæstu jarðhitamerki eru mik- ilvæg enda hefur komið í ljós á síðari árum að öflug jarðhitakerfi geta leynst í djúpunum þótt mjög lítil yfirborðsummerki sjáist. Árni Hjartarson Krónprins og málari á Völlum Kona heitir Vibeke N0r- gaard Nielsen og kemur frá bænum Nim á Jót- landi. Hún hefur sett saman og ritað bókina Sagafœrden. Island oplevet av Johannes Larsen 1927- 1930. Hinn þekkti danski málari ferðaðist í tvígang um landið á þessum árum til að myndskreyta úrval íslendingasagna sem kom út í Danmörku 1930-1932. Lars- en gerði mörg hundruð penn- ateikningar af mörgum helstu sögustöðum Islendingasagna á ferðum þessum en aðeins lítill hluti birtist í bókunum. Að auki skrifaði málarinn dagbækur á ferðunr sínum. Myndir þessar og dagbókar- færslur hefur Vibeke Npgaard Nielsen notað við samningu hinn- ar nýju bókar sem er glæsiútgáfa í stóru broti og inniheldur uin 300 teikningar málarans góða. Við samninguna hefur hún fylgt ná- kvæmlega í fótspor Larsens um ísland og setur ferðir hans síðan á svið með hjálp myndanna. Áhugi Vibeke á Johannes Larsen vaknaði eftir að hún kom til íslands árið 1990 og heimsótti m.a. Einar Pedersen á Kleif í Þorvaldsdal og ferðaðist einnig um Svarfaðardal og tók miklu ást- fóstri við þessa dali. Síðan rakst hún á dalina báða ljóslifandi í sterkum mynum Larsens og hef- ur síðan notað myndir hans sem vegvísi í mörgum ferðurn sínum um ísland. Sunnudaginn 3. apríl kl. 14.00 mun Vibeke Nprgaard Nielsen í Vallakirkju segja frá ferðum sín- um í fótspor Johannes Larsen, og m.a. segja frá heimsókn hans í Velli árið 1930. Einnig mun hún segja frá annarri danskri heim- sókn í Velli einni öld fyrr eða þegar krónprins sá er síðar varð konungur Friðrik 7 gisti á Völl- um árið 1835. Við sama tækifæri munu Kristjana Arngrímsdóttir og Þórarinn Hjartarson syngja nokkur lög á tveim tungum. Á eftir verður haldið inn í Árskógs- skóla þar sem kirkjukór Stærri- Árskógskirkju og vinir Vibeke á Ströndinni munu bjóða til kaffi- samsætis. Eitthvert myndefni hef- ur Vibeke með í farteskinu. Þess má geta að ferð Vibeke Nprgaard Nielsen hingað teng- isl sýningu á verkum Johannes Larsens í húsi norræna félagsins í Reykjavík 9. apríl og einnig mik- illi sýningu landslagsmynda frá íslandi eftir danska og íslenska málara í 150 ár sem opnuð verð- ur í Hafnarborg í Hafnarfirði sömu helgi. Vel heppnað málþing um líf- tækni, fiskirækt og sjávarnytjar Málþing um líftækni, fískirækt og sjávarnytjar sem frain fór í Árskógi 19. mars sl. var á niargan hátt afar vel heppnað. Vissulega áttu fundarboðendur von á að fleiri kæmu, fundarmenn voru 30-40. Fundarmenn voru fyrst og fremst úr faginu, athafnamenn og frumkvöðlar, sumir langt að koninir. Framfarafélag Dalvíkur- byggðar stóð fyrir samkomunni í samvinnu við Háskóla fslands, Háskólann á Akureyri og Há- skólann að Hólum. í framsögum prófessoranna Hjörleifs Einarssonar og Jó- hanns Örlygssonar á Akureyri, Guðmundar H. Guðmundssonar, Reykjavík og Skúla Skúlasonar, Hólum, kom fram fjöldi hug- mynda um möguleika líftækn- innar. Meðal framleiðenda lyfja, snyrtivöru, fæðubótarefna, matvæla og fóðurfyrirtækja er vaxandi áhugi á nýjum vörum með sérhæfða virkni, vörum sem vinna má m.a. úr afurðum sjávar og vatna. Þeir bentu á ný ónæmiskerfi sem væru í þróun og mundu nýtast bæði til lækningar manna og til að hindra sýkingar í fiskeldi. I tengslum við fiskirækt á landsbyggðinni gæti vinnsla á virkum lífrænum efnum sem drepa bakteríur, sveppi og veirur orðið mikilvæg atvinnugrein. Bent var á mikilvægi fiskeldis fyrir atvinnulífið og að aukin þekking skipti þar sköpum um hvernig árangurinn verður. Bjarni Oskarsson athafna- maður á Völlum í Svarfaðardal flutti hugmyndaríka framsögu- ræðu um alla þá kosti og atvinnu- tækifæri sem biðu okkar hér á svæðinu ef við kynnum að halda rétt á spöðunum. Frumkvöðlar í fiskirækt og fullnýtingu létu líka mjög til sín taka í almennum um- ræðum, spurðu mikið og bentu á stíflur í kerfinu varðandi rann- sóknar- og þróunarstyrki. Skjámyndir úr ræðum ofan- nefndra framsögumanna má finna á www.landlif.is, heimasíðu Framfarafélags Dalvíkurbyggð- ar. Á fundinum náðist afar góð samstaða milli frumkvöðlanna og vísindamannanna. Var ákveð- ið að menn skyldu halda hópinn áfram og útvfkka hann með enn frekari umræðu um málin og sameiginlegum umsóknum um þróunarstyrki.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.