Norðurslóð - 31.03.2005, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 31.03.2005, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 Nýtt fiskvinnshifyrirtæki vinn- ur lifur, maga, hrogn og fleira Nýtt fiskvinnslufyrirtæki IsDan Seefood hóf starfsemi á Dalvík fyrir skömmu. Eigendur fyrirtæk- isins eru Sigurður Heimisson og Freydís Antonsdóttir á Dalvík og Bjarni Heimisson og Elsa Eðvarðsdóttir sem búsett eru í Danmörku. Gert er ráð fyrir að starfsmenn fyrirtækisins á Dalvík verði 3-4. Fyrirtækið mun leggja aðaláherslu á að frysta og flytja út lifur, en einnig svil, maga, roð og grásleppuhrogn. Að sögn Sigurðar Heimissonar var ákveðið strax í upphafi að vera ekki að fara í samkeppni við aðila hér á svæðinu, heldur myndi fyrirtækið einbeita sér að ýmsum vannýttum möguleikum og gæti þannig jafnvel stuðlað að því að efla eigin framgang sem og annarra fyrirtækja, með því m.a. að vinna afurðir sem fiskvinnslufyrirtæki bæði hér á svæðinu og víðar hafa þurft að leggja í kostnað við að urða fram að þessu. Megináherslan verður á lifrar- frystingu, en einnig verða söltuð grásleppuhrogn, fiskmagar hreinsaðir og frystir og fiskiroð verður fryst og flult út. Sigurður Heimisson og Freyd- ís Antonsdóttir. Göngubrú yfir Svarfaðardalsá í farvatninu Framfarafélag Dalvíkurbyggðar sendi er- indi til Bæjarráðs Dalvíkurbyggðar á síðasta fundi þess þar sem vakin var athygli bæjar- stjórnar á því að í undirbúningi er átak sem nefna má „Byggjum brú“. Hugmyndin mun vera að setja á stofn vinnuhóp sem fari að undirbúa verkefni sem felst í því að byggja göngubrú yfir Svarfaðardalsá, en hún tengir saman fremsta hluta Friðlands Svarfdæla og útivistarsvæðið í Hánefsstaðaskógi. „Þykir okkur mikils um vert,“ segir í bréf- inu „að bæjarstjórn og starfsmenn hennar kynnist sem fyrst og tengist þessari hugmynd. Óskum við eftir því að bæjarstjórn tilnefni einn eða fleiri fulltrúa í þennan vinnuhóp." Hugmynd um að tengja gönguleiðir í Friðlandi Svarfdæla og útivistarsvæðið í Hánefsstaðaskógi hefur verið í umræðunni hjá útivistarfólki og áhugamönnum í ferða- þjónustu um alllangt skeið og nú á næstunni verður blásið til fundar með öllum þeim ein- staklingum og félagasamtökum sem áhuga hafa á málinu og leggja vilja því lið. Brú þessi er fyrst og fremst hugsuð fyrir gangandi umferð en þó hefur koihið til tals að hægt verði að teyma hesta yfir hana. Sjá menn helst fyrir sér að steyptar verði varanlegar undirstöður undir brúarsporðana en brúin sjálf verði tekin af undirstöðunum yfir vetr- artímann þegar hætta er á að jakahlaup geti grandað henni. Banaslys Banaslys varð þegar bíll fór út af þjóðveginum utan við Rauðuvík sl. miðvikudag og steyptist niður sæbratta hamra ofan í fjöru. Ökumaður var einn í bílnum og mun hafa látist samstundis. Hann hét ívar Páll Ársælsson til heimilis að Hlíðarlandi á Árskógsströnd. Hann var 18 ára gamall. Ársreikningur Sparisjóðsins - þús. kr.: 2004 2003 Vaxtatekjur 236.164 230.456 Vaxtagjöld 76.826 73.142 Hreinar vaxtatekjur 159.338 157.314 Aðrar rekstrartekjur 232.597 105.769 Hreinar rekstrartekjur 391.935 263.083 Önnur rekstrargjöld 124.953 116.048 Framlag í afskriftareikning útlána 41.693 64.015 Hagnaður fyrir skatta 225.289 83.020 Skattar -41.802 -14.778 Hagnaður ársins 183.487 68.242 Eignir: Sjóður, ríkisvíxlar og kröfur á lánastofnanir 589.195 567.912 Útlán 1.461.386 1.209.335 Markaðsverðbréf og eignarhlutir í félögum 662.475 450.868 Aðrar eignir 41.037 41.494 Eignir samtals 2.754.093 2.269.609 Skuldir og eigið fé: Skuldir við lánastofnanir 16.497 28.797 Innlán 1.870.641 1.708.592 Lántaka 153.941 31.458 Aðrar skuldir 23.897 25.823 Tekj uskattsskuldbinding 66.873 35.311 Eigið fé 622.244 439.628 Skuldir og eigið fé samtals 2.754.093 2.269.609 183 milljóna kr. hagn- aður Sparisjóðsins Methagnaður varð af rekstri Sparisjóðs Svarfdæla á á árinu 2004 eða 183,5 milljónir króna samanborið við 68,2 millj. kr. á árinu 2003. Arðsemi eigin fjár var 41,7% samanborið við 18,4% arðsemi á árinu 2003 en nánari samanburður þessara ára sést í meðfylgjandi töflu. Aðalfundur sparisjóðsins verður haldinn 28. apríl nk. íþróttir Ari Jóhann ✓ Islandsmeistari Ari Jóhann Júlíusson j>erði góða ferð á Meistaramót Islands 12- 14 ára í frjálsum íþróttum. Ari Jóhann varð íslandsmeistari í 60 m hlaupi, hljóp á 8,46,varð annar í langstökki án atrennu, þriðji í þrístökki án atrennu og fjórði í hástökki og langstökki. Þess má geta að í stigakeppni félaga í flokki pilta 13 ára varð UMSE í þriðja sæti með 41 stig og átti Ari öll stigin. Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar • Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta.Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. • Viðbót á lífeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. • Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. • Sveigjanlegur útgreiðslutími Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs.Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Sífellt fjölgar þeim er tengjast heimabankanum Ert þú einn af þeim? Sparisjóður Svarfdæla r Askriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxtunar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerðar um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Dalvík Hrísey 460 1800 466 1700

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.