Norðurslóð - 31.03.2005, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 31.03.2005, Blaðsíða 6
Hundur í óskilum í bana- stuði í Royal Albert Hall Tímamót Þann 4. mars varð 80 ára Sigurjón Sig- urðsson Læk, Skíðadal. Þann 10. mars varð 70 ára Haf- dís Hafliðadótt- ir Stórhólsvegi 8, Dalvík. Þann 24. mars varð 85 ára Guðlaug Kristjánsdóttir Dalbæ, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Það gerði ekki heldur Ringo Starr sem var hœst ánœgður með tónlist Hunds í óskilum og sýndi því áliuga að fá að lemja háðirnar með þeim félögum. Þann 12. mars var skírður íTjarnarkirkju Elvar Karl Kristbjörns- son. Foreldrar hans eru Jenný Dögg Heiðarsdóttir og Kristbjörn Arngrímsson, Smáravegi 4 Dalvík. Þann 24. mars, skírdag, var skírður í Dalvíkurkirkju Þröstur Ing- varsson. Foreldrar hans eru Eyrún Rafnsdóttir (Arnbjörnssonar) og Ingvar Örn Sigurbjörnsson, Hellu, Arskógsströnd. Þann 26. mars var skírður í Dalvíkurkirkju Þorri Stefánsson. For- eldrar hans eru Guðrún Þorsteinsdóttir (Skaftasonar) og Stefán Svanur Gunnarsson (Jónssonar) til heimilis að Svarfaðarbraut 30. Prestur var sr. Magnús G. Gunnarsson. Afmæli Hundur í óskilum varð fyrst ís- lenskra hljómsveita til að koma fram í Royal Albert Hall þegar hún hitaði upp fyrir tónleika Stuðmanna sl. fimintudags- kvöld. I þessu nafntogaðasta tónlistarhúsi heims þar sem John Lennon bað áheyrendur í betri sætunum vinsamlegast að hrista skartgripi sína á meðan þeir í ódýru sætunum klöppuðu saman höndunum á fyrstu tón- leikum Bítlanna þar 1963 hafa ýmsir fræknustu tónlistarmenn sögunnar stigið á stokk í gegn- um tíðina allt frá því Albert eig- inmaður Viktoríu drottningar vígði höllina árið 1871. Tónleikagestir á skírdagsköld fögnuðu Hundinum ákaft enda flestir íslendingar og vel með á nótunum í galgopaskap þeirra Eiríks Stephensen og Hjörleifs Hjartarsonar sem skipa þessa sögufrægu hljómsveit. Þurftu þeir félagar að neita fagnandi lýðnum um aukalög enda tíma- ramminn knappur og sjálfsögð almenn kurteisi að gefa aðal- hljómsveit kvöldsins Stuðmönn- um það rými og þá athygli sem þeir áttu skilið. Aðdragandi málsins var skammur. Jakob Magnússon forsprakki Stuðmanna hafði að sögn Eiríks Stephensen samband eftir miðnætti á mánudagskveldi og spurði hvort Hundurinn ætti heimangengt til London á fimmtudeginum. Reyndist svo vera og upp úr hádegi á fimmtu- degi voru þeir félagar komnir í Leifsstöð ásamt hundruðum íslendinga sem fylltu tvær breið- þotur til Luton-flugvallar norðan við London. Þar var stokkið upp í næsta leigubíl sem brunaði sem leið liggur niður til miðborgar Lundúna og mátti vart á tæpara standa því hljómsveitin var kom- in í hús rétt rúmum hálftíma áður en hún steig á svið. Það kom þó ekki að sök því þeir félagar voru í banastuði og sýndu áheyrendum sínar bestu hliðar. Eiríkur segir að tónleikarnir í Royal Albert Hall séu líklega hápunkturinn á ferli hljómsveit- arinnar fram til þessa en hún hefur nú starfað í um 11 ár. Aðspurður urn næstu verkefni hljómsveitarinnar nefndi Eirík- ur „gigg“ í Egilshöll fyrir starfs- menn KB-banka um næstu helgi en að því loknu tæki við viku túr um Vestfirði þar sem hljómsveit- in héldi tónleika í öllunr skólum á svæðinu á vegum „Tónlistar fyrir alla“. Eiríkur sagðist reikna með að þeir félagar héldu eina eða tvo almenna tónleika í þeim túr en næstu tónleikar í Reykja- vík væru áætlaðir á Næsta bar þann 27. apríl. Elísabet Lookalike Englands- drottning lét sig ekki vanta á tón- leikana. Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og rnargir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. Iris Olöf Siguijónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru myndir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverj- ar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Nr. 66. Reykgríma. Gefandi: Ármann Þórðarson á Ólafsfirði. ^---------------- Mynd 29. Hvað er þetta? Skírnir Sunnudaginn 27. febrúar var skírð í Glerárkirkju Sara Lind. Foreldrar hennar eru Inga Vala Magnúsdóttir og Sigursteinn Ingvarsson (Göngustöðum). Með þeim á myndinni er dótt- ir þeirra Margrét Mist. Heimili þeirra er að Skriðugili 5 á Aku- reyri. Prestur var sr. Gunnlaug- ur Garðarsson. Stórir skjáir ogfrábœr hljómflutningstœki tryggðu að 3000 áheyrendur fengju Hund í óskilum beint í œð. Sameiningarkosningar 8. október Alþingi hefur samþykkt ný lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Lögin fela það í sér að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga fer fram laugardaginn 8. október 2005, í stað 23. apríl nk., eins og gert var ráð fyrir áður. Samstarfsnefnd á hverju svæði verður þó heimilt að láta atkvæða- greiðsluna fara fram fyrr ef það er mat nefndarinnar að sameiningar- tillaga muni hljóta næga kynningu meðal íbúa fyrir kjördaginn. Skal samstarfsnefndin kynna félagsmálaráðuneytinu þá ákvörðun sína svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 20. maí 2005 til að ráðuneytið geti gert ráðstafanir til að láta utankjörfundaratkvæðagreiðslu hefj- ast tímanlega fyrir kjördag. Eiríkur og Hjörleifur drógu ekk- ert af sér í lokalaginu „I can’t live“.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.