Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 29. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 4. TÖLUBLAÐ Anægja í Dalvíkurskóla Samkvæmt tölvukönnun sem gerð var í Dalvíkurskóla sam- hliða foreldraviðtölum í janúar sl. og er liður af sjálfsmatsáætlun skólans, reyndust yfir 90% for- eldra þeirrar skoðunar að barni þeirra liði vel í skólanum og að þeir væru ánægðir með kennara þess. Sömuleiðis að skólinn nyti virðingar í samfélaginu. Öllum fannst þeir velkomnir í skólann. Alls tóku foreldrar 210 nemenda þátt í könnuninni. Samsöngur blandaðra kóra Samkór svarfdæla og Kirkju- kór Möðruvallakirkju héldu sameiginlega tónleika í Dal- víkurkirkju sl. þriðjudagskvöld. Er þetta í fyrsta sinn sem þessir kórar stilla saman strengi sína. Aðrir tónleikar kóranna verða í Möðruvallakirkju nú á fimmtu- dagskvöldið kl 20:30. Stjórnend- ur kóranna eru þær Petra Björk Pálsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Samkórinn legg- ur svo leið sína suður á land í næsta mánuði og syngur í Saln- um í Kópavogi þann 20. maí og á Holsvelli þann 21. maí. Vor í lofti Það er vor í lofti, farfuglarnir komnir og leikur í ungviðinu. I síðustu heimsóttu nemendur Dalvíkurskóla Húsabakkaskóla og Húsbekkingar guldu í sömu mynt. Var ekki annað að sjá en velfœri á með krökkun- um. Tréverk byggir við Dvalar- heimilið Hlíð á Akureyri - Langstœrsta verkefni fyrirtœkisins til þessa í dag, fimmtudaginn 28. apríl munu forsvarsmenn Tréverks hf. á Dalvík undirrita samning um byggingu nýrrar álmu og tengi- byggingar við Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Yerkkaupendur eru Akureyrar bær og ríkið. Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðar upp á 675 milljónir króna. Tvö tilboð bárust í verkið, hið lægra frá Tréverk og hljóðaði það upp á 92% af kostnaðaráætlun og hið hærra frá P. Alfreðssyni og var það um 102% af kostnaðaráætl- un. Það er því ljóst að verkefna- staða fyrirtækisins er mjög góð um þessar mundir og næsta eina og hálfa árið hið minnsta. Samkvæmt upplýsingum Björns Friðþjófssonar framkvæmdastjóra Tréverks er þetta langstærsta verk- efni sem fyrirtækið hefur tekið að sér til þessa. Framkvæmdir hefjast nú í vikulokin og eru verklok áætl- uð 15. september 2006. Björn segir að fyrst og fremst verði reynt að keyra á þeim mannskap sem þegar starfar hjá fyrirtækinu, einhverjum hugsan- lega bætt við, þó reyndar sé ekki auðvelt að fá smiði til starfa um þessar mundir, þar sem alls stað- ar er næg verkefni að hafa. Þá eru ýmis minni verkefni í gangi eða bíða úrlausnar, og verður reynt að sinna þeim samhliða stórverkefninu á Akureyri. Frá því um síðustu áramót hafa nokkrir starfsmenn Tré- verks sótt atvinnu til Reyðarf- jarðar, þ.e. við uppbyggingu vinnubúða þar, en því verkefni lýkur um næstu mánaðamót. Þá hefur Tréverk annast byggingu rafstöðvar fyrir Norðurorku í Glerárgili, rétt hjá Glerárskóla á Akureyri og er gert ráð fyrir að því verki ljúki um miðjan maí. Þá hefur fyrirtækið verið með par- húsaíbúðir í byggingu við Lyng- hóla. Tvær íbúðir þar eru þegar seldar, en Björn segir að hinum sé ekki lokið enn. „Við höfum haft þetta sem nokkurs konar uppfyllingarvinnu með öðru, en stefnum þó að því að ljúka bygg- ingu þeirra í vor." Sameiningarkosningar: Samstarfsnefnd skipuð Eins og kunnugt hefur dagsetningum verið breytt varðandi kosn- ingar um sameiningu sveitarfélaga. Nú er reiknað með að almennt verði ekki kosið fyrr en 8. október í haust. Hér verður kosið um sameiningu alls Eyjafjarðar en Grímsey verður ekki með í þeim kosningum. Um þetta verður því kosið í 9 sveitarfélaögum og til undirbún- ings kosningunum er skipuð nefnd tveggja einstaklinga frá hverju sveitarfélagi eða samtals 18 manns. Fyrsti fundur þessarar nefndar verður haldinn næsta föstudag 29. aprfl. Heimilt er að vera með kosningar fyrr en í október ef aukinn meirihluti nefndarmanna er því samþykkur. Vitað er að einhverjir vilja flýta kosningunum og vera með þær strax í vor en svo eru aðrir sem telja að ekki reynist nægur tími til að kynna málið fyrir kjósendum og betra sé að kjósa í haust. Eftirtaldir skipa samstarfsnefndina: Siglufjörður: Ólafur Kárason og Unnar Már Pétursson Akureyri: Oktavía Jóhannesdóttir og Sigrún Björk Jakobsdóttir Svalbarðsströnd: Guðmundur Bjarnason Haukur Halldórs- son Olafsfjörður: Jóna V Héðinsdóttir og Snjólaug Sigur- finnsdóttir Marinó Þorsteinsson og Valdimar Bragason Hólmgeir Karlsson og Arnar Árnason Þórður Stefánsson og Jóhann Ingólfsson Hjördís Sigursteinsdóttir og Hannes Valur Gunnlaugsson. Þegar þetta er skrifað hafa fulltrúar Hörgárbyggðar ekki verið skipaðir en það verður gert í þessari viku. Dalvík: Eyjafjarðarsveit: Grýtubakkahreppur: Arnarneshreppur: Landsbyggðin lifi gefur út ársrit - Nýtt verkefni miðar að því að efla vitund barna og unglinga um heimabyggðina Fyrsta ársrit samtakanna Lands- byggðin lifi er komið út. I því eru m.a. úrdráttur úr framsög- uerindum á Byggðaþinginu á Hólum í ágúst á síðasta ári og 20 bestu ritgerðirnar í ritgerðar- samkeppninni Unglingurinn á landsbyggðinni, sem og kynn- ing á einstökum félögum innan LBL. Þetta er tæplega 100 síðna rit í A4 broti, mjög skemmtilega myndskreytt. Formaður LBL, Ragnar Stef- ánsson, afhenti fyrstu eintökin af bókinni á fundi á Hótel Sögu, í byrjun apríl og við þeim tóku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Valgerð- ur Sverrisdóttir, iðnaðar-, við- skipta- og byggðamálaráðherra, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti íslands og vernd- ari LBL og Snorri Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunnar. Þessir aðilar hafa allir stutt samtökin og út- gáfu ársritsins, reyndar ásamt mörgum fleiri. Ragnar sagði við það tækifæri að eitt þúsund eintök af bókinni yrðu send til skólanna í landinu krcfjast endurnýjaðs sjálfstæðis Svarfaðardalshrepps Undirskriftasöfnun með kröfu um endurnýjað sjálfstæði hins gamla Svarfaðardalshrepps er nú í gangi í Svarfaðardal. Það er Þorkell Jóhannsson flugstjóri í Hofsárkoti sem hefur haft forgöngu um söfnunina og farið með Iistann bæ af bæ. Sagðist hann í samtali við Norðurslóð sl. mánudagskvöld hafa komið á fjölmarga bæi og nánast undantekn- ingalaust hefði fólks skrifað á listann. Einungis er safnað undirskriftum meðal íbúa hins forna Svarfaðardalshrepps en einnig er í gangi annar listi þar sem fólk getur lýst yfir stuðn- ingi við þessa kröfugerð að sögn Þorkels. Ætlunin er að senda síðan listann suður í félagsmálaráðu- neyti til að freista þess að afturkalla sameining- Framhald á bls. 7 og á fleiri staði, auk þess sem almenningi gefst kostur á að kaupa bókina. Að lokinni afhendingu fyrstu eintakanna hófst umræða um starfsemi LBL, byggðamálin og sérstaklega um útgáfu vefrits, sem er í undirbúningi hjá sam- tökunum. Var þetta lífleg og gef- andi umræða. Margar hugmyndir komu fram um vefrit á vegum LBL um byggð- amál, sem menn töldu að gæti náð mikilli útbreiðslu Voru stjórnar- menn LBL eindregið hvattir til að koma slíku vefriti af stað. Stjórn LBL er með þá hug- mynd að hefja nýtt verkefni með grunnskólum landsins í byrjun næsta árs. Markmiðið er að efla vitund barna og unglinga um heimabyggðina og gera þau að virkum þátttakendum í að styrkja hana og auðga. Óskað verður eftir ábendingum frá skólunum um verkefni og gæti það hugsanlega verið tengt um- hverfinu og umhverfismálum. Opnunartími: Mán.-fðs. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þer Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 Samkaup íurval

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.