Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Síldinni var dœlt úr nótinni í stíur á dekki bátsins þar sem skipverjar kössuðu síðan síldina og ÍSUÖll. Séð yfir dekkið á Lofti þar sem verið er að ganga frá aflanum. Það er greinilega lieitur dagur því nokkrir skipverjanna eru berir að ofan við vinnuna. Ekki ergott að finna út hvaða skip- verjar eru þarna við vinnu en vafalaust geta einhverjir sem voru um borð getið sér til um hver er hvað og vœri fróðlegt að fá ábendingar um það. Að þessu sinni flettum við meira í myndaalbúmi sem Þorsteinn Jóns- son ritstjóri og útgefandi ritsins Skipstjórnarmenn og íslensk- ur sjávarútvegur hefur undir höndum. í októberblaði Norður- slóðar á síðasta ári birtum við myndir sem Stefán Nikulásson tók á Dalvík 1959. Nú birtum við þrjár myndir sem Ólafur K. Magnússon síðar ljósmyndari á Morgunblaðinu tók á Dalvík, líklega árið 1955. Auk þess eru myndir sem Þorsteinn Gíslason skipstjóri tók þegar hann var skipstjóri á m/s Lofti Baldvins- syni EA 24 á síldveiðunum á Norðursjónum. Þessa skemmtilegu mynd tók Ólafur Magnússon á norður- garðinum líklega árið 1955. Búið er að fylla síldarkassana af demantssíld og greinilega beðið eftir að síldarsöltunarstúlkurnar mœti. Lengst til vinstri er Sól- berg Jóhannsson og við kassana eru feðgarnir Ingimar Lárusson og Lárus Frímannsson. Ekki er vissa um hver er lengst til hœgri á myndinni. 9Í** i ’A SSIÍ8* $ Eftir því sem nœst verður komist er hér að neðan verið að salta síld af Bjarma EA. Skipstjórinn og stýrimaðurinn eru hér á bíl- pallinum að hella úr tunnunum í síldarkassana. Þarna er stýri- maðurinn Hörður Björnsson í Garði að hella úr tunnu en skip- stjórinn Jóhannes Th. Jónsson að hagrœða tunnum. Það liggur greinilega ekki illa á Aðalheiði Árna. - ______ Hér sést yfir athafnasvœðið á norðurgarðinum. Framan við söltunarplássið er verið að landa úr síldarbátum. Þrír vörubílar eru þarna framan við og bendir það ti! þess að bœði hafi verið saltað á Múlaplaninu og hjá SFD auk þess sem verið er að salta á garðinum. Á þessari mynd liggur Loftur Baldvinsson EA við bryggju í Hirtshals í Danmörku. Húsið á kajanum erfiskmarkaðurinn þar sem síldin var seld. Loftur Bald- vinsson var flaggskipið í íslenska síldveiðiflotanum sem stundaði um árabil veiðar í Norðursjónum um og uppúr 1970. Aðalskip- stjórinn á Lofti var Gunnar Ara- son en nokkrir voru til að leysa hann af þar á meðal Þorsteinn Gíslason sem tók þessa mynd. LQFTUR Bl ' .......... ........... |; ! Mynd af dekkinu á Lofti þar sem sjá má rneðal annars hvar trékassar eru látnir stga af brúarþakinu. Síldin var ísuð í þessa kassa og þeim komið fyrir í lestinni. Eftir löndun var þeim raðað á gólfið á mark- aðnum og kaupendur gátu kynnt sér gœði síldarinnar.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.