Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 28.04.2005, Blaðsíða 7
Norðurslóð - 7 Vantar bílastæði? Ef marka má þessa mynd vantar nauðsynlega bflastæði í nágrenni smábátahafnarinnar á Dalvík. Smábátasjómenn skirr- ast ekki við að leggja bfluni sín- um á nærliggjandi lóðarblett og jafnvel í innkeyrsluna að vörulager hjá bakaríinu Axinu og þar láta þeir bílana standa tímunum saman. Oddi til sölu Til sölu er húseignin Skíðabraut 14 Dalvík, sem er þriggja herbergja einbýlishús, 78,8 fermetrar. Nánari upplýsingar í síma 466 1440 eða vs. 466 1250 (Ósk- ar) og 466 2333 eða 891 7913 (Ásdís). Orlofshús Frá og meö mánudeginum 2. maí nk. hefst útleiga á orlofshúsi Sjómannafélags Eyjafjarðar að lllugastöðum í Fnjóskadal. Húsið er leigt viku í senn og ber að greiða vikuleiguna við pöntun á húsinu. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa fengið sumarhús leigt hjá félaginu sl. þrjú ár, hafa forgangsrétt til kl. 16:00 þann 9. maí nk. Félagið tekur þátt í kostnaði félagsmanna vegna vikuleigu á tjaldvögnum, fellihýsum o.þ.h. gegn framvísun samnings þar um, sama niðurgreiðsla er vegna bændagistingar. Þá minnum við á orlofsíbúðir félagsins að Núpa- lind 6, Kópavogi, en útleiga þeirra er með venju- bundnum hætti allt árið. Sjómannafélag Eyjafjarðar Skipagötu 14, sími 462 5088 Dalverk hf.: Ný fjölnota vél keypt Dalverk hf. á Dalvík hefur fest kaup á nýrri fjölnota vél af Volvo-gerð, og er meginmark- miðið með kaupunum að létta lóðareig- endum og öðrum framkvæmdasömum ein- staklingum lífið. Að sögn Hallgríms Hreinssonar fram- kvæmdastjóra Dalverks fylgir vélinni m.a. bor sem kjörinn er til að bora fyrir sólpalla- undirstöðum og snúrustaurum svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að setja á hana hamar fyrir múrbrot, grafa með henni og setja á hana skúffu og moka við aðstæður þar sem stærri tæki komast ekki að. Hallgrímur segir að vélin sé kjörin til allrar vinnu við lóðir og sumarbústaðalönd, og hún sé það létt að auðvelt sé að hífa hana yfir runna og beð, og hún þurfi lítið athafnarými. Bocciakynning verður í íþróttahúsinu á Dalvík fimmtudaginn 28. apríl kl. 16:00-18:00. Allir velkomnir. Forsendur þessa samneytis okkar við Dalvíkur- byggð eru þess vegna algerlega brostnar, og trún- aðarbresturinn gagnvart bæjaryfirvöldum er alger. Fullreynt er að ná nokkurri sátt um þetta mál og því er okkur nú nauðsyn að fá tækifæri til að stjórna samfélaginu okkar á ný á eigin forsendum. Að vel athuguðu máli er það vissa okkar að við erum fylli- lega í stakk búin til að takast á við þau verkefni og kvaðir sem munu leggjast á Svarfaðardalshrepp, og því er það krafa okkar, að okkar gamla sveitarfélag fái á ný öðlast sjálfstæði, með sínum gömlu landa- merkjum. Með þessu fylgir einnig sú krafa að allar þær eignir sem áður tilheyrðu Svarfaðardalshreppi, s.s. húsnæðið að Húsabakka, sundskáli og aðrar byggingar, ásamt landeignum o.fl. skoðist sem fyrr eignir Svarfaðardalshrepps. Loks fylgir hér sú krafa að framkvæmd ákvörð- unar bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar, um að fella niður skólahald að Húsabakka, verði frestað þann- ig að endurvakinn Svarfaðardalshreppur geti tekið við óskertum rekstri grunnskólans að Húsabakka, fari svo að ekki verði unnt að koma til móts við þessa kröfugerð okkar að öðru leyti fyrir upphaf næsta skólaárs. Deildarstjórn Út- Eyj afj arðardeildar og fulltrúar á aðalfund KEA Á fundi í Út-Eyjafjarðardeild KEA sem hald- inn var fyrir skömmu voru eftirtalin kjör- in í deildarstjórn: Guðbjörn Gíslason Dal- vík, deildarstjóri, Baldvin Haraldsson, Stóru Hámundarstöðum, Helga Jónsdóttir, Olafstirði, Haraldur Ingi Haraldsson, Hrísey og Ásdís Jóna Magnúsdóttir, Siglufirði. Varamenn í deildarstjórn eru Óskar Gunn- arsson,Dæli Skíðadal og Guðntundur Kristjáns- son, Dalvík. Þá voru á fundinum kjörnir fulltrúar á aðalf- und KEA 30. aprfl nk. Úr Dalvíkurbyggð voru kjörnir: Guðbjörn Gíslason, Dalvík, Zophon- ías Jónmundsson, Hrafnsstöðum, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, Dalvík, Rafn Arnbjörns- son, Dalvík, Óskar Gunnarsson, Dæli, Baldvin Haraldsson, Stóru Hámundarstöðum, Atli Frið- björnsson, Hóli og Valdimar Bragason, Dalvík. Hallgrímur Hreinsson við nýju vélina. Útboð á skólaakstri og skólamáltíðum Á fundi fræðsluráðs Dalvíkur- byggðar fyrir skömniu var rætt um fyrirkomulag skólamáltíða og skólaaksturs á komandi vetri og lagt fram minnisblað frá ÚtEy - Skólaþjónustu varðandi fyrir- komulag þjónustu og útboðs- leiðir. Hvað skólaaksturinn varðar, felur fræðsluráð skólastjórum og ÚtEy - Skólaþjónustu að vinna að útboði skólaaksturs. Gert er ráð fyrir að leitað verði aðstoð- ar umhverfis- og tæknisviðs Dal- víkurbyggðar sem býr yfir þekk- ingu og reynslu á þessu sviði og kallað eftir sérfræðiaðstoð frá Ríkiskaupum og innkaupastjóra Akureyrarbæjar sem rætt hefur verið við og lýst hefur sig reiðu- búinn til ráðgjafar og aðstoðar. Pá leggur fræðsluráð til að nemendum 1. til4.bekkjarDalvík- urskóla verði boðið uppá skóla- máltíðir frá og með næsta skólaári eins og tíðkast hefur með 5. til 10. bekk. Gert er ráð fyrir að farið verði í útboð á skólamáltíðum grunnskólanna á Dalvík og Ár- skógi, einnig fellur þar inní leik- skólinn Leikbær, og lagt til að eldhúsaðstaðan í Árskógi verði boðin tilboðsgjöfum til leigu. Fræðsluráð felur skólastjórum og ÚtEy - Skólaþjónustu að vinna að útboðinu. Krefjast sjálfstæðis Framhald afforsíðu una. Einnig munu bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar, þingmenn kjördæmisins og fjölmiðlar fá afrit af listanum. Þorkell sagði fulla alvöru hér á ferðinni. Hann hefði ásamt Atla Friðbjörnssyni fv oddvita og fleiri málsmetandi aðilum skoðað það ofan í kjölinn hvort rekstrargrundvöllur væri fyrir hendi að endur- nýjuðum Svarfaðardalshreppi og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri. Hausinn á undirskriftalistunum er svohljóðandi: Við sem ritum nöfn okkar hér undir gerum hér með þá kröfu tii Alþingis, að aflétt verði þeim hömlum sem 3. grein sveitastjórnarlaga setur, gegn því að þau sveitarfélög sem áður hafa sameinast í önnur og stærri, geti á ný endurheimt sjálfstæði sitt. Þetta gerum við vegna þess að það er eindregin vilji okkar að slíta á stjórnsýsluleg tengsl hins gamla Svarfaðardalshrepps við Dalvíkurbyggð, og endurvekja þannig sjálfstæði hans. Ástæða þessa er sú að ekki verður lengur með nokkru móti unað við þá framkomu bæjaryfirvalda í Dalvíkurbyggð, sem við höfum nú orðið þolend- ur að vegna lokunar Húsabakkaskóla. Sú aðgerð er ekki studd neinum þeim rökum sem varið geta þessa ákvörðun, auk þess sem við erum algerlega hlunnfarin um svör og skýringar, sem við höfum þó margítrekað krafið bæjaryfirvöld um vegna þessa gjörnings. Mikið og málefnalegt andóf okkar allra sem að skólanum standa hefur einnig algerlega ver- ið hunsað og öll okkar mótrök lítilsvirt með yfir- klóri eða þögn, af hálfu bæjaryfirvalda. Við þá sameiningu sem leiddi til stofnunar Dalvíkurbyggðar væntu kjósendur í Svarfaðar- og Skíðadal þess að það myndi leiða til eflingar byggðarinnar í sveitinni okkar. En þó slík hafi verið raunin, þrátt fyrir fækkun búa í rekstri undanfar- in ár, er það alls ekki fyrir tilstuðlan bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar, heldur vegna aðdráttarafls hins metnaðarfulla skólastarfs sem skólinn okkar að Húsabakka hefur státað af. Með því að ráðast að samfélagi okkar með þeim hætti sem nú er orðin staðreynd, eru bæjaryfirvöld að vinna gegn tilgangi sameiningarinnar, og höggva stoðirnar undan því litríka samfélagi sem hér hefur verið að festa rætur og stuðla þess í stað að landauðn. Þann 17. april og 7. maí nk. verda þessar dúllur, systur okkar, Sólrún og Svala Svein- bergsdætur, samtals 90 ára. Af því tilefni viljum við bjóða vinum og aðdáendum þeirra til sjávar og sveita til smá fagnaðar í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju laugardaginn 30. april kl. 20. Vonumst til að sjá sem flesta. ELLA og HANNES. ATH: Tomman Dalvík verður lokuð þetta kvöld.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.