Norðurslóð - 26.05.2005, Side 1

Norðurslóð - 26.05.2005, Side 1
29. ÁRGANGUR Fimmtudagur 26. maí 2005 5. TÖLUBLAÐ Sýningarbás Dalvíkurbyggðar vakti verðskuldaða at- hygli á sýningunni Norðurland 2005 í íþróttahöllinni á Akureyri um hvítasunnuhelgina. Á básnum gafst gesturn kostur á að skoða heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Sér- stök kynning var á korta- og þjónustukerfi sveitarfélags- ins sem fyrirtækið Snertill hefur unnið fyrir bæjarfélagið. Gestum sýningarinnar gafst kostur á að taka þátt í léttum spurningaleik varðandi Dalvíkurbyggð og voru verðlaun- in annars vegar ferð til Dalvíkur fyrir 5 manna fjölskyldu með viðkomu á byggðasafninu, sundlauginni og innifal- inni hvalaskoðun frá Hauganesi og hins vegar ferðakistill frá Sæplasti. Alls tóku 230 manns þátt í leiknunr. Að sögn Margrétar Víkingsdóttur upplýsingafulltrúa var ekki annað að heyra á gestum en að það kynni vel að meta það sem fyrir augu bar í básnum. Á minni myndinni má sjá sýningarbás Sælgætisgerðarinnar Mola. Byggðasafnið Hvoll opnað Forsetinn og Upsakristur Byggðasafnið Hvoll á Dalvík verður formlega opnað eftir vetrarlokun n.k. finimtudag 28. maí kl. 14. Forseti íslands herra Olafur Ragnar Gímsson verður á staðnum og opnar með pompi og prakt nýj a Kristj ánsstofu. Þá mun Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður athjúpa eftirgerð af Upsakristi sem fengin hefur verið að láni frá Þjóðminjasafninu á sýninguna Mannlíf og munir í Dalvíkurbyggð sem einnig verð- ur formlega opnuð við þetta tækifæri. Ohætt er að segja að byggða- safnið Hvoll hafi gengið í gegn- um allsherjar yfirhalningu frá því nýr safnstjóri Iris Olöf Sigur- jónsdóttir tók þar við lyklavöld- um. Búið er mála, skipta um gólf- efni, lagfæra glugga og ýmislegt smálegt á 1. og 2. hæð auk þess sem geymslurými hefur verið innréttað í viðbyggingu. I fyrra- vor var opnuð sýning í tilefni 70 ára afmælis Dalvíkurskjálftans, Jóhannsstofa hafði þá einnig verið endurnýjuð og sömuleiðis náttúrugripaherbergi. Kristjánsstofa hér að ofan en til hœgri sér í þjóðbúning kvenna. Nú hefur Kristjánsstofa einn- ig verið endurnýjuð og sýning- armunum fjölgað. „Hugsunin er sú að persóna Kristjáns Eldjárns fái hér rneira vægi í stað hinnar formlegu uppstillingar á forset- anum og embættismanninum,“ segir Iris Olöf. Á sýningunni Mannlíf og munir í Dalvíkurbyggð sem sett hefur verið upp á annarri hæð safnsins gefur að líta mikið af þeim munum sem þar voru fyr- ir en hins vegar eru færri eintök sömu gerðar. í stað 40 hefla og 30 saga eru þannig nú e.t.v. fjór- ir heflar og fjórar sagir til sýnis. Afgangurinn er vandlega flokk- aður og merktur í geymslurými safnsins. Með því móti fær hver munur notið sín að sögn írisar og sýningin verður markvissari og væntanlega sterkari upplifun fyrir þann sem skoðar hana. Síðustu skólaslit á Húsabakka Síðustu skólaslit Húsabakkaskóla verða í dag, fimmtudaginn 26. maí kl. 11. Nemendur og kennarar skólans luku skólaárinu með skólaferðalagi til Reykjavíkur þar sem m.a. var farið í Þjóðleik- húsið, á Þjóðminjasfnið, sögusafnið í Perlunni og Hús skáldsins að Gljúfrasteini. Einnig var farið í sjóferð, keilu, í bíó og púlsinn tekinn á Smáralindinni. Nú að loknum skólaslitum tekur við vinna hjá kennurum og starfsfólki skólans við að pakka bókum og kennslugögnum niður í kassa og undirbúa flutning nemenda í Dalvíkurskóla. Reiknað er með að bækur, kennslugögn og tæki fari flest í Dalvíkurskóla en einhverjir hlutir sem Dalvíkurskóli hefur ekki not fyrir fer hugsan- lega í Árskógarskóla eða á leikskólana. Þannig má reikna með að húsgögn og kennslugögn úr leikskólanum og úr yngstu bekkjum Húsabakkaskóla fari á nýia 5 ára deild sem er í undirbúningi við Krílakot. Að sögn Ingileifar Ástvaldsdóttur skólastjóra í Húsabakka- skóla er það haft að leiðarljósi við flutninginn að búnaður Húsa- bakkaskóla fylgi börnunum í Dalvíkurskóla en þó svo að eftir verið ailur búnaður sem lýtur að öðrum rekstri á Húsabakka en grunnskólanum. Þannig verði megnið af borðum og stólum eftir í kennslustofum, allur búnaður í mötuneyti og allt varðandi rekstur gistingar og auk þess tölvubúnaður og annað sem þarf fyrir eina meðal skrifstofu. Dalbær: Sparisj óðurinn gefur hljóðfæri Á flmmtudaginn í síðustu viku afhenti Friðrik Friðriksson spari- sjóðsstjóri fyrir hönd Sparisjóðs Svarfdæla Dalbæ, heimili aldrað- ara hljóðfæri að gjöf. Hér er um að ræða vandað ragmagnshljóð- færi sem getur ýmsist verði píanó eða orgel og reyndar brugðið sér í hlutverk fleiri hljóðfæra ef því er að skipta. Mímiskórinn, kór aldraðra, söng nokkur lög við athöfnina undir stjórn og undir- leik Magnúsar G. Gunnarssonar. Einnig sungu Felix Jósafatsson og Steinar Steingrímsson dúett og spilaði Magnús undir hjá þeim líka. Það var Bj örgúlfur Lúðvíksson forstöðumaður Dalbæjar sem veitti hljóðfærinu viðtöku fyrir hönd heimilisfólksins og sagði að gjöf þessi væri kærkomin þar sem hljóðfæri sem fyrir voru dygðu ekki til þeirra verka sem þeim var ætlað. Það kom fram við athöfnina að útgerð Stefáns Rögnvaldssonar EA gaf píanóstól við hljóðfærið og Vélvirki ehf. undirstöður undir hljóðfærið. Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri af- hendir Dalbœingum nýja hljóðfœrið. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.