Norðurslóð - 26.05.2005, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 26.05.2005, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Byggðasaga * Þorvaldsdalur og innanverð Arskógsströnd Elín Ósk Hreiðarsdóttir Byggð á því svæði sem skráð var 2003 hefur haldist fremur stöðug í gegnum aldirnar ef frá er talinn byggð á Þorvaldsdal sem virðist að hluta, jafnvel frá upphafi, hafa verið breytingum undirorpin og það hafa farið eftir árferði hversu margar jarðir voru í byggð. Utanjreirra tíu jarða á sunnan- verðri Arskógsströnd sem voru lögbýli um miðja 19. öld þegar jarðabók Johnsens var rituð voru einungis skráð tvö býli á strönd- inni sem má rekja lengra aftur en til 19. aldar. Þetta eru býlin Kol- beinstunga í landi Kálfskinns og Skinnhúfa í landi Götu sem upp- haflega byggðist frá Haga. Kol- beinstunga var samkvæmt Arna og Páli metin á 5 hdr meðan byggðin varaði en hún var komin í eyði um 1680 og ekki er vitað til þess að hún hafi aftur komist í byggð. Skinnhúfa/Jónsgerði er einnig talin upp í jarðabók þeirra félaga sem eyðihjáleiga frá Haga og er sagt að ekki megi byggja á þessurn stað án þess að skaða heimajörðina. Þrátt fyrir það byggðist aftur upp bær á þessum stað. Svo virðist sem bærinn hafi gengið undir ýmsum nöfnum og Gata sé í raun annað nafn á sama jarðnæði. Býlið var þó fært örlít- ið til suðurs undir lokin, þar sem bærinn í Götu stendur enn en ekki er ástæða til að ætla að fleiri en eitt býli hafi verið í byggð á þessum slóðum. Um miðja 19. öld voru fjór- ar jarðir í byggð í Þorvaldsdal: Kleif, Grund, Kúgil og Hrafna- gi». Auk þess voru tvö önnur býli, Hávarðarstaðir og Þórhalla- kot, utarlega á dalnum austan- verðum og sjást umtalsverðar rústir á báðum stöðunum. Þoku- kennd munnmæli greina einnig frá tveimur býlum til viðbótar, Þverá og Fögruvöllum, innarlega á dalnum. Um bæði býlin gengur svipuð saga, þ.e. þau eiga að hafa staðið innarlega á Þorvaldsdal en horfið undir hraun/framhlaup; Þverá í vesturhlíð Þorvaldsdals en Fögruvellir í austurhlíðinni. Ekki eru þekktar ritaðar heim- ildir sem styðja munnmæli þessi og engar fornleifar fundust við vettvangsathugun sem gætu stað- fest frásögnina. Að lokum er rétt að geta Lambárkots á Þorvalds- dal í suðurhluta dalsins vestan- verðum. Þar segja Arni og Páll að leyfar eyðibóls sé og að finna en býlið var ekki skráð 2003. Heim- ildir geta því 7 býla í Þorvaldsdal, fjögurra vestanmegin en þriggja í dalnum austanverðum. Af bæj- um var Grund talin besta jörðin. Hún er á vestanverðum dalnum þar sem undirlendi er hvað mest og góðar engjar eru neðan bæjar. Jarðarinnar er fyrst getið í heim- ildum á 14. öld en hefur líklega byggst upp talsvert fyrr. Hún virðist samfleytt í byggð allt til 1925 þegar hún fer í eyði. Grund var oftast metin á 20-24 hdr þó um 1550 sé helmingur Grundar talinn 15 hdr. Næsti bær utan við, í vestanverðum dalnum,ysti bær- inn í Þorvaldsdal og jafnframt sá er síðast fór í eyði, er Kleif. Þar var búið allt frarn til 1979 og er ekki að sjá af heimildum að bær- inn hafi fallið í eyði á fyrri öldum. Kleifar er fyrst getið í heimildum á 15. öld og er jörðin yfirleitt metin á um 10 hdr. Kúgil er inn- arlega á vestanverðum dalnum og var einnig metin á 10 hdr en jarðarinnar er hvergi getið í eldri skjölum. Líklega hefur hún ver- ið úr og í byggð eftir árferði og segja Arni og Páll að í fyrndinni (þó fyrir allra manna minni) hafi jörðin verið sel frá Stóru-Brekku áGalmaströnd.Um innstabæinn á Þorvaldsal, Lambárkot, hefur sjálfsagt gilt svipað lögmál nema hvað líkur eru á að byggð þar hafi varað styttra enda búskap- arskilyrði erfið svo innarlega á dalnum, í 300-400 m.y.s. þar sem undirlendi er vandfundið. Lamb- árkot tilheyri a.m.k. á 18. öld af- réttarlandi Hörgdæla og verður því skráð með Hörgárbyggð. Af heimildum má ætla að Há- varðarstaðir og/eða Þórhallakot séu fyrstu býlin sem byggjast upp í Þorvaldsdal. Dýrleiki jarðanna er ekki þekktur en bæði virðast hafa farið úr og í byggð eftir ár- ferði og því helst á að giska að landgæði hafi verið svipuð á flest- um jörðum í Þorvaldsdal eða um 10 hdr. Ef hins vegar eru tekin saman landgæði, dýrleiki og nöfn bæja í Þorvaldsdal sker Grund sig strax úr. Nafnið er einfalt náttúruheiti eins og algengt er með jarðir sem snemma komast í byggð. Slíkt er að jafnaði talið benda til eldri byggðar en t.d. bæir með endinguna -staðir. Á Grund er betra undirlendi og engjar og landgæði eru þar talsvert meiri og betri en á öðrum jörðum. Dýr- leiki jarðarinnar er eftir því, eða tvöfalt meiri en á öðrum jörðum í Þorvaldsdal þar sem dýrleiki er þekktur, eða 20-23 hdr. í stað 10-12 hdr. Landrými jarða í Þor- valdsdal er reyndar fremur jafnt þó landgæði séu greinilega best á Grund og almennt minnki undir- lendi þegar innar dregur á dalinn. Skipting jarðnæðis er svo jöfn að auðvelt væri að ímynda sér að um skipulagt landnám væri að ræða, þá líklega frá valdakjarnanum í Árskógi. Austurhluti dalsins tii- heyrði einmitt staðnum þegar fram liðu stundir og styrkir það kenningar um að dalurinn hafi byggst upp að undirlagi kirkju- staðarins. En hvernig má þá skýra sagnir um snemmbúið landnám í Þor- valdsdal og sagnir um kirkju- byggingu á dalnum? Einfaldasta skýring er sú sem felst í nafni Árskógs. Svæðið hefur í upphafi líklega verið vaxið mjög þétt- um skógi. Hugsanlegt er að þau landgæði hafi ekki verið jafnauð- nýtt þegar menn komu fyrst að landi, ekki síst ef skógurinn sem bæirnir eru kenndir við hefur ver- ið rnjög þéttur. Það gæti því verið að hin alfyrsta byggð sé austan við Hámundarstaðaháls, en að síðar eftir að búið var að ryðja skógana í kringum Þorvaldsdalsá hafi valdamiðjan færst þangað þó að nyrðri bæirnir héldu áfram að vera bú í betra meðallagi. Sú fjölskylda sem fyrst nam land á þessum slóðum gæti af þessum sökum hafa valið að setja bústað sinn ekki þar sem undir- lendi var hvað mest þar sem skógurinn var þéttastur, heldur á dalnum. Þegar fram liðu tímar og skógar teknir að hopa gæti höfuðbólið hafa verið fært neð- ar, þar sem landgæði voru meiri og bærinn var að auki miðsvæð- is fyrir ströndinni og sömuleiðis sá bær sem næst stóð dalnum. Hugsanlegt er að þessi ákjósan- lega staðsetning miðað við aðra bæi í sveitinni hafi verið lykilat- riði frá pólitískum sjónarhóli. Staðsetningin tryggði Árskógs- kjarnann í sessi sem pólitíska og síðar kirkjulega miðstöð sveitar- innar. Gæti verið að þessi flutn- ingur höfuðbólsins hefði stuðlað að arfsögnum um höfðingja og kirkjubyggingar á dalnum. Hafi Árskógsmenn upphaflega byggt á dalnum en fljótlega fært sig í dalsmynnið er líklegt að dalur- inn hafi áfram tilheyrt valda- kjarna þeirra eða verið byggður að þeirra undirlagi. Eins og áður segir er af mörgu eðlilegast að áætla að Grund sé elsta jörð dals- ins en hugsanlegt er að fljótlega hafi Hávarðarstaðir og/eða Þór- hallakot byggst upp. Þórhallakot hefur einnig verið nefnt Staðar- kot og eru ýmis staðarörnefni í námunda við býlið sem þykja benda til sterkra tengsla við Ár- skóg. Fornlegur garður liggur á landamerkjum Kálfskinns og Árskógsstaðar og til vesturs yfir hálsinn og að Þorvaldsdalsá. Líklegast virðist að garðurinn hafi verið á mörkum Árskógs og dalsins (Þórhallakots) og bend- ir það til að í upphafi hafi skilin á milli staðarins og jarðanna á dalnum verið skýr þó svo að síð- ar ætti kirkjujörðin talsvert land upp á dalnum og staðurinn hafi líklegast haft áhrif á uppbygg- ingu dalsins. Ekki er óhugsandi að afréttarlínan hafi áður legið talsvert norðar en hún gerði síð- ar og hugsanlegt að deilur prests í Árskógi og Möðruvallaklaust- urs um eignarrétt á Hrafnagils- seli austan megin hafi einmitt snúist um þetta atriði. Kleif í utanverðum Þorvaldsdal vestan- verðun hefur að líkindum byggst snemma, annað hvort frá Grund eða Brattavöllum. Víkur þá sögunni að strönd- inni. Þar hafa Árskógsjarð- irnar borið höfuð og herðar yfir aðrar jarðir enda voru þær sam- tals metnar á 70 hdr. Stærri-Ár- skógur var staður en jarðirnar virðast svipaðar að dýrleika þar sem Litli-Árskógur var metinn á 30 hdr. En munnmæli skráð um 1700 hermdu að Stærri-Árskógur hefði upphaflega verið 40 hdr. Ekki er ólíklegt að Brattavell- ir (24 hdr.) hafi byggst snemma úr landi Árskógar og jafnvel hugsanlegt að bæirnir þrír (Litli- Árskógur, Stærri-Árskógur og Brattavellir) hafi byggst upp á sama tíma af bandalagi manna eða stórfjölskyldu. Sunnan og austan við Ár- skóg byggjast snemma 3-4 bæir: Kálfskinn, Hagi, Birnunes og sjálfsagt litlu síðar Selá/Selár- bakki. Á fyrstnefndu þrjá bæina er minnst snemma í heimildum og eru því líkur á að þeir hafi allir verið komnir í byggð fljót- lega eftir landnám. Líklegt er að Hagaland hafi upphaflega náð yfir allt það svæði sem síðar var skipt á milli Rauðuvíkur (byggð við lok 19. aldar), Hillna, Götu og Syðri og Ytri-Haga. Hagabæirnir voru saman metnir á 30 hdr. með Götu, en Hillur á 12 hdr. Þannig að samtals mætti ætla að dýrleiki hinnar upprunalegu jarðar hafi verið ríflega 40 hdr. Niðurlag í næsta blaði. Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar » Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta.Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. » Viðbót á lífeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. * Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. » Sveigjanlegur útgreiðslutími Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs.Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Sífellt fjölgar þeim er tengjast heimabankanum Ert þú einn af þeim? Áskriftarrei kni ngu r Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxtunar - án nokkurs kostnaðar. Askrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerðar um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Sparisjoður Svarfdæla Dalvík 460 1800 Hríse 466 17 f&o

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.