Norðurslóð - 26.05.2005, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 26.05.2005, Blaðsíða 4
Tímamót Afmæli Þann 5. maí sl. varð 85 ára Þórdís Rögnvalds- dóttir, Skíðabraut 13, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Borgarísjakinn stóri sem rak inn Eyjafjörð um Hvítasunnuhelg- ina hefur lónað úti fyrir Árskógssandi undanfarna daga. Aldrei í manna minnum hefur annað eins ferlíki rekið inn fjörðinn enda hefur jakinn vakið verðskuldaða athygli og fjölmargir hafa siglt út að hon- um. Sumir hafa jafnvel tekið þar „land“ en ástæða er til að vara fólk við slíkum glannaskap. Jakinn er mikil náttúrusmíð, eins og risastór fljótandi dómkirkja með tveim turnspírum. Sú hærri er um 40 metrar á hæð að sögn sjófarenda en jafnt og þétt kvarnast utan af honum enda ofboðslegir kraftar að verki þegar svona flykki kennir botns. Vorkoma Lionsmanna á Dalvík er einn af föstu vorboðunum hér um slóðir. Hún fór fram í Tónlistarskólanum á Dalvík á laugar- dag og sunnudag 14. og 15. maí. Þar sýndu Björgvin Björgvinsson, Sig- urlaug Gunnlaugsdóttir, Þorsteinn Marínósson, Sigríður Guðmunds- dóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir og Sigurður Högnason málverk, listvarning og brúður. Lögðu fjölmargir leið sína í Tónlistarskólann um helgina til að líta dýrðina augum. Sótt hefur verið um leyfi til byggingar eins einbýlishúss í sveitarfé- laginu í sumar að sögn Sveinbjörns Steingrímssonar bæjartækni- fræðings. Það mun vera nýtt hús í landi Hofsár, nánar tiltekið í Hofsár- reit sem Hofsármenn fengu til umsjár og eignar á síðasta ári. Þá hefur umhverfisnefnd samþykkt byggingu sumarbústaðar í landi Grafar. Sótt hefur verið um tvær einbýlishúsalóðir á Dalvík en enn er óvíst hvenær byggt verður á þeim. Nýr bæklingur Dalvíkurbvggð - Spurning um lífsstíl ✓ Asýningarbás Dalvíkurbyggðar á Norðurlandi 2005 var m. a. kynntur nýútkominn bæklingur Dalvíkurbyggð - spurning uin lífsstíl. Bæklingurinn er 12 síður prýddur fjölda litmynda. Að sögn Margrétar Víkingsdóttur upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar var sú stefna tekin að kynna Dalvíkurbyggð sem ákjósanlegan búsetu- kost fyrir fjölskyldufólk og að með búsetu hér væri fólk að kjósa sér ákveðinn lífsstíl fremur en að hér væri allt til alls. í bæklingnum segja valinnkunnir heimamenn frá kostum þess að búa í Dalvíkurbyggð, sagt er frá atvinnulífi, menningarlífi, skólum, íþróttalífi, útivistarmögu- leikum og náttúru svæðisins. Þá er þar bent á lausar byggingarlóðir og nýtt deiliskipulag og jafnframt vakin athygli á ákjósanlegum sum- arbústaðalóðum í sveitarfélaginu. Bæklinginn er hægt að nálgast á bæjarskrifstofunni fyrir þá sem áhuga hafa. Opinn fundur um brúarsmíði Það er engan bilbug að finna á Framfarafélagi Dalvíkurbyggð- ar en í kvöld, fimmtudaginn 26. maí, kl. 20 er boðað til almenns fundar á Sogni. Þar verður rætt um hugmyndir sem kviknað hafa um að reisa nýja göngubrú yfir Svarfaðardalsá. Ef af verður rís brúin skammt framan við Hánefsstaðareitinn. Ýmsum spurningum er ósvarað, svo sem um það hvers konar brú menn vilja og hvernig á að fjár- magna brúarsmíðina. Ætlunin er að stofna hóp á fundinum til að halda málinu vakandi og vinna að undirbúningi. Sjá menn fyr- ir sér að þar komist á samvinna áhugamanna og iðnaðarmanna sem gætu þokað málinu áfram. Að loknum þessu fundi verð- ur aðalfundur Framfarafélagsins. Þar fer fram stjórnarkosning og kosnir verða fulltrúar á aðalfund samtakanna Landsbyggðin lifi, sem haldinn verður að Húna- völlum 4.-5. júní. £tkeMi Gourmet léttreyktar hunangs grísakótilettur Tilboðsverð Royalty Digestive orf rilboðsverð Vínber rauð Samkaup I ún/al Sveppir 250 gr Hafnarfjorður •Njarðvík «ísafjorður »Akureyri »Dalvik •Siglufjorður »Ólafsfjorður «Húsavik • Egilsstaðir »Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagastrond • Bolungarvik Box áflur verfl 213 Verð áður 199 Tilboðsverð 2.437 afsláttur á kassa Verð áflur 3.249 Góöur kostur! Tilboð 26. 29. mai Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. Iris Olöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru myndir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverj- ar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Smjörspaði Hann er rifflaður og var notaður til að fegra smjörskökurnar. Við að draga hann eftir smjörinu mynduðust rifflur. ^---------------- IMynd 31. Hvað er þetta?

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.