Norðurslóð - 30.06.2005, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 30.06.2005, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 29. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2005 6. TÖLUBLAÐ Á Jónsmessunótt Heiðar Helguson semur við Fulham Þær fréttir bárust frá Englandi að nafntogaðasti knattspyrnumaður Dalvíkur, Heiðar Helguson, hefði verið seldur frá liði sínu, Watford, og myndi leika með úrvalsdeildarliðinu Fulham á næstu leiktíð sem hefst um miðjan ágúst. Kaupverðið mun hafa verið um 150 milljónir íslenskra króna. Heiðar hefur leikið vel undanfarin ár með Watford og þegar ljóst var að hann hugsaði sér til hreyfings undraði engan að ýmis úrvalsdeildarlið bæru í hann víurnar. Eftir að hafa verið orðaður við mörg lið undirritaði hann samning við Fulham þar sem hann á að leysa af hólmi engan annan en Andy Cole. Heiðar verður þriðji íslenski leikmaðurinn sem leikur í úrvals- deildinni en þar hittir hann fyrir samherja sína úr íslenska land- spiðinu, þá Eið Smára Guðjohnsen hjá Chelsea og Hermann Hreiðarsson hjá Charlton. Samningurinn er til fjögurra ára og hef- ur þann kost fyrir Heiðar að hann þarf ekki að flytja því Fulham hefur bækistöðvar í Lundúnum. Sparkvöllur vígður um hclgina Um næstu helgi verður hinn nýi sparkvöllur á Dalvík formlega tek- inn í notkun en hann er sem kunnugt er gjöf frá KSÍ en uppsetning- in kostuð af Sparisjóði Svarfdæla. Áætlað er að framkvæmdum ljúki nú um mánaðamótin og koma erlendir iðnaðarmenn hingað til að leggja gervigrasdúkinn. Völlurinn verður vígður við hátíð- lega athöfn um helgina og eru vonir bundnar við að sjálfur Heiðar Helguson taki fyrstu spyrnuna á hinum nýja velli.Vonandi tekst honum að losna úr önnum atvinnumennskunnar til þess að vígja nýja völlinn. Frystihúsið Sextíu tonna múrinn fallinn Það ríkti sannkölluð jónsmessugleði við varðeldinn hjá Tungurétt að kveldi jónsmessudags 23. júní sl. Hesta- menn efndu til hópreiðar á gleðina, Ferðafélag Svarfdœla stóð fyrir göngu upp að Skriðukotsvatni en Kven- félagið Tilraun sá um veitingar í skúrnum. Vegfarendum sem leið áttu fram- hjá frystihúsinu á Dalvík um helgina varð starsýnt á stæður 67.000 ferðmenn í Dalvíkurbyggð Ný skýrsla um fjölda ferðamanna í byggðarlaginu Út er komin skýrsla sem ber nafnið Ferðamenn á Dalvík 2001- 2004 en fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (Rögnvaldur Guðmundsson) sá um að vinna skýrsluna fyrir Dal- víkurbyggð. Samkvæmt skýrsl- unni var Ijöldi erlendra ferða- manna í Dalvíkurbyggða á síðasta ári í kringum 17.000 manns og fjöldi innlendra ferðamanna er áætlaður um 50.000 manns. Meg- intilgangurinn með skýrslunni var að fá heildarsýn yfir gestakomur hingað á sl. árum og hvort og þá hvar lielstu sóknarfærin liggja. Samkvæmt upplýsingum Mar- grétar Víkingsdóttur, upplýsinga- fulltrúa Dalvíkurbyggðar byggja þær niðurstöður um innlenda og erlenda ferðamenn til Dalvík- ur sem kynntar eru í skýrslunni á tveimur könnunum. Meðal Islendinga voru gerðar síma- kannanir, ein á ári, þar sem úr- tak í hvert sinn var 1200 manns á aldrinum 18-78 ára og er svar- hlutfall á bilinu 68-71 %. Á meðal erlendra ferðamanna eru lagðar fyrir kannanir sem bera nafnið Dear Visitor, en þær eru lagðar fyrir flugfarþega í Leifsstöð og meðal Norrænufarþega á Seyð- isfirði. Alls svöruðu 6046 erlend- ir ferðamenn könunninni 2004. Þegar skoðaðar eru niðurstöð- ur fyrir erlenda ferðamenn kemur í Ijós að árið 2004 komu 17.000 gestir til Dalvíkur. Stærst- ur hluti þeirra kom á tímabilinu júní-september eða um 14.000 manns. Ekki er munur á komu erlendra ferðamanna til Dalvík- ur eftir kyni eða aldri, en reikn- aður meðalaldur gesta er rúm- lega 42 ár. Þegar skoðaðar er frá hvaða löndum þeir erlendur gestir eru sem koma hingað má sjá að stærstur hluti þeirra er frá Mið-Evrópu, alls 3.800, Suður- Evrópu, alls 3.700, og Norður- löndunum, alls 2.700. Um það bil 83% erlendra ferðamanna Framhald á bls. 2. af sæplastkerjum sem mynduðu háan skjólgarð sunnan við frysti- húsið. Innan þeirrar víggirðingar geisaði sl. föstudag grillveisla sem frystihúsið halði heitið starfsfólki sínu ef næðist að vinna 60 tonn af fiski á einum vinnudegi. Það gerðist raunar fjórum sinnum á hálfum mánuði svo veislugestir 155 að tölu, höfðu fjórfalda ástæðu til að fagna. Þess má geta að fyrir breytingarnar á frystihúsinu 1997 fóru 60 tonn í gegn um húsið á viku. Að sögn Gunnars Aðalbjörns- sonar frystihússtjóra bættust 50 skólakrakkar við starfsmanna- fjöldann þegar skólar hættu í vor og er það góð búbót fyrir bæði frystihúsið og ekki síður skól- aæskuna. Frystihúsinu verður lokað vegna sumarleyfa 28. júlí og stendur lokunin yfir í hálfan mánuð fram til 11. ágúst. Sláttur haflnn Sláttur hófst í Svarf- aðardal þann 23. júní. Gunnsteinn Þorgilsson varfyrst- ur bœnda til að bera Ijá í gras að þessu sinni. Ekki hefur þó viðrað sérlega vel til heyskapar fram til þessa og verið bœði kalt og vcetu- samt. Nú eftir helg- ina hefur hins vegar glaðnað til og er von á að heyskapur komist senn á fullan skrið. Ráðherrahópreið á bikarmóti í Hringsholti Ámi Matthiesen sjávarútvegsráðherra tók þátt í setningarhátíð Bik- armóts Norðurlands í hestaíþróttum sem fram fór við Hringsholt um síðustu helgi. Hér sést hann ríða heiðurshring í fylgd norðlenskra hest- amanna áður en hann setti mótið. Sjá nánar um bikarmótið á bls. 5. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.