Norðurslóð - 30.06.2005, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 30.06.2005, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgctandi: Rimar ehf. Ráðhúsinu, Dalvík, sfmi 466 1300. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Blaðamaður: Halldór Ingi. Netfang: halldor@rimar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Prentvinnsla: Asprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Sextíu og sjö þús- und túristar?!! Eins og fram kemur hér í blaðinu sækja 67 þúsund ferð- amenn Dalvík heim á hverju ári og þar af um 17 þúsund útlendingar. Þetta er mikill fjöldi og e.t.v. hærri tölur en menn hafa almennt gert sér grein fyrir. En lítum nánar á þessar tölur. Það má ýmislegt lesa út úr þeim. Sautján þúsund erlendir túristar renna hér í gegnum plássið árlega. Flestir á eigin vegum og langflest- ir frá Evrópu. Þetta gefur tilefni til ýmissa pælinga. Hafa menn almennt orðið var'r við allt þetta fólk? Hvað gerir það hér? Er það á leiðinnl eitthvert annað? Um það eitt væri hægt að skrifa langan le'ðara. En látum það bíða að sinni og hugum að landsmönni m sjálfum. Fimmtíu þúsund íslendingai koma til Dalvíkur. Það er dágóður slatti. Eða hvað? Þegar haft er í huga að Fisk- idagurinn einn dregur hingað á milli 20 og 30 þúsund manns þá er það umhugsunarefni að alla aðra daga ársins koma jafn margir og þennan eina dag. Það segir væntan- lega ansi mikið um gildi Fiskidagsins mikla fyrir Dalvík að hann einn skuli trekkja hingað helming allra þeirra innlendu ferðamanna sem hingað koma. Aðsóknin á Fiskidaginn mikla segir manni að innlent ferðafólk sækir þangað sem eitthvað er um að vera. Það þýðir þá væntanlega að við þyrftum oftar að halda hátíðir sem trekkja að ferðamenn. Eða hvað? Væri kannski nær að auka daglega umferð ferðafólks til Dalvíkur með því að hafa jafnt og þétt upp á eitthvað spennandi að bjóða og ekki síður að láta ferðafólk vita af því sem við höfum upp á að bjóða. Staðreyndin er sú að Fiskidagurinn einn skilar bæjar- félaginu eða þjónustuaðilum í bænum engum umtalsverð- um tekjum. Bærinn ræður ekki við allan þennan mann- fjölda nema dagpart. Svo heppilega vill til að allir fá frítt að borða því ef mannskapurinn yrði nú svangur væri held- ur fátt um fína drætti í bænum til að metta alla þá hjörð. Meirihluti fiskidagsgesta er því farinn áður en kvöldar og áður en hungrið fer að sverfa að aftur. Fiskidagurinn mikli er náttúrulega algerlega frábær vítamínsprauta fyrir Dal- víkurbyggð og íbúa hennar. Spurningin er; Hvernig getum við nýtt íisakidaginn mikla sem best fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og fyrir bæjarfélagið í heild? Getum við ekki haldið í eitthvað af þessum þúsundum sem hingað koma á fiskidaginn og fengið þá til að eyða hér peningunum sín- um og skapa okkur eitthvert viðurværi þó ekki hafi þeir borgað fyrir matinn sinn? En það geta ekki allir dagar verið fiskidagar. Þó Fiski- dagurinn mikli sé hér sérstaklega tekinn út þá er kannski enn brýnna að menn skoði hvað ferðafólki stendur hér til boða aðra daga ársins. Það getur varla verið ásættanlegt að alla aðra daga komi ekki fleiri innlendir ferðamenn en sem nemur aðsókninni á Fiskidaginn mikla. Ferðir íslendinga um eigið land færast sífellt í aukana og kröfur íslenskra ferðamanna eru stöðugt að aukast. Flestir hafa orðið sam- anburð við ferðamannastaði annars staðar í heiminum og sætta sig ekki við lakari þjónustu hér en þar. Þetta hafa sveitarfélög og ferðaþjónustufólk á íslandi verið að skilja undanfarin ár og stöðugt íjölgar þeim afþreygingarkost- um sem ferðafólki stendur til boða víðs vegar um landið. Samkeppnin er mikil um innlenda túrista. Það er í því ljósi sem bæjaryfirvöld og ferðaþjónustufólk í Davíkur- byggð þurfa að líta í eigin barm. Kannske eru 67 þúsund túristar á ári engin ósköp þegar öllu er á botninn hvolft. Það er þó ekki aðalmálið að reyna að hækka þá tölu upp í 100 eða 200 þúsund. Stóra spurn- ingin er: Hvað eru þessir 67 þúsund túristar að sækja hing- að? Finna þeir það sem þeir eru að leita að? Eða finna þeir eitthvað annað? Fá þeir þá þjónustu sem þeim ber? Og njótum við einhvers af þeim í staðinn. hjhj Náttúru- og menningar- setur á Húsabakka - Fjórir undirbúningshópar settir á stofn Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur Sparisjóður Svarf- dæla og Kaupfélag Eyfirðinga ákveðið í samstarfi við bæjar- stjórn Dalvíkur að vinna að þvi aö koma upp mcnningar- og nátíórufræðisctri að Húsabakka- skóla. Skipaður hefur verið sex manna undirbúningshópur til að vinna að undirbúningi verkefn- isins. I hópnum sitja þeir Frið- rik Friðriksson og Jóhann Ant- onsson fyrir hönd Sparisjóðsins, Björn Friðþjófsson og Andri Teitsson fyrir hönd KEA og Valdimar Bragason og Svanhild- ur Árnadóttir fyrir hönd bæjar- stjórnar Dalvíkurbyggðar. Ætlunin er að setja á stofn sér- stakt félag um rekstur setursins. í fréttatilkynningu kemur fram að hugmyndin sé að setja á fót náttúrufræðistofu í minningu Hjartar E. Þórarinssonar á Tjörn og tengja hana Friðlandi Svarfdæla sem Hjörtur hafði frumkvæði um að koma á fót á sínum tíma. Verði þar sérstök áhersla lögð á plöntu- og fuglalíf. Einnig verði komið á fót lista- og fræðimannsíbúð. Starfræktar verði skólabúðir haust og vor þar sem skólum á starfssvæði KEA verði boðið upp á náttúru- og umhverfisfræðslu og kynningu á atvinnulífi til sjávar og sveita, samvinnustarfsemi og starfsemi sparisjóða. Yfir sumartíminn verði starfsemin með svipuðu sniði og verið hefur og áhersla lögð á að laða að göngufólk og náttúruskoðendur auk nám- skeiða í leiklist og tónlist. Og á 67 þúsund ... Framhald afforsíðu. á Dalvík kemur á eigin vegum en þa'ð helst í hendur við það að rúmlega 20% erlendra gesta á Dalvík koma til landsins með Norrænu. Samkvæmt könnuninni er áætlað að yfir 50.000 íslendingar hafi komið til Dalvíkur á síðasta ári í rúmlega 100.000 heimsókn- um og benda niðurstöðurnar til þess að ferðamönnum á Dalvík hafi fjölgað umtalsvert. Aldurs- hópurinn sem mest sækir Dalvík heim er 46-55 ára. íbúar af Norð- urlandi eystra komu hlutfallslega mest til Dalvíkur á síðasta ári, þá fólk af Norðurlandi vestra en íbúar Vestfjarða komu minnst. Stcfnumótun í ferða- þjónustu Margrét segir að síðastliðið haust hafi farið af stað stefnu- mótunarvinna í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð, þar sem ákveð- inni aðferðafærði sem byggir á ferðamennsku í dreifbýli er beitt. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu í haust og verða niðurstöðurþessararskýrslunýtt- ar til að skjóta sterkari stoðum undir þá vinnu. Skýrsluna er hægt a nálgast í heild sinni á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvik.is Margrét segir að í sumar verði ferðamenn á svæðinu fengnir til að svara nokkrum spurningum, og munu spurningalistarnir m.a. liggja frammi á Byggðasafninu og í Sundlauginni. Þar verður m.a. spurt út í hvort menn nýti sér gistiaðstöðu á svæðinu, hversu lengi þeir stoppi hér, hvernig þeirn líki þjónustan, til- gangur ferðar o.s.frv. allt í þeim tilgangi að hægt sé að bæta og efla ferðaþjónustu á svæðinu. vetrum verði boðið upp á nám- skeið um menningartengd efni. Friðrik Friðriksson sparisjóðs- stjóri sagði í samtali við Norð- urslóð að öll útfærsla væri enn á frumstigi og óvíst hvort allar hugmyndir verði að veruleika. Enn eigi eftir ræða við ýmsa sem að málinu kunna að koma, s.s. fjölskyldu Hjartar á Tjörn, og fyrst og fremst beri að líta á hugmyndirnar sem upphaf að einhverju meira. Hins vegar sé búið að tryggja verkefninu fjár- magn til næstu 5 ára og á þeim tíma ætti rekstur og starfssvið setursins að geta komist á fastan kjöl. Næsta skref í málinu er að setja saman fjóra 5 til 7 manna hópa sem hver um sig fjallar um afmarkaða þætti: Menntahópur hefur umsjón með skipulagi skólabúða, skipu- Aukaframlag úr jöfnunarsjóði Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur tekið til um- fjöllunar og afgreiðslu tillögur eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um skiptingu 200 milljóna króna aukaframlags til sveitarfélagasemeigaísérstökum fjárhagsvanda. Ráðgjafarnefndin samþykkti tillögur eftirlitsnefnd- ar um skiptingu framlagsins og hefur lagt lil við félagsmálaráð- herra að framlagi að fjárhæð kr. 16.213.771 verði úthlutað til Dalvíkurbyggðar. Heimavistin seld? Bæjaryfirvöldum á Dalvík hefur borist erindi frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri þar sem kynnt er fyrirhuguð sala á heimavistarhúsi við Skíðabraut á Dalvík. I erindinu kemur fram að ákvörðun hafi verið tekin um að menntamálaráðuneytið f.h. Verkmenntaskólans á Akureyri lagningu fræðslu og tengingu við skólakerfið. Menningarhópur fjallar um það menningarstarf sem nú þegar fer fram á Húsabakka og eflingu slíkrar starfsemi, Auk þess um starfsemi lista- og fræði- mannsíbúðar. Náttúrufræðihópur skilgreini hlutverk náttúrufræðistofunnar, tengingu við Friðland Svarfdæla, gönguleiðir á Tröllaskaga og ferðamennsku á svæðinu. Rekstrarhópur sér svo um rekstrarlega þætti og fjármögn- un. Friðrik sagðist hér með aug- lýsa eftir áhugasömum einstak- lingum til að taka þátt í starfi þessara hópa. Allar hugmyndir væru vel þegnar. Ætlunin er að vinna að málinu í sumar og að hópar skili af sér í ágúst. feli Ríkiskaupum að selja heima- vistarhús sjávarútvegsdeildar VMA við Skíðabraut á Dalvík við fyrstu hentugleika. Af þeim sökum verði að segja upp samningi við Dalvíkurbyggð um leigu á kjallara hússins undir starfsemi sjúkraþjálfunarstöðv- ar. Uppsagnarfrestur er 3 mán- uðir frá og með 1. júlí 2005. ✓ Osk um fleiri leiktæki hafnað Bæjarráð Dalvíkurbyggðar hefur hafnað erindi frá Gísla Bjarnasyni skólastjóra Dalvíkurskóla þess efnis að fá fleiri leiktæki á skóla- lóð Dalvíkurskóla. í erindinu kemur fram að næsta skólaár verði um mikla aukningu á úti- veru nemenda að ræða og því sé mikil þörf fyrir fleiri leiktæki á skólalóð. Gert var ráð fyrir að leiktækin yrðu staðsett vestanvið bókasafn skólans. Áætlað verð með viðeigandi undirlagi er um 1,5 milljónir króna. Hópur kennara frá Húsabakkaskóla og Árskógarskóla lagði land undirfótþann 9.júní oghéltí nátns- og kynningarferð til Tékklands. I Móravíu sem er eystri hluti Tékklands skoðaði hópurinn nokkra skóla og kynnti sér nám og kennsluhœtti þarlendra. Var hópnum víðast vel fagnað af nemendum og starfsfólki og hafði margháttaða reynslu upp úr krafsinu sem vafalaust mun nýtast þeim við stöif sín hér heima. Hér njóta þau Kristján, Brynjólfur, Viðar, og Jóhanna leiðsagnar í tékknesku en ekki höfum við nöfnin á börnunum. Sagnaþing á Húsabakka Framfarafélag Dalvíkurbyggðar stendur fyrir sagnaþingi í félags- heimilinu Rimum við Húsabakkaskóla fimmtudaginn 7. júlí kl. 20:30. Haraldur Bessason mun þá segja frá fólki sem fór til Vesturheims en tengdist Svarfaðardalnum. Hann kallar erindið „Svarfaðardalur í Vesturheimi“. Gert er ráð fyrir góðum tíma í umræður og spjall á eftir. Ef- tir kaffihlé munu íris Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson í Laugasteini syngja nokkur lög. Haraldur Bessason var fyrsti rektor Háskólans á Akureyri, en býr nú í Tórontó í Kanada. Hann var um langt skeið prófessor við Manítóbaháskóla í Kanada, nálægt íslendingabyggðum þar vestra. Haraldur er þekktur fyrir frásagnarsnilld sína og skemmti- legheit ekki síður en fyrir fræðimennsku. Hann vill taka það skýrt fram að erindi hans felst fyrst og fremst í frásögnum en verður ekki fræðilegs eðlis. Fréttir frá Dalvíkurbyggð

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.