Norðurslóð - 30.06.2005, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 30.06.2005, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 50 ára mannlífsmynd Svipmyndir frá vígslu Húsabakkaskóla í september 1955 Glaðbeittir smiðir í reisugiili á þaki Húsabakkaskóla. Húsabakkaskóla var slitið í síðasta sinn þann 28. maí sl. Ingileif Astvaldsdótt- ir skólastjóri rifjaði upp í skóla- slitaræðu sinni nokkur brot úr ræðum sem fluttar voru á vígslu- deginum. Húsabakkaskóli var vígður með miklum hátíðarbrag þann 11. september árið 1955 og verða því í haust 50 ár liðin frá stofnun hans. Mikið var þá um dýrðir á Húsabakka enda lang- þráður draumur Svarfdælinga að verða að veruleika með hinu nýja og stórglæsilega skólahúsnæði. Hér á eftir munum við skyggn- ast hálfa öld aftur í tímann og rifja upp nokkrar svipmyndir frá vígsludeginum. Mikið um dýrðir Gestur Vilhjálmsson íBakkagerði hélt skilmerkilega dagbækur um langan aldur og eru þær nú ómetanleg heimild um atburði í Svarfaðardal á hans tíma. Þennan dag skrifar hann: 11/9 1955, sunnudagur, logn og sólskin. I dag fór fram vígsla heimavist- arbarnaskólans á Húsabakka. Oddviti Svarfaðardalshrepps, Hjörtur Eldjárn á Tjörn, flutti ávarp. Vígsluna framkvœmdi séra Stefán Snœvarr. Auk þeirra fluttu ræður: Stefán Jónsson, náms- stjóri og Magnús Jónsson, al- þinginsmaður, sem mœtti fyrir hönd menntamálaráðherra. Formaður byggingarnefndarinn- ar, Gunnlaugur Gíslason Sökku rakti sögu byggingarinnar og lýsti henni. Taldi að eins og húsið stæði nú mundi það kosta um 1.000.000 króna. Afhenti hann að lokum hreppsnefnd og hreppsb- úum húsið. Oddviti veitti því viðtöku og afhenti það síðan skólanefnd. Að vígslu lokinni var fólki boðið til kaffidrykkju og var það hóf fyrir Þórarin Eldjárn á Tjörn, sem nú lœtur af skóla- stjórn. Samsœtinu stjórnaði vara- oddviti hreppsins, Björn Jónsson á Ölduhrygg. Auk hans tóku til máls, séra Stefán Snævarr, sem flutti aðalræðuna, ennfremur Valdimar Snævarr og Jóhannes Haraldsson, sem flutti ávarp frá nemendum og afltenti Þórarni sparisjóðsbók með um 15.000 krónum, Kristinn Jónsson, odd- viti Dalvíkurhrepps, Gestur Vil- hjálmsson, Hjalti Haraldsson, Magnús Jónsson alþingismaður, Snorri Sigfússon, Bernharð Stef- ánsson, Gunnar Markússon hinn nýi skólastjóri og að lokum Þór- arinn Eldjárn. Þótti þetta allt tak- ast með ágœtum. Blaðið Dagur á Akureyri var að sjálfsögðu mætt á staðinn og gerði lesendum ýtarlega grein Þórarinn Kr. Eldjárn. fyrir atburðinum skömmu síðar: ... Samkoman hófst laust eftir kl. 14:00 á sunnudaginn í fögru veðri. Gat sjálf vígsluathöfn- in því farið fram úti undir beru lofti, í sólskini og við dýrðlegt út- sýni. Hið nýja skólahús stendur á Húsabakka allskammt innan við Tjörn, og sér þaðan til um 30 jarða í Dalnum (...) Er húsið að mestu leyti fullgjört. Aðeins eftir ganga til fulls frá fáum herbergj- um. Húsið er tvœr hæðir, auk kjallara og riss og er gólfflötur 220fermetrar. lhúsinu eru 3 rúm- góðar kennslustofur, íbúðir fyrir skólastjóra og kennara og heima- vistfyrir 30 börn. Er húsið í senn veglegt og vandað og hefur verið mikið átak fyrir fámennt sveitar- félag að koma því upp, enda þótt það hafi notið ágæts og lögákveð- ins framlags ríkisins - sem þó er ekki fullgreitt að öllu leyti - og aðstoðar stofnana eins og Menn- ingarsjóðs KEA, er átakið þó mest heima fyrir, meðal einstak- linga og sveitarheildar. - Byrjað var að grafa fyrir grunni hússins árið 1947. Hefur byggingin því tekið langan tíma, og hefur margt tafið. En allir eru nú sammála um að vel hafi tekist og fagna því að miklu átaki er lokið. Yfirsmiður var Jón E. Stefáns- son frá Dalvík. Kostnaður mun alls vera, er lokið verður um 1,1 milljón króna. Þér Yildum við helzt líkjast Eins og fram kemur í dagbók Gests í Bakkagerði bauð oddviti að vígslu lokinni til kaffisamsætis sem jafnframt var hóf til heiðurs hjónunum Þórarni Kr. Eldjárn og Sigrúnu Sigurhjartardóttur. Þórarinn lét þá af störfum eftir 46 ára frábærlega farsælt kennslu- starf í gamla skólahúsinu að Grund. Mikið fjölmenni var í hófinu og setið til borðs í öllum stofum þar sem því var við komið. Segir Dagur frá því að ræðum hafi verið „útvarpað um gjallarhorn frá þeirri stofu er heiðursgestirnir, Sigrún Sigurhjartardóttir. Þórarinn og frú Sigrún og nánustu ættingjar þeirra, sátu í“. Einn þeirra sem þar kvaddi sér þar hljóðs var gamall nem- andi Þórarins, Gísli Jónsson menntaskólakennari. Ávarpið var svohljóðandi: Það var kennslustund í reikn- ingi í skólastofunni á Grund. Þórarinn hafði gefið okkur dæmi, og við sátum öll niðursokkin í viðfangsefnið. Það var stein- hljóð. Allt í einu segir ein stúlk- an stundarhátt: „ Má ekki reikna þetta svona pabbi. “ Við hin litum öll upp, og stúlkan roðnaði, en Þórarinn brosti Ijúfmannlega að vanda. Og ef til vill hefur hann aldrei hlotið kærkonmari laun fyrir starf sitt en þetta ávarp. En slík var kennsla Þórarins, slíkur kennari var hann. Nemendurnir gleymdu því, að þeir voru í skóla. Þeim fannst sem þeir vœru heima lijá sér, umvafðir hlýju foreldra og heimilis. Þegar eg kom í Menntaskól- ann á Akureyri, var sagt við mig: Það er ekki vandi að sjá hvaðan þú kemur, þú hefur verið hjá Þór- arni á Tjörn, það sé ég á skriftinni. -Já auðvitað kom égfrá Þórarni. Þetta dœmi sýnir, þótt í smáu sé, hversu hann mótaði nemend- ur sína. Þeir þekktust margir á skriftinni einni saman, þar sem þeirfóru. En ég ætla, eða vona að minnsta kosti, að svo hafi hann mótað okkur á þeim sviðum, er skipta enn meiru, því að ríkustu þættirnir í fari Þórarins œtla ég að séu: tildurslaus fyrirmennska, glaðlyndi, góðvild og dugnaður. - Þórarinn hefur verið sá gæfu- maður, að eiga sér hugsjónir, sem honum hefur auðnazt að sjá rœt- ast, enda hefur hann haft full- an vilja og alla burði til að bera áhugamál sín fram til sigurs. Kæri vinur. Frá mér og mín- um flyt ég þér alúðarþakkir fyrir langa, órofa vináttu, frá nemend- um þínum öllum, fyrr og síðar, flyt eg þér og þakkir fyrir allt, sem þú hefur fyrir okkur gert, bæði innan skóla og utan. Þér vildum við helzt líkjast. Menning vits og handa, hjarta og auðs Snorri Sigfússon námsstjóri á Akureyri þekkti vel til staðhátta á bakkanum þar sem hinn nýi skóli stóð enda alinn upp á Tjörn að verulegu leyti og fóstbróðir Þórarins. Honum voru ofarlega í huga þau miklu umskipti sem orðið höfðu frá því hann hljóp þar ungum fótum um óræktarmóana: ... Og leiðandi eftir hinum mikla veg - og vanda, sem hann (bakkinn) hefur hlotið - því að hinn mikli kastali sem nú er hér risinn hœkkar allan veg bakkans - gefur honum á ný samnefni því að lengi hafa engin hús á honum staðið, og fylla nafn hans lífii bjartra vona og dýrðlegra drauma. Við þekkjum hér gróðurmoldina SveinnBrynjólfsson(Sveinssonar og Jóhönnu Skaftadóttur) sem útskrifaðist í jarðeðlisfræði frá Háskóla Islands nú sl. vor vinnur þessa dagana við könnun á snjóflóðahættu í Svarfaðardal og Upsaströnd. Sveinn sótti í vetur um sumar- starf við nýstofnað Snjóflóðasetur Veðurstofu Islands sem stað- sett er vestur á Isafirði og Harpa Grímsdóttir veitir forstöðu. Sve- inn hefur undanfarna daga farið heim á alla bæi á svæðinu, virt fyr- ir sér aðstæður í hlíðunum ofan við bæina, mælt þversnið með þar til gerðum leysikíki og síðast en ekki síst rætt við staðkunnuga og safnað upplýsingum um öll flóð sem vitað er um. Sveinn sagði í samtali við Norðurslóð að hér væri um nokkurs konar tilrauna- verkefni að ræða. Á undanförn- um árum hefur á vegum Veður- stofu íslands verið unnið mjög markvisst að nýju snjóflóðamati og snjóflóðaáætlun fyrir þétt- býlisstaði á Islandi en nú er sem sagt komin röðin að dreifbýlinu og skíðasvæðum. Sveinn segir að Svarfaðardalur sé þekkt snjóflóð- ahættusvæði þó við höfum bless- unarlega sloppið við mannskæð góðu - kafgrasið í hverri laut. Og ilmur reyrsins hér í mó- unum mun jafnan anga í vitum þeirra sem hér uxu úr grasi. Og eldsneytið hér í sverðinum sem áður fyrr mun hafa yljað kaldar vistarverunar, býr yfir yl og birtu hins nýja tíma. Máttur gróður- anganins, máttur yls og ilms, mun gæða þessa stofunun lífi. Og nú fœr Bakkinn mannamál og mold- in sál. Hér munu dafna kjarna- kvistir er lim sitt breiða um byggð alla. - Og þess er að vænta að hér ilmi ávallt úr grasi menning, sem þessi vígði staður á eftir að verða einn megin þáttur í að skapa og efla, og að hér verði eigi aðeins menning vits og handa heldur og ekki síður menning hjarta og auðs. Því að þá mun allt annað veitast að auki.... flóð á síðustu árum. Snjór hefur mest safnast upp í norð-austanátt og það er okkur tiltölulega hag- stætt. Ef mikið snjóar í norðvest- anátt eru aðstæður aðrar og hætt- ulegri. Þær aðstæður sem hann horfi einkum til eru fjallsbrúnir sem mynda hengjur og giljadrög sem safna snjó og í bröttum fjalls- hlíðum skapa snjóflóðahættu. Punktarnir sem Sveinn tekur með leysikíkinum og það þversnið sem þeir gefa mynda eina breytu ásamt með snjómagni og nún- ingsstuðli sem starfsmenn á snjó- flóðavakt veðurstofunnar nota til að reikna út snjóflóðahættuna hverju sinni. Niðurstöður rann- sóknanna koma svo væntanlega út í skýrslu hjá Ofanflóðasjóði og verður hún væntanlega einnig send bæjaryfirvöldum í Dalvíkur- byggð. Sveinn er sjálfsagt af mörg- um þekktari sem skíðamaður en vísindamaður. Hann hefur keppt fyrir íslands hönd á Ólympíu- leikum og segist sjálfur vera með króníska snjódellu. Hann hyggst fljótlega fara í mastersnám ann- að hvort í snjóflóðafræðum eða jöklafræði en líklega verður snjó- flóðafræðin fyrir valinu. Þórarinn Kr. Eidjárn (flutt í samsœti) Valdimar V. Snævarr sálmaskáld var þá á Völlum hjá syni sínum sr. Stefáni. Hann kvaddi sér hljóðs og ávarpaði heiðursgestinn í bundnu máli. Ekki fyldi kvæðinu lagboði en augljóslega má syngja það undir alkunnu sálmalagi „Konungur lífsins kemur hér til sala“. Heill þér, sem nú með heiðri starfþitt kveður. Hjartgrónar þakkir tjá þér mœður, feður. Börnunum þeirra gœfuveg þú greiddir, - göfgaðir, leiddir. Stór var þín gifta, göfgi heiðursmaður. Glaðlyndur, söngvinn, bartsýnn, verkahraður, laðaðir börnin, leiddir, frœddir, studdir,- lœrdómsbraut ruddir. Erfitt var starfið: Ónógt hús og tækin. Engu það breytti samt, því skyldurækin börnin í skólann brutust, þó að livessti. Bylurinn hressti. Lífið er starfog starfer lífsins gleði. Starfsvana deyfð mun sístþér vera’ að geði. Megi þér brenna allt að efstu stundu eldur í lundu! Vinsœldir áttu allra héraðsbúa. Árna þér heilla, - biðja, vona, trúa: Guð þig að verndi, vaki trúr þéryfir. Vináttan lifir. Allt er á flugi, - ár og dagar fœkka, ellinnar skuggar lengjast, dökkna, stœkka. Eitt er þó vafa allan hafið yfir: Orðstír þinn lifir. Snjóflóðarannsóknarmenn, Harpa Grímsdóttir og Sveinn Brynjólfsson. Sveinn Brynjólfsson Metur snjóflóðahættu í Svarfaðardal og Upsaströnd

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.