Norðurslóð - 30.06.2005, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 30.06.2005, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 Lúörasveitarkonur frá Hamar syngja ögrandi til karlakórsins. Heiðursfélagar Klukkan 15 sunnudaginn 19. júní sóttu rútur fólkið á hótel Scandia og fluttu um borð í ferju, Perlu Skandinavíu, við bryggju í Kaupmannahöfn og var nú ferðinni heitið til Oslóar. Ferjan lagði af stað síðdegis og naut fólk siglingarinnar frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu en siglingin tók um 14 tíma. Um kvöldið borðaði hópurinn saman fremst í hinum stóra matsal á 7. hæð skipsins og þar var sungið og skemmt sér fram á kvöld. Við þetta tækifæri var Jóhann Daníelsson gerð- ur að heiðursfélaga í Karlakór Dalvíkur en Helgi Indriðason hafði stuttu áður, þegar hann var 80 ára í vetur, verið útnefndur fyrsti heiðursfélaginn. Við kvöld- verðinn var þessum tveimur heið- ursfélögum afhent heiðursskjal og merki þessu til staðfestu. Snemma mánudagsmorguns var komið til Oslóar og biðu rútur hópsins á hafnarbakkanum og fluttu á hótel. Formleg dagskrá var ekki fyrir hópinn þann dag og hver gat gert það sem hugurinn stóð til. Eins og áður komu ættingjar til móts við ferðalanga en þarna var t.d. kominn til Svavar Björnsson sem búið hefur áratugum saman nyrst í Noregi, að hitta systkini sín Ingibjörgu eða Böddu og Villa frá Ólduhrygg. Glæsilegur konsert Daginn eftir, þriðjudaginn 21. voru síðustu formlegu tónleik- arnir hjá kórnum og þeir einu í Noregi. Kórinn byrjaði að hita upp um klukkan 11 á hótelinu og á hádegi voru rútur komn- ar ásamt formanni Ringerikes Mannskor en það er kór í Hpnefoss sem taldist í þessu til- felli gestgjafakór karlakórsins í Noregsferðinni. Hpnefoss er skammt utan við Osló og tók um klukkutíma að aka þang- að, fallega leið í góðu veðri. Hádegismatur var snæddur í all sérstæðu veitingahúsi sem áður hafði verið fangelsi og borðaði hópurinn í gamla fangelsisgarð- inum í veðurblíðu. Þarna voru líka nokkrir félagar úr norska kórnum.Tónleikarnir voru síðan klukkan 18 í Metodistkirken og hafði Egil Lpvstakken, formaður Ringerikes Mannskor, og félagar komið þeim á framfæri bæði með götuauglýsingum og auglýsingu í staðarblaðinu, en þar var um- fjöllum um heimsókn Karlakórs Dalvíkur. Aðsókn var góð og tókust tónleikarnirmjögvel.Hljómburð- ur í húsinu var með því besta sem gerist og var það mál manna sem hlustað hafa á tónleika kórsins í gegnum árin að þessir tónleikar hafi verið einhverjir þeir bestu Skagfirðingurinn Þórarinn Eymundsson og Ester frá Hól- um náðu frábærum tíma í lOOm. skeiði 7,63 sek. sem mun vera besti tími ársins á íslandi. Það er orðið árvisst á Bikar- móti að ráðherrar komi ríðandi á mótsstað og setji mótið. Að þessu sinni var það Árni Matt- hiesen, sjávarútvegsráðherra sem mætti á mótsstað ásamt Valdimar Bragasyni bæjarstjóra og nokkrum félögum úr Hring. Júlíus Baldursson, formaður Hrings, afhenti ráðherranum málverk eftir Vigni Hallgrímsson að gjöf af þessu tilefni. Heimamenn náðu bestum ár- angri í fimmgangi, en þar sigruðu Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfða, Ragnar Stefáns- son á Kolfinnu frá Dalvík varð í 3. sæti og Stefán Agnarsson á Huga frá Álftagerði varð í 5. sæti. Stefán og Dagur urðu svo í 2. sæti í gæðingaskeiði og 5. sæti í 100 m skeiði. Sveinbjörn Hjör- leifsson og Jódís frá Dalvík urðu í 4. sæti í 100 m. skeiði. Þá urðu Atli Þór Friðriksson og Sýn frá Laugasteini í 4. sæti í tölti ung- linga. Bikarmóti Norðurlands í hcsta- íþróttum fór fram við Hrings- holt um helgina. UMSS (Skag- firðingar) fóru með sigur af hólmi í sveitakeppninni UMSE (Hringsfélagar) urðu í öðru sæti, IBA (Akureyringar) í þriðja sæti og UIA (Austfirðingar) í íjórða sæti. Stigahæsti knapi mótssins var Viðar Bragason ÍBA en hann keppti í öllum greinum fullorð- inna á mótinu, og hlaut hann að launum ferðakistil frá Sæplasti. Atli Þór Friðriksson á Sýn frá Laugasteini. Feðgarnir Björn Þór og Kristinn Bjömsson. sem kórinn hefur haldið. Það var ekki aðeins kórinn sem var góður á þessum tónleikum því aðaleinsöngvari kórsns Davíð Olafsson óperusöngvari fór á kostum þarna og Daníel Þorsteinsson píanóleikari hinn styrki undirleikari sömuleiðis. En auðvitað varþað Guðmundur Oli Gunnarsson sem stýrði kórnum og tónleikunum af miklu öruggi. fyrrihluta heimferðardagsins, þá gafst áfram tími til að skoða sig um. Á fimmtudagskvöldið komu síðan aftur í Leifsstöð þreyttir en ánægir ferðalangar úr fyrstu utanlandsferð Karlakórs Dalvíkur sem hafði tekist með afbrigðum vel og verður öllum sem tóku þátt í henni ógleyman- leg. Jóhann Antonsson Friðgeir Jóhannsson, sem varð 85 ára sl. mánudag, hefur stundað hest- amennsku af krafti í gegnum tíðina, og sá áhugi virðist hafa gengið í erfðir. Þrír afkomendur hans voru í verðlaunasœtum í fimmgangi, feðgarnir Ragnar og Stefán Friðgeirsson sem kepptu fyrir UMSE og Friðgeir Jóhannsson sem keppti fyrir UMSS og eru þeir hér á myndinni ásamt œttarhöfðingjanum. Heim var haldið Eftir tónleikana var aftur haldið í fangelsisgarðinn og glaðst yfir velheppnaðri ferð og lokatón- leikum. Þar var meðal annar- ra kominn Kristinn Björnsson skíðakappi frá Ólafsfirði og hans kona, en þau höfðu verið á tónleikunum, og voru þarna að hitta foreldra Kristins en faðir hans Björn Þór Ólafsson hefur um árabil sungið með karlakórn- um. Kristinn og fjölskylda býr í Geilo í Noregi sem er ýmsum íslendingum vel kunn því þar hafa margir skíðamenn til dæmis frá Dalvík stundað íþrótt sína. Heimferð flestra til Islands var ekki fyrr en að kvöldi fimmtudags svo næsti dagur miðvikudagur var notaður til að skoða sig um í Osló, bæði söfn og svo borgina sjálfa. Sömuleiðis Þorgerður Jóhanna Sveinbjarnardóttir, Sundfélaginu Rán, náði í bronsverðlaun á Aldursflokkameistara- móti íslands sem fram fór á Akureyri um helgina. Þar hafnaði hún í 3.-4.sœti á sínum besta tíma,1:09.39, ásamt Jóhönnu Gerðu Gústafsdóttur, Sundfélaginu Ægi. Hún hafnaði í 8.sœti í 200m skriðsundi á tímanum 2:18.22. í200m baksundi lenti hún í ó.sœti á tímanum 2:37.76, þar sem hún varrétt við sinn besta tíma. A aldursflokkameistaramótinu eru veitt viðurkenningarfyrirfyrstu átta sœtin. UMSE í 2. sæti á Bikar- móti Norðurlands

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.