Norðurslóð - 28.07.2005, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 28.07.2005, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 Fréttayfirlit mánaðarins Skíðafélag Dalvíkur hefur ákveðið að setja upp snjóframleiðsiuvélar í Böggvisstaðaf jalli í haust. Kostnaður verður um 21 milljónir kr. Þegar er búið að tryggja fjármagn fyrir um 70% kostnaðarins. Fyrir tilstuðlan UMSE hefur Gestabók verið komið fyrir á Böggvisstaðafjalli og hafa þó nokkrir lagt leið sína á fjallið í kjölfar þess. Þetta framtak er liður í útiveru- og hreyfingarátaki UMFÍ undir yfirskriftinni Fjölskyldan á fjallið! Dalverk hf. átti lægra tilboðið af tveim sem bárust í fráveitulagnir og dælumannvirki við Dalvíkurhöfn. Tilboðið hljóðaði upp á 12.092.800 kr. en Steypustöð Dalvíkur bauð tæpar 13. millj. Kostnaðaráætlun er 14.020.400 kr. Verið er að leggja lokahönd á nýjan dýragarð í Dalvíkurbyggð. Dýragarðurinn er á Kross- um á Árskógsströnd og er stefnt að því að hafa hann opinn á milli kl. 10 og 18 alla daga sumarsins. í garðinum eru öll íslensku húsdýrin en auk þeirra fasanar, skrautdúfur, hrafnar, endur, gæsir, kanín- ur, refir, hreindýr og m.a.s. skjaldbökur. Þá er þar að finna leiksvæði fyrir börnin með hoppdýnum, rafbílum ofl. og auk þess veitingatjald. Endurbætur á Ungó ganga vel. Áætlað er að Ijúka vinnu við sal og svið fyrir Fiskidaginn mikla en búningsaðstaðan á lengra í land. Unn- ið er að gerð nýrrar heimasíðu fyrir LD og með haustinu verður sett upp dagskrá fyrir börnin með samantekt úr ævintýrum. Arnar Símonarson er formaður LD. ✓ Itilefni 5 ára afmælis fiskidagsins hefur verið settur af stað fjölskylduratleikur um sem felst í því að þekkja nokkrar myndir af völdum stöðum á Dalvík. 1. vinningur er úrvalsfiskur frá Samherja en 2.-6. verðlaun eru ferðakistlar frá Sæplasti með sýnishorni af matseðli Fiskidagsins mikla. Ari Baldursson í Árgerði hefur sett á fót nýtt niargmiðlunarfyrirtæki - Miðlari. Viðfangs- efni Miðlara eru mörg og margvísleg; hugbúnaðar- og heimasíðugerð og umsýsla léna, hljóðupptök- ur, hljóð- og myndvinnsla, talsetning, framleiðsla barmmerkja ofl. Heimasíða Miðlara er www. midlari.is Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Masters-verkefni á sviði ferðamála Guðrún Þóra Gunnarsdóttir frá Brekku í Svarfaðardal er deildarstjóri hrað- vaxandi ferðamáladeildar Hólaskóla. Hún varði í apríl sl. MBA-verkefni í ferðaþjónustustjórnun við háskólann í Guelp í Kanada. Verkefnið heitir á ensku „History and horses: The Pot- ential of Destination Marketing in a Rural Community. A study from Ice- land" og fjallaði um markaðssetningu áfangastaða í dreifbýli og samspil stað- bundinna þátta og ímyndarsköpunar. Vettvangur rannsóknar Guðrúnar var Skagafjörður en þar ræddi hún við ferðaþjónustufólk bæði frá einkageir- anum og opinbera aðila auk þess sem spurningalisti var lagður fyrir ferða- menn. Niðurstöðurnar gætu þó sem hægast átt við hvar sem er. Eitt af því sem athygli vekur við rannsóknina er að greinilegur munur var á svörum einkaaðila og opinberra starfsmanna í ferðamálum um það hvað menn teldu að leggja bæri áherslu á í markaðssetn- ingu ferðaþjónustu. Það sýnir að sögn Guðrúnar að sýnilega er víðtæk þörf á því að ferðaþjónustuaðilar setjist niður, stilli saman strengi sína og leggi málin heildstætt niður fyrir sig því allir eru jú að keppa að sama markinu. Kann- anir sýna að 90% erlendra ferðamanna koma til íslands til að skoða náttúruna en hvað nákvæmlega af íslenskri nátt- úru þeir vilja skoða hefur ekki verið nánar skilgreint. Kúnstin í ferðaþjón- ustunni er að ákveðin svæði skapi sér sérstöðu og að ferðamenn sem hingað koma frétti af þeirri sérstöðu. Aðspurð um hvaða lærdóm Dal- víkurbyggð geti dregið af verkefninu sagði Guðrún hann vera þann sama og annars staðar. Til að ná árangri þurfi menn að stilla saman strengi sína, skil- greina svæðið og hvað hér er í boði og bjóða fram heildstæða þjónustu þar sem hver þáttur styður annan. Sam- keppni milli áfangastaða er gríðar- lega hörð því nýir staðir koma í sífellu fram á sjónarsviðið. Þetta þýðir að markviss markaðssetning er nauðs- ynleg samfara uppbyggingu áfanga- staða. Markaðssetning áfangastaða kallar á góða þekkingu á markaðnum sem og því framboði sem er til staðar. Sveitarfélög og ferðaþjónustufólk við Trölláskagann eiga að vinna saman að markaðssetningu svæðisins í heild sinni. Þetta er svæði sem hefur upp á mikla möguleika að bjóða varðandi gönguferðir og útilíf. Þannig er nauðs- ynlegt þegar farið er með hóp af stað úr Svarfaðardal yfir fjöllin að einhver taki á móti honum hinum megin, þjón- usti hann í mat og drykk og afþreyingu og þar fram eftir götunum. Guðrún segir íslendinga skammt á veg komna á sviði rannsókna á ferða- þjónustu og markvissri uppbyggingu hennar á grunni slíkra rannsókna. Það gildir um þetta svæði eins og önnur. „Það má líkja þessu við fiskifræðina. Menn leggja mikla vinnu í að rann- saka loðnugöngurnar og hvernig þær haga sér. Með þær upplýsingar í poka- horninu sjá menn síðan hvernig skyn- samlegast er að haga veiðunum.“ Þingmönnum sent bréf Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu vegna þess að öllum alþingismönnum var í síðustu viku sent bréf í framhaldi af und- irskriftasöfnunninni sem afhent var félagsmálaráðherra 31. maí sl. þar sem farið var fram á að sameining Svarfaðardalshrepps við Dalvíkurbyggð gengi til baka. Sem kunnugt er skrifuðu um 85% íbúa gamla Svarfaðardalshrepps undir áskorun þessa efnis. Ástæða hennar er lokun Húsabakkaskóla sl. vor en samkvæmt forsvarsmönnum undirskriftalistans hefur bæjarstjórnin með því „snúið öllum forsendum fyrir því að íbúar í Svarfaðardal samþykktu þessa sameiningu fyrir sitt leyti, í andhverfu sína“ eins og segir í bréfinu. Þá eru í bréfinu rifjuð upp viðbrögð ráðherra og forsendur hans fyrir að hafna erind- inu þar sem sameiningin fór löglega fram á sínum tíma og bæjarstjórn þar að auki löglega kjörin auk þess sem málið gengur þvert á stefnu ráðuneytisins. Þá segir í bréfinu: „Svar ráðherrans felur í raun í sér að úr því bæjarstjórnin er réttkjörin, þá sé henni heimilt að koma fram við okkur með þeim ófyrir- leitna hætti sem greinargerð undirskriftarsöfnunarinnar vitnar um, og úr því okkur Svarfdælum varð það á að kjósa sameininguna séum við nauðbeygð undir ákvarðanir bæjaryfirvalda, sama hversu óvandaðar þær eru og illa ígrundaðar, eða hversu illa þær koma við okkur. Þetta sættum við okkur ekki við. Við teljum okkur eiga kröfu til þess að ákvarðanir bæjarstjórnar, eins og sú sem hér um ræðir, sé vel rökstudd og með sannfærandi hætti sýnt fram á nauðsyn hennar. Við eigum heimtingu á að samráð sé haft við okkur varðandi aðgerðir sem snerta svo beint búsetu- skilyrði okkar í þessu byggðarlagi." Síðar segir: „Til stendur að stefna sveitarfélögum um land allt til enn frekari sameiningar með kosningum þess efnis þ. 8. október n.k. Samkvæmt því sem kom- ið hefur fram í skoðanakönnunum virðist þetta sameiningarferli eiga nokkurn hljómgrunn meðal íbúa stærri og fjölmennari sveitarfélaga, en annað er uppi á teningnum þegar litið er til þeirra smærri og fámennari. Reynslan hefur nefnilega sýnt, eins og okkar dæmi sannar, að þegar smátt sveitarfélag sameinast öðru og mun stærra, verður ofan á einhvers konar frumskógarlögmál, og atkvæðamagn íbúa í hinu fyrrnefnda dugar þeim skammt til að gæta sinna hagsmuna." í lok bréfsins segja bréfritarar: „Þá óskum við eftir stuðningi þínum við málstað okkar og því að þú veitir okkur liðsinni í málaleitan okkar. Hér er um þverpólitískt mál að ræða, og heill og framtíð margra lítilla sveita og hreppa í húfi. Vera kann að sameiningar í öðru formi, t.d. milli annarra sambærilegra sveitarfélaga að stærð og fólksfjölda, komi til greina.“ Þeir sem áhuga hafa geta kynnt sér greinargerðina í heild á slóðinni: www.airsoft.is/undirskriftarsofnun.zip Söfnun á rúlluplasti 4. ágúst f samvinnu viö úrvinnslufyrirtækiö Sagaplast á Akureyri hyggst Dalvfkurbyggö hafa for- göngu um aö láta safna saman „rúlluplasti" á sveitabæjum f Dalvfkurbyggö og koma f endurvinnslu. Fyrsta ferö veröur farin fimmtudaginn 4. ágúst. Þeir bændur sem vilja láta taka plast hjá sér vinsamlega hafi samband viö Sagaplast f sföasta lagi miövikudaginn 3. ágúst f sfma 461 4238. Til að minnka flutningskostnað þarf að ganga frá plastinu sem hér greinir: 1. Plastið þarf aö vera hreint án „aðskotahluta" utan eölilegra leifa af heyi. 2. Plastiö þarf aö vera án neta og baggabanda. 3. Eigandi þarf aö merkja sitt plast viökomandi býli (ef Sagaplast gerir athugasemdir) 4. Plastið þarf aö vera bundiö saman f bagga (gott aö nota fiskikör eöa útbúa vörubretti meö hliöum þar sem plastiö er þjappað f og sföan hnýttur krossspotti utanum). 5. Ekki er hægt aö taka viö plasti f stórsekkjum vegna þess aö Ifkur á aöskotahlutum og öörum úrgangi aukast verulega. (Þó er heimilt aö skila plasti f stórsekkjum f fyrstu feröinni.) Dalvíkurbyggð

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.