Norðurslóð - 25.08.2005, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 25.08.2005, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 29. ÁRGANGUR Femm tudagur 25. ágúst 2005 8. TÖLUBLAÐ i .^^. 1 *¦' m ^^f^V^^ iiJSul JiL l,l,K;JÍ Tcv28 . 4 1 Framkvæmdir . ' við Hvol •-¦. "¦'¦-, ¦^^ A<5 undanförnu hafa staðir yfir gatnaframkvœmdir umhverfis byggða- safnið Hvol á Dalvík. Safnstjóri hefur lýst yfir óánœgju við tœknideild bœjarins með að ekki skuli beðið með framkvœmdir þar til sumaropn- un safnsins lýkur. Ferðafólk hafi snúiðfrá enda bœði erfitt og óaðlað- andi að koma að safninu við þessar aðstœður. Tœknideild hefur svarað því til að áhœttusamt sé að bíða með verkið fram í september þegar hœtt er áfrostskaða. Skip Samherja skila mikl ii aflaverðmæti Vilhelm Þorsteinsson langhœstur Kennarar við Dalvíkurskólafáforsmekkinn að skólamáltíðunum sem Sláturfélag Suðurlands ætlar að bjóða upp á í vetur. Ekki bar á öðru en að þeim líkaði spaghettíið og kjötbollurnar vel. Skólamáltíðir Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði mestu aflaverðmæti uppsjávar- veiðiskipa og jafnframt mesta verðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2004 og jókst aflaverðmæti skipsins milli ára um þriðjung, úr 1.010 milljónum króna (53.484 tonn) árið 2003 í 1.349 milljónir (51.090 tonn) árið 2004. Þess má geta að tveir þriðju hlutar afla- verðmætis Vilhelms Þorsteins- sonar EA urðu til utan íslensku lögsögunnar. í þriðja sæti í aflaverðmæti var frystitogarinn Akureyrin EA sem einnig er í eigu Samherja Samningur við SS undirritaður og var aflaverðmæti þar um 850 milljónir króna (6.434 tonn) árið 2004 en var 510 milljónir króna (4.696 tonn) árið 2003 samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Björgúlfur EA frá Dalvík var með 504 milljóna króna afla- verðmæti (5.828 tonn) árið 2004 en aflaverðmætið árið 2003 var 525 milljónir króna (5.917 tonn). Björgúlfur var í öðru sæti ísfisk- togara árið 2004, en var í fyrsta sæti árið 2003. Björgvin EA frá Dalvík var með 532 milljóna króna aflaverð- mæti (5.857 tonn) árið 2004, en aflaverðmæti ársins 2003 var 678 milljónir króna (5.234 tonn). Samkvæmt skýrslu Hagstof- unnar skiptist aflaverðmæti ársins 2004 þannig (milljarðar króna/ hlutfallafheild): Síðastliðinn mánudag var undir- ritaður í Ráðhúsi Dalvíkur samn- ingur milli Dalvíkurbyggðar og Sláturfélags Suðurlands um skólamáltíðir í Dalvíkurskóla, Arskógarskóla og leikskólanum Leikbæ á Arskógsströnd. Samn- ingurinn felur í sér að SS sjái um framleiðsluna og nær alla þjón- ustuþætti og selur bænum mál- tíðina á 395 krónur. Bæjarráð hefur samþykkt niðurgreiðslu á máltíðunum þannig að hver mál- tið kostar nemendur í Dalvíkur- byggð 260 krónur. Að lokinni undirritun héldu forsvarsmenn SS ásamt bæjar- stjóra og skólafulltrúa Dalvíkur- byggðar og Valdimar Brynjólfs- syni frá heilbrigðiseftiriiti ríkisins í Dalvíkurskóla þar sem haldin var kynning á fyrirkomulagi skólamáltíðanna, framleiðslu- og flutningsferlinu og matseðlinum. Að lokinni kynningu var starfs- fólki skólanna í Dalvikurbyggð boðið upp á kjötbollur og spag- hetti ásamt salati og virtist þeim sem Norðurslóð ræddi við falla maturinn vel í geð. í máli Gylfa Þórs Harðarsonar hjá SS kom fram að til stæði að semja við Veitingahúsið Sogn um móttöku- eldhús hér heima og að búið væri að ráða Láru Ingimarsdóttur til að halda utan um þjónustuna hér. Gylfi sagði að matseðillinn yrði „fljótandi" þannig að ekki væri alltaf fiskur á mánudögum og kjöt á miðvikudögum og fæðu- efnainnihald og heilbrigðiseftirlit væri alltaf samkvæmt ströngustu stöðlum. Þegar skóli verður sett- ur nk. miðvikudag verður for- eldrum sent áskriftarblað sem ber að skila aftur á fimmtudegi. Ekki verður um það að ræða að börnin geti verið í hálfu eða hlut- afæði. Huglægur múr Sem kunnugt er hafa verið skipt- ar skoðanir um málið og ýmsum þótt það einkennileg þróun að matnum sé ekið 518 km leið þvert yfir landið. Þá er það gagnrýnt að heilbrigðis- og eftirlitskröfur séu slíkar að veitingamenn á Dalvík og í nágrannabyggðum ráði ekki við þær. Jón Bjarnason þing- maður vinstri grænna sagðist í útvarpsviðtali ekki trúa því að foreldrar á Dalvfk létu það yfir sig ganga að matnum væri ekið landshorna á milli í stað þess að efla þá matarmenningu sem fyrir er. Valdimar Bragason sagði á fundinum í Dalvíkurskóla að sjálfur hefði hann þurft að hugsa sig tvisvar um til að komast yfir þann „huglæga múr" að hægt væri að flytja mat lengra en á milli herbergja í húsi en af sam- ræðum við SS-menn hefði hann sannfærst um að hér væru menn sem kynnu sitt fag og skólamál- tíðirnar væru í góðum höndum hjá þeim. Þá nefndi hann það að við byggingu Dalvíkurskóla var ekki gert ráð fyrir skólaeldhúsi þannig að í öllu falli þyrfti að flytja matinn að. hjhj Bátar 19,2 29% Frystitogarar 18,9 28% Uppsjávarskip 11,7 17% Isfisktogarar 9,1 14% Smábátar 8,3 12% Amor e morte á menningarnótt Dalvísk/akureyrska hljómsveitin Aiiior e morte lagði leið sína til Reykjavíkur nú um helgina til að spila þar á Menningarnótt. Upp- ákoman var á litlu sviði á Lauga- veginum en þar komu fram ýms- ar aðrar hljómsveitir og m.a. tvær aðrar sveitir frá Akureyri. Amor e morte er skipuð þeim Óttari (gítar), Óskari (söngur) og Ómari (gítar) frá Dalvík og Benna (trommur) og Bonný (bassi) frá Akureyri. Þeir spila tónlist sem kennd er við melódískt „death metal" (lagrænan dauðamálm) en það mun eiga uppruna sinn í Svíþjóð og er því oft nefnt sænskt dauðarokk. Hljómsveitin var stofnuð í mars sl. og er þetta í tíunda skipti sem hún kemur fram opinberlega. Óttar Jörgen Sigurðsson gítarleikari hljómsveitarinnar sagði ísamtali við Norðurslóð að þeir félagar æfðu mikið þessa dagana og væru á fullu í að semja efni. Þegar blaðamaður gefur í skyn að tónlist þeirra höfði ekki til allra svarar Óttar því til að það sé betra að eiga fáa og góða áheyrendur en marga þokkalega. „Við höfum verið að spila á hátíðum fyrir venjulegt fjölskyldufólk eins og á fiskidaginn mikla og á menn- ingamótt og það kemur raunar skemmtilega á óvart hvað fólk er jákvætt og lítið að bögga okkur út af tónlistinni," segir Ottar. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 Samkaup lúrval

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.