Norðurslóð - 25.08.2005, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 25.08.2005, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ráðhúsinu, Dalvík, sími 466 1300. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Blaðamaður: Halldór Ingi. Netfang: halldor@rimar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Prentvinnsla: Asprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Húsabakki - taka tvö Það líður að hausti í Dalvíkurbyggð og runninn upp sá tími þegar börnin trítla aftur í skólann eftir langt og viðburðaríkt sumarfrí. Nú bregður hins vegar svo við að skólunum hefur fækkað um einn og í stað þess að sveigja niður að Húsabakka halda rúturnar áfram niður dalinn með börnin til Dalvíkur. Það eru að sjálfsögðu viðbrigði en þar sem vel hefur verið staðið að þessum breytingum og undirbúningi þeirra að hálfu skólanna ganga þær vonandi stórslysalaust fyrir sig. Atökin um Húsabakkaskóla eru að baki og hvort sem mönn- um líkar það betur eða verr lyktaði þeim með lokun skólans. Verkefni dagsins í skólamáluin er núna að hlú að þeim skólum sem starfræktir eru í byggðinni með áframhaldandi innri upp- byggmgu, öflugu foreldrasamstarfi, jákvæðum og manneskju- legum samskiptum barna og fullorðinna. Það er verkefni sem aldrei lýkur og snýr ekki eingöngu að kennurum og starfsfólki skólanna heldur líka sveitarstjórnarmönnum, en ekki síst for- eldrum barnanna í sveit og bæ. Annað verkefni sem við stöndum frammi fyrir er að finna Húsabakka hlutverk að nýju nú þegar húsin standa tóm og óma ekki lengur af glaðværum klið barnararadda. Lokun Húsa- bakkaskóla var sársaukafull aðgerð og ýmislegt varðandi það inál sem svo miklu betur hefði mátt fara. Það er eðlilegt að Svarfdælingum svíði það og að þeir leiti allra leiða til að aftur- kalla þann gjörning. Nú hafa komið fram hugmyndir um stofnun náttúru- og menningarseturs á Húsabakka. Sett hefur veriö saman nefnd um málið með þátttöku KEA og Sparsjóðs Svarfdæla sem hyggjast koma að verkefninu með duglegu fjárframlagi. Aform um starfsemi og viðfangsefni setursins eru þó öll enn á hug- myndastigi en ýmsum möguleikum hefur verið hent á loft, m.a. skólastofnun með einhverju sniði, aðstöðu fyrir fræðimenn með tengingu við Friðland Svarfdæla auk þeirrar starfsemi sem rekin hefur verið til hliðar við skólahaldið þar. Rætt hefur verið uin að tengja þessa stofnun minningu Hjartar á Tjörn og liefur fjölskylda hans nýverið sent frá sér yfirlýsingu sem lesa má hér að neðan. Mikilvægt er að aðskilja þessi tvö mál; annars vegar afdrif Húsabakkaskóla, aðdraganda lokunarinnar og baráttu heima- manna fyrir skólanum og hins vegar þau áform sem nú eru uppi. Skipan nefndar um náttúru- og menningarsetur var reyndar ekki til þess fallin að auðvelda Svarfdælngum að sætta sig við orðinn hlut og bendir e.t.v. ekki til þess að hér séu aðskilin mál á ferðinni. En engu að síður eru þetta tvö mál og brýnt að sær- indin varðandi hið fyrra komi ekki í veg fyrir að menn horfi til framtíðar og hefji nú þegar vinnu við það að gera Húsabakka aftur að lifandi stofnun sem Svarfdælingar geta áfram litið til sem menningarmiöju sveitarinnar. Til þess að tryggja að það markmið náist er vænlegast að sem flestir sem láta sig málið varða, bæði Svarfdælingar og aðrir málsmetandi aðilar, skrái sig í vinnuhópa og komi að opnum umræðum þar sem allar hugmyndir, hversu fráleitar sem þær virðast, fái verðuga um- fjöllun óbundnar af því sem á undan er gengið. hjhj Yfirlýsing Vegna áforma um náttúru- og menningar- setur á Húsabakka Um leið og við hörmum afdrif Húsabakkaskóla viljum við að með öllum ráðum verði tryggt að þróttmikið og fjölbreytilegt starf verði á Húsabakka sem geri hann áfram að þungamiðju sveitar- innar. Við fögnum því að fram komi hugmyndir sem blásið geta lífi í Húsabakka að nýju. Okkur finnst frumkvæði og framlag KEA og Sparisjóðs Svarfdæla lofsvert og viljum leggja okkar af mörkum til að það frumkvæði skili sem besturn árangri. Við væntum þess að starfsemi náttúru- og menningarseturs verði rekstrarlega tryggð og að heimamenn verði hafðir með í ráðum. Svarfdælingar hafa ekki gefið upp barátluna fyrir framhaldi skólahalds á Húsabakka og er óheppilegt ef áform um náttúru- og menningarsetur girða fyrir þann möguleika.Við bendum því á að fram komnar hug- myndir væru að stærstum hluta samræmanlegar rekstri skóla þar. Jafnframt væntum við þess að framtíðarstarfsemi á Húsabakka nýtist almenningi í Svarfaðardal á sem víðtækastan hátt. Sigríöur Hafstað og börn H jartar E Þórarinssonar / Arni Hjartarson Kolbeinseyj arför árið 1616 Ferð bræðranna Bjarna, Jóns og Einars Tóm- assona frá Hvanndölum lil Kolbeinseyjar árið 1616 hefur haldið nöfnum þeirra á lofti til dagsins í dag. Þetta var rannsóknarferð með náttúruathuganir að leiðarljósi og eini landkönn- unarleiðangur Islendinga sem vitað er um frá því Vínlandsferðum lauk á söguöld. Ferðarinnar er getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, Árbókum Jóns Espólíns, Sagnaþáttum Gísla Konráðssonar, Land- fræðisögu Þorvaldar Tlioroddsen og víðar. Frum- heimildin er þó aðeins ein en það er vísnabálkur í 75 sexhendum erindum eftir séra Jón Einarsson frá Stærra-Árskógi á Árskógsströnd við Eyjafjörð. Allar frásagnir af Kolbeinseyjarferð Hvanndala- bræðra eru byggðar á þessum vísum að örlítilli klausu í Skarðsárannál undanskilinni Hér á eftir verður farið ofan í saumana á Kolbeinseyjarvísum og frásagan þar umrituð og skýrð. Þeir sem vilja hafa vísurnar til hliðsjónar geta fundið þær á vef- slóðinni www.isor.is/~ah. Yfirskrift kvæðisins er: „Kolbeinseyjarvísur. Eitt kvœði um reisu þriggja brœðra til Kolbeinseyjar 1616, gert afsíra Jóni Ein- arssyni í Staðarárskógi, Anno 1665,18. Febr.“ Stað- arárskógur er Stærri-Árskógur. Kvæðið birtist fyrst í heild á prenti í tímaritinu Blöndu 1. árgangi. Jón Einarsson (f. um 1600) var þekkt skáld á sinni tíð. Sálrnar eftir hann birtust á prenti í sálma- bók strax 1677 og í handritum liggja eftir hann sálmar, erfiljóð, grafskriftir og lausavísur. „Hann var gáfumaður mikill, en lítill búhöldur, forspár og vel skáldmæltur“ segir í íslenzkum æviskrám. Hann var þríkvæntur en eignaðist ekki afkomendur. Síð- asta kona hans var frá Grund í Svarfaðardal og þangað fluttist hann á efri árurn. Hann var kirkju- prestur á Hólum hjá Gísla biskupi Þorlákssyni síð- asta veturinn sem hann lifði. Vorið 1674 hélt hann heim á leið frá Hólum og reið Heljardalsheiði en í þeirri ferð drukknaði hann í Skallá í Svarfaðardal. Hvanndalir eru lítil dalskora milli Olafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Aðeins ein jörð var í dölunum og hún var mjög einangruð. Utræði var vont en bændur þar hafa líklega helst gert út frá Siglunesi. 1 Hvanndölum var búið frá því snemma á öldum en lítið er kunnugt um ábúendur. Þó er vitað að í byrjun 17. aldar bjó þar maður að nafni Tómas Gunnlaugsson. Ekkert er vitað um ættir hans eða nafn húsfreyju en hann var faðir þeirra Hvann- dalabræðra. Tildrög þess að séra Jón í Stærra-Árskógi orti Kolbeinseyjarvísur koma frarn í kvæðinu sjálfu í 5., 6. og 70. erindi, en þau voru að einn þeirra Hvann- dalabræðra, Einar Tómasson, bað hann um það og sendi honum í bréfi minnispunkta um þau atriði sem hann vildi að kæmu fram (7. erindi). Einar var þá kominn fast að sjötugu og bjó einhvers staðar í Hegranesi í Skagafirði. Kvæðið var því ort 49 árum eftir förina, sem það segir frá. Landkönnunarleiðangur Guðbrands biskups Ástæða ferðarinnar var sú að Guðbrandur Þorláks- son Hólabiskup hafði hug á að láta kanna hvaða hlunnindi mætti hafa af Kolbeinsey. Af kvæðinu má ráða að hann hafi viljað vita um varp, möguleika á eggjatöku og fuglaveiði, stærð eyjarinnar, berggerð og gróðurfar, dýralíf og fiskigengd og um hugsan- leg fiskimið þar í grennd. Þeir bræður tókust þessa ferð á hendur gegn góðri greiðslu. Þeir voru vanir sjómenn, höfðu fengist við veiðiskap til sjós og lands og þekktu vel til á djúpmiðum út af Eyjafirði og Skagafirði. Þeir voru ungir að árum þegar þetta var. Bjarni var 28 ára og því fæddur 1587 eða 1588 en Jón og Einar innan við tvítugt (13. erindi). Þeir virðast hafa verið í sæmilegum efnurn því í kvæð- inu stendur að þeir hafi átt góðan bát, skábyrðing, „með bikaða súð og þéttan kjöl“, 17 álnir að lengd. Hér mun átt við hamborgaralin sem var 57,1 cm. Báturinn hefur því verið tæpir 10 m að lengd. Hann var sjóskip gott og vel búinn að seglum og siglinga- tækjum. I 62. erindi segir: Kompás var til kennileiða að kanna og ramma hverja átt, saung í strengjum segli og reiða, af siglugögnum vantar fátt... Þarna er kompás eða áttaviti nefndur í fyrsta sinn í íslensku skipi. Samkvæmt Orðabók Há- skólans sést orðið í fyrsta sinn í íslenskri heimild í reisubók Jóns Indíafara, sem hann skrifaði 1661, en þar er hann að tala um siglingatæki í erlendum hafskipum sem sigldu heimsálfa í milli. f hinu mikla riti íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson er þessi heimild um áttavita ekki nefnd. Þar segir að aldrei hafi verið algengt að hafa áttavita í ára- skipurn hérlendis og að fyrstu heimildir um slík tæki á Norðurlandi séu frá árinu 1787. Þá fengu tíu bændur í Skagafirði áttavita frá landstjórninni og var hver þeirra virtur á tvo ríkisdali. Líklegt er að þeir hafi verið hafðir í bátum því bændurnir gerðu flestir eða allir út til fiskjar og fóru jafnvel í hákarlalegur á djúpmið norður undir landgrunns- brún. Það er í meira lagi ósennilegt að áttavitinn Höfundur býrsig undirköfun til jarðfrœðirannsókna við Kolbeinsey í júlí 1990. Eyjan sést í baksýn. í Hvanndalabátnum hafi verið eign þeirra bræðra því þá hefðu þeir verið hátt í tveimur öldum á und- an samtíð sinni. Líklegra er að Guðbrandur biskup hafi átt gripinn en sem kunnugt er stundaði hann landmælingar og átti tækjabúnað til þess að mæla hnattstöðu. Hugsanlega hefur hann einnig gert at- huganir á segulsviði og misvísun þótt hvergi sé þess getið í bókum. Hann gæti hafa léð þeim bræðrum tækið í öryggisskyni og þó ekki síður til að þeir gætu tekið áttavitastefnur við Kolbeinsey í land- fræðilegum tilgangi. Með góðum stefnumælingum í þekkt mið í landi gat Guðbrandur fundið staðsetn- ingu eyjarinnar og fært hana rétt inn á íslandskort sitt. Kolbeinsey er ekki sýnd á hinu fræga íslands- korti Guðbrands sem kom út 1590 enda nær kortið ekki svo langt í norður. En biskup varð þó fyrstur til að setja eyna á kort. Um og upp úr sextánhundruð vaknaði tölverður áhugi á norðurslóðum og norð- ursiglingum bæði vegna hagsmuna sem tengdust Grænlandi og vegna vonarinnar um siglingaleiðir til Austurlanda fyrir norðan Síberíu eða Kanada. Danakóngur fékk því fróða menn til þess að gera kortaskissur af landaskipan á norðurslóðum. Guð- brandur gerði slíkt kort sem merkt er árinu 1606. Island er fyrir miðju korti og Grímsey þar norðan við. Alllangt norður af Grímsey er merkt nafnlaus eyja nokkurn veginn þar sem Kolbeinsey ætti að vera. Kolbeinsey birtist síðan á hollensku korti sem teiknað er um 1620. Sjóhrakningar Nú verður ferðasagan sögð eins og skilja má hana af Kolbeinseyjarvísum. Þeir bræður lögðu upp í ferð sína vorið 1616 um það leyti sem bjargfugl lá á eggjum, líklega í júníbyrjun. Þeir ýttu frá landi um nónbil í blíðum byr og sól. Veðrið snérist þó fljótt og á miðju Grímseyjarsundi kom á þá austankaldi og súld og síðan svarta þoka er leið á nótt. Þeir héldu þó siglingunni ótrauðir áfram og stefndu í norður en hefðu þó viljað hafa austlægara horf. Þannig gekk í tvö dægur. Þeir fylgdust vel með fugli vitandi það að hann flaug úr varpstað til hafs að morgni í fæðuleit en snéri aftur í bjargið að kvöldi. Af flugi fugla þóttust þeir sjá að Kolbeinsey væri einhvers staðar í þokunni fyrir austan þá. Veður fór nú versnandi og þeir ákváðu að slá undan og snúa til baka. Eftir tveggja dægra sjóvolk til viðbót náðu þeir landi við Hraun í Fljótum. Það sýnir að þá hefur borið nokkuð af leið til vesturs og ef til vill hafa þeir verið komnir inn á Skagafjörð þegar þeir sáu land. Frá Hraunum fóru þeir heim í Hvanndali, hvíldust og biðu átekta. Kolbeinsey hvít sem fífubingur Eftir sex daga setu í foreldrahúsum lögðu þeir bræður upp að nýju. Lánið virtist ekki ætla að leika við þá fremur en í fyrri ferðinni, því enn fengu þeir á sig þoku og dimmviðri og jaínvel hríðarél. Eftir tveggja dægra siglingu sáu þeir að fugli tók að fjölga á sjónunr við bátinn og töldu sig þá vera að nálgast eyna. Þeir bundu nú segl við rá, létu reka og ákváðu að hafa vaktaskipti. Veður virð- ist því hafa farið skánandi þótt enn væri dimmt yfir. Jón og Bjarni fengu sér blund enda þreyttir eftir sólarhrings siglingu en Einar stóð vaktina, hálfvakandi. Þá birti loks upp og hann sá sólina brjótast gegn um skýjabakkana í vestri en í austri kom hann auga á eitthvað hvítt og taldi í fyrstu að þar færi hafskip undir seglum. Brátt sá hann þó að svo var ekki heldur var þetta eyja sem ofan til var alhvít af bjargfýlingi (þ.e. fýl) og var til að sjá eins og fífubingur. Einar vakti nú bræður sína og má nærri geta að þeir hafa verið harla kátir er þeir sáu Kolbeinsey rísa yfir hafflötinn í kvöldsólarskini. Þeir felldu segl og mastur því móti vindi var að fara og réru upp í var við eyna. Þeir tóku nú til við árarnar en þótt hraustir væru réru þeir ekki nema viku sjávar á einni eykt. Vika sjávar er fjarlægðar- eining á sjó, 7,5-9 km og eyktin 3 tímar. Þetta sýnir mótbyrinn því vikuna áttu menn að geta farið í einum tíma í góðu veðri. „Flæöardýriö frá sér misstu“ Þeir bræður tóku fyrst land í skeri vestan aðaleyjar-

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.