Norðurslóð - 25.08.2005, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 25.08.2005, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð Skoskar athafnakonur í heimsókn Rœtt við Önnu Dóru Hermannsdóttur um verkefnið „Fósturlandsins Freyjur“ Um síðustu helgi voru hér á ferðinni átta skosk- ar konur og einn karl í tengslum við verkefni á vegum norðurslóðaáætlunar Evrópu- sambandsins sem nefnist Rural business women og mætti þýða með „athafnakonur í dreifbýli“. Verkefnið er samstarfsverkefni fjögurra landa: íslands, Skot- lands, Svíþjóðar og Finnlands. íslenskur hluti verkefnisins kall- ast Fósturlandsins Freyjur og sér Byggðastofnun um að halda utan um hann hér heima. Mark- mið þessa verkefnis er að efla náttúrutengdan atvinnurekstur kvenna í dreifbýli. Erindi skosku kvennanna (og karlsins) var að endurgjalda heimsókn sem þrjár svarfdælskar konur fóru til Skot- lands í júní sl. Heimsókn til Argyll Það voru þær Anna Dóra Fler- mannsdóttir á Klængshóli, Ingi- björg R. Kristinsdóttir á Skálda- læk og Myriam Dalstein á Skeiði sem fóru í sumar til Skotlands ásamt þrem öðrum íslenskum konum. Anna Dóra sagði í sam- tali við Norðurslóð að sú heim- sókn hefði verið afar lærdómsrík á báða bóga. Ferðinni var heitið til Argyll - sem er hérað á vog- skorinni vesturströnd Skotlands. Þar ferðuðust þær um og áttu fund með skoskum stallsystrum sínum. Þessar konur fengust við ýmiss konar starfsemi; ein rak ferðaþjónustu, ein var leir- listakona, sú þriðja fékkst við söng og leiklist og þannig mætti áfram telja. Það kom íslensku konunum á óvart hvaða vanda skosku konunrnar höfðu við að glíma í sínum atvinnurekstri. Barnagæsla virtist t.d. vera al- mennt vandamál í þeirra hópi. „Þær ætluðu varla að trúa því að hér í okkar litla byggðarlagi væru þrír leikskólar,“ segir Anna Dóra. Á heildina litið virtust skosku konurnar skemmra á veg komnar, hafa minna sjálfstraust og búa við lakari aðstæður og efnahag. En þær eru rnjög hug- myndaríkar og fullar af löngun að koma á framfæri því sem í þeim býr. Þarna er að jafnaði einn bíll á heimili og húsbóndinn þarf hann til að fara á í vinnu og allt samfélagið mun meira karlasamfélag en við þekkjum. Internettenging er þarna víðast hvar slæm og ýmislegt annað sem kom á óvart. Það var því mjög hvetjandi fyrir okkur að kynnast þessum konum og þá ekki síður fyrir þær að kynnast okkur og okkar sjónarmiðum. Við skiptumst þarna á hugmynd- um og reynslusögum, hvöttum hver aðra til dáða og mynduðum Nikki Dayton með einangrun úr 100% ull. tengsl sem vonandi koma til með að endast lengi.“ Konurnar í Argyll hafa stofn- að sterkan félagsskap sem hittist reglulega þar sem þær styðja við bakið hver á annarri og hvetja til dáða. Fyrir áhugasama þá er heimasíðan hjá þeim www.runc- owal.co.uk Þetta er afar gott framtak sem hefur styrkt innbyrðis tengsl þeirra og atvinnustarfsemi mikið. Skotarnir koma Það voru sem sagt nokkrar af þessum konum sem voru á ferðinni hér í síðustu viku. Ferðin var skipulögð í tegslum við sýninguna „Gull í mó“ sem Fósturlandsins freyjur stóðu fyrir í Ráðhúsinu í Reykjavík þann 12. ágúst sl. Þar voru kynntar náttúrutengdar vörur og fyrir- tæki kvenna í dreifbýli. „Okkur fannst reyndar skjóta skökku við að allt þetta dreifbýlismál skyldi fara fram í Reykjavík," segir Anna Dóra. „Upphaflega var hugmyndin að tengja sýninguna handverkshátíðinni á Hrafnagili en það varð ekki úr. Við höfðum það því í gegn með harðfylgi að skosku konurnar kæmu norður,“ bætir hún við. Hér byrjuðu þær á því að skoða gallerí og heimsækja hand- verkskonur á Akureyri, þá var ekið út á Hjalteyri þar sem þær Heimsókn í Skruggu. heimsóttu gallerí Skruggu en síð- an var ferðinni heitið út í Svarf- aðardal. Þær snæddu kvöldverð hjá Myriam á Skeiði og þar var einnig boðið upp á all óvenjulega handverkssýningu Ingibjargar R. Kristinsdóttur - allt í ull - sem sett hafði verið upp í hlöðunni á Skeiði. Kvöldið leið í notalegheit- um, áfram var skipst á skoðunum og upplýsingum og haldið áfram þar sem frá var horfið í júní. Einnig var Ingibjörg með sýni- kennslu í þæfingu á íslenskri ull. Konurnar (og karlinn) gistu á Skeiði og Klængshóli í Skíðadal en daginn eftir heimsóttu þau Laufás og áttu fund með Ingi- björgu safnstjóra sem sagði þeirn frá gamla bænum og uppbygg- ingu staðarins. Að því búnu var farið með hópinn í skoðunar- ferð m.a. í Mývatnssveit og síðan skildust leiðir að nýju. Anna Dóra segir heimsóknir sem þessar ómetanlegar fyrir alla sem málinu tengjast og verkefn- ið svo sannarlega búið að sanna ágæti sitt. „Það var vítamín- sprauta fyrir okkur að koma til Skotlands og skosku konurnar hafa sömu sögu að segja. Við eig- um áreiðanlega eftir að búa lengi að þessu og munum halda áfram að efla þessi tengsl,“ segir Anna Dóra að lokum. hjhj Bjössahúsið rifíð Eins og fram hefur komið í fréttum skcmmdist íbúðarhúsið Sólgarðar eða Hafnarbraut 23 á Dalvík illa í bruna í vor. Nú á dögunum var húsið rifið því ekki svaraði kostnaði að endurbyggja það. Þar lauk nær 90 ára sögu þessa merka húss. Okkur hjá Norðurslóð þykir rétt að rýna svolítið í sögu hússins og birta þá jafnframt nokkrar myndir. Sveinbjörn Steingrímsson bæj- artæknifræðingur þekkir vel til hússins því hann fæddist þar og bjó með foreldrum sínum fram til fermingaraldurs. Hann fór með tíðindamanni á vettvang þegar verið var að rífa húsið. Það var afi Sveinbjörns og nafni Sveinbjörn Jóhannsson sem byggði húsið árið 1916. Byggingameistari var Arngrím- ur Jóhannesson í Sandgerði svili Sveinbjörns. Kona Arngríms var Jórunn Antonsdóttir frá Hamri en Ingibjörg Antonsdóttir var kona Sveinbjörns. Sveinbjörn og Ingibjörg gengu í hjónaband árið 1914 og bjuggu fyrst í Holtsbúð þar sem Vilhelm Anton sonur þeirra fæddist árið 1915. Eins og fyrr segir byggðu þau Sólgarða árið 1916 og þar fæddist dóttir þeirra Steinunn árið 1917. Húsið var byggt á sjávarkamb- inum og í lýsingu sem til er frá ár- inu 1936 er sagt að húsið sé 9,5 metrar að lengd, 7,2 metra breitt og 5,4 m á hæð. Þar segir að hér sé um steinhús að ræða, tvær hæðir og ris. Á neðri hæðinni eru fimm herbergi en sex á efri. Allt málað og veggfóðrað. Mið- stöðvarhitun og rafmagn til Ijósa. Þá er útbygging tíunduð sem er forstofur beggja hæða með upp- Mykjan og Laga-Stjáni Eins og fram kemur í frásögn- inni af Sólgörðum var fjós og haughús áfast íbúðarhúsinu. Mykjunni var ekið á tún og þurfti þá farartæki til að flytja. Guðmann Þorgrímsson á Tungufelli (Manni áTungufelli) átti vörubíl sem hann var með í vinnu niðri á Dalvík í tilfell- um. Einhverju sinni tók hann að sér að aka mykju úr haug- húsinu hjá Bjössa. Þetta hefur verið laust fyrir 1940. Hann mun hafa lent í einhverjum úti- stöðum við nágranna Sólgarða- fólksins, Kristján og Önnu í Brekku, ef til vill vegna þess að þegar Manni ók framhjá húsi Kristjáns hreppstjóra dreifðist mykja í slóðina. Af þessu tilefni orti Manni: Á Dalvík er ekki óreglan afillsku þótt heimur gráni, því löngum á vakki er lögreglan laganna Svarti-Stjáni. Kerlingin situr í gluggagætt og glennist sem urðarmáni, umferðarslysum er ekki hœtt því aðvarar Laga-Stjáni Koma þeir enn í kúahöll kannske að mykjan skáni. Vaða þeir um sem vitlaus tröll, en verstur er Laga-Stjáni. Götumyndin við Hafnarbraut breyttist býsna mikið við það að Sól- garðar burfu. göngu á efri hæð. Allt málað eins og segir í skýrslunni. Þá er einnig sagt frá því að steinsteypt útihús séu sambyggð húsinu, það er að segja fjós, hlaða og mykjuhús. Eins og víðast á Dalvík var fjós við íbúðarhúsið og þar voru oft- ast tvær mjólkandi kýr. Sveinbjörn stundaði útgerð frá Dalvík en var alltaf með búskap og með kýr heima við íbúðarhús og fjárhús sunnan við Ásgarð en fjárhús sem þeir áttu, hann og Villi sonur hans, standa enn. Svein- björn var búfræðingur að mennt og var með búskap um tíma í Brekkukoti sem hann eignaðist 1908. Brekkukot hefur verið í hans eigu eða afkomenda hans í bráðum 100 ár þó þau hafi ekki búið þar fyrr en nú að Sveinbjörn bæjartæknifræðingur hefur reist sér bústað og býr þar. En þetta var útúrdúr frá sögu Sólgarða. Sveinbjörn Jóhannsson bjó í Sólgörðum í rúm 40 ár og var húsið á þeim tíma kennt við hann og kallað Bjössahúsið. Ingibjörg lést árið 1949 en þá hafði bæst í húsið önnur fjölskylda þar sem Steinunn dóttir þeirra hafði stofn- að heimili árið 1941 með manni sínum Steingrími Þorsteinssyni. Bjuggu þau í Sólgörðum þar til árið 1958 að þau flytja í Vegamót. Börn Steingríms og Steinunn- ar eru fædd í Sólgörðurm, Jón Trausti 1942, Sveinbjörn 1944 og María 1950. Eins og fyrr segir fluttu þau síðan öll í Vegamót 1958 en Jón Jónsson og Anna Stefánsdóttir sem þá bjuggu á Böggvisstöðum keyptu Sólgarða og fluttu þang- að. Fjölskylda þeirra var stór, börn þeirra níu en á þeim tíma voru þau elstu orðin fullorðin. í Sólgarða flytja með þeim alla- vega Gunnar, Filippía, Gerður, Kristján, Svanfríður og Soffía. Gömul frænka þeirra, Soffía Sig- urjónsdóttir, flutti með þeim líka og var með Önnu og Jóni þangað til þau fluttu á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, árið 1979 og flutti hún þá líka þangað. Þegar Ánna og Jón fluttu úr Sólgörðum 1979 höfðu einungis tvær fjölskyldur búið í húsinu í rúm 60 ár. Síðan taka við örari íbúaskipti næstu 25 árin, þar til það var jafnað við jörðu nú á dögunum en við treystum okk- ur ekki til að fylgja því eftir og látum umfjöllun um Bjössahúsið lokið að sinni.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.