Norðurslóð - 25.08.2005, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 25.08.2005, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 Sjaldséðir hvítirþrestir Sjaldséðir hvítir hrafnar - segir máltœkið. I Klaufabrekknakoti íSvatf- aðardal Itafa í sumar verið á sveimi tveir hvítir þrastarungar. Lengi fóru þeir með veggjum enda kannski ekki ráðlegt að láta mikið á sér bera svona ólíkir ölluin öðrum þröstum. Svo fluttu þeirsig um set suður í Klaufabrekkur, alla vega annar þeirra og hefur hann verið á sveimi þar um garðinn, orðinn harla brattur með sig. Gunnlaugur Sigurðsson bóndi þar itáði af honum þessari mynd. Hin árlega skógarmessa var haldin í Hánefsstaðareit sl. sunnudag. Hug- og handverk svarfdælskra kvenna 1915-2005 Móttaka sýningarmuna er hafin. Lokafrestur til að afhenda gripi er: þriðjudagurinn 20. september 2005 Nauðsynlegt er að merkja muni með nafni höfundar, fæð- ingar- og dánardegi (þegar það á við). Frásagnir af tilurð verka væru vel þegnar og Ijósmyndir af höfundum þeirra. Nafn og heimilisfang sendanda verður að fylgja. Eftirtaldar kvenfélagskonur taka á móti sýningargripum: Dómhildur Karlsdóttir Kaufabrekknakoti, 621 Dalvík Ingibjörg Kristinsdóttir Skáldalæk, 621 Dalvík Jóhanna Einarsdóttir Urðum, 621 Dalvík Margrét Guðmundsdóttir Spítalaveg 17, 600 Akureyri Sigríður Hafstað Tjörn, 621 Dalvík Þóra Rósa Geirsdóttir Hlíðarbrekku, 621 Dalvík Atvinna Óskum eftir að ráða fólk til almennra fiskvinnslustarfa. Nánari upplýsingar veitir Valur í símum 466 3444 eða 864 8457. O.Jakobsson ehf. Starfsfólk óskast Samherji hf. vill ráða starfsfólk í ræstingu í fiskiðjuveri sínu á Dal- vík. Vinnutími er frá kl .16 á daginn fimm til sex daga vikunnar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Samherja hf. á Dalvík. Nánari upplýsingar veitir Sólborg í síma 4661438 og 8981438. Samherji hf. Allt í ull Um helgina var nýstárleg sýn- ing í gömlu hlöðunni að Skeiði í Svarfaðardal. Þar voru sýndir ýmsir munir, fatnaður og annað sem unnið er úr þæfðri ull. Glæsilegir kjólar, pils, sjöl, vesti, jakkar og ýmislegt fleira héngu á veggjum eða voru til sýnis á borðum þar sem einnig mátti sjá tehettu, barnaskó, grifflur og fleira. Flestir eru munirnir unnir af Ingibjörgu R. Kristinsdóttur (Lillu á Skáldalæk) en einnig er sýndur afrakstur námskeiðs sem haldið var á Húsabakka síðasta vetur þar sem Lilla var leiðbein- andi. Ahugi er fyrir því að endur- taka námskeiðið og geta áhuga- samir skráð sig á sýningunni. Sýningin kallast Allt í ull. Myriam Dalstein, eigandi Skeiðs og sú sem stendur fyrir þessari sýningu kallar húsið sjálft og sýningarsalinn Allt í þróun. Eins og áður segir er sýningin í gömlu hlöðunni sem hún er að gera upp. Gamla fjósið sem er fyrir framan hefur fengið hlutverk hesthúss. Húsið er sem sagt í þróun og af því er heitið dregið. Myriam segir að um næstu Á meðan tíðindamaður stóð við kom fugl inn í hesthúsið. Myriam brá skjótt við og handsamaði fuglinn og sendi síðan út í frelsið aftur. helgi verið sýningin aftur opin bæði laugardag og sunnudag frá kl.14 til 18. Jafnframt sýningunni er hægt að kaupa kaffi og vöfflur og eiga notalega stund í stórkost- legu umhverfi. Hér má sjá brot af þeim fatnaði sem er á sýningunni. Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar • Sérelgn sem erflst Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta.Við fráfali sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. • Viðbót á lífeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. • Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. • Sveigjanlegur útgreiðslutími Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs.Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Sífellt fjölgar þeim er tengjast heimabankanum Ert þú einn af þeim? Sparisjóður Svarfdæla r Askriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxtunar - án nokkurs kostnaðar. Askrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerðar um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Dalvík 460 1800 Hrísey 466 1700

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.