Norðurslóð - 29.09.2005, Side 1

Norðurslóð - 29.09.2005, Side 1
Áskriftarsíminn er 466 1300 Líflegar sameiningar- umræður á dagur.net Umræður og skoðanaskipti um sameiningu sveitarfélaga á Eyja- fjarðarsvæðinu hafa verið að færast í aukana að undanförnu í kjöl- far málefnaskrár og fundaherferðar samstarfsncfndar um samein- ingu Eyjafjarðar. Eyfirski fréttavefurinn dagur.net sem haldið er úti af aðstand- endum Norðurslóðar og Bæjarpóstsins hefur haldið mjög rækilega utan um allar fréttir og umræður um sameiningarmálin. Meðal ann- ars er þar að finna fréttir af kynningarfundum, skýrslur vinnuhópa og allar greinar sem skrifaðar hafa verið um sameiningarmálin að undanförnu. Á vefnum gefst mönnum kostur á að bregðast við skrifum eða taka upp þráðinn í framhaldi umræðna á fundunum og eru umræður því oft hinar líflegustu. Svarfdælingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í þeirri umræðu og hafa flykkst út á ritvöllinn. Félagsmálaráðuneytið hefur séð ástæðu til að senda öllum fjölmiðl- um landsins ábendingu um þennan vef. Bendum við öllum sem vilja kynna sér málin og freista þess að mynda sér skoðun fyrir kosning- arnar 8. nóvember að fara inn á vefinn. Snj óframleiðslukerf- ið í gang í október - nema snjóar hamli framkvœmdum Svarfdælsk byggð & bær 29. ÁRGANGUR Fimmtudaglr 29. september 2005 9. TÖLUBLAÐ Eftir áhlaupiö. Öxin sem stóðu hnarreist fyrir helgi voru beygð og brotin eftir norðanhretið og nokkuð Ijóst að kom þeirra kemur að litlu gagni sem fóður. Komuppskeran ónýt Vélarbilun í þreskivél olli því að svarfdælskir bændur misstu korn sitt undir fönn og er tvísýnt um að uppskera verði nokkur. Þrjá- tíu sentimetra jafnfallinn snjór ásamt bleytu lagðist eins og farg yfir akrana um helgina en spáð er leiðindum áfram. Kornskurður hófst á Flrís- um sl. miðvikudag og stóð til að skera linnulaust alla kornakra á svæðinu, um 35-40 hektara, áður en yfirvofandi hret skylli á. Þreski- vélin er í eigu Fjarðarkorns sem er sameignarfélag bænda á Eyja- fjarðarsvæðinu, þ. á m. nokkurra bænda í Svarfaðardal. Ekki vildi betur til en svo að vélin bilaði þegar skornir voru ca. 5 hektarar og máttu bændur því horfa upp á akra sína óskorna þegar hretið gekk í garð. Fjarðarkorn hefur yfir að ráða tveim öðrum vélum en þær voru uppteknar inni í firði. Viðgerð á vélinni var ekki lokið fyrr en á laugardag en kornið verður ekki skorið nema í þurr- viðri þannig að bændur máttu bíða og horfa á það blóðugum augunum hvernig stöðugt bætti á snjóinn um helgina og ekki bætti svo úr skák þegar byrjaði að blota og snjófargið þyngdist og þéttist þannig að kornið lagðist allt í duftið. Bændur eru að von- um óhressir með þetta og hafa rætt um það sín á milli að kaupa hingað eina vél. Notuð þokka- leg þreskivél kostar um 2 millj- ónir króna. Að sögn Dagbjartar Jónsdóttur á Sökku var hin besta uppskera á Hrísaakrinum eða um 5 tonn á ha sem er síst lakara en á því blessaða kornræktarári 2004. Mjög vel leit út með fleiri akra í dalnum eins og á Hofsár- kotsengjum og á Ytra Hvarfi. Hretið kemur einnig niður Veitingahúsið Sogn hefur verið lokað um tíma en að sögn Guð- nýjar Láru Ingimarsdóttur sem keypti staðinn af Sigurlínu Kjart- ansdóttur ásamt eiginmanni sín- um Kristjáni Kristjánssyni þurfa nýir eigendur að afla allra leyfa upp á nýtt og tekur það sinn tíma í kerfinu. Lára vonast til að hægt verða að opna fljótlega upp úr mánaðamótum. „Reyndar hefur Hörður Torfa sótt um að halda hér tónleika 2. okt og verðum við líklega að bjargast við bráða- birgðaleyfi þá.“ Lára segist stefna að því að hafa opið einhverja stund á hverj- um degi og bjóða upp á létta rétti og bakkelsi en ekki verður ráðinn kokkur að sinni. Opið verður í hádeginu frá 11:30-14 og gefst þá gestum kostur á að gæða sér að hinum margumræddu SS- skólamáltíðum frá Hvolsvelli eða súpu sem matreidd verður á staðnum. Á fimmtudögum og sunnudögum verður auk þess opið frá 6 til 10 á kvöldin og á föstudögum og laugardögum frá á öðrum haustverkum bænda. Margir eiga enn kartöflur í jörðu, skítadreifing er varla hafin, geld- neyti eru úti og enn vantar fé af fjalli. Veðurstofan spáir áfram- haldandi kalsatíð. 6 og eitthvað frameftir. Eins og fyrr er hægt að leigja salinn undir samkvæmi og þá er stefnt að því Framkvæmdir við dæluhús fyrir snjóframleiðslukerfið í Böggvis- staðafjalli eru hafnar og var haf- ist handa við að steypa sökkla í síöustu viku. Húsið sem stend- ur við Stórhólstjörn verður að mestu hulið, grafið inn í hól og segir Oskar Oskarsson formað- ur skíðafélagsins að með fram- kvæmdunum fækki raunar sýni- legum mannvirkjum á svæðinu því auk dælubúnaðar fyrir snjó- framleiðslukerfið hýsi byggingin spennustöð fyrir svæðið. Nýr 500 kw spennustöð leysir af hóli 150 kw stöð sem fyrir er við efra lyftuhúsið sem hverfur þá.Til stendur að steypa plötuna í næstu viku og á sama tíma verður byrjað að grafa niður vatnsrörin meðfram lyftunni. Rörin koma í 12 m lengjum samtals 1050 metr- ar og eiga að ná nokkuð upp fyr- ir efra lyftuhús. Á þeim verða 7 brunnar með jöfnu millibili sem hægt er að tengja snjóbyssurnar að bjóða upp á jólahlaðborð og aðrar uppákomur þegar fram í sækir. Veitingahúsið Sogn SS-matur og súpa í hádeginu Eigendaskipti hafa orðið að Veitingahúsinu Sogni en eftir sem áður verður eflaust hœgt að fá sér ölkollu þar í góða veðrinu á fiskidaginn eða kaffisopa innandyra þegar öðruvísi viðrar. Grunnurinn að dœustöðinni er að taka á sig mynd. við. Tvær snjóbyssur eru á leið- inni til landsins og verða þær síð- an fluttar á milli brunnanna eins og þurfa þykir. Framkvæmdum á öllum að vera lokið fyrir mán- aðamót okt/nóv. Gárungar hafa hins vegar rætt það sín á milli hér að líklega þurfi ekkert að tengja byssurnar því eins og áður hef- ur gerst fer óðara að moksnjóa þegar Dalvíkingar ætla að hefja snjóframleiðslu. Meiri áhugi á skólamál- tíðum en reiknað var með Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar ræddi reynsluna af nýju fyrir- komulagi skólamáltíða á fundi fyrir skömmu og eru væntingar góðar af fyrstu reynslu. Unnið er að því að festa vinnuferlið í sessi, en ljóst er að umfangið er meira en reiknað var með þar sem um 80% nemenda í Dalvíkurskóla nýta sér þjón- ustuna en í útboði var reik- nað með 60%. Því er ljóst að bregðast þarf við aukningunni á ýmsum sviðum, svo sem í auknu starfsmannahaldi og bættri aðstöðu, og er nú verið að leggja mat á þörfina. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.