Norðurslóð - 29.09.2005, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 29.09.2005, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ráðhúsinu, Dalvík, sími 466 1300. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Blaðamaður: Halldór Ingi. Netfang: halldor@rimar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Prentvinnsla: Ásprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Jákvæð merki um möguleika Dalvíkurbyggðar Að undanförnu hafa birst upplýsingar um fasteignamarkað- inn á netmiðlinum Degi (dagur.net) og í Bæjarpóstinum. Þær upplýsingar hafa verið unnar upp úr opinberum gögnum frá Fasteignamati ríkisins sem sýna verð fasteigna á fermetra í mi- smunandi sveitarfélögum á landinu. Einungis eru birtar upp- lýsingar um tvö sveitafélög hér við Eyjafjörð, Akureyri og Dalvíkurbyggð. Viðskipti í öðrum virðast vera það lítil að ekki sé marktækt að setja upplýsingarnar fram. I þessum upplýsingum kemur fram að á árinu 2004 hafi fer- metrinn í sérbýli verið á kr. 100.194 að meðaltali á Akureyri en 67.330 kr. á Dalvík. Samkvæmt þessu var verðið á Dalvík um 67% af verðinu á Akureyri. Hins vegar var verðið í Reykjavík 127.133 kr. og hefur því verðlagið á Akureyri verið tæp 79% af Reykjavíkurverðinu. Á Dalvík var verðið 53% af Reykj- avíkurverðinu. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur verðið hækkað mikið í Reykjavík og reyndar ofurlítið hér á Eyjaf- jarðarsvæðinu líka. Meðalverð í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins hefur hækkað um tæp 40% frá meðalverði 2004, á Aku- reyri um rúm 18% og á Dalvík um 10%. Verðhlutföllin eru enn óhagstæðari þegar Iitið er á fjölbýli á þessum stöðum. Verð á fermetra í Reykjavík er mun hærra í fjölbýli en í sérbýli og á það raunar við um Akureyri líka, en á Dalvík er verð hærra á fermetra í sérbýli en fjölbýli. Þetta á við víða á minni stöðum úti um land og því er samanburður enn óhagstæðari í þessum flokki milli Reykjavíkur og lands- byggðarinnar. Hægt er að skipta landinu upp í nokkur svæði eftir verð- lagi á fasteignum. Fyrsta verðsvæðið er Reykjavík og ná- grannasveitarfélög. í Reykjavík er meðalverð 2004 uml27 þúsund eins og áður er sagt. Á næsta verðsvæði eru Akureyri, Árborg, Akranes, Reykjanesbær og Grindavík en þar er ver- ðið 70 til 80% verðsins á Reykjavíkursvæðinu. Þriðja verðsvæðið er með 50 til 65% af Reykjavíkurverðinu en þar eru sveitarfélög eins og Fjarðarbyggð, Fljótsdalshérað, Dalvíkurbyggð, Húsavík, Skagafjörður og Borgarbyggð. Næsta verðbil er með 35-50% af Reykjavíkurverðinu en þar eru sveit- afélög eins og Hornafjörður, Vestmannacyjar og Isafjörður. Það sem er fróðlegt í þessu sambandi fyrir íbúa Dalvík- urbyggðar er að verðlag hér er svipað og á Sauðárkróki og Húsavík svo og fyrir austan á uppgangssvæðunum Fjarðar- byggð og Fljótsdalshéraði. Fyrir austan hefur verðið verið að hækka. Sveitarfélögin þar voru sennilega flokknum neðar áður en uppgangur hófst þar. Þau eru nú í raun orðin hærri en Dalv- ík þótt verðlag þar sé ekki komið upp í næsta flokk. Hér í Dalvíkurbyggð hefur eftirspurn eftir húsnæði farið vaxandi og viðskipti það sem af er árinu meiri en dæmi eru um áður. Samkvæmt upplýsingum frá þeim tveimur fasteignasölum sem helst hafa sinnt markaðnum við utanverðan Eyjafjörð hafa fyrirspurnir um húsnæði hér verið að aukast. Bent var á að fólk á höfuðborgarsvæðinu horfi á Eyjafjörð sem álitlegt svæði til að búa á. Fjarlægðir eins og milli Akureyrar og Dalvíkur séu ekki hindranir í augum þeirra sem vanist hafa því að ferðast tugi kflómetra á hverjum degi til og frá vinnu, en við það þurfa margir að búa á Reykjavíkursvæðinu. Það kom einnig fram að um þessar mundir vantar tilteknar tegundir fasteigna á sölu- skrá og vekur það vonir um að fasteignamarkaðurinn hér eigi enn eftir að lifna. Þetta eru jákvæð merki um möguleika Dal- víkurbyggðar til frekari vaxtar og þróunar. JA Stóðgöngur um helgina Hrossasmölun og eftirleitir í Holárafrétt, Kóngsstaðadal og S veins- staðaafrétt verða um næstu helgi. Smalað verður 30. september og hrossin síðan rekin á Tungurétt laugardaginn 1. október og sam- kvæmt upplýsingum Þorsteins Hólm, fjallskilastjóra er stefnt að því að stóðið verði komið til réttar kl. 12:30. Um kvöldið verður síðan stóðréttardansleikur að Rimum þar sem Ari í Árgerði heldur uppi fjörinu. Það fór vel um sjórnarlimina í nýju áhorfendabekkjunum. Gagngerar endurbætur á Ungó Stjórn LD: Hólmríður Margrét Sigurðardóttir, Friðrik Sigurðsson, Sólveig Rögnvaldsdóttir, Arnar Símonarson formaður, Dagbjört Sig- urpálsdóttir og Olga Guðlaug Albertsdóttir. Á myndina vantar Lárus Heiðar Sveinsson og Sigurbjörn Hjörleifsson. í sl. viku efndi Leikfélag Dalvík- ur til kaffisamsætis í tilefni af því að stórum áfanga í endurbótum á húsakynnum félagsins var náð. Þangað var boðið bæjarfulltrú- um, styrktaraðilum og þcim sem lagt hafa Leikfélaginu lið við breytingarnar, sem staðið hafa síðan í febrúar. I spjalli við stjórnarmenn LD kom fram að í febrúar sl. var byrjað á allsherjar hreinsun og lagfæringum í Lambhaga. Þær framkvæmdir gengu mjög vel, en tilfinnanlega vantar fjármagn til að hægt sé að gera við þak húss- ins. Ástand þess er vægast sagt bágborið. Þá var röðin komin að Ungó. Byrjað var á því að taka áhorf- endasalinn í gegn. Skipt var um efni á gólfum (sett parket) og lýsing í sal endurnýjuð, gömlu áhorfendabekkjunum hent og nýir keyptir með stuðningi Spari- sjóðs Svarfdæla. Leiksviðið var styrkt, lagfært og málað og leikararýmið tekið í gegn, skipt um gólfefni, málað og teppalagt og ýmsar aðrar lag- færingar unnar. Fram kom í máli stjórnar- manna að þetta væru ásættanleg- ar breytingar til að starfsemi gæti haldið áfram í Ungó. Hins vegar væri mikið eftir og má sem dæmi nefna að endurnýja þarf raflagn- ir í húsinu, lagfæra andyri, setja drenlögn meðfram húsinu og lag- færa bílastæði. Þá er viðbygging við húsið þar sem aðstaða leik- ara er nánast ónýt. Hins vegar vanti fjármagn til að hægt sé að ljúka þeim framkvæmdum. Og er ekki rétt að Arnar Sím- onarson formaður eigi lokaorð- in: „Það má gjarnan koma fram að öll sú vinna sem hér hefur far- ið fram hefur verið unnin í sjálf- boðavinnu og eingöngu hefur verið lagt út fyrir efni. Við höfum notið góðs stuðnings víða til að gera þetta framkvæmanlegt og viljum við koma á framfæri þökk- um fyrir það. Það er metnaður Leikfélagsins að aðstaða bæði leikara og gesta sé í það minnsta viðunandi. Við erum ákaflega stolt af þessum breytingum og því að geta haldið merki Leikfé- lags Dalvíkur á lofti.“ Skólpdælustöð byggð Garðar G. Jónsson smiður hjá Tréverki var í óða önn að slá frá er Norðurslóð átti leið hjá í vikunni. Nú standa yfír framkvæmdir við byggingu skólpdælustöövar skammt sunnan við syðri hafnar- garðinn á Dalvík. Tréverk annast byggingu stöðvarinnar en um er að ræða áfanga að því að koma skólpmálum Dalvíkinga í viður- kennt horf samkvæmt Evrópu- stöðlum. Dalverk átti lægsta til- boð í áfangann og vinnur verkið ásamt Tréverki og Elektró sem eru undirverktakar. Samkvæmt upplýsingum frá Tæknideild Dalvíkurbyggðar verður dælustöðin ríflega 4,5 m á hæð. Hún er byggð ofanjarðar, en verður síðan grafin að mestu í jörð, en uppúr mun standa topp- urinn af byggingunni. Ástæða þess að þessi háttur er hafður á er sú að þarna gætir flóðs og fjöru mikið og erfitt hefði orðið að slá og athafna sig niðri í jörðinni. Búið er að grafa lögn norður með Martröðinni og allt norð- ur að ísstöðinni en þar verður settur upp brunnur og þaðan fer skólpið eftir lögnum og í sjóinn norðan við Norðurgarðinn. Þar með verður búið að sameina af- rennsli fyrir allt skólp frá Dalvík á einum stað, en til þessa hafa um 70% af skólpinu runnið í sjóinn skammt frá þeim stað þar sem dælustöðin er að rísa. Gert er ráð fyrir að dælustöðin verði tekin í gagnið í haust. Samkvæmt upplýsingum tæknideildar er gert ráð fyrir því að á næstu árum verði sett upp hreinsistöð þar sem affallið fer í sjóinn og þá þarf að setja lögn 2-300 metra út í sjó. Straummæl- ingar hafa verið gerðar á svæð- inu og samkvæmt þeim sem og lögum um gerlamagn ætti slík lögn að duga. Þessi áfangi sem nú er í vinnslu, kostar sveitarfélagið um 12 millj- ónir króna samkvæmt útboði en gert er ráð fyrir að kostnaður við að ljúka öllum áföngum verksins verði liðlega 50 millljónir króna.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.