Norðurslóð - 20.10.2005, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 20.10.2005, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ráðhúsinu, Dalvík, sími 466 1300. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Blaðamaður: Halldór Ingi. Netfang: halldor@rimar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Prentvinnsla: Asprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Sama gamla sveitin og kosningar í vor Jæja. Þá eru sameiningarkosningarnar afstaðnar og úrslit þeirra verða víst engan veginn skilin öðruvísi en svo að íbúar hér við fjörðinn hafi engan áhuga á að sameinast undir einum hatti. Úrslitin koma ef til vill ekki á óvart í ljósi umræðunnar og færa má að því gild rök að tímasetning kosninganna hér hafi varla geta verið verri fyrir þá sem kjósa sameiningu. Það sem kemur á óvart er e.t.v. lítil kosningaþátttaka og almennt áhugaleysi einkum á Akureyri sem gerir það að verkum að ekki verður kosið frekar um sameiningu hér við fjörðinn að sinni. Aðeins Siglfirðingar og Ólafsfirðingar sögðu já við sam- einingunni og því eðlilegt að þau sveitarfélög haldi áfram að stíga skref til sameiningar. Ekki er ólíklegt eða óeðlilegt að Dal- víkurbyggð verði boðin þátttaka í þeim sameiningarviðræðum og spurning hvað við gerum þá. En það er þó engan veginn ætl- unin hér í þessum leiðara að leggja neinn dóm á kosningarnar, úrslit þeirra eða aðra sameiningarkosti. Sameining Eyjafjarðar er út úr myndinni - alla vega einhver næstu árin og nú þurfum við að taka okkur saman í andlitinu og skoða stöðuna eins og hún er í dag. Sameiningarumræðan hefur einhvern veginn sett önnur málefni í biðstöðu eins og reyndar öll umræða um „stóru lausnina“ hefur tilhneigingu til að gera hvort heldur menn eru hlynntir henni eða ekki og hvort sem stóra lausnin er í líki álvers, stórvirkjana eða stórsamein- ingar. Nú vöknum við upp við vondan draum og framundan er óbreytt ástand. Yið þurfum að sjá um okkur sjálf. Móta okkar framtíð sjálf og bjargast við það sem við höfum. Það eru kosningar í vor. Var kannski einhver búinn að gleyma því? Það hefur í það minnsta ekki verið efst á baugi, hvorki meðal sveitarstjórnarmanna né almennings á meðan ekki var alveg Ijóst hvernig sveitarfélagið kemur til með að líta út næasta vor. Nú vitum við þó að sveitarfélagið verður eins og það hcfur verið undanfarin tvö kjörtímabil, öll viðleitni und- angenginna mánaða til að breyta því, hvort heldur með því að kljúfa það eða sameina það öðrum breytir því ekki. Það verða kosningar í vor í Dalvíkurbyggð eins og í öðrum sveitarfélög- um landsins og ekki seinna vænna fyrir hin pólitísku framboð að byrja að safna liði sínu og huga að skipan framboðslista. Vert er þó að benda á það að framboð til sveitarstjórnarkosn- inga er ekki eingöngu bundið við pólitíska lista. Listar geta ver- ið þvcrpólitískir, ópólitískir eða hvernig sem verkast vill. I samciningarkosningunum var bent á það sem einn kost við stækkun sveitarfélaganna að með því móti gæfíst kostur á fleiri hæfum einstaklingum til að sitja á listum og víst er að það hefur ekki verið auðvelt í Dalvíkurbyggð að fá fólk til að gefa kost á sér í hið pólitíska argaþras. Það er því þeim mun brýnna að forsvarsmenn stjórnmálaafla í bænum og aðrir sem láta sig varða það hvernig samfélag við viljum búa okkur og börnunum okkar fari að setjast yfír það hvernig framboðslistar verði skipaðir og þá ekki síður fyrir hvers konar samfélag og framtíðarsýn þeir listar eiga að standa. hjhj Kaffí Sogn opnað á ný Um síðustu helgi opn- aði Kaffi Sogn á Dal- vík aftur dyr sínar fyrir gestum og gangandi með nýjum eigendum. Hjón- in Lára Ingimarsdóttir og Kristján Kristjánsson keyptu veitingastaðinn í síðasta mánuði en hafa fram til þessa einbeitt sér að afgreiðslu skólamál- tíða frá SS á Hvolsvelli fyrir Dalvfkurskóla og Arskógarskóla. Nú hef- ur kaffihúsið verið opn- að almenningi og verður Systurnar Erna og Lára Ingimarsdœtur opið í hádeginu virka ganga um beina í Sogni. daga þar sem boðið verð- ur upp á súpu og létta rétti en fimrntudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga verður einnig opið á kvöldin. Lára segir Dalvíkinga hafa tekið þeim fagnandi um opnunarhelgina og vonaðist eftir miklum og góðum samskiptum við bæjarbúa áfram. Kvenfélagið Tilraun 90 ára Frh. afforsíðu Alls eiga um 200 konur verk á sýningunni á Húsabakka og eru munirnir á bilinu 600-1000. Þrjár elstu konurnar sem eiga muni á sýningunni eru: Friðrika Elísabet Friðrikdóttir á Skeiði (1863-1944), Kristín Jónsdóttir á Bakka (1868-1964) og Ingibjörg Þórðardóttir á Hofi (1869-1952). Eftir Friðriku er kommóða á sýningunni en þær Kristín og Ingibjörg eiga þar tóvinnu. Þær voru annálaðar tóskaparkonur og hafa átt verk á sýningum bæði hér heima og erlendis. Yngstu þátttakendurnir eru hins vegar tvíburasysturnar Ingunn og Auð- ur Hreinsdætur frá Syðra-Hvarfi (f. 1991) en þær unnu mynd- verk sérstaklega að þessu tilefni, og Sunneva Halldórsdóttir (f. 1998). Ýmsa aðra merkismuni gef- ur þar á að líta. Má þar nefna málverk eftir Guðrúnu Guð- mundsdóttur frá Gullbringu sem sýnir jólanótt í Gullbringu árið 1940, einnig altarisdúk sem saumaður er af Jóhönnu Einars- dóttur á Urðum eftir öðrum dúk sem Sigrún Sigurhjartardóttir saumaði fyrir Tjarnarkirkju árið 1924. Þarna er að finna mikið magn af listilegum hannyrðum og listiðnaði, textílum og mynd- verkum en einnig bækur og rit- verk svarfdælskra kvenna sem er furðu mikið safn að vöxtum, m.a. bækur eftir Hugrúnu skáldkonu í bland við einstök lokaverkefni til háskólaprófs. Kafflhús og samfclld hátíðar- dagskrá tvær helgar í röð Samhliða sýningunni starfrækja kvenfélagskonur kaffihús sem opið var frá kl. 15 á laugardag og sunnudag og verður svo einnig um næstu helgi. Undir borðum var hátíðar- og skemmtidagskrá. Dagskráin hófst báða dagana með leiklestri Guðbjargar Thor- oddsen á einþáttungi Ingibjargar Hjartardóttur í Laugasteini. Mar- grét Guðmundsdóttir formað- ur sýningarnefndar stýrði dag- skránni og sagði meðal annars í ávarpi sínu: „Það voru íslenskar konur en ekki kratar sem lögðu grunninn að íslenska velferðarkerfinu." Báða dagana var boðið upp á upplestur úr verkum svarf- dælskra kvenna í bundnu og óbundnu máli og einnig voru tónlistaratriði sem borin voru uppi af konum sveitarinnar. Fyr- ri daginn söng Kristjana Arn- grímsdóttir ásamt Ösp Kristj- ánsdóttur við undirleik Hlínar Torfadóttur en á sunnudaginn steig á svið kvennakvartettinn Dalalæður sem skipaður er þeim Helgu Bryndísi Magnúsdótt- ur, Irisi Ólöfu Sigurjónsdóttur, Maríu Vilborgu Guðbergsdóttur og Myriam Dahlstein og sungu nokkur lög án undirleiks. Þá tróðu upp á laugardeginum fjór- ar kornungar fiðlustelpur sem tóku þessa helgi þátt í suzuki- námskeiði í tónlistarskólanum ásamt kennara sínum. Um 200 gestir mættu á sýn- inguna um helgina. Hún verður opin alla næstu viku frá 14:00- 18:00 og næstu helgi verður aftur opið kaffihús og menningarleg dagskrá undir borðum. Á efstu myndinni spila þœr Unn- ur Stefánsdóttir, Þorbjörg Þor- kelsdóttir, Stefanía Aradóttir og Yrsa Stefánsdóttir á fiðlu við opnun sýningarinnar. Við sama tœkifœri flutti Guð- björgThoroddsen einþáttunglngi- bjargar Hjartardóttur. Aðrar myndir á síðunni sýna að frumleiki ogfjölbreytileiki rœður ríkjum á sýningu Tilraunar.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.