Norðurslóð - 20.10.2005, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 20.10.2005, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð Seinni göngur Framhald afbls. 3. Þá hófst nú gleðin og var ljóst að nú mundi enginn spara sig. Ég var svo heppinn að planta mér niður á hornið hjá Omari, Steingrími og Steinari því þar leið aldrei langt á milli þess að skálað væri en sennilega hallað- ist nú lítið á með afrekin á því sviði. Söngurinn var tvímæla- laust sá besti sem ég hef heyrt í gangnakofa, þarna voru greini- lega fagmenn. En söngóðum Pét- ri leið djöfullega því hann kunni minnst af þessum heimatextum sem sungnir voru þannig að gott væri fyrir hann að vita fljótlega hvort hann megi koma aftur næsta haust því ef svo er þá lærir hann textana í vetur trúi ég, til að þurfa ekki að sitja hjá. Menn tóku til matar og bar þá við að ansi margir voru laumulegir við mal sinn og var ástæðan sú að fjöldinn allur var með kjúkling til nestis og vildu greinilega ekki fá á sig skammarræðu frá Stera- Pétri eins og ég kvöldið áður. Það komu gestir og ekki spilltu þeir söngveislunni og var þar t.d. enginn meðalmaður á ferð, sjálfur Jóhann Daníelsson. Fór nú loftið að titra af hærri tónum en áður og gaf enginn eftir. Var brátt hugað til niðurreiðar og ljóst að í öllum var tilhlökk- un. Fyrsti viðkomustaður var að Klængshóli samkvæmt gamalli venju. Var þar litið undir hross og úr bætt. Allir gengu til húss og þáðu veitingar og var ekki í kot vísað hjá þeim glæsihjónum. Þar gerðist það að yngissveinninn Atli frá Grund kvaddi sér hljóðs og bað um að fá að gera tilraun til að kveða sig inn í félgsskap- inn. Eðlilega var sú beiðni veitt ekki síst þar sem Atli er af bratt- gengustu og frískustu ættum sveitarinnar hvort sem litið er til móður- eða föðurættar og ætti því að vera vís fengur að honum í þessum afrétti. Mig glepur hvorki gips né fatli og glaður hleyp ég yfir dý. Greiða biður Grundar-Atli í gangnamannakompaní. Ekki var annað að heyra en að hann væri innvígður með miklu klappi. Á Klængshóli fannst Pétri menn fara heldur yfir mörkin og syngja óviðurkvæmilega texta eða allt að því klámvísur: Vinum mínum vil ég allra sízt valda sorg; afhólmi trauðla renn, en fyrir Klœngshólsfólkið finnst mér víst ferleg plága þessir gangna- menn. Eitt vakti athygli flestra er þarna voru, en það var ólyst Ár- manns dýralæknis á brennivíni og voru margir smeykir um að hann væri því alvarlega sjúkur og væri að undirbúa að ganga fyrir hinn æðsta dóm. Gott var því að hafa lækni á staðnum. Pétur sagði að karlinn væri bara með einhvern flensuskít en það fannst innfædd- um Svarfdælum léleg skýring og höfðu ekki trú á að Ármann léti slíka smámuni hefta sig í þessum efnum. En hver sem veikindin voru þá get ég sagt öllum Svarf- dælingum að þeir þurfa ekki að hafa nokkrar áhyggjur af heilsu- fari Ármanns því strax daginn eftir hafði bráð af honum og lyst- in kominn aftur. Þegar riðið var frá Klængs- hóli var hestunum leyft að teygja sig. Það fór vel á því þar til Pétur læknir og hryssan hans Drottn- ing voru ekki sammála um hvor- um megin við skurðenda skyldi farið. Þá skildi með þeim og merin stökk frammúr hópnum með blaktandi hnakklöfum en Pétur kyssti móður jörð af meira afli en nauðsynlegt er gömlum manni. Á þennan snarlega við- skilnað var kominn tími þar sem sumarið hafði liðið án þess að Pétur dytti af sem er óvenjulegt í samskiptum hans við íslenska hrossastofninn. Við enduðum för okkar að Bakka eða allavega voru hrossin okkar þar á sunnu- dagsmorgninum og reiðtygin öll. Ekki er tilhlýðilegt að rekja nánar reið okkar og niðurgang í dalnum. Bæði er að mig brestur nokkuð minni til að segja skil- merkilega frá og ekki vil ég segja lygasögur af því sem gerðist eða gerðist ekki því það gæti kostað það að okkur yrði alls ekki boðið að koma aftur sem við teljum nú reyndar hæpið hvort eð er. Ég vil bara þakka kærlega fyr- ir góðar stundir þar sem gaman var að vera. Reynir Hjartarson Minning * Sigurður Olafsson Fœddur 29. júlí 1916- Dáinn 5. október 2005 Það kom engum á óvart að heyra lát Sigurðar í Holti. Hann var 89 ára. Hann hafði strítt við hinn ill- skæða parkinsonsjúkdóm í 20 ár. Það var seigt í honum því hann varðist vel og furðulega lengi. Þar naut hann atfylgis Ástdísar konu sinnar sem lagði allt sitt lið í að verja hann sóknum óvinarins og létta bónda sínum lífið. I Syðraholti eru húsin hvít og hreinleikinn og umhirðan blasa við eins og þau hafa alltaf gert. Sveitungarnir vissu að bú- skapurinn þar var allur til fyrir- myndar. Syðraholtskýrnar voru með afbrigðum afurðamiklar og voru hjónin verðlaunuð fyrir það af Búnaðarsambandinu. Snyrti- mennskunni var við brugðið. Kýrnar skínandi hreinar og leið vel. Ef komið var inn í hlöðu milli mála var gólfið þar jafnan sópað og stabbarnir skornir eins og eftir hallamáli. Líkast arkítektúr í fal- legri, grænni borg. Á vorin komu kindurnar út skínandi hvítar á lagðinn, úthey voru fagurlega upp borin og á túninu sáust aldr- ei rök í heyskapartíð. Sigurður og Ástdís stunduðu fyrirmynd- arbúskap, þau voru fagurkerar, búreksturinn var þeim ekki að- eins bjargræðisvegur, hann var list. Það fyllti enn frekar upp í myndina af búskapnum sem list þegar hjónin komu ríðandi utan veg á sumarsíðkvöldum á há- gengum gæðingum sínum með tiginn makka. Hjónin snyrtilega búin á baki, gjarnan í hvítum lopapeysum. Sigurður var bráð- lipur reiðmaður og á fyrstu kapp- reiðum Hrings á Ytra-Garðs- hornstúni var Blesi hans efstur í flokki klárhesta með tölti. Umhirðan blasti við, og hún er bóndans besta hrós. Siggi í Holti var hins vegar ekki áberandi á mannamótum svo ég muni. Mér fannst hann ekki fara mikið af bæ, ekki meira en hann þurfti. En ef maður kom inn í hús í Holti komu í ljós ýmsar hliðar á mann- inum sem ekki blöstu við hið ytra. Þá kom líka í Ijós að hann átti sér fortíð sem um margt var frábrugðin venjulegu bóndalífi. Þar gat að líta myndir af Sigurði á yngri árum stjórnandi kórum. Og listmunir eftir hann uppi á veggjum, hillur, fagurlega út- skornar og málaðar, yfir vegg- teppum, og í stólum voru púðar og pullur sem hann hafði teiknað á myndir og málað. Fjölskylda Sigurðar kom í Syðraholt 1931 framan úr Kross- hóli í Skíðadalsbotni. Þá var hann 15 ára. Heimili þeirra var menningarheimili. Orgel var á heimilinu. Börnin fóru í skóla og námu nytsamar menntir. Sigurð- ur fór þó hvergi lengi vel enda elstur bræðranna og ómissandi heima. En 25 ára tók hann sig upp, fór þá til Reykjavíkur og stundaði orgelnám einn vetur hjá sjálfum Páli ísólfssyni. Heim kominn stofnaði hann Karlakór- inn Svörfuð og stjórnaði honum nokkur ár. Rúmlega þrítugur fór hann aftur suður og þá í Handíða- skólann jafnframt því að stunda söngkennaranám og kom heim 1947 með söngkennararéttindi og handíðakennarapróf upp á vasann. Næstu ár stundaði hann kennslu við skólana á Olafsfirði, Dalvík og Árskógi auk skólans á Grund. Oddhagur var hann og drátthagur í besta máta og skar út og málaði hillur og trémuni og smíðaði skápa og kistla fyrir fólk. Hann seldi t.d. vegghillur gegnum búðir á Akureyri. Nytja- listamaður myndi hann nú kall- Tímamót Þann 5. október lést á Dalbæ Sigurður Ólafs- son Syðra-Holti. Sigurður fæddist á Krosshóli í Skíðadal þann 29. júlí 1916. Foreldrar hans voru Kristjana Jónsdóttir f. 1. júlí 1882, lést 25. feb- rúar 1970 og Ólafur Tryggvi Sigurðsson fæddur 2. mars 1891, lést 3. október 1952, ábúendur á Krosshóli. Sigurður var við nám í farskóla í Skíðadal, en farkennslan fór fram á Kóngs- stöðum og víðar. Þegar Sigurður er á 15. aldursári kaupir faðir hans Syðra-Holt í Svarfaðardal og keypti Sigurður hlut í jörðinni á móti honum. Hann vann fyrir sér næstu árinn við landbúnaðar- störf og vegavinnu en yfir sumartímann vann hann svo að búinu á Syðra-Holti. Hann hafði mikinn áhuga á tónlist og nam um tíma or- gelleik hjá Jóhanni Tryggvasyni á Ytra-Hvarfi. Árið 1947 stundaði hann nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík. Sigurður kvæntist Ástdísi Óskarsdóttur frá Kóngsstöðum. Þeim varð ekki barna auðið, en tóku í fóstur Jósep Þrastarson, þegar hann var á fjórða aldursári. Jósep er fæddur þann 31. maí 1958, ókvæntur og barnlaus, hann býr í Reykjavík. Sigurður kenndi víða söng og smíðar, m.a. við skólann í Árskógi, barnaskólann á Ólafsfirði, Unglingaskólann á Dalvík og í skólanum í Þinghúsinu á Grund. Hann var orgelleikari um nokkurra ára skeið við Tjarnarkirkju og einnig leysti hann af hina organistana í byggð- arlaginu ef á þurfti að halda. Hann var söngstjóri Karlakórs Dal- víkur um tíma og einn af stofnendum hans. Einnig var hann með- stofnandi að tvöföldum kvartett sem æfði í þinghúsinu á Grund. Árið 1956 tók Sigurður alfarið við búi í Syðra-Holti. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið, sat í hreppsnefnd og ýmsum öðrum nefndum. Útför Sigurðar var gerð frá Dalvíkurkirkju þann 13. október. Þann 4. október sl. lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Ester Jósavinsdóttir fyrrum húsfreyja og bóndi á Másstöðum í Skíðadal. Ester fæddist á Auðnum í Öxnadal þann 26. ágúst 1925. Foreldrar hennar voru hjónin Hlíf Jónsdóttir og Jósavin Guðmundsson. Ester ólst upp á Auðnum við sveitastörf í stórum systkina- hópi og naut hefðbundinnar barnafræðslu þeirra tíma. Sorginni kynntist hún þó snemma, en faðir hennar andaðist þegar hún var tólf ára. Ung byrjaði Ester að fara í vistir og var í Bakkaseli í Öxnadal er hún kynntist eiginmanni sínum, Helga Aðalsteinssyni frá Ásgerðarstöðum í Hörgárdal. Bú- skap sinn hófu þau í Búðarnesi í sömu sveit. Síðan bjuggu þau í Þrúðvangi við Akureyri og á Fornhaga í Hörgárdal, en eftir það á Másstöðum í Skíðadal. Þar var heimili þeirra lengst, eða allt til þess að Helgi lést af slysförum þann 3. nóvember árið 1955. Hún stóð þá ein eftir með fimm börn, öll innan við fermingaraldur og það yngsta enn á brjósti, en hélt áfram búskap á Másstöðum og kom upp börnunum. Hún var góður bóndi og einn af fáum kvenbændum á landinu. Búskapurinn var henni í blóð borinn. Börn Esterar og Helga eru: Rósa, hennar maður er Kristján Stef- ánsson og eru þau búsett í Varmahlíð í Skagafirði; Jósavin Hlífar, til heimilis í Reykjavík, kona hans er Guðbjörg Róbertsdóttir; Eiríkur Birkir, hann býr í Svarfaðardal og hans kona er Guðrún Rósa Lár- usdóttir; Steinunn Aldís, gift Magnúsi Ólafi Einarssyni og er heimili þeirra á Álftanesi; Ingibjörg Þórunn, eiginmaður hennar er Jósavin Gunnarsson og eiga þau heima í Litla-Dunhaga í Hörgárdal. Alls eru afkomendur Esterar 54. Árið 1969 brá Ester búi, fluttist til Akureyrar og festi kaup á íbúð við Norðurgötu 10. Þar var heimili hennar næstu sex árin, en þá hóf hún sambúð með Zophoníasi Jósepssyni. Heimili þeirra var í Æg- isgötu 25 og hafa þau Ester og Zophonías þekkst í á fjórða áratug. Ester var í fullu fjöri fram í andlátið og lést eftir stutt veikindi. Útför hennar var gerð frá Dalvíkurkirkju þann. 14. þ.m. Hún var jarðsett í Vallakirkjugarði. aður. Hann hélt m.a. námskeið í útskurði fyrir norðlenska barna- kennara austur á Laugum. Jafn- hliða þessu var hann organisti í Tjarnarkirkju og stjórnaði nokkr- um söngkórum. Árið 1952 tók hann við föður- leifð sinni í Syðraholti. Fjórum árum síðar kvæntist hann Ástdísi Óskarsdóttur frá Kóngsstöðum. Það voru samlynd og samhent hjón með afbrigðum, utan húss sem innan. Þeim varð ekki barna auðið. Samt var yfirleitt ekki fá- sinni í Holti því þar voru jafnan nokkur sumarbörn sem mörg hver bundu tryggðir við þau hjón, og svo ólu þau upp fóstur- soninn Jósep Hrafn Þrastarson. Sigurður var ljúfur maður. Hann hafði örlátt hjarta og oft vissi ég hann gauka peningum að óvanda- bundnum börnum og unglingum ef hann fann eitthvert tilefni til, jafnvel dálitlum fúlgum. Um miðja 20. öld var þátt- taka í ýmsum félögum ómissandi hluti búskapar hér um slóðir og Sigurður lagði fram sinn skerf á því sviði. Hann var m.a. í stjórn- um Búnaðarfélagsins og Mjólk- urflutningafélagsins. Hið síðar- nefnda háði linnulaust hið mikla stríð að koma mjólkinni í Sam- lagið eftir vondum vegum árið um kring. Búhyggindi Sigurðar komu að góðum notum í þess- um félögum. Nokkur ár var hann líka í hreppsnefnd. Um alllangt árabil vann hann á Sláturhúsinu á haustin, við fláningu og síðar sem kjötmatsmaður. Sigurður var afar samvisku- samur og ósérhlífinn bóndi. Líklega gerði hann allharðar kröfur til söngstjórnar og ann- arrar listiðkunar og því var það að hann hætti að mestu að sinna listagyðjunum eftir að hann tók við búinu. Ég hugsa að hann hafi ekki kunnað við neitt hálfkák í þessum efnum. Svo var það aft- ur eftir að hjónin drógu saman búskapinn, eftir að heilsu Sig- urðar tók að hraka, að hann rifj- aði aftur upp gamla takta. Ekki síst málaði hann á tau, púðaver, áklæði og slíkt. Á seinni búskap- arárunum skiptu þau hjónin oft verkum óhefðbundið, Ástdís var aðalmaður í skepnuhirðingu en Sigurður fékkst við bakstur og matargerð ekkert síður en hún. Stundum saumaði hann út og fórst mjög vel úr hendi eins og annað. Einna merkilegast þótti mér þegar tennur hans höfðu gamlast og bilað að þá fór hann til Kjartans bróður síns og læknis á Seyðisfirði og smíðaði sjálfur upp í sig nýjar. Eftir að Park- inson kreppti meira að honum unnu hjónin saman að skreytilist á púða, Ástdís teiknaði þá mynd- irnar en Sigurður málaði. Sjálfur á ég fagurlega blómum skreyttan púða frá þeim. Sigurður var lista- maður í allri sinni gerð. Þannig bjó hann, þannig hugsaði hann og þannig lifði hann lífinu. Þann- ig ætla ég líka að muna hann, listamanninn Sigurð í Holti. Þórarinn H jartarson Fjör í sundinu SundfélagiðRánhefurstarf- að samfleytt í sjö ár og hefur aðsókn á sundæfingar aldrei verið eins mikil og nú í haust og hefur iðkendafjöldi ríflega tvöfaldast. í gegnum árin hafa að jafnaði 7-8 manns verið á æfingum. Á nýju starfs- tímabili hafa að jafnaði 17 manns verið á æfingu en 24 eru skráðir til leiks.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.