Norðurslóð - 20.10.2005, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 20.10.2005, Blaðsíða 6
Tímamót Andlát Þann 24. september síðastliðinn lést á Dalbæ, Valgerður Guðmundsdóttir. Valgerður fædd- ist í Reykjavík þann 24. ágúst 1924. Foreldrar hennar voru Bjarnveig Guðjónsdóttir og Guðmundur Þorláksson. Æskuheimili Val- gerðar var að Minna-Mosfelli í Mosfellsdal, en síðar flutti fjölskyldan í Seljabrekku í sömu sveit. Hún gekk í barnaskólann að Brú- arlandi, fram að fermingu. Hún lauk prófi frá Ljósmæðraskóla Islands og útskrifaðist þaðan 30. september 1946 og vann ljósmóðurstörf til ársins 1968 þegar hún fluttist ásamt fjölskyldu sinni að Hrísum hér í byggð. Valgerður var vel látin sem Ijósmóðir, nærgætin og bar hag verð- andi mæðra l'yrir brjósti. Hún starfaði einnig sem símavörður við Brúarlandssímstöðina í Mosfellssveit á árunurn 1948 til 1957. Valgerður giftist Ingva Birni Antonssyni frá Dalvík árið 1957. Það ár fluttust þau hjónin í Bessastaði á Alftanesi, en Ingvi var þar bústjóri. Valgerður var varaformaður Ljósmæðrafélags Islands á árunum 1955-1959 og var síðan formaður þess félags frá 1959 til ársins 1965. Hún sat í kvenréttindanefnd frá 1955-1968. Einnig var hún í stjórn Kvenfélags Bessastaðahrepps um tíma. Eftir að Val- gerður fluttist hingað norður starfaði hún hjá Verkalýðsfélaginu Einingu hér á Dalvík. Hún sat í hreppsnefnd Dalvíkurhrepps um árabil og formaður Félagsmálaráðs var hún frá 1970-1978. Þá var hún ístjórn Dalbæjar 1970-1978 ogformaður Kvenfélagsins Vöku hér í bæ 1970 til 1973. Börn þeirra Ingva eru: Guðmundur, fæddur 13. mars 1958, kvæntur Huldu Hafsteinsdóttur, þau búa á Dalvík og eiga dæturnar Valgerði Ingu og Katrínu Evu; Petra,fædd 15. desember 1959,býrá Dalvík, dætur hennar eru Vala Dögg, Heiða Pálrún og Inga Birna; Anton, fæddur 5. mars 1961, búsettur á Dalvík, ókvæntur og barn- laus; Bjarnveig, fædd 29. ágúst 1962, búsett á Dalvík, ógift og barn- laus. Fósturdóttir Valgerðar og Ingva er Magnea Þóra fædd 17. júní 1971. Magnea Þóra er gift Örnólfi Einari Rögnvaldssyni, þau eiga synina Rögnvald Ingva, Þorlák Matthías og dótturina Kristveigu Maríu. Útför Valgerðar var gerð frá Dalvíkurkirkju 29. september sl. Þann 30. september lést á Dalbæ Hallfríður Guðrún Sigurðardóttir. Hallfríður fæddist þann 7. nóvember 1925 á Hillum á Árskógs- strönd. Foreldrar hennar voru Svava Kristjáns- dóttir fædd 6. ágúst 1898, lést 2. júní 1958 og Sigurður Sveinbjörnsson, fæddur 9. maí 1891, lést þann 6. janúar 1963, ábúendur á Hillum. Fyrstu bernskuár sín bjó Fríða á Hillum en á áttunda aldursári fluttist hún með foreldrum sínum í Gamla Hól á Hauganesi. Fríða gekk í Skírnir Þann 8. okfóber var skírður í Dalvíkur- kirkju Egill Rafn Sigurjónsson. Foreldrar hans eru Verna Sigurðardóttir og Sigurjón Egilsson, til heimilis að Nesbakka 17, Nes- kaupstað. Þann 15. október voru skírðar þær Elsa Dögg og Kristín Erna. Foreldrar þeirra eru Halla Björg Davíðsdóttir (Stefánssonar) og Jakob Rúnar Atlason til heimilis að Hjarðarslóð 3 c, Dalvík. Þann 4. okt. sl. varð 70 ára Jón Albert Finnsson Ásvegi 4, Dalvík. Þann 5. okt. sl. varð 70 ára Gunnar Jónsson Brekku Svarf- aðardal. Þann 6. okt. sl. varð 80 ára Björn Elíasson Hólavegi 9, Dalvík. Þann 10. okt. sl. varð 80 ára Baldvina Guðlaugsdóttir Lokastíg 4, Dalvík. Þann 16. okt. sl. varð 90 ára Anna Kristjánsdóttir Steinholti, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Afmæli Muitir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. Iris Olöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru mynd- ir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Hámeraröngull nr. 153. Hámeraröngullinn er 10-15 cm langur, nokkru minni en hákarlakrækja/hákarlasókn. Hámeri er brjóskfiskur, nokkru minni en hákarlinn og veiðarfærið því að sama skapi minna. Gefandi: Stefán Stefánsson, Dalvík. Mynd 36. Hvað er þetta? barnaskóla í Árskógi og unglingaskóla lauk hún þar. Eftir að skólagöngu hennar lauk vann hún ýmsa verkakvennavinnu á Hauganesi. Hún giftist þann 16. desember Einari Stefáni Sigurðssyni frá Akureyri. Þau slitu samvistum. Sonur Fríðu og Einars er Sigurður fæddur 5. júlí 1946. Hann er kvæntur Birnu Ragnheiði Björgu Jóhannsdóttur. Eiga þau tvo syni, en einnig átti Ragnheiður fyrir tvo syni. Sigurður og Ragnheið- ur búa á Hauganesi. Árið 1953 kom Fríða í Uppsali í Svarfaðardal sem ráðskona, en bóndinn þar, Þorsteinn Val- garður Kristjánsson, hafði misst konu sína, Soff- íu og son sinn Freygarð úr berklum. 1961 gengu Þorsteinn og Fríða í hjónaband. Þeirra synir eru: Freygarður, fæddur 5. mars 1963, maki hans er Elín Guðmundsdóttir, þau búa í Reykjavík og eiga einn son og tvær dætur; Kristján, fæddur 22. janúar 1969, maki hans er Sæunn Guðmundsdóttir. Sæunn á tvo syni, en saman eiga Sæunn og Kristján dreng og stúlku. Sæunn og Kristján búa á Uppsölum. Útför Fríðu var gerð frá Dalvíkurkirkju laug- ardaginn 8. október, en jarðsett var að Völlum. Framhald á bls. 4. NORÐl^ENSKA Sáttúrá) W IJMili'r l..i l!l!ú.!^ ll'L'NRSkÁÁL-V Svínakjötsútsala Grísalundir Grisasnitsel Tilboðsveró 482 kr/kg íslenski Blaðlaukur Laukur SavouryH Nivea booster 50 ml i dag- eða næturkremj Grisabógur hringstykki Grisahnakki úrb Grisagúllas Iboö 20. okt. - 23. okt 30% \ kjötsúpudagurinn Z— -------- ■S^ er á laugardaginn ±3 Súpukjoi 1. ti. Gulrófur íslenskar Gulrætur íslenskar Bachelor bollasupa Búóarbakstur Pop Seccret örb. popp 298 g

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.