Norðurslóð - 17.11.2005, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 17.11.2005, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ráðhúsinu, Dalvík, sími 466 1300. Ritstjórar og ábyrgðarmcnn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Blaðainaður: Halldór Ingi. Netfang: halldor@rimar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholl.is Prentvinnsla: Ásprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Menntun er málið - líka úti á landi Sífellt fleiri virðast átta sig á mikilvægi menntunar og þess að geta átt aðgang að þekkingu, að kunna að leita hennar og nýta sér. Kcnningar um gildi mannauðs segja að hagsæld aukist i samfélögum í beinu samhengi við hærra menntunarstig fólksins; stjórnmálaleiðtogar bæði hérlcndis og erlendis segja menntun vera mikilvægasta mál 21. aldarinnar og því er haldið fram að á nýrri öld sé það jafn mikilvægt að „eiga” þekkingu og áður var að ciga framleiðslutæki; þckkingin sé í raun orðin hið nýja frainlciðslutæki. Það sé menntun og þckking sem ráði úrslituni um gengi fólks, fyrirtækja og samfélaga. Fyrir nokkrum árum tóku sveitarfélögin í landinu við rekstri grunnskólanna. Aður höfðu þau tekið að sér rekstur leikskóla og tónlistarskóla og leyst það verkefni svo vel af hendi að rétt þótti að þau tækju cinnig við grunnskólanuin. Mikill metnaður hefur einkennt þá uppbyggingu sem orðið hcfur á grunnskólastiginu síðan og niun meira fé er nú iagt til grunnskólans en áður. Þannig hafa heimamenn víðast sýnt skilning sinn á mikilvægi menntunar umfram það scm var á mcöan ríkið hélt um taumana. Erfitt hefur reynst að fá ríkisvaldiö til að sýna skilning á mikilvægi framhaldsskólanna úti um landið. Litlir skólar eru dýrari en stórir skólar og það lítur ekki vel út þegar sama mælistikan er sett bæði á þá framhaldsskóla sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og svo hina sem starfa á minni stöðunum. Hinir ininni eru þó afar mikilvægir fyrir samfélög sín. Það er enda keppikefli flestra sveitarstjórna að á þcirra starfssvæði sé framhaldsskóli. Það sé byggðamál sem sé líklegt til að auka lífsgæði ílnianna og efla byggð. Því hefur verið sýndur takmarkaður skilningur af hálfu menntamálayfirvalda. Á síöustu árum hafa símenntunarmiðstöðvar risið uni land allt til þess að gefa sem flcstum kost á að afla sér formlegrar mcnntunar eða bæta við þekkingu sína og færni. Þær hafa oröiö til í samvinnu heimamanna, verkalýðshrcyfingar og atvinnurekcnda sem sjá og skilja mikilvægi þess að fólk uni land allt eigi aögang að menntun eftir þeim leiðum sem færar eru á hverjum stað á hverjum tíma. Út frá símenntunarniiðstöðvunum hafa síðan orðið til námsvcr á hinuni minni stöðum. Þó þessar miðstöðvar séu í mörgun tilfellum farvegur náms á framhaldsskólastigi eða háskólastigi hcfur ríkið reynt að lialda að sér hiindum sem mest það má. Sveitarfélögin hafa reynst framsýnni og hafa stutt við bakið á slíkri starfsemi, oft af litlum efnum. Háskólinn á Akureyri er ung stofnun. Það er viðurkennt að hann er cinhver skynsamlegasta ráðstöfun yfirvalda í byggöamálum og mcnntamálum sem um gctur. Kannanir hafa sýnt að þau sem niennta sig í Háskólanum á Akurcyri cru líklegri til þess að sctjast að á landsbyggðinni og beita sér þar. Skólinn hefur verið í góðum tengslum við atvinnulífið og rannsóknir við skólann hafa gagnast ýnisum verkcfnum á landshyggðinni vel. Það má fullyrða að flest þau verk sem unnin hafa verið í Háskólanum á Akureyri hefðu ekki vcriö unnin af iiðrum. Samt er það þannig að Háskólinn þarf sífellt að sækja á um fé til að geta vaxiö í samræmi við þarflr þess fólks sem vill nema við skólann. Og nú er verið að skera niöur og fækka deildum. Niðurstaðan er að ríkisvaldiö hatl lítinn skilning á þörfum fólks og samfélaga úti um landið fyrir mcnntun. Naumt sé skamnitað og haldið aftur af vexti þó fullyrt sé að menntun geti verið besta fjárfestingin. Þegar landsbyggðin er annars vegar eru viðhorf ríkisvaldsins íhaldssöm. Það er miður. SJ „When the sun rises“ Evrópusamstarf af bestu gerð í Dalvíkurskóla Tyrklandsfaramir Elsa, Haukur og Sigríður framan við „Comeiniusar- vegginn“ í Dalvíkurskóla. Að neðan sést merki verkefnisins Þegar sólin rís. Þrír kennarar úr Dalvíkur- skóla, þau Sigríður Gunn- arsdóttir, Haukur Snorra- son og Elsa Austfjörð halda á morgun áleiðis til Istambúl í Tyrklandi þar sem þau dvelja næstu vikuna í skólanum Qapa llkögretim Okulu, kynnast tyrkn- esku skólastarfi og efla tengsl við skólafólk víðsvegar að í Evrópu. Heimsóknin er hluti af Comen- ius-verkefni sem styrkt hefur verið af Evrópusambandinu og nefnist „When the sun rises“. Dalvíkurskóli er þátttakandi í því samstarfi ásamt átta öðrum skólum í jafn mörgum Evrópu- löndum. Hinir þátttökuskólarnir auk þess íslenska og tyrkneska eru í Svíþjóð, Þýskalandi, Póll- andi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Austurríki og Ítalíu. Þriggja ára samstarf Verkefnið „Þegar sólin rís“ er þriggja ára samstarfsverkefni skólanna og er markmið þess að „efla skilning barnanna hvað varðar Evrópu og á eigin sögu, hefðum, daglegu lífi og umhverfi. Utgangspunkturinn er skilningur og reynsla barnanna sjálfra. Hver er sýn þeirra á samfé- lagið og umhverfið? Hvað vita þau um sögu samfélagsins, hvaða siðir og hefðir eru enn í heiðri hafðar og hvernig lifðu forfeður þeirra? Hvaða breytingar hafa haft áhrif á hvernig ungt fólk lifir lífinu í dag? Hvernig eru nýbúa- börn þátttakendur í öllum þátt- um daglegs lífs?“ Verkefnið nær til alls yngsta stigsins og er Sigríður Gunnars- dóttir verkefnisstjóri í Dalvíkur- skóla. Það gerist hins vegar sjálf- krafa, að sögn Sigríðar, að börnin eldast og þau halda engu að síður áfram að vinna við verkefnið þó þau fari yfir á miðstig. Islenskir jólasveinar í níu löndum Fyrsta árið unnu börnin ýmis verkefni þar sem þau kynntu skólann sinn, sveitarfélagið og landið sitt fyrir hinum þátt- tökuskólunum. í Dalvíkurskóla hefur verið sett upp hilla á vegg sem helgaður er verkefninu og á þessa hillu og á vegginn hefur þegar safnast fjöldi verkefna og sendinga frá hinum skólunum átta. Á öðru ári verkefnisins er m.a. unnið með hefðir og siði í viðkomandi landi. Þessa dag- ana eru Dalvíkurkrakkarnir að leggja lokahönd á verkefni um jólasveinana sem sett er í þar til gerðan sögupoka sem síðan er sendur til liinna þátttökuskól- anna. Pokarnir eru sérstaklega þæfðir í hannyrðatímum með myndum af jólasveinunum. Með aðstoð tölvukennarans var út- búið jólasveinadagatal. Þá voru grafnar upp jólasveinavísur á er- lendum tungumálum. Krakkarn- ir hafa einnig sagað út jólasveina í smíði og munu allir þessir mun- ir innan skamms prýða hillur og veggi í hinum þátttökuskólunum vítt og breitt um Evrópu. Það má því með sanni segja að verkefnið nái til allra þátta skólastarfsins. Einn mikilvægur liður verk- efnisins lýtur að kennarasam- skiptum og hefur Sigríður þegar farið nokkrar ferðir út í skóla- heimsóknir og fleiri kennarar í Dalvíkurskóla hafa farið með. Sigríður segir þessar gagnkvæmu heimsóknir afar gagnlegar og fróðlegar fyrir kennarana, skól- arnir séu jafn misjafnir og þeir eru margir en alls staðar skapar verkefnið miklar umræður og áhuga hjá nemendum og hvetur til aukinnar fjölbreytni í skóla- starfi. Raunar er samstarf Dalvík- urskóla og sænska skólans tví- þætt því auk þessa verkefnis eiga þessir tveir skólar í norrænum samskiptum sín á milli og hafa nemendur núverandi sjötta bekkjar fengið að heimsækja þessa frændur sína í Örebro í Svíþjóð og endurgoldið þá heirn- sókn. Fyrirmyndarverkefni Verkefnið þykist hafa tekist með miklum ágætum enda vel utan um það haldið að sögn Sigríðar og hefur það verið notað í kynn- ingarefni Evrópusambandsins um Comenius-samskipti af bestu gerð. Tyrklandsfararnir Sigríður, Haukur og Elsa mega búast við töluverðu tilstandi vegna komu þeirra þangað. Tyrkland er nýtt land í Evrópusamstarfinu og er raunar enn ekki orðið formleg- ur aðili að Evrópusambandinu. Verkefnið „When the sun rises“ var fyrsta Comenius-verkefnið sem tyrkneskur skóli tók þátt í og mun borgarstjórn Istambúl hafa undirbúið einverja form- lega móttöku fyrir gestina af því tilefni. Það er því vissara fyrir þremenningana að hafa með sér sparifötin og byrja að blása rykið af tyrkneskunni fyrir ferðina. Leikdómur: Ekki feilnóta hjá LD Ég fór á leiksýningu í Ungó sunnudaginn 13. nóvember sl. og sá Dagskrá úr verkum Thorbjörns Egner í uppsetn- ingu Leikfélags Dalvíkur. Karíus og Baktus voru fyrstir á svið. Þeir voru skemmti- legir, skrýtnir, en samt fyndnir. Karíus var uppáhaldið mitt, Lóa Maja er virkilega góður leikari. Hún hló svolít- ið skemmtilega og breytti röddinni sinni á skemmtilegan hátt. Atriðið með tannburstann var virkilega vel gert og fá þeir sem gerðu leikmunina mjög gott hrós fyrir tann- burstann. Heimsóknin í Kardimommubæinn var mjög flotl. Soffía frænka var mjög vel leikin, Dana Jóna náði Soff- íu virkilega vel. Ræningjarnir voru frábærir, virkilega vel leiknir og sýndu vel hvernig þeim var alveg sama um allt ruslið og draslið. Sérstaklega fannst mér það sjást þegar Jón (Jesper) sagði: „Ég sé bara það sem ég vil sjá!“ Söngurinn í Kardimommubænum var mjög skemmti- legur, látbragðið hjá ræningjunum var mjög vel gert, sér- staklega þegar Soffía var að syngja. Síðan var það að mínu mati hápunktur sýningarinnar, Dýrin í Hálsaskógi. Mér fannst förðunin á dýrunum mjög flott, uppáhaldið mitt var Mikki refur sem Ari í Árgerði lék frábærlega vel. Ég held að enginn hefði getað túlkað hann betur, hann var virkilega að gæða Mikka þeim eig- inleikum sem hann hefur, urraði mjög vel og allt látbragð, t.d. svipbrigðin hjá honum þegar Lilli var að syngja. Mikki refur var ekki það hræðilegur að hann hræddi litlu börn- in í salnum, en þó nógu hræðilegur til að gera leikritið svo- lítið spenn- andi. Lilli k 1 i f u r m ú s var aðeins ö ð r u v í s i en ég hafði í m y n d a ð mér hann. Hann (Guð- björg) var mjög krútt- legur þar sem hann sveifl aði skottinumeð litla gítarinn og söng. Hérast- ubbur bakari og Bakaradrengurinn stóðu sig báðir vel og var alveg hægt að trúa því að þeir væru að baka í al- vörunni. Bakaradrengurinn var mjög saklaus og börnin trúðu því örugglega að piparinn hafi farið út í deigið, hnerrarnir voru svo raunverulegir. Hérastubbur var al- varlegur en samt fyndinn. Amma mús var alveg frábær, var bæði gömul og svolít- ið hrörleg en samt mjög ljúf og góð. Flugatriðið var mjög flott, ljósin gerðu það enn raunverulegra. Patti broddgölt- ur var mjög skemmtilega staurblindur og nefmæltur, Jón túlkaði hann afar vel. Bangsamamma og litli bangsinn virtust vera svo tengd. Þetta var frumraun Bjarka á leiksviði og stóð hann sig bara vel. Bangsamamma (Solla) sýndi móðurlega ást og væntumþykju og það var alveg hægt að trúa því að hún væri mamma hans. Ikornarnir fjórir voru krúttlegir og létu mann halda að það ættu mörg dýr heima í skóginum. Siddi sögumaður var mjög góður og passaði mjög vel inní. Hlutverk hans var að tengja atriðin saman og tókst það mjög vel, það var eins og hann væri að segja eina litla sögu. Einar og Dammi hljóðfæraleikarar voru mjög góðir og slógu ekki eina einustu feilnótu á sýningunni. Eg vil að lokum hrósa Adda Sím fyrir frábæra leik- stjórn. Sýningin er frábær fyrir börn á öllum aldri og leik- hópurinn nær fram þeim töfrum sem ég trúi að Thorbjörn Egner hafi viljað sjá. Ég hvet alla sem vilja skemmta sér vel að fara á sýninguna. Takk fyrir mig! Hjörvar Oli Sigurösson 12 ára „Leitt að refir skulu ekki geta klifrað í trjám.“ Ari Baldursson og Guðbjörg Jó- hannesdóttir sem Mikki refur og Lilli klif- urmús.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.