Norðurslóð - 17.11.2005, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 17.11.2005, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð Mikil aukning á línuafla sem land- að er á Dalvík Veruleg aukning á línuveiði fyrir Norðurlandi Á undanfornum vikum hafa margir aðkomubátar landað afla sínum hér á Dalvík og hefur afl- anum verið ekið vestur á Snæ- fellsnes eða suður á land og þá í flestum tilfellum í vinnslu hjá þeim sem gera bátana út. Þó landa hér líka bátar sem selja atl- ann á markaði. Síðastliðinn mánudag voru tveir bátar til löndunar í Dalvík- urhöl'n, Gullhólmi SH og Faxa- borg SH. Þeir voru með 85-90 tonna afla. Mikil línuveiði hefur veriðút af Norðurlandi núíhaust og raunar á undanförnum mán- uðum og hefur löndun línubáta aukist mjög mikið á Dalvík. Auk þessara aðkomubáta sem landa á Dalvík eru nokkrir smærri bátar gerðir út frá Dalvík á línuveiðar um þessar mundir. Fiskistofa hefur tekið sam- an upplýsingar fyrir vefmiðilinn Dagur.net um landanir línubáta á undanförnum árum og allt til loka október á þessu ári. Upp úr þessurn upplýsingum var unnin tafla sem sýnir landanir línubáta hér við Eyjafjörð sem við birtum hér á síðunni. Þar sést að línuafl- inn hefur meira en þrefaldast frá árinu 2002 til fyrstu tíu mánaða þessa árs. Hlutdeild Eyfirðinga í lönduðum línuafla var 3,7% árið 2002 en er komin upp í 10,2% á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Línuveiðar hafa aukist mjög mikið fyrir Norðurlandi nú í ár eins og áður segir. Línuveiðar alltaf hafa verið stundaðar í ein- hverjum mæli hér við fjörðinn og í Grímsey nokkuð jafnt og þétt. Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir landaðan línuafla eftir löndunar- höfnum hér við Eyjafjörð á ár- Hafnaverðir á Dalvík voru að setja aflatölur inn í tölvu í vigtarskúrn- um á Dalvík. Gunnþór Sveinbjörnsson tv. og Eggert Bollasson th. Mynd sem tekin var í Dalvíkurhöfn sl. mánudag sýnir línubátana frá Snœfellsnesi eftir löndun. unum 2002 og fyrstu 10 mánuði þessa árs. Þar má sjá að aukningin er langmest á Siglufirði og Dalvík. A þessum stöðurn landa aðkomu- bátar, svo sem frá Snæfellsnesi og Suðurnesjum, en bátar þaðan hafa mikið verið við veiðar hér fyrir norðan að undanförnu. í Grímsey þar sem línuveiðar hafa alltaf ver- ið mikið stundaðar er engin aukn- ing að ráði heldur bara sveiflur á milli ára. 2002 2003 2004 2005 jan-okt Siglufjörður 196.199 800.820 1.128.956 3.884.000 Ólafsfjörður 601 22.704 72.693 84.736 Grímsey 1.180.827 1.401.059 1.243.014 1.419.146 Hrísey 287.599 406.804 527.750 519.989 Dalvík 371.297 650.205 2.024.250 2.350.091 Árskógssandur 563.215 229.712 402.244 775.609 Hauganes 34.357 26.674 16.446 24.892 Hjalteyri 49.184 49.315 39.725 10.176 Akureyri 37.442 35.702 140.401 144.328 Grenivík 64.524 100.737 132.045 43.151 Samtals Eyjafjörður 2.785.245 3.723.732 5.727.524 9.256.118 Samtals landið alll 75.237.443 80.849.855 95.861.069 90.813.491 Eyjafjörður/landið 3,7% 4,6% 6,0% 10,2% Landaður afli línubáta (kg) í Eyjafjarðarhöfnum. Sesselja Benediktsdóttir Fædd 4. september 1904 í Grímsnesi á Látraströnd - Dáin 20. október 2005 á Dalbæ á Dalvík Það var ýmislegt frá bernsku- tíð sem rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var að vinna viðtal við Sesselju Benediktsdóttur sem birtist í jólablaði Norðurslóðar í fyrra. Tilefni viðtalsins var að um haustið hafði Setta orðið 100 ára gömul. Fólkið sem bjó í Bergþórs- hvoli um og uppúr miðri síðustu öld setti auðvitað svip sinn á það umhverfi sem við unglingarnir lit- um á sem okkar leikvöll. Hvergi í ofanverðum sunnanbænum var jafn gaman fyrir okkur að safn- ast saman til leikja og í Palla- brekkunni eða við Pallakofann. Pallabrekkan var hóllinn upp að Bergþórshvoli kallaður og Palla- kofinn var síðan sunnan og ofan við Bergþórshvol. Það var því oft líflegt kringum húsið og vafa- laust hefur gauragangur að utan raskað ró íbúa þess. Það var hins vegar fyrst og síðast vinsamlegt viðmót sem við ólátabelgirnir mættum hjá þessu góða fólki. Auðvitað man maður eftir ein- staka atvikum þegar Páll Hall- grímsson húseigandi var að verja leigjendur sína fyrir ólátunum. Sérstaklega er minnisstætt atvik á gamlárskvöld þegar Palli stóð á tröppunum með haglabyssu og skaut upp í loftið til að dreifa krakkaskaranum. í dag hefði sér- sveit lögreglunnar verið kölluð út til að afvopna Palla en í þetta sinn vildi til að Kristján hrepp- stjóri gekk framhjá og talaði til Palla sem svaraði að bragði að þetta væri allt í lagi, hann skyti aldrei hreppstjóra. Afþessusvari var bara hlegið og er hlegið enn. Þegar róaðist þarna unr kvöldið kallaði Setta okkur minnstu gutt- ana inn og gaf okkur bolsíur og súkkulaði. Það var svo merkilegt að þó í þessu litla húsi byggi margt fólk var alltaf nóg pláss fyrir okkur pollana ef því var að skipta. Óli var nokkru eldri en ég en það kom þó oft fyrir að maður væri í heimsókn hjá þeim. Til dæmis rifjaði ég það upp í viðtalinu við Jólamarkaður slysavarnakvenna Slysavarnadeild kvenna á Dalvík verður með jólamarkað í húsi félagsins að Gunnarsbraut 4 næstkomandi sunnudag, þann 20. nóv. kl. 15. Þar verða félagskonur með á boðstólum handavinnu og bakkelsi sem þær hafa sjálfar unnið og geta gestir sest niður og fengið sér kaffisopa og aðventudrykk á vægu verði. Kvennadeildin hefur undanfarin ár stutt dyggilega við bakið á bæði björgunarsveitinni og ekki síður unglingadeildinni og kostuðu þær m.a. klifurbúnað fyrir nokkru sem nýst hefur vel við æfingar fyir unglingana. Einnig gaf deildin í tilefni 70 ára afmælis deildarinnar í fyrra ýmislegt sem nýtist við björgunarstörf s.s.gervihnattasíma sem þegar hefur sannað ágæti sitt og fleira sem of langt mál er upp að telja. Þá fá öll börn í Dalvíkurskóla endurskinsmerki að gjöf frá deildinni og bekkjarsett af endurskinsvestum verður afhent í skólanum innan tíðar. Settu í fyrra að fyrstu kosninga- nóttina sem ég vakti, árið 1956, var ég með þeim mæðginum, þá 10 ára gamall. Mér er þetta sér- staklega minnisstætt vegna þess hvað við glöddumst mikið þegar Benedikt Gröndal komst á þing þá ungur maðurinn. Setta var býsna pólitísk og mikil Alþýðu- flokksmanneskja. Þetta var mér minnisstætt frá kosningavökunni en skömmu áður heyrði ég hana blöskrast yfir því að Halldór Lax- ness hafi fengið Nóbelsverðlaun- in, nær hefði verið að Guðmund- ur Hagalín hefði fengið þau, hann skrifaði vel urn alþýðufólk. Um veru sína í Bergþórshvoli er haft eftir þeim mæðginum í viðtalinu í fyrra: „Setta og Óli segja að það hafi farið vel um þau í Berþórshvoli þó að í dag þyki ekki boðlegt að búa svona þröngt. Þegar Ingi- björg flutti af kvistinum fengu þau það pláss og var það auð- vitað mikill munur. Setta segir að það sé ekki alltaf spurningin um plássið sem geri menn ánægða, hún hafi alltaf skynjað alla menn jafnsetta í Bergþórshvoli og það hafi skipt sig rnáli. Það var mikil eining hjá fólkinu sem þarna bjó og öllum leið vel.“ I fyrra þegar ég tók viðtalið við Settu kom víða fram hjá henni að það hafi verið gott að vera þar sem nóg var af mat. Um veru sína í Arnarhóli þar sem hún var ráðs- kona sagði í viðtalinu: „Hingað komu þau 14. maí og hafði Setta ráðið sig sem ráðs- konu í Arnarhól hjá þeim feðgum Jóni Jónssyni og Jóhanni Björg- vin syni hans eða Jóa í Arnarhóli. Þar bjuggu þau næstu 10 árin. Setta vann jafnframt við ýmis önnur störf en ráðskonustörfin í Arnarhóli. Meðal annars var hún í síldarsöltun á sumrin og einnig í heyskap hjá fólki sem var með búfé á Dalvík. Einnig tók hún að sér hreingerningar fyrir fólk í bænum og þvoði þvotta. Ann- ars var að jafnaði mikið að gera í Arnarhóli því gestkvæmt var á heimilinu, ekki síst af fólki úr sveitinni. Setta segir að það hafi verið gott að vera hjá Jóni, all- taf verið mikill og góður matur þar.“ Ú r Arnarhóli fluttu þau í Berg- þórshvol þar sem þau leigðu eins og áður hefur komið fram. Um lífsbaráttu sína sem einstæðrar móður eftir að hún flutti í Berg- þórshvol segir í viðtalinu: „Eiginlega bæði verri og betri en áður segir hún. Eftir að hún flytur í Bergþórshvol eykur hún vinnu utan heimilis og þá aðallega í almennri fiskvinnslu á Dalvík. Það gaf ef til vill betri tekjur en hún var meira utan heimilis en áður. Hún fór suður á vetrarvertíð; var í Njarðvík 1958 og 59 og Vestmannaeyjum 1960. Þá var Ólafur orðinn full- tíða maður og fór með henni á vertíð í þessi skipti. Óli segir að vertíðarlífið hafi aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mömmu sinni. En Setta segir að þetta hafi verið ágætt, að vísu síðra í Vestmannaeyjum en í Njarðvík.“ Setta vann á frystihúsinu hér á Dalvík á þessum árum en þar var vaxandi starfsemi allt árið um kring og dró það úr þörfinni fyrir vertíðarferðir suður á land. Úpp úr 1960 byrjaði hún, ásamt vinnunni í frystihúsinu, að vinna við ræstingar hjá kaupfélaginu, bæði á skrifstofum og í verslun- inni. Hún vann við ræstingarnar til 1979 eða þangað til hún varð 75 ára, Setta segist lengst af hafa skúrað með Önnu Arngríms og með henni hafi verið gott að vinna. „Anna hafi verið svo létt og skemmtileg og alltaf kát.“ Setta náði því að verða elsti íbúi þessa byggðarlags. Hún var búin að skila mikilli vinnu og þjóna mörgum á sinni löngu ævi. Það var því skemmtilegt að skynja það í fyrra þegar ég tók viðtalið við hana á Dalbæ að hún naut þess virkilega að þiggja alla þá þjónustu sem boðið var uppá á því heimili. Hún átti það skilið að við hana væri stjanað. Ég sendi Ólafi Ivari Níelssyni syni hennar, eins og Óli heitir fullu nafni, innilegar samúðar- kveðjur. Jóhann Antonsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.