Norðurslóð - 17.11.2005, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 17.11.2005, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 Fréttayfírlit mánaðarins Ari Jóhann Jiilíusson var á dögunum valinn íþróttamaður frjáls- íþróttadeildar Dalvíkur fyrir árið 2005 á uppskeruhátíð deildar- innar. Jafnframt fengu allir þeir sem stunduðu frjálsíþróttaæfing- ar í sumar viðurkenningar. Snjóframleiðsla. Framkvæmdir og undirbúningur vegna snjófram- leiðslu í Böggvisstaðafjalli er í fullum gangi þessa dagana og hafa framkvæmdir gengið vel að sögn Óskars Óskarssonar, formanns skíðafélags Dalvíkur. Vonir standa til að seinni hluta nóvember verði verkinu lokið og þá verði hægt að fara að framleiða snjó af fullum krafti. Betri útkoma er hjá bæjarsjóði samkvæmt nýendurskoðaðri fjár- hagsáætlun þessa árs. Framlag úr jöfnunarsjóði verður um 40 milljónum króna hærra en áætlað var og fasteignaskattar og út- svör verða um 10 milljónum hærri og reiknað er með að fjármagns- tekjur verði um 10 milljónum hærri. Engin veruleg breyting er á rekstrargjöldum svo heildarfrávikið er 65 milljónir í plús. Samkvæmt þessu lækkar áætlaður halli allra samstæðureikninga bæjarins úr 105 miljónum í 40 milljónir. Þá hafa íbúðir verið seldar fyrir 30,9 milljónir króna en ekki var gert ráð fyrir því í upphaflegri áætlun. í henni var gert ráð fyr- ir nýrri lántöku að upphæð um 100 milljónir króna eða svipaðri upphæð og áætlaður halli ársins. Nú er ekki lengur gert ráð fyrir nýjum lántökum. Samstarfi íþróttafélagsins Leifturs og Ungmennafélags Svarfdæla varðandi rekstur á sameiginlegu liði í meistaraflokki og 2. flokki í knattspyrnu hefur verið slitið. Ný stjórn hefur verið skipuð hjá meistaraflokki í knattspyrnu á Dalvík og Saso Durasovic ráðinn þjálfari en hann lék með Leiftri/Dalvík sl. sumar. Sæþór EA 101 sem gerður hefur verið út af GBen á Árskógssandi hefur nú verið seldur til Stykkishólms. Veðurklúbburinn á Dalbæ spáði hlýjum, umhleypingasömum og frekar votum nóvembermánuði, sum sé nokkuð góðum mánuði miðað við árstíma. Laufabrauðsvertíðin hafin. Bakararnir í Axinu eru byrjaðir að fletja út laufabrauðið. Fólki er bent á að panta í tíma, og er tekið við pöntunum í síma 466 1432 fyrir hádegi alla virka daga. Á þriðja tug íslenskunema. Allmargir útlendingar af ólíkum upp- runa stunda nú íslenskunám í Námsverinu á Dalvík. Tveir hópar eru í gangi; byrjendahópur sem í eru 14 manns og framhaldshópur sem í eru 11 manns en flestir í þeim hópi voru á byrjendanám- skeiði í fyrra. Flest er þetta ungt fólk, m.a. frá Svíþjóð, Filippseyj- um, Tælandi, Lettlandi og Póllandi. Bruggverksmiðja á Árskógssandi. Fyrirhugað er að opna brugg- hús sem mun framleiða áfengan bjór á Árskógssandi næsta sumar. Byggð verður verksmiðja og auk þess rekin sveitakrá í tengslum við þessa starfsemi. I skoðun er að nota m.a. íslenskt bygg í fram- leiðsluna. Það eru Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafs- son á Árskógssandi sem standa að hugmyndinni. I síöustu viku voru opnuð tilboð í heimavistina á Dalvík en í haust var öllum tilboðunum hafnað þar sem þau þóttu öll of lág. Nokkur tilboð bárust, hið hæsta frá Snudda ehf. á Dalvík 25,4 milljónir. Snuddi átti líka hæsta boð síðast 20,5 milljónir. Forsvarsmaður Snudda ehf. er Steinar Agnarsson. Umhverfísráð Dalvíkurbyggðar hefur fallist á ósk Sigurðar Jóns- sonar um að niðurrifi fjárhúsanna sunnan Ásgarðs verði frestað. Jólagallerý í Gimli. Jólagallerý hefur nú verið opnað í Gimli á Dalvík. Það eru eigendur handverksverkstæðisins Stjarnan - gler- munir, Björn Björnsson og Sigríður Guðmundsdóttir sem standa að gallerýinu. Þar verða á boðstólum glervörur en einnig mynd- verk eftir Stefán Björnsson. Áskriftarsíminn er 466 1300 Til sölu er 7 manna Land Rover Discovery árg. 1998, ekinn 161 þúsund km. Sjálfskiptur, sumar- og vetrardekk, dráttarkrókur. Gott við- hald.Uppl.ís: 8971875. / Norðlenska: Sauðfjárslátrun 30. nóvember Ákveðið hefur verið að hafa eina sauðfjárslátrun fram að jól- um hjá Norðlenska á Húsavík og verður hún 30. nóvember. Bændur sem áhuga hafa á að nýta sér þessa þjónustu eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við skrifstofu Norðlenska í síma 460-8800 eða senda tölvu- póst á simmih@nordlenska.is Norðlenska greiðir 14% álag fyrir sauðfé sem kemur til slátr- unar á tímabilinu 28. nóvember til 31. desember. Álag er greitt á eftirtalda flokka:E-U-R 1-2-3 og O 1-2. Á þessu tímabili verður útflutningshlutfall aðeins 6%. Kristín Magdalena Dagmannsdóttir 10 ára á Dalvík óskar eftir aö passa börn í vetur. Upplýsingar í síma 466 10 34 Starfsfólk óskast Óskum eftir fólki til almennra fiskvinnslustarfa. Vinsamlegast hafið samband viö Val Júlíusson í síma 466 3444 eöa 864 8457. O. Jakobsson ehf. Ránarbraut 4b - 620 Dalvík Frá kðrkjugörðum Dalvíkur-, Tjarnar-, Valla- og Urðasókna / Þeir sem óska eftir leiðalýsingu yfir aðventu og jól, hafi samband við formenn sóknarnefndanna: Dalvík s. 466-1308 Ytra-Hvarfi s. 466-1515 Tjörn s. 466-1555 Göngustöðum s. 466-1533 Verð á leiðalýsingu er það sama hjá öllum sóknunum kr. 1.500 pr. Ijós. Sóknarnefndirnar Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar • Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta.Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. • Viðbót á lífeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. • Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. • Sveigjanlegur útgreiðslutími Utgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs.Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Sífellt fjölgar þeim er tengjast heimabankanum Ert þú einn af þeim? r Askriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxtunar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerðar um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Sparisjoður Svarfdæla Dalvík 460 1800 Hrísey 466 1700

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.