Norðurslóð - 24.01.2013, Page 1

Norðurslóð - 24.01.2013, Page 1
37. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 24. JAN. 2013 1. TÖLUBLAÐ Klifurveggur Grjótglimufélagsins var opnaður nteð pompi og prakt í Víkurröst 14. janúar sl. Kunnugir segja að veggurinn sé sá annar stærsti á öllu landiitu og gera félagar Grjótglimufélagsins sér vonir um að aðstaðan geri Dalvík af einni af háborgum klifursportsins á íslandi. Þegar blaðamann bar að garði í vikunni stóð yfir opinn tími fyriryngri aldurshópa og leyndi sér ekki að þarna voru á ferðinni afreksmenn framtiðarinnar á þessu sviði. Sparisjóður Svarfdœla Höfðhverfingar gera tilboð Datt í lukkupottinn Stefán Hallgrímsson í Brimnesi datt heldur betur í Iukkupottinn síðasta laugardag þegar hann var með allar tölur réttar í Lottó og vann 30,3 milljónir króna. Miðann keypti Stefán í N1 á Dalvík. Stefán sagði í samtali við Norðurslóð að fyrsta verk ijölskyldunnar yrði að ná sér niður á jörðina. Síðan reiknar hann með að nota vinningsféð til að greiða niður skuldir og kosta framkvæmdir við húsið. Brimnes er sem kunnugt er gamalt hús og í ýmis horn þar að líta þegar kemur að viðhaldi. Stefán segist ekki spila reglulega í lottói en kaupir staka miða svona annars lagið. Þannig varð það í þetta skipti. Helga Maren Birgisdóttir í N1 segir þetta í fyrsta sinn sem stóri vinningurinn komi á miða frá þeim. Það hafi hins vegar gerst nokkrum sinni í Olís á Dalvík. Samherji kaupir mannbrodda Færð á götum og gangstéttum á Dalvík hefur verðið með alversta móti fyrir gangandi fólk að undanförnu. Gangstéttir eru meira og minna undir snjó eða svelli og gangandi umferð því víða á götunum sem margar hverjar eru verulega ósléttar og hálar. Tímabundnir hlákukaflar eða lausamjöll hefur svo enn aukið á slysahættuna enda hefur töluvert verið um hálkuslys í bænum undanfarið. Stjómendur Samherja gáfu í síðustu viku öllum starfsmönnum sínum, i Frystihúsinu á Dalvík, hátt í 170 manns ,mannbrodda til að leggja sitt að mörkum að fólk lendi ekki í óhöppum vegna hálkunnar. I bréfi sem starfsmenn fengu með gjöfmni var bent á hættuna sem af hálkunni stafar og mælst til þess að menn notuðu mannbroddana á leið í og úr vinnu og helst alltaf á meðan færðin er viðsjárverð Að sögn Sigurðar Jörgens Óskarssonar verkstjóra hafa þó nokkrir af starfsmönnum slasast vegna hálkunnar. I síðustu viku handleggsbrotnaði ein starfskona á hægri hönd í hálkuslysi. „Það er mikils um vert fyrir fyrirtækið að starfsmenn þess séu heilir og hressir og að fólk sem hefur lagt á sig ómælda vinnu við að afla sér réttinda sitji ekki bara uppi brotið og ósjálfbjarga einn daginn. Fólk er að paufast hingað i myrkri og við alls kyns erfiðar aðstæður og áður en varir er fótunum kippt undan því í öllum skilningi. Við viljum bara koma í veg fyrir að það gerist“ segir Sigurður Sparisjóður Höfðhverfinga hefur gert kauptilboð í eignir og rekstur Sparisjóðs Svarfdæla. Kauptilboðið er háð samþykki allra stofnfjárhafa í Sparisjóðnum og að málarekstur sem hópur stofnfjáraðila hefur höfðað gegn Sparisjóði Svarfdæla verði felldur niður. Tæplega 90% stofnfjár sjóðsins er í eigu bankasýslu ríkisins eftir að Landsbanki íslands féll frá kaupum á því í júií síðastliðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins er tilboð Sparisjóðs Höfðhverfinga mun lægra en þær 165 milljónir sem Landsbankinn ætlaði að greiða á sínum tíma. Frestur til að svara tilboðinu er liðinn en ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hvort gengið hafði verið að því. Skilyrt tilboð Um er að ræða skilyrt kauptilboð en meðal skilyrða er að stofníjárhafar selji stofnbréf sín á genginu 8,5 á nafnvirði. Þetta þýðir að þeir stofnfjárhafar sparisjóðsins sem tóku þátt í stofnfjáraukningu á sínum tíma fá um 40-45% af höfuðstól stofnijárins til baka. Þetta verðtilboð gildir aðeins um hlut einstaklinga, mun lægra gengi er boðið í hlut bankasýslunnar. Fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra stendur til að taka til efnislegrar meðferðar dómsmál 29 stofnfjáreigenda á hendur sparisjóðnum, fyrrverandi stjóm hans og endurskoðendafélaginu KPMG. Til stóð að taka málin til aðalmeðferðar nú í febrúar. Tilboð Sparisjóðs Höfðhverfmga var kynnt málsaðilum dómsmálsins á síðasta þinghaldi fyrir aðalmeðferð þann 15. jan sl. en i framhaldinu var farið fram á frestun aðalmeðferðar á meðan hlutaðeigendur kanna sinn gang. Gangi umræddir 29 stofníjárhafar að tilboðinu falla þeir sjálfkrafa frá frekari málarekstri. Þess ber þó að geta að auk þeirra em nokkrir stofnfjárhafar sem ekki hafa sett fram skaðabótakröfur en tilboðið er einnig háð þeirra samþykki. Fari svo að stofnijáreigendur gangi ekki að tilboði Sparisjóðs Höfðhverfunga heldur málareksturinn áfram og aðalmeðferð verður þá í júní nk. Stærstu eigendur stofnbréfa Sparisjóðs Höfðhverfmga em KEA sem á yfir 45% og fyrirtækið Sænes ehf sem á tæp 16%. Hjárnjökull liggur yfir Svarfaðardul eftir mikinn úrkomuvetur. Fátt virðist hita á þennan Itarða snjó. Sitjóblásari lagði i það þrekvirki á dögunum að grafa rás í hjarnið á reiðveginum J'ram i SvarfuðardaI svo hestamenn gœtu stundað útreiðar. Marúlfur á flot Marúlfur ehf heitir nýtt fiskvinnslufyrirtæki á Dalvík sem tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið við gjaldþrot Norðurstrandar ehf í desember. Guðmundur St. Jónsson verður framkvæmdastjóri hins nýja félags. Að sögn hans hefur verið unnið að stofnun þess allt frá því að Ijóst var á síðasta ári að Norðurströnd ehf yrði tekin til gjaldþrotaskipta. Norðurströnd var sérhæft vinnslufyrirtæki í steinbítsafurðum sem keypti hráefni bæði ferskt á fiskmörkuðum innanlands og heilfryst, aðallega frá Noregi. Guðmundur segir að áfram verið haldið á sömu braut en starfsemin verður öll að Ránarbraut 10. Húsnæði Norðurstrandar við Hafnarbraut verður eftir í þrotabúinu. Guðmundur segist reikna með að geta byrjað starfsemina um næstu mánaðamót. Nú þurfi að ráða starfsmenn en áætlaður starfsmannafjöldi verður 20-25 fyrsta rekstrarárið. Stór hluti starfsmanna Norðurstrandar er enn á atvinnuleysisskrá og tekur væntanlega upp þráðinn þar sem frá var horfið undir merkjum Marúlfs.Ekki fæst upp gefið hvert er hlutafé hins nýja félags né hverjir leggi það til en að sögn eru það fjársterkir aðilar í sveitarfélaginu, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Guðmundur segir að vinnslan verði byggð á þeirri sérstöðu sem Norðurströnd hafði skapað sér bæði í hráefnisöflun og sölu afurða. Norðurströnd var ekki aðeins stærsti steinbítsframleiðandi hér á landi heldur í Evrópu. „Þeirri stöðu ætlum við okkur að halda með hinu nýja fyrirtæki" segir Guðmundur, „þess vegna er það svo mikilvægt að til liðs við okkur sem stóðum að þessum rekstri áður eru nú komin öflug fyrirtæki og einstaklingar og við leggjum því af stað að nýju full bjartsýni“. Áhugasömum væntanlegum starfsmönnum er bent á að hafa samband við Guðmund í síma 892-3381 Opnunartími: Mán. • fðs. 10-19 Matvöruverslun - rétt hjá þér laug. 10-18 sun. 13-17 Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.