Norðurslóð - 24.01.2013, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 24.01.2013, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð Hrossabjörgun í Þórarinn Hjartarson Skíðadal Vörðufellshópurinn híður á blásnum tnel. Bakvið hann grillir í Vörðufell. Austurtungnahópurinn fœr hey úrpoka áður en atið liefst. Mörg tryppanna voru illa á sig komin og sýnilega lengur soltin en hópurinn undir Vörðufelli Horuð og taglnöguð tryppin kafa kviðdjúpan snjó niður snarbrattar brekkur Aiisturtiingna. Þau eru snjóug upp á bak eftir að hafa oltið stjórnlaust langa leið niður hlíðina og líst ekki meira en svo á blikuna. Hretið Veðrið sem brast á Norðurland 9., 10. og 11. september var hamfaraveður. Af því hlutust einhver mestu skakkaföll hjá sauðfjárbændum sem menn muna hérlendis. Nálægt tíu þúsund fjár mun hafa drepist, grafist í fönn. Veðurhæðin var afskapleg og úrkomumagnið sömulciðis. Afföllin voru mestinn til landsins þar sem úrkoman var snjór. Féð leitaði skjóls í lautum og undir börðum og mokaðist þar undir fönn, oft margra metra djúpri. Veðurhæðin var liklega mest í Þingeyjarsýslum. Það gerði útslagið austur þar að víða var ekki búið að smala afréttarlönd þegar veðrið skall á. Að því leyti sluppu Eyfirðingar öllu betur þótt víða yrðu einhver afföll, einnig þar. Norðan steytingurinn og vatnsveðrið kom á okkur Svarfdælinga á réttardag. Menn hröðuðu sér með fé sitt heim af Tungurétt og þóttust góðir að hafa heimt það í tæka tíð. Næstu tvo sólarhringa var mesta tveggja daga úrkoma sem mælst hefúr síðan mælingar hófust á Tjöm upp úr 1970. Hitastigið var kringum núllið með beljandi stormrokum, versta hugsanlega veðurlag fyrir skepnur, rigningarslydda víðast í byggð en snjókoma þegar ofar dró og inn til dala svo að fyllti lautir og gil. Reyndar hafði gengist bara miðlungi vel en fé skilaði sér bærilega áður en lauk. Hross í sjálfheldu Hross fennir ekki auðveldlega í kaf, en þau þola illa bleytuveður eins og þetta, og hrekjast gjaman undan því. Og þau verða auðveldlega föst þegar snjór rennir svona í lautir, enda rög við djúpan snjó. I fyrstu göngum var talsverð þoka í Sveinstaðaafrétt og skyggni heldur lélegt. Ekki sáu menn allt hrossastóðið sem menn vissu þó að var í Afréttinni. I vikunni á eftir var Elvar Þór Antonsson á Dalvík fenginn til að svipast um yfir Afréttinni á flugrellu sinni. Hann kom auga á allvænan hrossahóp í svonefndum Austurtungum, framarlega og mjög hátt uppi, í miklum snjóoghagleysi. Kom hann þeirri vitneskju til hrossabænda og fjallskilastjóra, Gunnsteins á Sökku. Ekki var gott að hugsa til hrossa í algeru skjólleysi í því óskapaveðri sem geysað hafði undanfama daga að viðbættu hagleysinu. Stafnstungnatjallið er þama afar bratt og ganga hross sig þar föst þó ekki komi til snjór eða hálka. Ráðum var ráðið og undirbúin björgunarferð. Fyrsta tilraun var gerð 14. september af sjö mönnum á vélsleðum. Færið var andstyggilegt, menn reyndu að böðlast fram Almenning, en sleðamir sukku voðalega og náðu ekki viðspymu og grjótrindar stóðu viða upp úr á milli, svo þetta reyndist vonlaust dæmi og menn hurfu frá. Eftir þetta ákvað fjallskilastjóri að safna saman mönnum í gönguskíðaleiðangur. Þann 18. september lagði fimm manna hópur göngumanna af stað í rauðabítið, fjallskilastjórinn Gunnsteinn Þorgilsson, Sveinn Brynjólfsson tengdasonur hans og sérfræðingur í snjóflóðarannsóknum, Kristján og Þórarinn Tjamarbræður Hjartarsynir og Friðrik Þórarinsson bóndi á Gmnd. Að auki fóm tveir íjallabílstjórar með, Þór Ingvason á Bakka og Þorsteinn Hólm á Jarðbrú, en keyra skyldi svo langt sem bíll kæmist. Björgunarsveitin á Dalvík hafði lánað Land Rover-jeppa sinn til fararinnar, og var honum ekið í birtingu fram í Skíðadal. Við Þverá og Kóngsstaði náði snjólínan niður í dalbotn, við Stekkjarhús var snjórinn í mjóalegg og dýpkaði svo eftir því sem framar dró og ofar. Dýpið var þó mjög mismikið, rifið af rindum en lautir fullar. Strax við Stekkjarhús sáum við í kíki lítinn hrossahóp í stefnu á Svarfdælaskarð vestan Vörðufells, hátt uppi i blábotni Skíðadalsins. Þór gat brotist á Land Rovemum fram i Sveinsstaði eins og stefnt var að. Þá voru skíðin spent á og axlaðir pokar. Birtist þá í ýmsu að reyndur björgunarsveitarmaður var með í för, og við upphaf göngu lagði Sveinn Brynjólfsson okkur lífsreglumar, setti á okkur snjóflóðaýlur m.m. En Þorsteinn og Þór bjuggust til að sinna hrossum sem nær voru Sveinsstöðum, m.a. yfir í Almenningi. Skíðaleiðangurinn Við skíðamennimir lögðum nú í hann og stikluðum fyrst Bæjarána og Stafnsá en Vesturá er stærri en svo. Gunnsteinn hafði bússur með og vildu menn fá þær að láni, en Gunnsteinn kaus að bera mannskapinn yfir. Sagðist hann eftir á vel geta borið þá Þórarin og Friðrik áfram en þætti betra ef hinir tveir gengju sjálfir. Var síðan gengið inn austurdal Afréttarinnar, nánar tiltekið inn sk. Austurtungur. Einn galli í búnaðinum kom ljótt fram, nefnilega sá að skíðaskómir - klossar miklir fengnir að láni - særðu Friðrik á Gmnd og var hann þá plástraður á tá og hæl en annars var látið róa. Við sáum nú hrossahópinn í botninum betur og sýndust 9-10 stykki. Þau bar nú í Svarfdælaskarðið sem er 1130 m hátt og var hópurinn á að giska i 800-900 m hæð. Líklegt virtist að þau hefði hrakið í þessa hæð og hagleysu undan norðanveðrinu. Afram var þrætt eftir krókaleiðum í átt til þeirra m.t.t. þess að fært væri með hópinn sömu leið til baka. Við fremstu göngur stikluðum við Skíðadalsána, síðan var lagt upp Almenningsmegin. Ekki leist okkur sem best á þetta, snjórinn var afskaplega gljúpur og lítil mótstaða í honum svo fótur manns eða hests sökk niður á jörð. Þegar ég var á leið yfir mjóan lækjarfarveg sökk ég niður í snjóinn milli bakkanna og braut þá hægra skíðið undir hælnum. Ekki leist mér vel björgulega á framhaldið, en þeir Sökkumenn sýndu ráðsnilld og mikla þrákelkni, og tókst þeim að flytja bindingana fram, svo ég gat hökt áfram á hálfu skíði þeim megin. Skömmu eftir skíðaviðgerðina sáum við annan hrossahóp, ein tuttugu stykki, álíka hátt uppi vestan megin í dalnum, standandi og starandi á okkur fram af hárri Qallsbrún þar sem hlíðin undir var svo snarbrött að þau komust hvergi. Var þar kominn hópurinn sem Elvar Þór hafði séð. Við héldum okkar striki og vorum komnir að litla hópnum undir Vörðufelli nálægt klukkan fjögur. Allt voru það um þriggja vetra gömul tryppi. Ekki var hægt að koma bandi á neitt þeirra. Ekki var þar stingandi strá að hafa. Með í för var stöng sem mældi snjódýpt og fórum við strax að leita að færri útgönguleið fyrir hópinn. Við ætluðum að miða við að láta vaða ef dýpið væri undir lm. En þetta reyndust dugleg tryppi, og eftir að þau komust af stað fundum við út að það mátti bjóða þeim meira dýpi, og miðuðum okkur við 1.5m, sem er meira en ég hef áður boðið hrossum. Ef dýpið var svo enn meira varð að moka sig yfir. Það gerðum við, held ég, þrisvar. Dýpstu göngin sem við grófum voru rúmlega mannhæðar djúp. Með þessu móti gátum við krækt og þrætt með hópinn niður í dalinn. Þegar komið var með litla hópinn niður að á var klukkan orðin rúmlega sjö og tekið að skyggja. Austurtungnahópurinn Við töldum okkur hafa tvo tíma fyrir myrkur til að ná hinum hópnum niður. Enginn stakk upp á að fresta þeirri ferð. Síðan æddum við af stað upp vesturhlíð dalsins með stefnu á stóra hópinn. Þama var nálægt eins meters jafnfallinn snjór og hallinn eins og gengið væri í bröttum málningastiga. Við skiptumst á að troða sporið, Sökkubóndinn þó hvað lengst - Ekki þverskera, beina stefnu upp! sagði Sveinn snjóflóðafræðingur. Rennt hafði fram af brúninni þar sem hrossin stóðu og hlaðist fram mikil, snarbrött snjódyngja. Fast var sótt og vomm við ekki nema rúman hálftíma að komast upp að hrossunum. Þá gaf á að líta. Þetta voru að mestu leyti ung tryppi, og mörg hver orðin afar horuð og illa farin. Taglið var alveg búið á þónokkmm og faxið svona til hálfs. Hvergi var stingandi strá til beitar. Tvö þau aumustu lágu í snjónum. Miðað við ástandið á þeim má fullyrða að þau hafi verið í sveltinu lengur en hinn hópurinn, greinilega frá því eitthvað áður en hretið skall á. Þau hafa trúlega farið upp í þessa hæð í dalbotninum og svo gengið út á þennan hjalla. Eftir hretið voru öll gil full og ómögulegt að komast til baka. Okkur var ekki til setu boðið. Eg gat komið múl á einn gráan fola í eldri kantinum. Hann var tiltölulega gæfur en teymdist samt ekki. Við gátum þó truttað honum, ýtt og dregið áfram. Eg tók stefnuna beint niður með Grána í múlnum, og komum við honum fram af skaflinum háa. Ekki leist hinum hrossunum á að fylgja þar á eftir. Eftir talsverð hringhlaup tókst þeim félögum þó að djöfla hópnum í spor okkar. Seint mun hverfa mér úr minni að sjá hópinn sem kom nú yfír okkur Grána. Þau flæddu eins og snjóflóð, á ýmsum hliðum og endum - og jafnvel hvert yfír annað. Eg gat haldið mér til hliðar við aðalstrauminn. Hrossin runnu stjómlaust svona að jafnaði 40-50 metra og sum lengra. Eitt missti alla stjóm og rann eina 300 m á hlið og baki. Kannski var það bara lán að ekki fór af stað snjóflóð en Sveinn snjóflóðafræðingur mat snjógerðina ekki hættulega. En nú var mjúkur snjórinn orðin til stórrar hjálpar við að koma hrossunum niður þessa snarbröttu hlíð sem hefði verið æði ill niðurgöngu í berri skriðunni. Nú runnu þau greitt eina slóð og var ekki hætt við áföllum. Ef einhver snöp voru á leiðinni rifú tryppin upp lyngklær og mosa, jafnvel þau aumustu, og var það gott að sjá. Samt tók þessi ferð eftir seinni hópnum ekki nema hálfan annan tíma. Þegar við komum niður í dalbotn aftur var því ekki enn orðið alveg dimmt. Einboðið var að reyna að koma hrossunum sem lengst út dalinn, enda fannfergið mikið og eftir því lítill hagi þama fremst. Sveinn fór nú fyrir, gekk sporin okkar frá því um morguninn og hrossin fylgdu honum vel. Þau voru orðin mátulega kærulaus. Líklega vom þau farin að treysta því að einhver glóra væri í ferðalaginu, þó þeim hafi sýnst þessir fimmmenningar nokkuð glæfralegirtil að byrja með. Nú skiptust hrossin sjálf á að troða fönnina. Ef eitt hafði brotist um og uppgefið sig í skafli, bakkaði það út og það næsta tók við. Stundum þurfti að moka lítillega. Þannig tókst okkur í myrkrinu að drösla þessu liði langleiðina út að Vesturá. Þar em hagar góðir og hólar og hæðir jafnvel upp úr. Klukkan var um tólf á miðnætti þegar við komum að bilnum, harla ánægðir. Friðrik á Grund reyndist orðinn skinnlaus og marinn allan hringinn við efri brún klossanna. Anægður var hann samt. Ekki voru Þór og Doddi síður ánægðir, höfðu smalað hrossum fyrri hluta dags en síðan orðið að bíða þolinmóðir. Land Rover-jeppinn skrönglaðist nú niður að Stekkjarhúsum og áfram til byggða. Um klukkan tvö vom menn komnir hver til síns heima.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.