Norðurslóð - 25.04.2013, Side 1

Norðurslóð - 25.04.2013, Side 1
Svarfdælsk byggð & bær 37. ÁRGANGUR Fimmtudagur 25. apríl 2013 4.TÖLUBLAÐ Veturinn œtlar seint að sleppa af okkur takinu. Þó kominn sé sumardagurinn fyrsti er enn þykkur snjoskjöldur yfir öllu og snjótraðir á götum Dalvíkur. Nýtt hvalaskoðunarskip Arctic Tours fœrir ut kvíarnar Arctic Tours hefur fest kaup á 50 tonna eikarskipi til að gera út á hvalaskoðun. Fyrir á félagið annað eikarskip, Draum EA en nýja skipið vantar enn nafn. Nýja skipið var áður gert út á hvalaskoðun í Reykjavík og hefur leyfi fyrir 60 farþega. Draumur er skráður fyrir 42 farþega þannig að nú er hægt að sigla með yfir 100 farþega í einu út á Eyjafjörðinn á góðum degi á skipunum báðum. Að sögn Freys Antonssonar er það af brýnni þörf að ráðist var í að kaupa annan bát. Miðað við bókunarstöðuna nú og reynslu síðustu ára þyrfti að vísa fólki frá i stórum stíl í júlí og fram í miðjan ágúst ef ekkert væri að gert. Nú eru komnar hátt í 1300 bókanir en voru á bilinu 100-200 á þessum tíma áður. „Langstærstur hluti farþega er að bóka sig daginn áður en þeir koma þannig að maður verður bara að vera viðbúinn“. segir Freyr sem áætlar að sækja bátinn til ísafjarðar um aðra helgi ef veður leyfir. Þessa dagana er verið að ganga frá mannaráðningum. Eins þarf að leysa húsnæðismál. 1 fyrra var útgerðin með aðstöðu á neðri hæð veitingahússins Við höfnina en því samstarfi er lokið. Leitað hefur verið hófanna við Byggðastofnun um húsnæðið þar sem Norðurströnd var með skrifstofúr og er svars að vænta þaðan innan skamms. Eins og sagt hefúr verið frá auglýsti Freyr eftir hlutafjáraukningu upp á 25 milljónir í fyrirtækið sl. vetur. Margir hafa keypt sig inn en enn er þó hægt að bæta við hluthöfum. Gæsahúð og tár Frábœr stemmning á júróvisjóntónleikum „Þetta var algert gæsahúðar- augnablik “ sagði Júlíus J úlíusson um undirtektir áheyrenda þegar Eyþór Ingi söng Ég á Uf með Júróbandinu á tónleikunum í Iþróttamiðstöðinni á Dalvík sl. sunnudagskvöld. Hátt í 400 áheyrendur voru á tónleikunum og þegar Eyþór tók fyrsta tóninn hóf 40-50 bama hópurinn sem sat á gólfinu framan við sviðið upp raust sína sem einn maður og söng hvert orð frá upphafi til enda lags. „Menn og konur felldu tár því þetta var svo magnað“ sagði Júlli. Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma rúlluðu upp hverri júrósyrpunni á fætur annarri. Matti Matt smeygði sér inn í bakraddimar í Gledibankanum, Waterloo og fleiri númemm og flutti auk þess Aftur heim sem hann söng í Þýskalandi með Vinum Sjonna forðum. Þá notaði hann tækifærið sem hann sagðist allt of sjaldan fá og flutti sjálfan Eyjafjallajökul með látum. Eyþór var sömuleiðis á þungarokksskónum og söng m.a. Lordi-tryllinn Hard Rock hallelujah og Wig wam smellinn In my dreams (Come on, come on, come on!!). Listamennimir fengu inni í íþróttamiðstöðinni endurgjalds- laust. Salnum var skipt í miðju og sannaði sig þama sem hreint frábært tónlistarhús að sögn Júlla. Sæplastkerin láta vita af sér Starfsmenn Promens á Dalvík eru nú staddir á hinni árlegu sjávarútvegssýningu í Brussel þar sem kynnt verður nýtt MIND rekjanleikakerfí fyrir ker. í Sæplast-kerin er steyptur þráðlaus sendir sem sendir upplýsingar um staðsetningu og hitastig í hverju keri fyrir sig í móttakara sem staðsettur er í vinnslu, geymslu eða flutningatæki. Kerfið heldur þannig nákvæma skýrslu um hitastig í kerjununt sem auðvelt er að nálgast á rauntíma á netinu. Hilmar Guðmundsson sölu- og markaðsstjóri segir þetta kerfi mæta stöðugt auknum kröfum um rekjanleika matvæla og gæðaeftirlit í matvælaiðnaði. Nýleg hrossakjötshneykslismál í Evrópu setji aukinn þrýsting á matvælaframleiðendur varðandi í dag, Sumardaginn fyrsta er opið hús á Húsabakka og gestum og gangandi boðið upp á kökuhlaðborð að hætti hússins auk þess sem gestum gefst kostur á að skoða sig um og berja augum ýmsar breytingar sem orðið hafa á húsnæðinu að undanförnu. Hægt hægt. A fuglasýningunni „Friðland fuglanna“ verður vígt nýtt gagnvirkt margmiðlunaratriði sem nefnist „Hægt, hægt“. Þar gefur að líta á sjónvarpsskjá flórgoða á hreiðri sínu. En fuglinn sá er var um sig og flýgur burt ef ekki er farið varlega að honum. Hægt og hljóðlega má hins vegar komast býsna nærri hreiðrinu og sjá hvar ungamir una sér undir vængjum fuglsins. Atriði þetta er styrkt af Menningamefnd Eyþings og Menningarráði Dalvíkurbyggðar. Margmiðlunarhönnuður þess er Egill Ingibergsson en útlit og ævintýralega umgjörð gerði Hekla Björt Helgadóttir myndlistakona. Gestamóttakan fær andlitslyftingu. Ymsar breytingar hafa orðið á gestamóttökunni á Húsabakka rekjanleika og gæðaeftirlit og þar liggi sóknarfæri fyrir Prómens. Sýningin í Bmssel er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Hana sóttu á síðasta ári um 25.000 mannns frá 140 löndum en sýningaraðilar em yfir 1600 frá 70 löndum víðs vegar um heiminn. Eftir Bmssel liggur svo leiðin á sýningu í Frankurt í byrjun maí. að undanfömu og hafa hluthafar í Húsabakka ehf. lagt gjörva hönd á plóg við málun og smíðar. Smíðaðar hafa verið nýjar sturtur í gamla skólahúsinu og ýmsar breytingar gerðar á andyri og borðsal. Þá hefur skólastjóraíbúð verið breytt í gistiaðstöðu með eldhúskrók og setustofú. A veggjum er víða að frnna myndir, muni og kennslugögn sem minna á fyrri daga þegar Húsabakkaskóli var og hét. Eins og þeir muna sem eytt hafa æsku sinni í heimavist Húsabakkaskóla bám herbergi nöfn ættuð goðheimum, s.s. Miðgarður, Þrúðvangur, Fensalir og Sökkvabekkur. Þessari hefð hefur verið áfram haldið. 1 fyrra bættist við Fólkvangur og nú em orðin til þrjú herbergi til viðbótar; Hliðskjálf Urðarbrunnur og Jötunhreimar Nokkur umræða hefur sprottið á meðal hluthafa hvað kalla eigi syðra húsið í daglegu tali er nefnt syðri vist. I anda þess að halda sig við svarfdælska náttúm sbr. Rimar hafa menn staðnæmst við nafnið Hrafnabjörg en þau björg eru áberandi kennileiti í ijallinu ofan við Húsabakka, nokkru neðan við Nyrkurtjöm. Opnunartími: Mán. - fðs. 10-19 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.