Norðurslóð - 25.04.2013, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 25.04.2013, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Athyglisvert verkefni á leikskólunum „Söguskjóður“ tengja innfædda og innflutta Á Fræðslusviði Dalvíkurbyggðar er unnið mikið og merkilegt frumkvöðlastarf á sviði nýbúafræðslu og fjölmenningar. Fyrir tveimur árum var gefin út svokölluð fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar en hún var unnin í samstarfi við grunn- og leikskóla sveitarfélagsins. Dalvíkjurbyggð hefur á nokkrum árum breyst í ijölmenningarsamfélag og rík ástæða til að laga þjónustu sveitarfélagsins að þeim breytingum. Brýnust er þessi þörf í skólastarfmu þar sem bömum að erlendum uppruna hefur Qölgað ár frá ári. í Dalvíkurskóla er hlutfallið uml4% og í leikskólunum á Dalvík er það komið upp í um 25% - ljórðung nemenda. Helga Björt Möller ásamt leikskólunum Kátakoti og Krílakoti hefur í vetur unnið að mjög athyglisverðu verkefni á þessu sviði. Nefnist það „Söguskjóður“ og miðar að því að útbúa málörvandi gögn fyrir böm, tengd bamabókum. Foreldrar komu inn í leikskólana og útbjuggu efnið, jafnt innfæddir sem erlendir foreldrar en leikskólakennarar unnu með foreldmm að gerð efnisins undir dyggri leiðsögn Helgu Bjartar. Söguskjóður „Story Sacks“ er þekkt kennsluaðferð gjaman kennd við Niel nokkum Griffíth sem hefur þróað hana og ritað margt og mikið um hana. Þar er unnið með lestur og málþroska en einnig er hægt að beita aðferðinni við stærðfræðikennslu og raunar hvaða nám sem er. Hver skjóða hefur að geyma eina bók og síðan fjölda minni skjóða með fylgihlutum og kennslugögnum sem tengjast bókinni. Það geta verið spil sem tengjast efni hennar, munir sem fjallað er um í bókinni, handbrúður með persónum hennar eða leikbúningar. Með öllu þessu skapast ýmsir möguleikar á að vinna með efni viðkomandi bókar frá ýmsum hliðum og við það eflist bæði lesskilningur og málþroski í gegnum leik og starf. Hollenska módelið Hollendingar með sitt fjölmenningarlega þjóðfélag hafa þróað þessa aðferð sérstaklega undir nafninu „Verteltas“ í því skyni að efla málkennd og samfélagsþátttöku meðal innflytjenda og örva samskipti fólks af mismunandi þjóðemi. Þetta er m.a. gert með því að auka þátt foreldra í verkefninu, fá þá inn í skólana og leikskólana til að vinna að undirbúningi og gerð söguskjóðanna. Með því móti verða foreldramir beinir þátttakendur í námi bama sinna en fá um leið tækifæri á að læra tungumálið, auka og breikka samskipti við starfsfólk og aðra foreldra og kynna eigin menningu venjur um leið og þeir kynnast nýrri. Hollendingar hafa um langt skeið beitt þessari aðferð markvisst í skólum og leikskólum og náð eftirtektarverðum árangri við að tengja ólík menningarsamfélög á gmndvelli gagnkvæms áhuga, virðingar og jafnréttis. Fyrir rúmu ári fór Helga Björt til Hollands að kynna sér þessi mál. í kjölfarið sótti hún fyrir hönd sveitarfélagsins um styrk til Þróunarsjóðs innflytjendamála til að útfæra verkefnið hér á Dalvík. Styrkurinn var veittur og var byrjað á að útfæra verkefnið með foreldmm og starfsfólki á leikskólunum Krílakoti og Kátakoti. Bréf vom skrifuð á þrem tungumálum til allra foreldra auk þess sem starfsfólk ræddi við foreldra um verkefnið og upp úr því spratt 10 manna hópur íslenskra og erlendra foreldra sem einhentu sér í verkefnið. Hópurinn kom saman eftir vinnu einu sinni í viku í níu vikur en börnum foreldranna var boðið upp á lengri vistun í leikskólunum. Á þeim tíma urðu til nokkrar sérdeilis vandaðar söguskjóður með áherslu á lestur, málþroska og stærðfræði. Skjóðumar og öll þau nýju kennslugögn sem í þeim leynast eru kærkomin viðbót við námsgögn Krílakots og Kátakots en einnig geta foreldrar fengið skjóðumar lánaðar heim í viku í senn og þannig orðið virkari þátttakendir í starfinu á leikskólanum. Helga segir verkefnið hafa gengið frábærlega vel og sannað gildi þessarar aðferðar við að efla foreldrasamstarf og málörvun erlendra foreldra og bama í okkar litla og e.t.v lokaða samfélagi. “Það var mikill hlátur og gleði í vinnunni og útkoman vareiginlega betri en við þorðum að vona. Á meðal erlendu og innlendra mæðra reyndust miklar hæfileikamanneskjur og vandvirknin nálgaðist fúllkomnun" Þó í hópnum væru bara konur, innfæddar og erlendar, þá voru einhverjir pabbar ekki langt undan og unnu hluta verkefnanna heima, t.d. ýmsa tölvuvinnu. Með hverri bók var gerður hljóðdiskur með upplestri á bókinni og þar kom tæknikunnátta eins föðurins að góðum notum. Enda var honum sérstaklega send súpa heim á lokahátíðinni þegar allir borðuðu saman súpu á Krílakoti. I viðhorfskönnun sem gerð var eftir verkefnið kom fram að allir þátttakendur reyndust jákvæðir á að endurtaka verkefnið síðar og lýstu ánægju sinni með það. I umsögn eins starfsmanns leikskólanna kom þetta fram þegar hann var spurður hverju verkefnið skilað: Það myndar sterkari tengsl á milli foreldra og á milli starfsfólks og foreldra, hvort sem um íslenska eða erlenda foreldra er að rœða. Mér fannst erlendu foreldrarnir blómstra í þessu verkefni. Fólk af erlendum uppruna sem er kannski sjaldan á mannamótum, hefur lítið sjálfstraust og ekki sterkt í íslenskunni var allt í einu komið í hlutverk þar sem styrkleikar þeirra fengu að njóta sín. Þeirra hugmyndir skiptu máli og þeir höfðu jafn mikið um málið að segja og íslensku foreldrarnir. Mér fannst ég kynnast foreldrunum á öðrum forsendum en áður. Eg var ekki að upplifa mig sem kennara barnsins þeirra eða sem skólastjórnanda, heldur frekar sem „jafningja “ ef svo má að orði komast. Við vorum öll að vinna sama verkefni, verkefnið þeirra. Eg kom gjarnan inn í hópinn og spurði hvort ég gœti gert eitthvað og fékk þá eitthvað upp í hendurnar. Aður voru samskipti okkar á milli frekar formleg og snérust um barnið eða leikskólann sem er að sjálfsögðu alveg eðlilegt. En eftir Söguskjóðurnar eru foreldrar farnir að spjalla við mig á öðrum nótum. Egfékk t.d. að Jylgjast með ferlinu hjá einni mömmunni sem ákvað að skipta um vinnu. Hún var orðin þreytt á að vinna í fiski og hafði sjálfstraust til að láta verða af því að breyta til. Aður höfðu samskipti okkarfarið að mestu leyti fram á ensku en núna tölum við nœr eingöngu saman á íslensku. Við spjöllum saman í fataklefanum á morgnana, um barnið að sjálfsögðu en líka um daginn og veginn, grínumst mikið því ég komst að því að hún er mikill húmoristi. Helga segir ætlunina að efna til annars verkefnis í haust og síðan Helga Björt Möller tínir gögn upp úr söguskjóðunni vonandi með reglulegum hætti framvegis. „Það er svo mikilvægt að samfélagið hér lagi sig að því að það er orðið ijölmenningarlegt og færi sér í nyt það jákvæða sem m.a. felst í því. Til dæmis eru mörg böm á Dalvík tvítyngd, hér eru t.d. þrír veitingastaðir, íslenskur, pólskur og spænskur og við höfum tækifæri til að ala bömin okkar upp í frekari víðsýni þannig að þau kynnist ólíkum fjölskyldum með mismunandi menningu sem þó tilheyra allar sama samfélaginu og eiga fjölmargt sameiginlegt. Samfélagið er ríkara en það var og það er þess vegna mikilvægt að við tölum það ekki niður með alhæfingum um innflytjendur eða sinnuleysi í þeirra garð“. segir Helga Björt. Þakkarévarp Vegna andláts og útfara foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu og afa. Valgerðar Freyju Friðriksdóttur og Antons Þórs Baldvinssonar, langar okkur systkinin að þakka innilega fyrir allan þann mikla stuðning, hjálp og fallegar og góðar kveðjur og gjafír sem okkur hafa borist frá svo mörgum alls staðar að. Þetta hefur verið ómetanlegt fyrir okkur á þessum erfíðu timum. Guð geymi ykkur öll. ElvarjVala, Elísa og Henný. Vignir, Björg og Jenný. Freydís, Siggi og Alexía. Friðrikka, Kalli, Klara, Anton og María. Eyþór, Kristín, Aron og Fannar. Hádegisfyrirlestur í Bergi 2. maí. Þorsteinn Skaftason rafvirkjameistari flytur hugleiðingar sínar um: Örnefni og örnefnaskráningu í Daivíkurbyggð. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 og stendurtil kl. 13:00 með umræðum. Allir velkomnir - kaffihúsið opið. Bókasafn Dalvíkurbyggðar Alþingiskosningar 27. apríl 2013. Kjörskrá vegna Alþingiskosninga liggur frammi, almenningi til sýnis frá 17. apríl fram að kjördegi, í þjónustuveri bæjarskrifstofu í Ráðhúsi Dalvíkur á venjulegum opnunartíma, alla virka daga frá kl. 10:00-15:00. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Einnig er hægt að skoða síðuna www.kosning.is til að kynna sér kjörskrá. Tekið verður á móti athugasemdum við kjörskrá í þjónustuveri bæjarskrifstofu á venjulegum opnunartíma fram að kjördegi. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar. Alltleikur i höndunum á Vinetu Vlasovu Hópurinn vinnur kappsamlega að gerö kennslugagna

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.