Norðurslóð - 25.04.2013, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 25.04.2013, Blaðsíða 8
Tímamót LiJI Þann 1. apríl síðast liðinn varð sjötíu og fimm ára, Hckla Tryggva- dóttir Drafnarbraut 4 Dalvík. Afmæli Þann 20. apríl síðast liðinn varð áttatíu og fimm ára, Eyvör Stefáns- dóttir Brimnesbraut 29 Dalvík. Þann 28. apríl næst komandi verður sjötíu ára, Ingólfur Guömundsson Öldugötu 4 Arskógssandi. Andlát mars s.l. lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar Anton Þór Baldvinsson. Anton var fæddur á Litla-Árskógssandi 22. febrúar 1936. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Freydís Þorvaldsdóttir (1914-1985) og Baldvin Jóhannesson,( 1904-1975). Systkini Antons Þórs eru: Jóhannes, (f. 1937), Þorvaldur,(f. 1940), Gylfi, (f. 1941), Zophonías, (f. 1943), Ragnheiður, (f. 1948), og Pálina, (f. 1951). Árið 1967 giftistAnton Þór Valgerði Freyju Friðriksdóttur (1946-2013) frá Hánefsstöðum. Hún lést tólf dögum á undan manni sínum. Böm þeirra em: Elvar Þór, (f 1967), Vignir Þór, (f. 1969), Freydís Baldrún, (f. 1973), Friðrikka Björg, (f. 1977) og Eyþór, (f. 1980). Bamabörnin em niu talsins. Anton Þór, eða Tóti eins og hann var oftast kallaður, ólst upp á Árskógssandi. Eftir fermingu fór hann til sjós á bátum frá Hauganesi og dvaldi þar hjá skyldfólki sínu. Hann fór síðan á vetrarvertíðir suður á land og síldveiðar fyrir norðan á sumrin. Eftir að hann hætti til sjós vann hann við múrverk. Tóti og Valla bjuggu mestallan sinn búskap á Dalvík.Hann var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju þann 2. apríl s.l. 2 Þann 1. apríl s.l. andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri Unnur María Hjálmarsdóttir. Hún fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1953. Foreldrar hennar voru Sólveig Eyfeld, (1924-1981), og Hjálmar B. Júlíusson (1924-2002). Hún átti fimm systkini. Þau em: Þórdís, (f. 1950), Sólveig, (1951-1998), Jón Bjöm, (f. 1956), Kolbrún, (1957-1978), og Hjálmar, (f. 1963). Unnur María var gift Jóhanni Ólafssyni og eignuðust þau sex böm: Tryggvi, (f. 1973), Hafdís, (f. 1975), Heiðrún, (f. 1975), Helgi, (f. 1977), Daníel, (f. 1978), og Sólveig Eyfeld, (f. 1983). Unnur María og Jóhann skildu árið 1996. Unnur María ólst upp á Dalvík en var lengi húsfreyja að Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal þar sem hún hugsaði um börn og bú. Hún var þar virk í félagsstarfinu í kringum bömin og er þau stækkuðu starfaði hún með Leikfélagi Dalvíkur. Árið 1996 flutti hún inn á Akureyri þar sem hún var við ýmis störf en lengst af starfaði hún á sambýlum fatlaðra á Akureyri. Utför Unnar Maríu var frá Akureyrarkirkju þann 12. apríl s.l. Þann 9. apríl s.l. lést að heimili sínu, Reynihólum 9, Dalvík, Kristín Gunnlaugsdóttir. Kristín fæddist á Akureyri 1943. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Einarsson, (1910 -1982) og Ester Marteinsdóttir, (1911-1993). Bróðir Krístínar er Einar Gunnlaugsson, (f. 1933). Kristín giftist 1961 Ottó Jakobssyni, (f. 1942). Böm þeirra eru: Gunnlaugur, (1961-1981), Ester Margrét, (f. 1963), Svanur Bjami (f. 1967), Ottó Biering, (f. 1974). Bamabörnin eru 11 og eitt bamabamabam.Utför Kristínar var frá Dalvíkurkirkju þann 19. apríl s.l. HÞann 22. apríl lést á Landsspítalanum, Ingólfur Júlíusson frá Syðra- Garðshomi. Ingólfur var fæddur 4. maí 1970, sonur Júlíusar J. Daníelssonar (f. 1925) og Þuríðar Ámadóttur (f. 1933). Systkini hans eru Árni Daníel (f 1959) og Anna Guðrún (f. 1961). Hálfsystir hans, samfeðra er Guðbjörg (f. 1950). Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er Monica Haug, dætur þeirra heita Hrafnhildur og Sara. Ingólfúr flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur 5 ára að aldri bjó þar síðan. Hann lagði gjörva hönd á margt og spilaði m.a. í frægum pönkhljómsveitum á unglingsámm. Lengst starfaði hann sem ljósmyndari og hafa ljósmyndimar borið hróður hans víða. Ein mynda hans af Eyjafjallajölkulsgosinu var t.d. kosin fréttamynd ársins hjá Reuters árið 2010. AFHJÚPUN BAUTASTEINS OG MINNINGARATHÖFN UM ÞÁ SEM FÓRUST í PÁSKAVEÐRINU 1963 var haldin á Dalvík 9. apríl s.l. Bautasteininn afhjúpuðu ekkjur og aðstandendur sjómanna sem drukknuðu þennan örlagadag. F.v. : Bragi Jóhannsson, Sigríður Hermannsdóttir, Jóhanna Óladóttir, Hermanda Jóhannesdóttir, Valrós Árnadóttir og Haukur Sigvaldason en hann hefur haft veg og vanda að gerð steinsins og undirhúningi athafnarinnar ásamt Stefáni Loftssyni og Mariu Jónsdóttur. Þau vinna einnig að heimildarmynd um páskaveðrið. Snjóflóðahrina Óvenju mörg snjóflóð hafa fallið utan byggðar á Tröllaskaga að undanförnu. Skíðaleiðsögumaöur hjá Bergmönnum var hætt kominn er hann lenti í tlóði í hlíðinni við Sauðanes þann 16. apríl sl. Fjórir skíðamenn sem með honum voru aðstoðuðu við að koma honum upp í þyrlu sem flaug með hann til Akureyrar. Maðurinn var með slitin liðbönd og lemstraður en nær sér að fullu að sögn. Sveinn Brynjólfsson hjá snjóflóðadeild Veðurstofunnar segir að hér sé á ferðinni „alvöm snjóflóðahrina“. Segja má að fjandinn hafi orðið laus eftir síðasta norðanáhlaup. Mörg stór flekahlaup hafa fallið í botni Skíðadals í Ólafsfirði, Hlíðafjalli og víðar á Tröllaskaga. Stórt flóð féll í hlíðinni fyrir ofan Dæli í Skíðadal. Óskar Gunnarsson bóndi í Dæli segir snjóflóð algeng á þessum stað en þetta sé það breiðasta sem hann hafi séð. Bænum var þó engin hætta búin. Stórt snjóflóð féll yfir nyrðsta stálþilið úti í Múla, yfir veginn og í sjó fram. Þurfti að loka veginum af þeim sökum og síðan aftur þegar flóðið féll sem skíðaleiðsögumaðurinn lenti í. Ekki er með fullri vissu hægt að staðhæfa að hann hafi valdið flóðinu en það er ekki ólíklegt að sögn Sveins. Þrátt fyrir mörg stór flóð var byggð þó hvergi hætta búin í þessari hrinu. Hins vegar skapar aukin ásókn vélsleða- og skíðamanna í óbyggðir aukna hættu á óhöppum. Sömuleiðis má segja að aukin krafa um að halda samgönguleiðum eins og Múlaveginum opnum skapi aukna áhættu. Áður fyrr lokaðist vegurinn sjálfkrafa og þar með þurfti ekki að hafa áhyggjur þótt snjóflóð félu yfir hann þvers og kruss. Sveinn segir að á móti hafi þó orðið nokkur vitundarvakning á þessu sviði. Vélsleðamenn hafi oft á tíðum farið heldur ógætilega en séu að taka sig á i þessum efnum. Fjallaskíðaútgerðin leggi einnig mikla áherslu á öryggismál gagnvart snjóflóðum og öðrum hættum. Veðurstofan hefur gefið út snjóflóðaspár sínar tvisvar í viku sem er of sjaldan fyrir t.a.m. Bergmenn sem fara á hverjum degi upp um fjöll. Veðurstofan hefur að undfanfömu því reynt að gefa út daglegar spár á meðan ástandið er ótryggt. Jóhann Svarfdælingur Málþing og leikin söngdagskrá í Bergi 4. maí Kl. 13:00-Málþing Málþing um Jóhann K. Péturssons Svarfdæling á vegum Byggðasafnsins Hvols á Dalvík. Fríttinn. 13:00 íris Ólöf safnstjóri kynnir málþingið og segir ístuttu máli frá áherslum safnsins í Jóhannsstofu. 13:10 Guðný Ólafsdóttir meistaranemi í upplýsingatækni sýnir fræðslumynd um Jóhann Svarfdæling 13:20 Jón Hjaitason sagnfræðingur - Draumalíf eða skuggalíf. 13.40 Finnbogi Oddur Karlsson læknir - Ofvöxtur og æsavöxtur 14:00 - 14:30 Hlé 14:30 Óskar Þór Halldórsson, fjölmiðlamaður - Á slóð Jóhanns í Flórída 14:50 Hermína Gunnþórsdóttir, lektor í menntunarfræðum HA - Viðbrögð samfélags við „hinum". 15:10 Arndís Bergsdóttir safnafræðingur - Sýningargripur lífs og liðinn. 15:30 íris Ólöf flytur Ijóð eftir Jóhann og slítur málþinginu Gengið út í Hvol og stofur Jóhanns skoðaðar. Kl. 17:00 Of stór! Dagskrá í tali, tónum og leiknum atriðum um ævi og störf Jóhanns Kr. Péturssonar Svarfdælings. Flytjandi: Samkór Svarfdæla aukinn og endurbættur. Stjórnandi og höfundur: ívar Helgason. —--- -JfcC i rt & . . ' .. sK. . .. m laugardagurinn 4. maí Söfn og sögulegt fólk Fríti á sofnín I Opin 13-17 MENNINGARRÁÐ EYPINGS

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.