Norðurslóð - 23.05.2013, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 23.05.2013, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð Ogleymanleg vinnuferð á Tungnahrygg Sveinn Brynjólfsson Um Tungnahryggskála og hans merkilegu sögu þarf ekki að fjölyrða í þessari ferðasögu sem mig langar að deila með lesendum, enda hafa skálanum verið gerð góð skil í Norðurslóð og vill undirritaður þakka það góða framtak. Á síðasta ári barst Ferðafélagi Svarfdæla sú höfðinglega jólagjöf frá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Heliskiing, með Jökul Bergmann í fararbroddi, að flytja með þyrlu, efnivið, búnað og menn til viðhalds og endurnýjunar skálans á Tungnahrygg. En Jökull hafði eitthvað heyrt af vangaveltum ferðafélagsmanna um umfangsmikla selflutninga að vetri, á vögnum aftan í vélsleðum. Vitað var að fljúga þyrfti með nokkuð skömmum fyrirvara, þegar vel stæði á í þyrluskíðaútgerðinni á Klængshóli. Nokkir valinkunnir ferðafélagsmenn höfðu komið sér saman um að grípa fyrsta tækifæri í dymbilvikunni en það gekk ekki eftir. Svo kom kallið frá Jökli 22. maí, boð um að fljúga seinnipartinn daginn eftir. Eðlilega áttu ekki allir heimangengt með svo skömmum fyrirvara, sem áður höfðu ætlað sér, en úr varð að fimm ferðafélagar stukku af stað og dvöldu frá miðvikudegi til laugardags við rif, smíðar og endurbætur á Tungnahryggsskála. Þetta voru þeir Stefán Hallgrímsson og Dagur Oskarsson ásamt bræðrunum Sveini, Skafta og Kára Brynjólfssonum. Helstu fyrirhuguð verk voru að rífa myglaðan skáp úr spónaplötum, setja upp nýjar útidyr, þétta og klæða forstofu að innan, en snjór og bleyta pískraði þar víða inn. Einnig átti að koma fýrir vaski í eldhúsbekknum, smíða tvær kojur í forstofuna og setja upp olíueldavél (Solovél) í innra rýmið líkt og hefur frá upphafi verið í Mosa, skála félagsins í botni Böggvisstaðadals. Þegar komið var í Klængshól seinnipart miðvikudags 23. maí var gengið í að pakka efniviði og verkfærum sem safnað hafði verið saman til ferðarinnar. Þ.á.m. voru tugir lítra af olíu á Solovélina auk miðstöðvarofns sem settur verður upp í forstofunni og tengdur vélinni með lokaðri hringrás, sem gerir þurrkaðstöðu til fyrirmyndar. Mikil áhersla var lögð á að ganga haganlega frá farminum, olíubrúsum og smáhlutum þéttpakkað í Sæplastkar, timburlengjur lagðar ofaná og strappaðar vandlega. Utan um allt saman var sett þar til gert farmnet en steinullarbölum sem síðar áttu eftir að velgja okkur undir uggum, hlaðið inn í farangursrými þyrlunnar. Öruggast var talið að fljúga fímmmenningunum án farmsins og lagði Snorri flugmaður ríka áherslu á að við tækjum með okkur allan persónulegan búnað ef eitthvað kæmi uppá í næsta flugi. Ferðalagið uppeftir gekk prýðisvel a.m.k. eftir að flugmaðurinn uppgötvaði að Stebbi stóð á stýrinu í gólfinu, hafandi átt í mestu vandræðum með að forða þyrlunni frá því að fljúga upp á Heiðinnamannadal, því hún leitaði svo undarlega til vinstri. Einkennilegt þótti okkur að lyftast mjúklega upp úr hamragirtum Skíðadalsbotninum, Þyrlan heima á Klœngshóli mjög óvenjulega leið að okkar mati, norðan í leiðarhnjúknum Ingólfi. Örfáum mínútum eftir flugtak lentum við alsælir og gengum aldrei þessu vant ósveittir inn í skálann góða. Á meðan þyrlan fór tilbaka eftir farminum kepptust menn við að rífa skápinn og koma rusli út á annað farmnet sem breitt var úr á hryggnum á milli kamars og skála sem þyrlan tæki til byggða í næstu ferð. Strekkingsvindur var yfir hrygginn og ekki laust við að efi læddist að mönnum um að þyrlan kæmist aðra ferð og/eða gæti athafnað sig við fannflutninga hjá skálanum. Skömmu síðar birtist þyrlan aftur vestan í Ingólfi en virtist standa í stað, því okkur þótti hún aldrei ætla að ná til okkar yfir jökulinn. Þá hékk neðan í henni timburbúntið eitt og sveiflaðist eins og þvottur á snúru í strekkingnum. Farmurinn hafði reynst of þungur í heild sinni og þurfti að skilja karið með Solovélinni eftir sem Kára þótti afleitt, því enn var hann að hvessa og Kára mikið í mun um að geta sofið um nóttina við ljúfa tóna Solovélarinnar. Að endingu kom þyrlan sína þriðju ferð með karið góða við mikla kæti fimmenninganna, en nú var orðið býsna hvasst og greinilega töluvert streð á þyrluflugmanninum að hemja græjuna til lendingar á milli kamars og skála svo vel færi á karinu hangandi neðan í. Það gekk furðuvel enda vanur maður, reyndar fengum við að heyra þegar hann var lentur að litlu hefði mátt muna að hann sleppti ekki karinu úr fullri flughæð, því að í veltingnum á leiðinni hefði farþegabekkurinn (sem lyft hafði verið upp til að koma steinullinni um borð í ferð nr. 2) skollið niður með miklum hvelli og skotið flugmanni og Jökli heldur en ekki skelk í bryngu. Þegar Jökull og Snorri flugmaður voru kvaddir og þeim þakkað innilega fyrir flutninginn var farið að hugsa um mat. Eins og gefur að skilja er umfram allt í ferðum sem þessum að hafa staðgott nesti, nóg kjét, smjér og rjóma. Ekkert vantaði þar uppá því Stebbi, Kári og undirritaður höfðu ákveðið að koma hver með eina sameiginlega máltíð fyrir hópinn, og nú kom á daginn að allir höfðu komið með vel af nautakjöti, rjóma og smjöri en heldur minna af grænmeti. Það þótti engum slæmt og úr varð að við grilluðum þessa fínu nautasteik þrjú kvöld í röð, í misbrjálaðri SV-rigningarlemju með Royal kaldan búðing og rjóma í eftirmat. Lítið var unnið fyrsta kvöldið enda orðið framorðið eftir hina næringarríku máltíð svo Kári varð að gefa upp vonina um að sofna út frá hinu vinalega og langþráða kurri í Solovélinni. Um nóttina hentist skálinn til i rokinu svo undirrituðum stóð alls ekki á sama og var farinn að búa sig undir að fmna til hlífðarfotin þegar, en ekki ef skálinn splundraðist, meðvitaður þó um að hann hefði staðið af sér ýmsa hvelli um dagana (eflaust ekki fyrsti gesturinn sem það hugsar á þessum tignarlega, og vindasama stað). Fimmtudagurinn varð nokkur drjúgur í vinnu þrátt fyrir „SV- ofstólpalognið" eins og Stefán orðaði það gjaman. Hópurinn skipti með sér verkum og þurfti ekki langan fund til að raða mönnum niður á verkin því Dagur smiðssonur og þúsundþjalasmiður var sá eini sem gat einn og óvaldaður snúið við útihurðinni og sett hina nýju hurð innan við hana. Stebbi, vanur vélstjóri til sjós fór eðlilega í að setja niður Soloinn og Kári sérlegur ákafamaður um þann munað var honum til hjálpar. Hinir bræðumir tóku sér sporjám í hönd og fóru að troða hampi í allar þær glufur í forstofunni, hátt og lágt sem SV- rigningarlemjan þrýsti sér inn um með látum, í verstu hryðjunum. I einni slíkri sá undirritaður, sem hafði orðið seinni en aðrir í kaffi, út um forstofugluggann hvar einn steinullarbalinn (þéttvafinn í þetta fína plast) læddist varlega af stað norður með skálanum en skautaði svo heldur léttilega út Slitvindamúlann. Ekki var annað að gera en hlaupa út, á óreimuðum Þelamerkurskónum því bölvaður balinn gerði sig nú líklegan til að renna fram af hryggnum niður á opinn flatann þar sem vindurinn eyrði eflaust engu. Sama hvemig ég reyndi að stika hraðar og hraðar í blautum og gljúpum vorsnjónum, á óreimuðum skónum dró lítið sem ekkert saman með okkur balanum og hann fleygði sér vitanlega fram af hryggnum í opið fangið á SV- vindinum. Heldur hnípinn snéri ég við, sótti hlífðarföt, súkkulaði og skíðin og sagði strákunum að ég ætlaði að elta steinullarbala sem stauk og bað þá að fara ekki að svipast um eftir mér fyrr en 1,5 klst síðar, því ég gæti þurft alla leið niður af jöklinum sýndist mér eins og rennslið hafði verið á balanum út eftir flatanum. Fljótlega kom ég á slóð balans og rakti hana NA á jökulinn hvar brattast er niður á hann af Tungnahryggnum. Snjórinn var það nýlegur að ég þurfti alvarlega að hugleiða hvort mér væri óhætt að fara þessa sömu leið og balinn, vegna snjóflóðahættu. Færið var þungt með köflum og vindurinn hviðóttur sem reyndi verulega á jafnvægislistina, sem auðvitað brást af og til. Nokkrum sinnum hægði balinn á sér á brekkubrúnum eins og til að hæðast að mér þegar ég hefði dregið nógu mikið á hann, og skellti sér svo niður í næstu brekku á þessu fína rennsli og endaði auðvitað í logninu í botni Greinarhöfundur saxar steinullina af sannri list Austurdalsins skammt framan við jökulsporðinn. Eg tók þessu með jafnaðargeði (a.m.k. þegar ég sá að balinn ætlaði ekki lengra) og dró nú upp snærishönk sem ég hafði látið í vasa minn og búist við að myndi koma sér vel við að ferja djöfsa heim í skála aftur. Ég girti á hann góða teymingargjörð og átti þá eftir nógu langan enda til að hnýta um mig miðjann svo ég gat dregið balann á eftir mér upp allan jökulinn án þess að hann flæktist nokkuð fyrir mér. Um 1,5 klst eftir að ég lagði upp í þessa bjarmalandsför sá ég heim að skálanum og að tveir menn hökktu undan rokinu, komnir góðan spöl til móts við mig. Heldur var Skafti hikandi þegar við mættumst, eins og hann vissi ekki hvort ég áliti meiri skömm að fara of snemma að athuga með bróður sinn eða of seint, og bar því við að hann treysti ekki skíðafúnum hnjánum á mér í þessu færi og hefði viljað vita hvort ég væri á löppunum eða þyrfti að halda kyrru fyrir í þessu dæmigerða ofkælingarveðri v. meiðsla. Ég tók þessum fyrirvara hans afar vel og tjáði honum að glansinn væri löngu farinn af þessum hluta eigin stolts. Eftir hina krefjandi glímu við SV-kalsarigninguna og bansettan Stebbi og Dagur hengja mismyglaða seóia tii þerris, úr peningakassanum sem ekki hafði verið opnaður lengi. Ein af 'þremur veglegum kvöldmáltiðum, þar sem öll kvöld var grillað nautakjöt með köldum Royal búðingi og rjóma í eftirmat.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.