Norðurslóð - 20.06.2013, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 20.06.2013, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 37. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 20. JÚNÍ. 2013 6. TÖLUBLAÐ Hæ hó ogjibbijei sungu leikskólabörn á Dalvík framan við Ráðhúsið áföstudaginn ítilefni komandi þjóðhátíðar ogþess að sólin skín svo skœrt upp á hvern einasta dag. Á skíðum í Fjallinu 17. júní Að morgni 17 júní héldu þau Jón Arnar Sverrisson, garðyrkjustjóri og Ingigerður og Kristín Júlíusdætur með skíði á bakinu upp á skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli alla leið upp í miðja efri lyftu og renndu sér eina salíbunu niður að Brekkuseli í tilefni þjóðhátíðardagsins. „Þetta var mjög gaman. Veðrið var svo gott og færið var bara ágætt. Við þurftum aðeins að renna okkur á lyngi á milli skafia en það var ágætur snjór mestalla leiðina". sagði Jón Arnar í samtali við Norðurslóð. Ekki er vitað til þess að skíðamenn hafi áður rennt sér á þjóðhátíðardaginn á skíðasvæðinu. Snjó hefur tekið hratt upp í blíðviðrinu undanfarinn hálfan mánuð og mikill munur á svæðinu Ingigerður og Jón Arnar léttklœdd ogþjóðleg ó Böggvisstaðafjalli 17. júní og þann 1. júní sl þegar það var sagt frá því að svæðið hafi verið síðast opið almenningi. Mest var opið í júni. Þá var það opið í tvo það þó til gamans gert til að geta tíma og nýtti hópur fólks sér það. Byggðasafnið gefur út lítið kver um Kristján Eldjárn F Obirt efni lítur dagsins Ijós Byggðasafnið Hvoll hefur sent frá sér fjórða kverið í ritflokknum „Litil kver" og nefnist það Lítið kver um Kristján Eldjárn og Svarfaðardal. Höfundur þess er Þórarinn Eldjárn. Áður hefur komið út á vegum safnisins; lítið kver um handverksmenn i Svarfaðardal, á Upsaströnd, Dalvík og Arskógsströnd eftir Þórarinn Hjartarson, Litið kver um skemmtun og dœgradvöl i Svarfaðardal og nágrenni eftir Atla Rafn Kristinsson og Lítið kver um Jóhann K. Pétursson Svarfdæling eftir Jón Hjaltason. Kverin eru öll til sölu á Byggðasafninu og kosta 500 kr en öll saman kosta þau kr 1500. „I formála kversins segir Iris Olöf, safnstjóri að samkvæmt lögum beri byggðasöfnum að leggja rækt við sögu síns starfssvæðis og sinna rannsóknum á henni. Á næstu árum verði haldið áfram að taka fyrir afmörkuð efhi tengd sögu svæðisins, þau rannsökuð og niðurstöðurnar gefnar út í þessu formi. „Þórarinn Eldjárn rithöfundur, sonur Kristjáns, hefur valið og tekið saman efnið sem birtist hér í þessu litla kveri. Eins og við er að búast tekur hann efnið sínum tökum og er útkoman einkar fróðleg og skemmtileg." segir í lok formálans. Persónuleg efnistök I kverinu rekur Þórarinn ævi Kristjáns með sérstakri áherslu á uppvaxtarárin í Svarfaðardal. Nykurinn vaknar Hlaup kom í Grundarlæk 9. júní sl. og flæddi lækurinn þegar mest lét beggja vegna bæjarins og mátti litlu muna að flóðið kæmi á útihús með ófyrirséðum skaða. Lækurinn bar með sér töluvert af aur og fór það að hluta til yfir heimatún á Grund. Betur fór en á horfðist enda hlaupið frá sögulegu sjónarmiði tiltölulega smátt. Svo heppilega vildi til að beltagrafa var í grrennd og ver henni ekið í skyndi þangað sem lækurinn flæddi upp úr farvegi sínum þar sem Grundargilið opnast. Klöpp er þar í læknum sem oft hefur bægt vatninu frá því að stefna á bæinn við svipaðar aðstæður en nú fiæddi vatnið yfir klöppina og myndaði kvísl sem rann sunnan við Bæinn. Grundarlækur kemur sem kunnugt er úr Nykurtjörn og eru hlaup í honum engin nýlunda. Af því er sprottin sú þjóðtrú að nykur búi í jörninni sem bylti sér á vorin með þessum afleiðingum. Flóð í Grundarlæk hafa valdið Grundarbændum miklum búsifjum í gegnum tíðina og var jörðin í eyði um tíma á nítjándu öld af þeim sökum. Á seinni árum hafa menn þó oftast geta komið í veg fyrir fióð með því að moka rás fram úr skaflinum sem gjarnan myndar stíflur í lækinn við mynni Nikurtjamar. Friðrik Þórarinsson bóndi á Grund segir snjólétta vetur síðustu ára hafa valdið því að ekki hefur þurft að moka og hafí menn því verið orðnir fullkærulausir um hættuna sem af læknum getur stafað. Væntanlega verði farið i einhverjar varanlegar fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir veturinn. Meira er fjallað um sögu Grundarlækjar á bls. 3 og 4 hér í blaðinu. Þrír ungar komnir Álftahjónin á Hrísatjörn eru komin með þrjá unga. Haukur Snorrason hefur fylgst með heimilislífinu hjá hjónunum frá því hann náði frægri mynd af kerlunni í vor sem birtist á forsíðu Moggans þar sem kerla hafði orpið einu eggi á kaldan klakann á tjörninni. I framhaldinu var ekið með hálm handa hjónunum sem þau nýttu sér til hreiðurgerðar og hefur kerla síðan legið sem fastast á. Haukur hlúði að „ísegginu" sem best hann mátti og kom því svo undir kerluna. „Eg merkti það með krossi og er nú nokkuð spenntur að sjá hvort það hafí ungast út sagði Haukur í samtali við Norðurslóð. Ekki hafði honum tekist að komast að hreiðrinu því karlinn ver það með kjafti og klóm. Ljósm. Snorrason Haukur BYGGÐASAFNIÐ HVOLI, DALVÍK Lítid kver um Kristján Eldjárn og Svarfaðardal M.a. birtir hann margar áður óbirtar frásagnir úr dagbókum og minnisbókum Kristjáns af mönnum og málefnum í Svarfaðardal á þessum árum og hugleiðingar hans í kring um þær, einnig bréfaskipti Krisjáns við foreldra sína og Hjört bróður sinn frá Kaupmannahöfn og Grænlandi þar sem hann var við fornleifauppgróft. Þá eru stiklað á stóru yfir fræðastörf Kristjáns sem tengjast Svarfaðardal, fomleifarannsóknir, greinaskrif og útgáfa. Einnig er þar að finna merkilegt orðasafn úr kompu Kristjáns þar sem .tínd eru til staðbundin orð og orðatiltæki sem svarfdælir höfðu á takteinum í æsku hans. Síðast en ekki síst er þar að finna óbirt ljóð sem Kristján orti til heimabyggðar sinnar í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember 1941. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 Samkaup Íw.kv«1

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.