Norðurslóð - 20.06.2013, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 20.06.2013, Blaðsíða 3
3 - NORÐURSLÓÐ Grundarlækur og Nykurtjörn Hafa valdið Grundarbœndum búsijjum um aldir Hlaupið í Grundarlæk á dögunum gefur tilefni til að rifja upp gamlar frásagnir af slíkum náttúruhamförum og hugleiðingar manna í gegnum tíðina um orsök þeirra. Skriðufóll og snjóflóð Ólafur Jónsson (1895-1980) helgar Nykurtjörn allmikinn kafla í riti sínu Skriöuföll og snjóflóö. (1957) Þar segir hann frá hlaupi miklu sem varð í Grundarlæknum þann 26. júní 1949. I framhaldinu rifjar hann upp ýmsar frásagnir sem áður hafa verið settar á blað um Nykurtjörn, I Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1712 segir t.a.m. svo um Grund: „Túnið er af voveijlegu skriðufalli til helminga eyðilagt, og eykst árlega meir og meir og einkanlega fyrir fimm árum féll hér á stórlegur skaði, og þá var afturfœrð landskuldin (...) Sýnist liklegt að þessi skaði eyðileggi jörðina um síðir ". Ólfur Olavius sem ferðaðist um ísland 1775-77 fjallar um Nykurtjörn (sem hann kallar raunar Nykurvatn) í ferðabók sinni og getur um vatnahestinn sem þjóðtrúin telji að orsaki hin miklu flóð í læknum. „Sennilegra er þó að þessu valdi innilokað loft eða vatnsœðar í fjallinu sem skyndilega opnist, heldur en hreyfingar vatnahestsins, sem fullkomlega verður að efa, að sé til. " segir Olavius I sóknarlýsingu Tjarnarsóknar sem sr. Árni Snorrason á Tjörn skráði 1840 segir hann um tjörnina: „Þar upp undan, i heiðinni, undir björgum nokkrum og innan kringstandandi hraunhóla, stendur tjörn nokkur, Nykurtjörn, veiðilaus að menn meina, en að þvi leyti merkileg, að oftast nœr íjúnímánuði og stundum fyrr kemur í hana ólga svo mikil, að hún mölvar af sér allan is, enda þótt vel þykkur sé, og kastar isstykkjum i loft upp út frá sér, hér um bil 30 faðma, með miklum dunum og ólátum, og þó sýnist hún ekki vaxa, en við þetta kemurþó svo mikið vatnsflóð í læki þá , sem úr henni renna, þó eifyrr en nokkru neðar í fjallsbrekkunni aðjörðin Grund hefur liðið þar við stórar skemmdir og fengið máske bráða eyðileggingu, ef ei vœri mannfjöldi til hjálpar kallaður, og hefurþó beðið mikið landnám bœði á túni og engi". Þorvaldur Thoroddsen jarð- fræðingur (1855-1921) fór um Svarfaðardal 1896 og fór þá að tjörninni í fylgt tveggja mektarbænda úr dalnum, þeirra Þorgils Þorgilssonar á Sökku og Jóhanns Jónssonar hreppstjóra á Ytra Hvarfi. Jóhann hafði átta árum áður farið ásamt fleirum í rannsóknarleiðangur að tjörninni á vegum Landssjóðs, sem var eigandi jarðarinnar, til að kanna aðstæður og geta til um orsakir flóðanna. Þetta var eitt hinna náköldu ára eftir 1880 þegar hafís lónaði fyrir landi og frost fór sums staðar á Norðurlandi ekki úr jörðu allt sumarið. Rannsókarferðin var farin þann 3. nóvember 1888 og hafði ís þá aldrei bráðnað af tjörninni nema með ströndum fram. Voru þær vakir nú aftur frosnar svo hægt var að mæla dýpt hennar hér og hvar með lóðlínu í gegn um göt á ísnum. Jóhann skilaði greinargóðri skýrslu um athuganir sínar, stærð tjarnarinnar og staðhætti alla í kring um hana, og einnig hugleiðingar um orsök hlaupanna: „Þar sem hraunbotn fannst með lóðinu alls staðar, þar sem mælt var, virðast miklar likur lúta að því, að ein eðafleiri botnæðar liggi frá botni tjarnarinnar djúpt niður í hrauni, undir brúninni, komi aftur fram niður í gili, eftil vill á einum eða fleiri stöðum, þar sem allt er stórgrýtisholurð; eru mikil líkindi til, að áþessari leið sé einhver ketill eða kimi, sem vatn getur safnast í, en frost á vetrum stifli framrásina neðarlega í brúninni, sem aftur þiðnar á vorin um sama leyti, eftir þvi sem náttúran framleiðir þetta, því austurhlið brúnarinnar blasir mót sólu á vorin og er oft snjólítil (...) Vegna þess að hlaupin munu aldrei koma ofanjarðar frá tjórninni fram yflr brúnina, byggjum við álit okkar á því, sem framan er sagt; að öðrum kosti virðast hlaupin ekki geta staðið í nánu sambandi við tjörnina, sem eru þó miklar líkur að til sé." Tilgátu þessari til stuðnings tilfærir Jóhann frásögn fólks á Grund sem tíu árum áður var á grasafjalli við tjörnina um fardagabil. Sáust þá smáanfarveg upp við Nykurtjðm " Það sem þeim yfirsást var að tært bergvatn hefur eitt og sér ekki mikið rofmagn jafnvel þó í miklum mæli sé en eftir því sem vatnsflóðið rífur með sér meira af grjóti og jarðefnum eykst eyðingarmáttur þess og geta til að grafa sér enn dýpri farveg eins og glöggt má sjá á Grundargili. Árni veltir hins vegar fyrir sér því undarlega uppátæki Þorsteins Svörfuðar landnámsmanns að velja sér bæjarstæði á Grund af öllum stöðum, svo að segja beint niður undan gapandi gilkjaftinum. Það skyldi þó aldrei vera að Útburðarhraun sem myndarkvosina sem Nykurtjörn situr í hafi fallið eftir landnám. Þeirri spurningu lætur Arni þó ósvarað. Gátan ráðin Ólafur Jónsson segir í Skriðuföllum og snjóflóðum ekki hafa getað grafið upp hver það var sem á endanum leysti gátuna um Nykurtjörn og hlaupin úr henni sem einfaldlega stafa af ís- og krapastíflum sem myndast í útfallinu í leysingum á vorin sem síðan rofnar þegar vatn hefur um lengri eða skemmri tíma safnast upp að baki hennar. í ævisögu Snorra Sigfússonar (1884-1978) Ferðin frá Brekku sem út kom 1968 er því hins vegar svarað hver það var sem fyrstur hóf að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir með því að grafa tjarnarvatninu Jóhann Jónsson vatnsbólur stíga upp úr tjörninni en kunnugur vinnumaður sem var með í för sagði þá tjörnina líklega hlaupa daginn eftir. Gekk það allt eftir, um dagmál morguninn eftir var komið flóð í lækinn. Taldi Jóhann að þarna hefðu loftæðar verið að opnast. Þessa skýrslu Jóhanns á Ytra- Hvarfi og hins svarfdælska rannsóknarleiðangurs birtir Þorvaldur Thoroddsen í ferðabók sinni og gerir engar athuasemdir V\b.„Afþví að skýrsla þessi umferð félaganna er góð og greindarlega samin " segir Þorvaldur. Tilgátan um jarðklakastíflur er að vísu ekki rétt. Árni Hjartarson Jarðfræðingur segir í grein sem hann skrifar um Nykurtjörn í Norðurslóð 1978 að það sem blekkt hafí leiðangursmenn ogjafnvel hinn hálærða jarðfræðiprófessor Þorvald Thoroddsen sé að líkindum hinn sakleysislegi farvegur úr tjörninni. ,J>eim fannst útilokað að lækurinn sem grófhið feiknarmikla Grundargil gæti hafa runnið um svo Snorri Sigfússon farveg í gegn um skaflinn sem er jafnan orsök stíflunnar. Snorra var Grundarlækurinn og Nykurtjörn augljóslega hugleikin enda umtöluð ógn af þeirra völdum á uppvaxtarárum hans í Brekku. Helgar hann tjörninni heilan kafla í æfísögu sinni. „Mátti segja að menn væru oft kvíðafullir á vorin þegar búist var við hlaupi úr lœknum" segir Snorri og rifjar síðan upp að móðir hans hafi eitt sinn verið hætt komin þegar hún féll í flóðið eitt vorið og menn voru að reyna að hemja framburð þess með fjárhúshurðum sem í þá daga var eina vörnin sem menn töldu sig eiga völ á til að hamla landspjöllum af völdum flóðanna. Snorri rifjar einnig upp að þegar Sigurður Halldórsson hákarlaskipstjóri (1859-1904) flytur að Grund 1898 hafí hann sótt fast eftirþví við eiganda jarðarinnar, Landssjóð, að eitthvað yrði gert til að hefta þessi landsspjöll. „Mun þetta hafa verið í athugun síðustu árin, og sú ákvörðun tekin, sem Grundargil ber glöggt vitni um eyðingarmátt Grundarlœkjarins. Til sitt hvorrar handar eru Brennihnjúkur t.v og Litlihnjúkur t.h. Nykurtjörn. A myndinni sést vel hvernig tjörnin er mynduð í hvilft innan við svokallað Útburðarhraun. Afrennslið úr tjörninni er næsta sakleysislegt miðað við hrikalegt gilið neðan við sem vatnsflóðin hafa grafið ialdanna rás. margur hefir furðað sig á. Því að í staðinn fyrir að hyggja að upptökunum og fást við þau, er ráðist í að hlaða mikinn garð fyrir lækinn. Og hið fáránlegasta var, hve garðurinn hallaði lítið norður og niður eftir. Þess vegna fór svo næsta vor , að lœkurinn rann alls ekki meðfram garðinum heldur fyllti upp með möl og grjóti ofan við garðinn og fossaði síðan fram afhonum. Máttiþakka hamingjunni að ekki hlutust af stór spjöll i næsta hlaupi, því nú var enginn viðbúnaður annar til varnar... " Snorri segir bjargráð þetta hafa verið til einskis en kostað Landssjóð drjúgan skilding. Jörðin lækkaði hins vegar í verðgildi eftir umrætt flóð sem fyrir sitt leyti auðveldaði ábúandanum að kaupa hana. Síðan segir Snorri: „Magnús Pálsson búfrœðingur gerðist ráðsmaður á búi Sigurðar Halldórssonar á Grund og siðar tengdasonur hans. Hann þekkti vel allar aðstœður og sögu lœkjarins, enda borinn og barnfœddur Svarfdælingur. Hann athugar upptök lækjarins og skilur orsakir hlaupanna. Hann fer með nokkra menn snemma vors upp að Nykurtjörn og mokar rauf í skaflinn og gefur vatninu framrás, lækurinn fer svo hœgt af stað og grefur sig smátt og smátt lengra niður farveginn. Þetta gerist hægt og tekur nokkra daga, en öllum óðahlaupum erþar með afstýrt. Og með því aðfara þannig að á hverju vori hefir lœkurinn engu tjóni né vandræðum valdið. Er enginn vafi á þvi, að girða má fullkomlega fyrir hlaupin og á varanlegan hátt með því að sprengja þarna farveg í kambinn og búa til lokað rœsi úr tjörnnni, og gera með því rennsli lœkjarins jafnt og eðlilegt árið um kring. Þannig hefði vitanlega átt að fara að, þegar garðurinn frægi var hlaðinn. Og e.t.v. hefir það verið sú leið sem um var talað í Nykurinn í Nykurtjörn Sagt er að í Nykurtjörn búi nykur en það er sem kunnugt er skepna sem hefur allt sköpulag hests að öðru leyti en þvi að hófarnir snúa aftur. Nykurinn hefur þann sið að leggjast í dvala yfír veturinn á meðan ís er á tjörninni en þegar vorar tekur hann að bylta sér með þeim afleiðingum að ísinn brotnar og kastast þá klakastykkin hátt í loft upp. Hleypur þá slíkt flóð i Grundarlækinn að hann byltist yfir bakka sína með grjótburði og skaða fyrir tún og byggingar bændanna á Grund og í Brekku. I Grímu hinni nýju er að finna eftirfarandi frásögn um nykurinn í Nykurtjörn: Einu sinni var stúlka á Grund í Svarfaðadal að smala ám i fjallinu uppfrá bænum. Hún kom að tjörrt nokkurri, sem er þar ífjallinu, og sá hest standa við hana. Gengur hún að honum og sezt á bak. Þetta sá smalifrá nœsta bæ við Grund, er var staddur þar skammt frá. En um leið og slúlkan er komin á bak hestinum, sér smalinn, að hann tekur snöggt viðbragð og sekkur með stúlkuna út i tjörnina og hvarfmeð hana á bólakaf Sást stúlkan aldrei framar. Þóttust menn þess fullvissir, að það hefði verið nykut; sem henni hefði sýnzt vera hestur. Hefur tjörnin síðan verið nefnd Nykurtjörn.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.