Norðurslóð - 20.06.2013, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 20.06.2013, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Grundarstofunniforðum þegar sagt var „...Grafa gil, gera göng, " En sá sem þau orð talaði heflr líklega litlu ráðið um þá framkvæmd sem ofan á varð, og reyndist til spotts og háðungar. Enda hefir mérjafnan fundist, að garðurinn frægi sé eins konar feimnismál sem enginn vill láta bendla sig við. Mér hefir verið nokkuð tíðrœtt um Grundarlœkinn, bæöi afþví að mér fannst hann slikt stórveldi og dularfullt undur í bernsku minni, sem mönnum stóð stuggur afog var lika skaðsamlegur, og svo vegna þess framtaksleysis og úrræðaleysis allra alda, að sjá ekki við honum, og svo vegna þess, hversu báglega til tókst, þegar hið opinbera œtlaði að leysa vandann." Með þessum orðum lýkur Snorri frásögn sinni í Ferðinni frá Brekku. Hlaupið 1949 Norðurslóð ræddi við systkinin frá Grund, börn Stefáns Bjórnssonar og Dagbjartar Ásgrímsdóttur á dögunum og kjölfar þess sendi Þorsteinn Svörfuður Stefánsson blaðinu eftirfarandi frásögn af fióðinu 1949: . ..Faðir okkar systkinafrá Grund fór á hverju vori upp að Nykurtjörn, þaðan sem lœkurinn rennur, til að aðgæta stöðuna þar. Veturinn 1949 var mjög snjóþungur, svo að til er mynd af okkur Jóa frá 1. maí þar sem við erum á skíðum og enn sér ekki á dökkan díl. Kindurnar báru í húsi þetta vor. Eg man að við pabbi og sennilega Jói líka fórum upp að Nykurtjörn um eða rétt eftir miðjan júní ogþá sagði pabbi að hann hefði aldrei séð Nykurtjörnina svo gríðarlega Jóhannes Stefánsson fyllta afvatni. Var því farið í að moka hana fram (þ.e. moka göng í skaflinn sem lokaði útrennslinu úr tjörninni). Þrátt fyrir það kom griðarlegt hlaup i ána helgina á eftir, 24.-26. júni, sem hófst snemma dags og stóð allan þann dag og nóttina á eftir, þ.e. heilan sólarhring. Ég varþá 12 ára ogJói 10, Anna 2 og Björn eins árs. Silla var ekkifædd. Pabbi og margir fleiri voru uppi í gili og reyndu allan tímann að halda læknum frá því aðfara beint niðureftir (þ.e. eftir bæjarlæknum) og á túnið og að bœnum. Það var sennilega að ráði Jóns á Jarðbrú, sem mamma og við fjögur börnin fórum suður í Ytra Garðshorn og vorum þar siðla dagsins og um nóttina. Veður var, sem betur fer, mjög gott og við bræðurnir sváfum úti en mamma var inni með litlu börnin (Önnu ogBjörn). Um miðjan daginn breytti flóðið um stefnu, vegnaþess að farvegurinn stíflaðist fremst í gilinu uppi við efri brún. Þorsteinn Svörfuður Stefánsson Þáfór hlaupið norðaustur áflatann sem þar er og niður í Ljósgilslœk og síðar í Brekkulœkinn, þannig að bæjarhúsin í Brekku voru i hœttu. Fóru þá nokkrir menn þangað til að reyna að forða því. Nokkru siðar gafstíflan, fremst í gilinu uppi við efri brún, sig þannig að flóðið fór aftur i farveg Grundarlækjar( niður Grundargil), og bjargaði það húsunum í Brekku. Vegurinn utan og neðan við Grundfór í sundur og miklar skemmdir urðu á högunum neðan við veginn milli Grundar og Brekku og skurðir þar fylltust af aur. Flóðið stóð i sólarhring. Það skemmdi beitarhaga ofan við Grund og spýjur komu niður á túnið ofan við og utan og ofan við Grundarbæinn. Af þessum ástæðum sagði ég í upphafl að mér fyndist það með nokkrum ólíkindum að þessir atburðir skuli hafa gleymst eða ekki tekið mark á þeim. Eg hélt, satt að segja, að búið vœri að laga þessi mál endanlega, með því að setja rör í útrennslið frá Nykurtjörn þannig að útrennslið stíflaðist aldrei. Faðir minn taldi að það væri endanleg lœkning á þessu vandamáli, þar sem þá vœri alltaf afrennsli út Nykurtjörn hvernig sem snjóalög væru á vetrum. Jóhannes bróðir hans hefur líka rifjað upp þessa atburði á á hinni stórfróðlegu heimasíðu fjölskyldunnar www.lambhagi. net. og bætir því við frásögnina að Stefán og Dagbjört hafí alvarlega íhugað að flytja búferlum vestur í Skagafjörð í kjölfar flóðsins og hins snjóþunga veturs sem á undan gekk. I lok frásagnarinnar rekur hann fleiri minningar tengdar læknum og tjörninni: ...En aftur að Nikurtjörninni. Það vandamál hvarf ekkert en þó man eg ekki eftir öðrum eins hamförum aftur eins og vorið 1949. Hinsvegar man eg eftir gríðarlegu fannfergi að eg held veturinn 1955, en eg var þá fimmtán ára. Þá um vorið fór hópur manna, að eg held sex eða sjö, að mér sjálfum meðtöldum, upp að tjörninni eitt kvöld til að moka gegnum skaflinn, sem var að þessu sinni óvenju þykkur og stór. Þegar komið var á staðinn var tekin ákvörðun um að moka ekki göng eins og venja var, heldur grafa gryfjur með nokkra metra millibili og grafa síðan göng á milli Vegalengdin sem moka þurfti var eitthvað yfir 30 metrar, sennilega 36 að mig minnir, þannig að þarna var ansi mikið verkefni, sem klára þurfti um nóttina enda hófðu þessir menn sem þarna voru samankomnir nóg að starfa við skepnuhirðingu á þessum árstíma, þar sem þetta var þegar allir voru uppteknir af sauðburði. Þarna var því unnið af kappi og grafnar gryfiur sem sumar voru þriggja metra djúpar og siðan opnuð göng á milli.Mér er minnisstætt enn í dag hvernig aðstæður voru þarna, snjórinn grjótharður svo að aðeins stunguskóflur komu að gagni við að losa hann og þurfti að tvímoka þegar komið var langleiðina niður i lœkjarfarveginn því maður náði ekki upp á brún frá botni. En allt hafðist þetta og við gátum opnað lœkjarfarveginn seinnihluta nætur og haldið heim á leið eftir erfiða nótt. Næsta vor á eftir fórum við pabbi bara tveir til að athuga ástandið eftir snjóléttan vetur og varþá öðruvísi um að litast, aðeins lítill skafi, en þó nóg til að hindra rennsli úr tjörninni þannig að yfirborð hennar var orðið hœrra en útrennslið. Það tók okkur ekki langa stund að opna farveginn að þessu sinni, aðeins einn eða tvo tíma. Þetta var að degi til í blíðskaparveðri, sunnan stinningsgolu og sólskini, semsagt hláku, eins og best gerist á vorin og upplifunin að vera þarna var einstök í kyrrðinni sem stöku sinnum var rofin af skruðningum þegar grjót og laus jarðvegur var að hrynja úr hnjúknum ofan á ísinn á tjörninni. Maður þarf að sjá svona hluti með eigin augum til að skynja áhrifin. Með þessari stemmningsfullu lýsingu Jóhannesar lskulum við láta lokið umfjöllun um Nykurtjörn, og hlaupin í Grundarlæknum. hjhj Vatnselgur á Tjaldstæðinu Það kemur auðvitað ekki til greina að við förum að rukka fyrir tjaldstæðið á meðan ástandið er svona sagði Arni Jónsson æskulýðsfulltrúi í samtali við blaðið um bleytuna á tjaldstæðinu. Hér hafa vaðfuglar verið að spígspora og endur synda i pollunum á tjaldstæðinu en það er nú samt ánægjulegt þrátt fyrir allt að gestir hafa gist á tjaldssæðinu allar nætur að undanförnu. Þeir fínna sér bletti norður við aðstöðuhúsið en aðstaðan er auðvitað ekki upp á sitt besta. Börnin sem þarna eru að leika sér koma hundblaut heim á hverjum degi". Árni segir að gera eigi tilraun með plægja niður drenlagnir sem ganga út í brunna í grendinni. Ef það gengur ekki þarf að grafa nýtt dren umhverfis tjaldstæðin. Nú er beðið eftir nýjum * T /4 Þó aðstœður á tjaldstœðinu henti jaðrakönum ágætlega gildir annað lögmál um tjaldbúandi ferðamenn. (Ljósm Haukur Snorrason) aðstöðuhúsum. Von er á fimm húseiningum sem hýsa eiga klósett fyrir karla og konur með aðgengi fyrir fatlaða. Auk þess þvottahús og þurrkaðstöðu og eldhús og einhverja inniaðstóðu. „Við verðum komin með þetta allt upp fyrir fiskidaginn segir Arni. Það er víðar vatnselgur en á tjaldstæðinu. Dælur hafa verið í gangi við Ráðhúsið og Berg og hafa vart undan að dæla vatni út á götuna meðfram kaupfélagshúsinu. íslandsmeistarar Golfklúbburinn Hamar í Dalvíkurbyggð eignaðist tvo unga íslandsmeistara um síðustu helgi þegar haldið var íslandsmeistaramót í Holukeppni unglinga á Geirdalsvclli í Mosfellsbæ. Arnór Snær Guðmundsson varð íslandsmeistari stráka, 14 ára og yngri og Ólöf María Einarsdóttir varð Islandsmeistari stúlkna, 14 ára og yngri. Hamar sendi 8 keppendur á mótið og komust sjö af þeim í 16 manna úrslit. Heiðar Davíð Bragason golfþjálfari segir árangur krakkanna ekki síst að þakka frábærri inniaðstóðu því lítið hefur verið hægt að spila golf á Arnarholtsvelli í vetur og koma flatir þar illa undan vetri. Fjórir krakkar frá Dalvík eru á meðal átta íslenskra keppenda sem á næstunni fara til keppni í Finnland ásamt Heiðari Davíð þjálfara. ^^^^^^hJ /'• 1 ÓlöfMaria Islandsmeistari Arnór Snœr Islandsmeistari Hafskipakantur í Dalvíkurhöfn Á vegum Veitu- og hafnráðs Dalvíkurbyggðar er nú verið að kanna möguleika á því að ljúka hafnarframkvæmdum við Dalvíkurhöfn með byggingu hafskipakants. Þegar framkvæmdir stóðu yfír við stóra brimvarnargarðinn var hugsunin sú að fyrir innan hann kæmi hafskipakantur í stefnu norður/suður, norður af enda Norðurgarðs, þar sem stærri skip gætu athafnað sig, m.a. skipin sem sigldu þá á ströndina og var sú framkvæmd hluti af líkanprófunum sem fóru fram á árunum 1993 - '94. En áður en til framkvæmdanna kom var ákveðið að hætta strandsiglingum og var framkvæmd við hafskipakantinn því slegið á frest. Eftir að Hafnasambandi Eyjafjarðar var slitið og Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar tók til starfa 2007 var því hreyft á nýjan leik að hafskipakanturinn yrði byggður og var beiðni um- ríkisstyrk vegna þess, ásamt viðskiptaáætlun, í tvígang send til samgónguyfirvalda vegna gerðar samgönguáætlana ríkisins. Ekki fékkst vilyrði um ríkisstyrk og ekkert slikt liggur fyrir, enda staða ríkissjóðs heldur bágborin þessi árin. Eigi að síður ákvað Veitu- og hafnaráð að kanna alla möguleika þess að fara í framkvæmdina og hefur Siglingastofnun unnið að uppdráttum og kostnaðaráætlunum vegna þessa. Eins og kunnugt er eru strandsiglingar hafnar að nýju og því eðlilegt að þessi framkvæmd sé skoðuð af fullri alvöru. Einnig væri þessi kantur góð viðbót við höfnina vegna annarra skipa, landana stærri togara o.þ.h. Og þessi framkvæmd er forsenda fyrir frekari þróun hafnarinnar, fyrir byggingu frystiklefa, aukins útflutnings frá höfninni o.fl. Spurning er því hvort það sé ásættanlegt að beðið sé með þessa mikilvægu framkvæmd þar til hagur ríkissjóðs vænkast. Kostnaður við framkvæmdina gæti orðið vel á fjórða hundrað milljóna og ljóst að Hafnasjóður þyrfti að taka lán fyrir stærstum hluta kostnaðar þar sem enginn ríkisstyrkur er fyrir hendi. Ef af verður verður vonandi hægt að tryggja það, að þegar hagur ríkissjóðs vænkast, verði styrk veitt til þessarar framkvæmdar. Það bíður nú Veitu- og hafnaráðs, og síðan sveitarstjórnar, að meta þetta verkefni og taka ákvörðun um málið.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.