Norðurslóð - 20.06.2013, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 20.06.2013, Blaðsíða 5
5 - NORÐURSLÓÐ Fagra fest •.£*k. ¦Sk I Enginn með hendur í vösum að tala um veðrið segir Arnór Gunnarsson skipuleggjandi Fagra Fest er nafnið á bæjarhátíð sem haldin verður á Dalvík þann 6. júlí nk. Dagskráin hefst kl 13:00 þegar safnast verður saman á planinu milli Gamla skóla og Víkurrastar þar sem starfræktar verða smiðjur af ýmsum toga, kassabílasmiðja, búningasmiðja, andlitsmálning ofl. Síðan þegar menn eru tilbúnir er lagt upp í skrúðgöngu í gegnum bæinn og upp í Kirkjubrekku með tónlist og alls kyns uppákomum. Neðan við kirkjubrekkuna verður svið þar sem fram fer fjölbreytt dagskrá. M.a. verða þar haldnir fáránleikar en það er liðakeppni í alls kyns fáránlegum keppnisgreinum, pokahlaupi, froðubolta, pappírskasti ofl. Hvert lið verður skipað fimm mönnum og eru allir hvattir til að skrá sig. Einnig verður opinn hljóðnemi og græjur fyrir unga listamenn sem vilja láta ljós sitt skína. Að lokinni fjölskylduhátíðinni verða haldnir tónleikar um kvöldið niður í bíladeildinni á gamla bílaverkstæðinu. Þar stíga á stokk fjölmargar hljómsveitir, m.a. Morgan Kane, Johnny and the rest, Kaleo, MDA, að ógleymdri sveitinni Brain Police sem lýkur hátíðinni. Auk gestahljómsveita koma heimamenn nokkuð við sögu á tónleikunum. Teigarbandið lætur gamminn geysa og einnig BBQ Brothers og Fresh Pots sem eru sveitir skipaðar ungu og upprennandi tónlistarfólki úr Dalvíkurbyggð. Forsprakki og guðfaðir hátíðarinnar er Arnór Gunnarsson. Hann segir að nafniðið Fagra fest sé í raun stytting á Fagra festivalið en orðið fagra er á Dalvísku gjarnan notað um eitthvað mikilfenglegt. „Þetta verður einhvers konar fjölskyldu- miðsumarhátið. Hugmyndin er komin frá Karnivalinu sem hér var haldið 1998. Það hefur ekki verið haldið síðan. Mér datt einhvern tímann í hug að gaman væri að halda hér bæjarhátíð öðruvísi en fiskidaginn þar sem öllum er boðið hingað. Þetta er svona meira fyrir okkur sjálf. Ég hringdi í Kristján Guðmunds og spurði hvort hann væri með og þar með fóru hlutirnir að gerast. Ásamt okkur tveim eru í undirbúninghópnum Matti bróðir minn, Jenný Dögg Heiðarsdóttir og Guðbjörg Anna Óladóttir. Við vonum bara að fólk fjölmenni, sleppi svolítið fram af sér beislinu og taki þátt í glaumnum. Það getur verið erfitt að fá fólk til að gera það. Það eru nokkrir hópar strax búnir að skrá sig á fáránleikana og einhverjir á sviðið, Menn geta komið með hljóðfæri eða fengið „playback". Eg er með fjögurþúsund og eitthvað lög í tölvunni svo það er ekkert mál. Það er hægt skrá sig í síma 7766957 (Arnór) og 6983280 (Kristján). Svo erum við á Facebook undir FagraFest og á email fagrafest@ gmail.com Að sögn Arnórs er búið að selja þó nokkuð inn á tónleikana á bílaverkstæðinu. Húsið opnar kl 20:00 en opnunaratriðið verður um 21:00. Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru Steypustöð Dalvíkur sem lánar salinn og aðstöðu fyrir undirbúningshópinn og Kaldi sem leggur til allan bjórinn á tónleikurnum. Þá styrkti Menningarsjóður Dalvíkurbyggðar hátíðina um 50 þúsund og Sparisjóðurinn og Salka hafa líka lagt eitthvað í púkkið. „Svo ætlumst við til að innkoma af tónleikunum verði þokkaleg til að standa straum af því sem út af stendur." segir Arnór. Hann segir að allt verði gert til að gera þessa tónleika að sem mestri upplifun, þar spilar inn hrátt umhverfi, risa „ljósasjó" og hljóðkerfi og hljómsveitir ekki af af verri endandum. „Þarna verður alveg dúndrandi ljósa-og hljóðkerfi sem Exton leggur til. Þetta er sama kerfið og þeir voru með á Sögu Júróvisjón nema hvað þau voru með átta ljósaróbota en við fáum 22 stykki. Við stefnum að því að fólk fái gæsahúð fyrir allan peninginn". Arnór á von á gestum víðar að en frá Dalvík. „Það hafa um nítján þúsund og eitthvað skoðað heimasíðuna og ég er líka búinn að heyra í krökkum alls staðar að af landinu sem eru að spyrja um þetta þannig að ég býst við að fleiri komi en bara heimamenn. Þetta verður sömu helgi og tónlistarhátíðin Ólæti verður í Ólafsfirði þannig að það er fullt af fólki á sveimi á Arnór Gunnarsson svæðinu. Við reyndar samnýtum þrjár hljómsveitir með þeim. Arnór segist stefna á að Fagra fest verði árlegur viðburður. „Við erum búnir að staðfesta aðra eins hátíð að ári. Þetta er líka svo gaman. Síminn hringir allan sólarhringinn og undirbúningshópurinn hittist svo að segja á hverju kvöldi. Það eru heilmiklir snúningar í kring um svona skipulag. Við bara hvetjum sem flesta til að koma og vera með. Eg hamra helst á því að þetta verði ekki svona týpískur sjómannadagur þar sem karlarnir standa með hendur í vösum og tala um veðrið. Við stefnum að því að það verði svo mikið í gangi að menn hafi ekki tíma til að tala um veðrið" segir Arnór. Fr á b æ r t veður var á þjóðhátíðar- daginn og sól skein skært á þá sem leið sína lögðu í bæinn til að taka þátt í hátíðar- dagskránni. Eini úrkomu- Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir Rynningarbæklingur um íþrótta- og tómstundastarf í Dalvíkurbyggð er kominn út á vegum æskulýðsfulltrúa. Þar er listað upp allt það frábæra iþrótta- og æskulýðsstarf sem er unnið með æskufólki í Dalvíkurbyggð í sumar, einnig heimaleikir Dalvík/ Reynis, dagskrá gönguviku, opnunartímar stofnana aðrir valkostir. var fjallkonan votturinn var þegar karamellum tók að rigna úr flugvél við frábærar undirtektir unga fólksins. Um kvöldið var sundlaugarpartí þar sem Friðrik Dór spilaði og söng og átti greinilega upp á pallborðið hjá ungu kynslóðinni. Mikið fjölmenni var þegar sýningin Norðrið í norðrinu var opnuð formlega á Sjómannadaginn í Hvoli. Fullt var út úr dyrum við opnunarathöfnina í Bergi þar sem grænlensk börn frá Ittoqqortoomiit stigu dans af kappi. Þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir opnaði sýninguna sem standa mun fram í mars í Hvoli. _» ytv,.': -""^ w á\ i II - étf m ¦ 1 H 1 ¦ i !. LtJí.. h Gönguleiðin frá Húsabakka að Nykurtjörn hefur nú verið stikuð og gerð aðgengileg svo nú er hægt að fara hringleið upp frá Steindyrum og niður að Húsabakka eða öfugt. Sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar hafa að undanförnu dvalið hér við stígagerð og lúpínuskurð og hafa m.a. unnið við Nykurtjarnarstiginn. Við gömlu borholuna ofan við Laugahlíð hafa þau útbúið fótlaug svo þeir sem koma þreyttir og fótsárir ofan frá Nykurtjörn geta endað túrinn í endurnærandi fótabaði þar.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.