Norðurslóð - 20.06.2013, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 20.06.2013, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær TÍMAMÓT Skírnir Þann 3. mars sl. var skírð í Dalvíkurkirkju Rakel Þyrí. Foreldrar hennar eru Linda Björk Sveinsdóttir, og Kristmann Þór Pálmason til heimilis að Svarfaðarbraut 7, Dalvík. Þann 30. mars sl. var skirð í Dalvíkurkirkju Þórhalla Franklín. Foreldrar hennar eru Sigurrós M Karlsdóttir og Einar B Hallgrímsson til heimilis að Randaberg í Noregi. Þann 2.júní var skírður í Dalvíkurkirkju Einar. Foreldrar hans eru Júlíana Kristjánsdóttir og ísak Einarsson til heimilis að Lynghólum 10 Dalvík. Prestur var s. Magnús G. Gunnarsson. Þann 11. maí var Stefanía Lilja, skírð í Neskirkju í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Sólveig Lilja Sigurðardóttir og Friðrik Arnarson í Jörfatúni, Svarfaðardal. Sr. Sigurður Árni Þórðarson skírði. Þann 15. júní var skírður í Tjarnarkirkju, Daníel Örn. Foreldrar hans eru Karl Heiðar Friðriksson og Bergþóra Sigtryggsdóttiri Brekku, Svarfaðardal. Prestur var Magnús G. Gunnarsson c f>. fe Afmæli Þann 5. júní sl varð 80 ára Kristján Jónsson, Staðarhóli Dalvík Þann 22. júní nk. verður 70 ára, Sigrún Kamilla Júlíusdóttir, Ásvegi 7. Dalvík. Andlát Þann 1. júní sl. var borinn til grafar í Dalvíkurkirkjugarði Gunnar Gunnarsson. Hann lést á hafi úti 12. desember 2012 og fannst lík hans í Kaldbaksvík á Ströndum 17. maí s.l. Gunnar fæddist á Akureyri 1962. Foreldrar hans voru Ásta Jónína Sveinbjörnsdóttir, húsmóðir, (f 1934) og Gunnar Þór Jóhannsson, skipstjóri, (1926, -1987). Systkini Gunnars eru: Valgerður, (f. 1955), Jóhann, (f. 1958), Hulda Sveinbjörg, (f. 1961) og Edda, (f. 1965). Gunnar var í sambúð með Dagbjörtu Fjólu Almarsdóttur, (f. 1965. Hún lést þann 27. febrúar sl. Gunnar lauk grunnskólaprófi frá Dalvíkurskóla 1978. Hann lauk skipstjórnarprófi 2. stigs frá Stýrimannaskólanum á Dalvík 1988. Hann stundaði sjómennsku mestan hluta ævi sinnar. Síðustu 15 árin sem stýrimaður og skipstjóri á skuttogurum Þormóðs ramma á Siglufirði. Þann 1. apríl sl. lést á Dalbæ Dalvík, Kristinn Þorleifsson. Kristinn fæddist á Hóli á j& *^t. Upsaströnd árið 1924. Foreldrar hans voru Þorleifur Þorleifsson, bóndi á Hóli,(1891- 1961) og Svanhildur Björnsdóttir, ættuð frá Selaklöpp í Hrísey, (1891-1964). Systkini hans lœ* -"Wb- ' aldursröð voru Guðrún, Þórgunnur, Aðalheiður, Dagmann, Björn, Karl og Kristín. Öll } búsett á Dalvík lengst af. Hann var 6. í aldursröðinni. Kristín, sú yngsta í systkinahópnum, W er sú eina sem lifir, búsett á Dalvík. Kristinn kvæntist 1945 Svanbjörgu Jónsdóttur frá Dalvík (1924-2003). Sonur þeirra er Össur, efnafræðingur, (f. 1945), kvæntur Berglindi Andrésdóttur (f. 1946). Þau eru búsett í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Birgir, Björg og Sigrún. Langafabörn Kristins eru 10 talsins. Kristinn og Svanbjörg áttu heima á Dalvík alla tíð, lengst af á Bárugötu 6. Hann var sjómaður á fiskibátum í yfir 20 ár. Upp úr 1960 hætti hann á sjónum og fór að vinna á netaverkstæði á Dalvik. Árið 1964 stofnaði hann ásamt nokkrum samstarfsmönnum sínum fyrirtækið Netagerð Dalvíkur hf. og þar starfaði hann upp frá því, allt til aldamóta.Utför Kristins var frá Dalvíkurkirkju 12. apríl 2013 sl. Þann 8. júní sl. lést á Dalbæ, Anton Guðlaugsson. Anton fæddist í Miðkoti við Dalvík 1920. Hann var sonur hjónanna Önnu Maríu Jónsdóttur og Guðlaugs Sigurjónssonar. Börn þeirra hjóna auk Antons voru Sigurjón Páll, f. 1910, Árni Jóhann, f. 1912, Jóhannes, f. 1914, Gunnar Kristinn, f. 1917 og Dóróthea Sigrún, f. 1923. Þau eru öll látin. Guðlaugur lést ungur og því lenti þungi uppeldis barnanna á Önnu Maríu. Hún giftist síðar Kristni Hallgrímssyni og átti með honum tvær dætur, Svövu sem lést í bernsku og Svövu Ragnheiði sem lést innan við tvítugt og soninn Arngrím Ægi, f. 1937, sem einn lifir þeirra systkina. Anton kvæntist árið 1947 Sigurlaugu Ásgerði Sveinsdóttur, f. 1924, frá Tjörn á Skaga. Börn Antons og Sigurlaugar eru: Guðbjörg, f. 1947, Elín Sigrún, f. 1948, Anna Dóra, f. 1952, Arna Auður, f. 1955, Þórólfur Már, f. 1957 og Árdís Freyja, f. 1967. Barnabörn og langafabörn eru 35 talsins og eitt langalangafabarn. Anton fór ungur á sjó og tók síðar stýrimanna- og skipstjórnarréttindi. I mörg ár var hann skipstjóri og sjómaður á bátum frá Dalvík og fór gjarnan á vertíðar suður með sjó. Arið 1965 keypti hann fiskbúð sem hann rak í mörg ár á Dalvík. Eftir að hann seldi fiskbúðina vann hann sem fiskmatsmaður á Dalvík allt þar til hann varð 75 ára gamall Þau Anton og Sigurlaug bjuggu alla sína tíð á Dalvík, lengst af á Karlsbraut 13 en húsið er nefnt Lundur. Anton var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 15. júní sl. Þann 16 júní. lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Hálfdánía Árdís Jónasdóttir, Öldugötu 3, Dalvík. Útför hennar verður frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 25. júní kl 13:30. Hennar verður minnst í næsta blaði. J0. 29.j^í^7júá20Z3 50T.. Laugardagur 29. júní - Gengið kringum fjallið Skjöld. Lagt upp frá Atlastöðum, innst í Svarfaðardal kl. 10:00 og gengið upp í Sandárdal. Hækkunin er jöfn inn dalinn og upp í Sandskarðið sem skilur á milli Sandárdals og Hvarfdals. f skarðinu erum við á sýslumörkum Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslna. Haldið niður í Hvarfdal og sveigt til vinstri inn í botn þess dals í Hvarfdalsskarð. Úr skarðinu er gengið niður í Skallárdal, sem er annar botndalur Svarfaðardals. Þegar komið er niður í dalbotninn er sti'mið tekið niður að Atlastöðum. (3 skór, 8-9 tímar)__________________^ Sunnudagur 30. júní - Þverárdalur - Vatnsdalur. Gengið upp frá bænum Þverá í Skíðadal kl. 10:00 inn Þverárdal allt inn í botn. Þar er tekin 90° beygja upp í Vatnsdalsskarð sem skilur milli Þverárdals í Skíðadal og Vatnsdals í Svarfaðardal. Þegar upp í skarðið er komið blasa við Sandárskarð og Klaufabrekknaskarð v hinumegin í dalnum. Komið niður hjá Koti. (3 skór, um 9 -10 tím)___________________ Mánudagur 1. júll - Reykjaheiði með viðkomu í Mosa. Keyrt frá Sundlaug Dalvíkur kl. 10:00 að Reykjum í Ólafsfirði. Gengin er gamla póstleiðin milli Svarfaðardals og Ólafsfjarðar. Fallega vörðuð leið. Þegar yfir heiðina er komið er stefnan tekin á Mosa sem er nýr kofi Ferðafélags Svarfdæla. Þaðan er haldið niður dalinn v og endað í Sundlaug Dalvíkur. (2 skór, 7-8 tíma)________________________________^ Þriðjudagur 2. júlí - Gengið á Kerlingu. Lagt er upp frá Melum í Svarfaðardal kl. 10:00. Stóllinn, Kerlingin, drottning Svarfdælskra fjalla. Útsýni yfir byggð og bú. Nöfn rituð í gestabók. Geldingadalur og Hamrahnjúkur. Komið niður að Þverá í Skíðadal. (4 skór 8-9 tíma)______________________________ Miðvikudagur 3. júlí - Farið á Kalsárfjall. Gengið er frá minnismerki um Eyvind duggusmið norðan Karlsár á Upsaströnd kl. 10:00, og haldið með Brunná og áfram beinustu leið upp fjallshlíðina og upp á Syðri Setan. Gengið er eftir gilbarmi Stofugils og á topp Karlsárfjalls. Þaðan er víðsýnt um allan Eyjafjörð og út á Ishaf. Áfram er gengið inn eftir fjallinu og niður í Vikið, sem skilur á milli Sauðdals og Karlsárdals. Úr Vikinu er haldið niður í Karlsárdalinn og göngunni lýkur aftur á upphafs- reit. (3 skór, 7-8 tímar) ...# í/i ________c Fimmtudagur 4. júlí - Gengið á Rima(r). Farið upp frá bænum Hofi í Svarfaðardal kl 10:00, gengið upp með Hofsánni að Goðafossi, áfram upp með Hofsskálinni sunnanverðri með stefnu á fjallsöxlina milli Messuhnjúks og Rima. Af Rimum er víðsýnt í allar áttir yfir Svarfdælska byggð og vítt um Norðurland allt að Herðubreið. (3 skór, um 8 til 9 tíma)____________________________________________ Föstudagur 5. júlí - Nykurtjöm. Gangan hefst við bæinn Steindyr í Svarfaðardal kl. 10:00. Gengið er upp meðfram Þveránni að Steindyrafossi. Þegar komið er upp á hjalla nokkuð ofan við fossinn er sveigt til norðurs, og gengið undir Bakkabjörgum og áfram að Grundargili, en í því rennur lækurinn sem á upptök sin í Nykurtjöm. Göngunni er fram haldið með gilinu upp að Nykurtjörninni sem kúrir undir Litlahnjúk og Digrahnjúk. Þegar haldið er heim er gengið niður sunnan við Hrafnabjörg og á ská niður hlíðina með stefnu á Húsabakka þar sem göngunni lýkur. (2 skór, 6-7 tímar)________________________________________________________ Laugardagur 6. júlí - Sólarfjöll. Upphaf ferðar er kl. 19:00 frá eyðibýlinu Kleyf í Þorvaldsdal. Þessi ganga er miðnætursólar- ganga og er áætlað að vera uppi á Sólarfjalli á miðnætti, böðuð miðnætursólinni. Gengið er upp meðfram Brattavallaframhlaupinu að hinum merku sólarsteinum og áfram upp á öxl Sólarfjalls eða Krossafjalls eins og það heitir öðru nafni. Þetta er þægileg ganga upp eggina og alla leið á toppinn. Þar blasir við okkur Eyjafjörðurinn í allri sinni dýrð, með perluna . Hrísey fyrir fótum okkar. (3 skór, 7 til 8 tímar)____________________________________ Sunnudagur 7. júli - Friðlandsganga og Friðland fuglanna. Komið saman á Húsabakka í Svarfaðardal kl. 11:00 og þaðan haldið niður að Tjarnartjörn og fuglaskoðunarhúsi þar. Áfram haldið niður göngustíg að Svarfaðardalsá. Friðland Svarfdæla er fyrsta votlendisfriðlandið sem stofnað var hér á landi. Þar eiga sér varplönd allt að 35 tegundir fugla. Svarfaðardalsá er skemmtileg bleikjuveiðiá. Göngunni lýkur við Húsabakka og þar gefst fólki kostur á að skoða sýninguna "Friðland fuglana". (1 skór, 2 tímar) Nánari upplýsingar á vefnum www.dalvikurbyggd.is/gonguvika

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.