Norðurslóð - 25.07.2013, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 25.07.2013, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Norðurslóð ehf. kt: 460487-1889 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík, hjhj@simnet.is / nordurslod@simnet.is - sínii: 8618884 Dreifing: Sigríður Hafstað, Tjöm. Sími: 466 1555 Umbrot: Hjörleifur Hjartarson Prentvinnsla: Ásprent Stíll ehf., Akureyri Fréttahorn Sl. þriðjudag var leikinn á Dalvíkurvelli minningarleikur um Hans Ágúst Guðmundsson Beck sem lést í bílslysi þann 26. mars 2012. Hans var markvörður Dalvíkur/Reynis og lét hann eftir sig eiginkonu og tvö börn. Minningarleikurinn var á milli Dalvíkur/Reynis og Magna á Grenivík. Allur ágóði af leiknum rann óskiptur til ljölskylu Hans. Hið árlega Strandarmót var haldið um síðustu helgi í besta veðri sem kostur er á. Mótinu lauk á sunnudaginn með keppni 7. og 8.flokks liða. Alls tóku 41 lið þátt á sunnudeginum á heitasta degi sumarsins. Sparisjóður Svarfdæla hélt siðasta aðalfund sinn þann 4. júlí sl. Þar kom fram að sjóðurinn skilaði á síðasta ári 10,5 milljón kr hagnaði. Bæjarhátíðin Fagra Fest sem haldin var í byrjun júlímánaðar á Dalvík þótti heppnast vel. 250 manns mættu á tónleikana á gamla Bílaverkstæðinu þar sem boðið var upp á íjölda hljómsveita. Aðstandendur hátíðarinnar hyggjast endurtaka leikinn að ári. Bók Ingibjargar Hjartardóttur Upp til Sigwhœða, kom fyrr á árinu út í Þýskalandi. Á Þýsku hefur bókin fengið nafnið „Die andere Tochter“(Hin dóttirin). Þetta er þriðja bók Ingibjargar sem þýdd er á þýsku. Áður hafa komið út hjá sama forlagi tvær nýrri skáldsögur hennar: Hlustarinn og Þriðja bónin. Bókin hefur fengið mjög lofsamlega dóma á þýskum bókmenntasíðum og var hún bók mánaðarins í maí á heimasíðu Salon Literatur Verlag. Ingibjörg dvelur nú í Berlín við skriftir. Mikil traffík hefur verið á tjaldstæðinu og gistingunni á Húsabakka það sem af er júlímánuði. Kolbrún Reynisdóttir segir mjög mikla aukningu frá því i fyrra bæði á tjaldstæðum og í innigistingu á Húsabakka. Margir gönguhópar hafa dvalið á Húsabakka að undanfömu og margir hverjir verið þar í fullu fæði. Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar tók íyrir á síðasta fundi sínum erindi eigenda Gmndargötu 15 á Dalvík um sandfok úr íjörunni sem er að aukast. Ráðið fól byggingarfulltrúa að leita séfræðiráðgjafar en þangað til verði sú vamargirðing sem fyrir er lagfærð og lengd til beggja átta. Veiði í Svarfaðardalsá er með minnsta móti þetta árið. Áin hefur verið gruggug og vatnsmikil í allt sumar og er ekkert útlit fyrir að það breytist á meðan nægur snjór er í hlíðum Dalvíkingurinn góðkunni, Guðlaugur Arason er f sumar með nokkuð óvenjulega myndlistarsýningu í Amtbóka- safninu á Akureyri. Verkin em örslitlar nákvæmar endurgerðir á íslenskum bókum í agnarsmáum bókahillunn. Hillumar eru fjölmargar og bækumar undursmáu skipta þúsundum. Verkin kallar Guðlaugur álfabækur. Sýningin stendur til 31. ágúst Heyskapur er nú í fullum gangi í Svarfaðardal eins og annars staðar á Norðurlandi. Útlit er fyrir framúrskarandi góða uppskem ólíkt því sem var í fyrra. Þá hömluðu þurrkar þvi að gras sprytti en nú er hvarvetna nægur raki enda æðir grasið bókstaflega upp úr jörðinni jafnharðan og slegið er. Hafín er gerð fjárhagsáætlunar í Dalvíkurbyggð fyrir 2014. Athygli hefur verið vakin á því að þeir sem vilja koma inn erindum varðandi næsta efnahagsár hjá geri það fyrir 2. september nk. r Adögunum var blásið til fundar vegna framtíðar félagsheimilisins Höfða í Svarfaðardal fram. Húsið þarfnast mikilla lagfæringa einkum utanhúss en fé til verksins er ekki á lausu. Þá er rafmagnskostnaður nokkur. Fundarmenn voru sammála um að halda við húsinu með öllum ráðum og fá til þess fagmenn að meta ástand hússins og kostnað við lagfæringar. Rætt var um að freista þess að koma því í aukna útleigu. s.s. til ættarmóta eða annarra hópa. Júrópartí í Horsens að ári Jón Arnar garðyrkjustjóri hefur sagt upp og dvelur ásamt Adda Sím í Danmörku í vetur Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri í Dalvíkurbyggð hefur sagt upp störfum eftir tæplega tíu ára starf. Með haustinu flytur hann tii Horsens í Danmörku á eftir manni sínum Arnari Símonarsyni sem þar er tekinn til starfa hjá öldrunarþjónustu borgarinnar. Arnar er í árs leyfí frá Dalvíkurskóla. Hann flaug út og hóf störf í Horsens nánast daginn eftir að skóla lauk hér í vor. Sjálfur hyggur Jón Arnar á nám í landslagsarkítektúr. Húsið sitt við Hólaveg hafa þeir leigt dönsku kennarapari sem flytur inn núna um mánaðamótin. Konan tekur við stöðu Amars i Dalvíkurskóla og verður fyrsti daninn til að kenna þar dönsku en maðurinn tekur til við leikskólakennslu á Kátakoti. Jón Amar var að leggja síðustu hönd á útflutninginn þegar Norðurslóð bar að garði sl. mánudag og mun sjálfur fá inni úti í bæ þar til hann fer af landi brott í byrjun október. „Einhverjir hafa talað um það að ég hafi ekki fengið leyfi frá sveitarfélaginu og sagt upp þess vegna en það er bara della. Ég sótti aldrei um leyfi“ segir Jón Amar. Hann stefnir á nám í landslagsarkítektúráLandbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri fljótlega eftir Danmerkurdvölina og segist af þeim sökum hafa fúndist rétt að segja upp frekar en að sækja um ársleyfi og koma úr því til að hlaupa síðan í nám kannski eftir eitt ár. Landslagsarkítektúr er þriggja ára nám á Hvanneyri að viðbættum tveim ámm erlendis og Jón Arnar ígarðinum á Hólaveginum ekkert af því er hægt að stunda í ijamámi. Auk þess að vera garðyrkjufræðingur lærði Jón Amar blómaskreytingar á sínum tíma og dreymir um að fá vinnu í blómabúð í Horsens i vetur. „Svo finnur maður sér öragglega eitthvað nýtt að gera þegar við komum heim að ári. Við tökum bara eitt ár í einu. Tíu ár er ágætur tími í einu starfi og fyrst við emm byrjaðir að hræra í þessu þá fannst mér þetta vera tímapunkturinn að byrja að huga að frekara námi. Þessi níu ár á Dalvík hafa verið erilsöm. Sumarið er stutt og maður þarf að komast yfir svo mikið yfir sumartímann þannig að yfirleitt er enginn tími til að taka sumarleyfi fyrr en með haustinu þegar fyrsti snjórinn kemur, og ég hef yfirleitt gert það þannig. Þetta er auðvitað mikil líkamleg vinna af því að maður gerir nánast allt sjálfur og nú er maður að detta í fímmtugt og endist kannski ekki í þessu svona alla æfi þannig að það rekur líka á eftir manni að fara í framhaldsnám. Þessi snjóavetur í vetur var svo náttúrlega alveg hreint skelfilegur og ég hefði helst ekki vilja upplifa slíkt. Hann var líka svo langur. Maður er nánast í vorverkunum ennþá og komst engan veginn yfir allt sem þurfti að gera þegar sumarið loksins kom. Trjáklippingar frestast því fram á haustið og þá verður maður þara að velja og hafna. Ég var inni í Brúarhvammsreit núna í síðustu viku og þar er eins og sprengju hafi verið hent inn i miðjan reitinn. Otrúlega mörg tré hafa brotnað og það er gríðarleg vinna að hreinsa bara þann reit. Já verkefnin eru auðvitað endalaus“ Jón Amar segist hlakka til vetrarins í Danmörku. Addi er búinn að finna litla íbúð í miðbæ Horsens og gestir eru þegar byrjaðir að bóka sig í heimsóknir. Sem kunnnugt er sigmðu danir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sl. vor og nú er útlit fyrir að keppnin að ári verði annað hvort haldin í Herring eða Horsens. „Það verður væntanlega gott jóróvisjónpartí hjá okkur næsta vor“ segir Jón Amar að lokum . „Kristjánsbúrið“ vígt á Fiskidag Á Fiskidaginn mikla verður svokallað „Kristjánsbúr“ vígt og blessað við Dalvíkurhöfn og síðan afhent fyrirtækinu Valeska ehf. á Dalvík. Búrið er fyrsta vottaða löndunarbúrið og er til notkunar við löndun fískafla. Kristjánsbúrið er grind sem hangir í kranavír. I grindina em sett fískikör og þau þannig hífð upp úr fiskilestinni. Öryggisgrind er utan um fiskikörin til þess að koma í veg fýrir að þau geti losnað og fallið niður við löndun. Kristján Guðmundsson Valeska ehf. sér m.a. um löndun úr skipum Samherja í Eyjafirði. Kristjánsbúrið er nefnt í höfuðið á Kristjáni Guðmundssyni. Hann slasaðist mjög alvarlega þegar hann varð undir þungum fiskikömm við löndun á Dalvík fyrir tveimur árum. Kristján hefúr náð ótrúlegum bata. Vélsmiðjan Hamar ehf.hefur í samvinnu við Valeska og Samherja þróað og smíðað búrið og hefur sótt um einkaleyfí á hugmyndinni. Þess má geta að Kristján Guðmundsson verður ræðumaður dagsins á sviðinu á Fiskidaginn mikla en hann heldur einnig fyrirlestur í Begi á fimmtudeginum fyrir fiskidag kl. 17:00. Torg við verðbúðir 1 undirbúningi er að gera einhvers konar torg á milli gömlu verðbúðanna við Dalvíkurhöfn. Hellulagt verður austan við ytri- verbúðina og gengið frá svæðinu á milli verbúðanna með malbiki, en þar er núna einungis malbikað að hluta. Síðan stendur til að koma þarna fyrir minningarsteininum vegna sjóslysanna 1963 sem og vatnshananum sem Jón Ægir gaf Dalvíkingum á síöasta Fiskidag. Þessi framkvæmd á að vera tilbúin fyrir Fiskidaginn mikla i ár. Umhverfi hafna er víða að breytast, ekki sist þarsem starfsemi hefur fœrst til og ný tœkifœri hafa skapast fyrir aðra starfsemi. Við sjáum líka að ferðamenn sœkja mjög i þetta umhverfi. A Dalvík og Arskógssandi eiga fjölmargir ferðamenn leið um hafnirnar til að komast í ferjur til Hríseyjar og Grímseyjar. Einnig eiga jjölmargir Ieið um Hauganeshöfn og Dalvíkurhöfn til að fara í hvalaskoðun. Það er því mikilvœgt að ferðaþjónustuaðilar gaumgœfi þau tœkifœri sem þarna eru vannýtt varðandi þjónustu við þennan sivaxandi hóp. Umhverfi hafna er víða að breytast, rétt eins og hér, og ný tœkifœri eru sífellt að skapast fyrir aðra starfsemi. Svanfríður Jónasdóttir

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.