Norðurslóð - 25.07.2013, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 25.07.2013, Blaðsíða 3
3 - NORÐURSLÓÐ Bakka-Baldur í pólskri ævintýrasögu Baldur Þórarinsson frá Bakka og Dalvíkurbær skipa stóran sess í nýútkominni skáldsögu eftir pólska rithöfundinn Janina Ryszarda Szymkiewicz. Bókin heitir á frummálinu Islandia jak z bajki sem þýðir einfaldlega Island œvintýrasaga. I grein sem birtist um bókina í blaðinu Reykjavík Grapevine segir að hún marki tímamót í sögu stærsta minnihlutahóps landsins, pólverja, þar sem hún er fyrsta bókin sem gefin er út á pólsku á íslandi. Jania Ryszarda Szymkiewicz er óvenjuleg um margt. Hún starfaði til fjölda ára sem skipstjóri á stórum millilandaskipum og sigldi um öll heimsins höf. Hún er með BA-gráði í siglingafræði (navigation) frá The Maritime University of Szczecin sem er afar virtur sjómannaskóli í Póllandi. Til íslands kom hún fyrst fyrir átta árum og hefur síðan ferðast víða um landið. Hún starfaði m.a. við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum og hjá Samherja á Dalvík í sjö mánuði árið 2009. Samhliða því skrifaði hún þessa bók sem er eins konar sannsöguleg leiðsögn um ísland. Hún er byggð á eigin reynslu og þeim mögnuðu og stundum dulmögnuðu áhrifum sem landið hefur haft á hana. Þar er að finna lýsingar á einstæðu íslensku landslagi og sannar sögur af fólki. M.a. ýmsar sögur af íslendingum, sagðar af Islendingum sjálfum. Þarna er sagan um Guðlaug Friðþjófsson og frækilegt sund hans og einnig sagan af Baldri frá Bakka í Svarfaðardal og hestinum hans hinum megin á hnettinum. Til fundar við stórstjörnu Janina heillaðist svo af kvikmyndinni um Bakka-Baldur að hún varð að hafa þá sögu með í bókinni. Hún endursegir hana þar með ljóðrænum efnistökum og leggur sérstaka áhersla á andlegt samband manns og hests - Baldurs og nafna hans. Kristín Björk Gunnarsdóttir sem kennir íslensku fyrir útlendinga á vegum SIMEY þekkir Janinu í gegnum starf sitt. „Hún var heilluð af myndinni" segir Kristín „og spurði mig einu sinni hvort ég gæti nokkuð hjálpað með nýjan varalit og hreinlega að farast úr spenningi eins og þegar menn eru í þann veginn að hitta stórstjörnur hvíta tjaldsins" Síðasti kafli bókarinnar heitir einfaldlega Dalvík. Þar hittir aðalpersóna bókarinnar Loka og Oðin og fleiri persónur úr norrænni goðafræði og gyðjan Freyja bjargar lífi hennar. Menningarhúsið Berg og bókasafn Dalvíkur koma við sögu þar sem söguhetjunni opnast nýir undraheimar. Bókin hefur hlotið þó nokkra umfjöllun bæði í blaðinu Reykjavík Grapevine eins og áður segir og í Iceland Review þar sem sérstaklega Baldur oe Janina Kvikmyndin Bakka-Baldur heillaði Janinu sér að ná sambandi við þennan einstaka Baldur. Þegar ég sagði henni að við værum bræðrabörn ætlaði hún ekki að trúa sínum eigin eyrum. Og þegar við svo fórum að hitta hann úti í Svarfaðardal var hún að sjálfsögðu uppáklædd , er mælt með henni fyrir pólska ferðamenn. Janina segist hafa skrifað bókina ekki hvað síst til að kynna ísland fyrir samlöndum sínum hér. Á íslandi búa 9500 Pólverjar og pólskir ferðamenn koma í hópum til landsins. I Bókarkápan -Island œvintýrasaga þessu skyni stofnaði hún eigið útgáfufyrirtæki hér á landi en bókin er prentuð í Odda ehf. Hún segist vonast til að bókin verði einnig þýdd á íslensku og ensku. Hún og maðurinn hennar hafa Janina Ryszarda Szymkiewicz einnig stofnað ferðaskrifstofu sem leggur áherslu á að markaðssetja Norðausturland fyrir pólska ferðamenn. Fyrirtæki hennar heitir Baldur travel - að sjálfsögðu Arctic Sea Tours í sókn Hvalaskoðim allt árið Menninagarhúsið Berg Fjölbreytt Fiskidagshelgi Mikil aukning hefur verið í hvalaskoðun frá því í fyrra. Freyr Antonsson segir kaup á nvjiini hvalaskoðunarbát í vor hafa algerlega sýnt sig að vera rétt ákvörðun. Stöðugur straumur ferðafólks kemur til Dalvíkur gagngert til að skoða hvali og verður ekki fyrir vonbrigðum. Vertíðin byrjaði 5. maí hjá Arctic Sea Tours og varla hefur fallið úr ferð síðan þá. Farnar eru þrjár og upp í fjórar fastar ferðir á dag og farþegafjöldinn er allt frá tveim og upp í 70 manns í ferð. Freyr segir farþegafjöldann vera búinn að ná heildafjölda farþega í fyrra þó enn sé eftir vika af júlí og allur ágúst. Hvalaskoðun allt árið Freyr segist stefna á að halda úti einni ferð á dag í allan vetur. „Það er kominn tími til að við prófum þetta" segir Freyr. „Það er orðinn svo mikill vetrartúrismi og við fáum stöðugar fyrirspurnir allan veturinn svo við bara sjáum hvað gerist." Arctic Sea Tours hefur boðið upp á fólksflutninga til og frá Akureyri í tengslum við hvalaskoðunina og mun halda því áfram. Freyr segir þó litla fjölgun í þeim ferðum. Fólk komi mest á eigin vegum. Það hafi líka áhrif að nú er boðið til hvalaskoðunar frá Akureyri og samkeppnin er orðin meiri þaðan. „Við erum að bjóða upp á mikla upplifun fyrir fólk og það fara allir mjög ánægðir frá okkur. Hvalaskoðunin ein og sér er náttúrulega einstök upplifun fyrir flesta en svo bjóðum við öllum að renna fyrir þorski, flökum hann á leiðinni heim og grillum svo herlegheitin þegar við komum í land. Þetta kann fólk að meta". Margar tegundir Aðstæður til hvalaskoðunar hafa verið frábærar í sumar. Hnúfubakur hefur sést í yfir 90% ferða. Um daginn voru 16 háhyrningar utan við Hrólfssker. Um borð voru Símon og Júlli sem hafa að baki 16 ára reynslu í hvalaskoðun og höfðu aldrei séð annað eins. Steypireiður með kálf sást rért austan við Hrísey, hnísur og höfrungar eru vaðandi um allt. Freyr segist bjartsýnn á veturinn og framtíðina. Það verði spennandi að vita hvernig til tekst með vetrarferðir. Hann sé með hugmyndir að fleiri ferðum og vörum og vonandi gefist tími til að þróa þær hugmyndir. í Menningarhúsinu Bergi verður þétt dagskrá dagana fyrir Fiskidaginn mikla að sögn Irisar Daníelsdóttur forstöðumanns. Nú stendur þar yfir sýning Þorra Hringssonar og hefur staðið frá byrjun mánaðarins. Um er að ræða 17 landslagsmyndir og spilar umhverfíð í Aðaldal þar stórt hlutverk. Þegar sýningu Þorra lýkur verður sett upp sýning færeyska listmálarans Össurs Mohr. Hún opnar á miðvikudaginn 7. ágúst nk. Össur er einn af þekktustu málurum Færeyinga um þessar mundir og hefur haldið sýningar á verkum sínum í galleríum um víðan heim. Verk eftir Mohr eru til á opinberum söfnum bæði í Færeyjum og Danmörku og víðar á einkasöfnum. Bækur um list hans hafa verið gefnar út í Færeyjum og Danmörku og hann er hvarvetna á meðal sýnenda þar sem færeysk list er kynnt á erlendri grund. Össur býr í Fuglafirði og er í Færeyjum þekktur af því að mála Leirvíkurfjallið á milli Leirvíkur og Fuglafjarðar, upp aftur og aftur í djúpbláum, grænum og skerandi hvítum litum. Hann lýkur aldrei myndinni því fjallið --' ^fe ;i7**4f Wm breytist stöðugt eftir því hvernig veður og birta breytast. Nokkrir tónleikar verða einnig í Bergi dagana fyrir fiskidag. Á fimmtudag og föstudag verða fernir fjölskyldutónleikar þar sem Valgerður Guðnadóttir og Þór Breiðfjörð syngja úrval laga úr teiknimyndum, söngleikjum og kvikmyndum. Á Fimmtudagskveldið stígur á stokk dalvíkingurinn Júlía Árnadóttir og lætur gammninn geysa í Bergi. Ef veður leyfir verða tónleikarnir á útipallinum en annars inni í salnum. Fleira mun gerast í Bergi þessa daga að sögn írisar. Ætlunin er að sýna hluta af myndinni Brotið sem fjallar um mannskaðaveðrið í apríl 1963 .og einnig mun Kristján Guðmundsson sem slasaðist í vinnuslysi á Dalvík í maí 2011 halda fyrilestur sinn um jákvæðni og baráttuna við að ná bata. Fyrirlesturinn verður á fimmtudeginum.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.