Norðurslóð - 25.07.2013, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 25.07.2013, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Gísli, Eiríkur og Helgi eignast kaffíhús Sýning opnuð nœsta vor Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Samkomuhús Dalvíkur og Sigtún sem er sambyggt samkomuhúsinu. Sem kunnugt er hefur Dalvíkurbyggð samið við Kristínu Aðalheiði Símonardóttur (Heiðu Sím.) og Bjarna Gunnarsson um að Sigtún hýsi fyrirhugað Bakkabræðrasetur sem Heiða hefur gengið með í maganum í nokkur ár. Nú er unnið að undirbúningi þess með miklum krafti. Norðurslóð hitti Heiðu að máli á dögunum mittíhamagangi iðnaðarmanna og bað hana að segja frá framkvæmdunum í Sigtúni og öðru því sem þau hjónin standa í þessa dagana: Gísli, Eiríkur, Helgi ehf „Já það má segja að hér sé allt að gerast þessa dagana. Við stofnuðum félagið Gísli, Eiríkur, Helgi ehf, um þennan rekstur. Fyrst opnum við kaffihús fyrir fískidaginn mikla, varðar. Ég sé fyrir mér að við verðum með sem mest af hráefni úr heimabyggð og bæði innréttingar og veitingarnar rími við Bakkabræðrasýninguna. Við reynum að kaupa sem allra minnst af nýjum hlutum en endurnýtum eins og mögulegt er. Það er nú svona rauði þráðurinn í allri okkar útgerð. Svo er hugmyndin að hafa hér til sölu handverk úr heimabyggð svo ferðafólk geti séð hvað hér er framleitt af frábæru handverki" Heiða sendi á dögunum út dreifibréf þar sem hugmyndin var kynnt og áhugasömum boðið að vera með í fyrirtækinu. Hún segir ekkert hafa komið út úr því enn sem komið er en þau séu vissulega til viðræðu um slíkt hafi einhverjir áhuga á að taka þátt. Vegamót best í heimi Heiða og Bjarni í Vegamótum eru ekki við eina fjölina felld í útgerð Vignir Hallgrímsson sá um veggskreytingufyrir kafflhúsið vonandi. í haust kemur svo Þórarinn Blöndal myndlistarmaður og sýningarhönnuður og við munum saman vinna að gerð sýningarinnar um þá Bakkabræður. Hún verður bæði uppi á efri hæð og niður í kjallara. Þórarinn vann með mér að upphaflegri sýningarhönnun sem miðaðist þá við að sýningin yrði í gömlu fjárhúsunum við Ásgarð. Það dæmi gekk ekki upp, var of dýrt í framkvæmd, þannig að það var hreint frábært að fá þetta hús á þessum æðislega stað til að útfæra þessar hugmyndir. Það er svo meiningin að opna í það minnsta hluta sýningarinnar næsta vor". Kaffihús í anda Bakkabræðra Heiða segist enn ekki alveg vera komin með nafnið á kaffihúsið en það mun að sjálfsögðu vísa eitthvað í Bakkabræður. VignirHallgrímsson myndlistarmaður hefur teiknað mynd af þeim Gísla, Eiríki og Helga í sínu fræga fótabaði á heilan vegg í kaffihúsinu en innréttingarnar úr gömlu Siggabúð standa óhaggaðar og verða nýttar eins og þær koma fyrir. Það eina sem breytis af þeim er að afgreiðsluborðið færist sem nemur hálfum metri nær hillunum. „Þetta verður kaffihús með léttum veitingum og löngum opnunartíma yfir sumartímann að minnsta kosti. Yfir veturinn verður einnig opið og alltaf þegar eitthvað er um að vera í leikhúsinu því hér verður bæði miða- og veitingasala fyrir Ungó. Það verður því góð samvinna við leikfélagið hvað það sinni. Þau eru með umfangsmikinn gistirekstur undir tveim nöfnum: Ferðaþjónustan Vegamótum og Dalvik Hostel. Auk eigin húsnæðis eru þau með skíðaskálann Brekkusel á leigu yfír sumartímann. Það hefur verið brjálað að gera í allt sumar að sögn Heiðu og stöðugt aukin eftirspurn. Langflestir sem koma eru útlendingar. Og Ferðaþjónustan Vegamótum er engin meðal gistiþjónusta því hún hefur trónað frá því í apríl i fyrsta sæti í heiminum á High Hostel vefnum sem haldið er úti af Hostelling Intrernational og tengist fjögur þúsund farfuglaheimilum víðs vegar um heiminn. Þar að auki er Ferðaþjónustan Vegamótum með 98% skorun af 100% mögulegum á Trip advicer-síðunni þar sem ferðafólk skráir upplifun sína af eistaka ferðaupplifunum. Segja má að allir sem tjá sig um þjónustuna gefí henni hundrað prósent einkunn og menn spara ekki hólið og hamingjuhrópin þar. Síðasta umsögn kom frá manni sem ferðast hafði til 80 landa en Vegamót toppaði allt. I nýjustu Lonley Planet bókinni um ísland er Dalvík Hostel tilnefnt sem einn af 4-5 gististöðum sem enginn sem heimsækir landið mætti láta fram hjá sér fara. Það munar um minna Efling Dalvíkur „Draumur okkar og keppikefli er að efla Dalvík sem ferðamannastað til lengri og skemmri tíma. Það er það sem við viljum og ætlum okkur að vinna að. Ég reyni alltaf að hampa því að samvinna ferðaþjónustuaðila á svæðinu skipti öllu máli. Við leggjum áherslu á það að allir okkar gestir nýti sér þá kosti sem eru hér í boði, hvalaskoðun, gönguferðir, sýningar, golf, skiði og annað sem er hér á svæðinu og þá vill fólk líka gista aðra nótt. Eftir því sem meira er um að vera þeim mun lengur vilja gestirnir dvelja og það skilar sér svo í gistingunni. Þannig Heiða Sím. utan við Sigtún vinnur þetta allt saman. Það var fók að hringja ofan úr Brekkuseli áðan sem ætlaði þegar það kom að gista bara eina nótt en var nú að bóka þriðju nóttina. Það hefur meira en nóg fyrir stafni hérna og það er einmitt það sem við viljum sjá. Góð með vinstri Nei það er enginn bilbugur í Heiðu Sím. Þó hefur hún verið svo gott sem hægrihandarlaus frá því að hún lenti í skíðaslysi í febrúar og sjöbraut á sér höndina. „Ég er ekki orðin góð ennþá en mér fer alltaf meira og meira fram í að nota vinstri höndina " segir hún að skilnaði og er svo rokin í að mála. Innanríkisráðuneyti óskar eftir gögnum um samning Dalvíkurbyggðar við Bergmenn Gildir aðeins um borgandi þyrluskíðamenn Segir Svanfríður Jónasdóttir bœjarstjóri Nokkur umræða hefur að undanförnu spunnist um einkaleyfi Bergmanna ehf á þyrluskíðamennsku og samning Dalvíkurbyggðar við hann sem gerður var í ársbyrjun 2012. Umræðurnar spretta í kjölfar bréfs til bæjarráðs frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 3. júlí 2013, þar sem ráðuneytið óskar eftir að sveitarfélagið láti ráðuneytinu í té afrit þeirra samninga sem gerðir voru við Bergmenn ehf. um þyrluskíðamennsku sem og afrit annarra gagna er þá varða. Þá óskaði ráðuneytið upplýsinga um aðdraganda samninganna og jafnframt hvort og þá hvaða takmarkanir á rétti annarra til umferðar um viðkomandi landsvæði felist i samningunum að mati sveitarfélagsins. Norðurslóð leitaði til Svanfríðar Jónasdóttiur bæjarstjóra um þetta mál og upplýsti hún að sveitarfélagið hefði sent ráðuneytinu umbeðin gögn. I svari við beiðninni kemur það jafnframt fram að þegar samningurinn er gerður í ársbyrjun 2012 höfðu Bergmenn unnið að uppbygginu og þróun þyrluskíðamennsku á svæðinu frá árinu 2008 og að samningurinn er af hálfu sveitarfélagins ekki síst gerður til að stuðla að frekari uppbyggingu innviða ferðaþjónustu í Skíðadal. Og síðan til að trygga öryggi í þessari starfsemi. „Hvað varðar umgengnisrétt annarra var gert sérstakt samkomulag um það á grundvelli 6. gr. samningsins þar sem það er ítrekað að samningurinn raskar í engu umgengni annarra og á ekki að hafa áhrif á þær vetraríþróttir sem stundaðar hafa verið á svæðinu, enda nær sá einkaréttur sem samningurinn veitir eingöngu til þess að mega flytja borgandi ferðamann með þyrlu á fjöll í þeim tilgangi að stunda skíðamennsku á tímabilinu 1. mars til 15. júní. Þegar samningurinn var gerður var ekkert fyrirtæki í landinu að veita þá þjónustu sem Bergmenn stóðu fyrir, en ástæða var til að ætla að önnur fyrirtæki, og þá erlend því ekkert íslenskt fyrirtæki hafði þá þekkingu sem til þarf, mundu vilja nýta sér þá markaðssetningu sem Bergmenn höfðu unnið að og fjárfest í árin á undan, og fara að koma með fólk inná sama svæði. Það hefði bæði raskað öryggi og gert að engu þá uppbyggingu sem áformuð var, því reynsla erlendis sýnir að þar sem svæðin eru opin og þeir sem vilja geta flogið inn með skíðafólk, þar byggjast ekki upp innviðir; gistrými og þess háttar, enda dvína vinsældir slíkra svæða hratt. Hluti af samningi Dalvíkurbyggðar við Bergmenn var uppbyggingaráætlun að Klængshóli og hún hefur gengið eftir eins og menn geta séð ef þeir fara fram i Skíðadal, en þar eru miklar framkvæmdir í gangi. Nú er verið að byggja upp þyrluskíði í Fljótunum af öðrum aðilum. Og þannig mun það auðvitað verða að fleiri hasla sér völl þó umferð þyrla verði um tíma takmörkuð á því svæði sem samningur Bergmanna nær til, því nóg er af fjöllunum á íslandi,,. segir Svanfríður.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.