Norðurslóð - 25.07.2013, Síða 6

Norðurslóð - 25.07.2013, Síða 6
Tímamót Skírn Þann 20.júlí var skírður að Ægisgötu 6 Dalvík, Kristófer Leó Mireles Foreldrar hans eru Hjördís Hólm Harðardóttir og Alfonso Mireles Gultierez til heimilis að Svöluási lb 221 Hafnarfirði. Brúðkaup Þann 6. júlí voru gefin í heilagt hjónaband að Hrísrima 17 i Reykjavík Hildigunnur Katrínardóttir og Gunnar Örn Magnússon (Gunnarsson) til heimilis að Kristnibraut 91-93 í Reykjavík. Prestur var Magnús G Gunnarsson Þann 29. júlí 2012 voru gefin saman (með leyndjþau Dagur Óskarsson (Pálmasonar) og Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir á Þverá í Skíðadal. Prestur var sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Brúðkaupið varopinberað í brúðkaupsveislunni sem fram fór þann 20. júlí sl á Þverá. Þann 15. júní voru gefin saman við heimili sitt, Másstöðum í Skíðadal, Óliver Hilmarsson og Helga Björt Möller. Ragnar Elías Olafsson Þveræingagoði gafþau saman. Þann 29. júní voru gefin saman í skógræktinni Dæli, Óskar Gunanrsson og Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir í Dæli. Prestur var sr. Magnús G. Gunnarsson. Afmæli Þann 2. júlí síðast liðinn varð 80 ára, Ingibjörg Ólafsdóttir Hátúni Árskógsströnd. Andlát Þann 16. júní sl. lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Hálfdánía Árdís Jónasdóttir. Árdís fæddist á Sílalæk í Aðaldal þann 11. janúar 1948. Foreldrar hennar voru Jónas Andrésson, bóndi á Sílalæk, f. 5. ágúst 1899, d. 6. okt. 1966 og Guðrún Ármannsdóttir húsfreyja, f. 28. okt. 1915, d. 30. des. 2002. Systkini Árdísar eru Vilhjálmur, f. 22. júní 1935, Andrés Sverrir, f. 27. maí 1937, Halldór, f. 15. des. 1942, Elín, f. 12. apríl 1946, Friðjón, f. 19. júlí 1952, d. 2. sept 1973, Guðmundur Karl, f. 21. júlí 1954 og Þröstur, f. 25. ágúst 1956. Eiginmaður Árdísar er Rafn Hugi Ambjömsson, frjótæknir, f. 15. ágúst 1949. Dóttir þeirra er Eyrún Rafnsdóttir, félagsmálastjóri, f. 3 okt. 1971. Eiginmaður hennar er Ingvar Öm Sigurbjömsson, verkamaður, f. 21. ágúst 1973. Synir þeirra em Gunnlaugur Rafn, f. 8. janúar 2003, Þröstur, f. 3. mars 2005, Öm, f. 18. okt 2007. Árdís ólst upp á Sílalæk í Aðaldal, gekk í farskóla sveitarinnar og fór síðan í Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal. Ung að ámm vann hún öll algeng sveitastörf heima og var í kaupavinnu á sveitabæjum í nágrenninu. Árdís vann á Hótelinu á Laugum eftir útskrift úr Húsmæðraskólanum og fór síðan að vinna í Skjaldarvík í framhaldi af því. Þar kynntist hún eiginmanni sínum og fluttu þau til Dalvíkur 1971. Undanfarin 30 ár hefúr Árdís unnið á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Útför Árdísar fór fram frá Dalvíkurkirkju þann 25. júní sl. Áskriftarsími Norðurslóðar er 8618884 Hrútaveiðar í Dalvíkurhöfn Það var nokkuð óvenjulegur afli sem Bessi Mar Ottósson 9 ára frá Ingvörum landaði í Dalvíkurhöfn þegar hann var á veiðum á bryggjunni á Dalvík í síðustu viku ásamt Orra Sæ bróður sínum og frænku sinni ídu Aspar Barkardóttur en þau eru bæði 6 ára. Á öngulinn kom dauður flekkóttur hrútur sem af einhverjum ókunnum ástæðum var á floti í sjónum og kominn inn fyrir hafnarkjaftinn. Ekki dugði minna en heil grafa til að landa ódrættinum. Jón Þórarinsson í Hlíð var síðan kallaður til og úrskurðaði hann eftir stutta skoðun og markadóm að hrúturinn væri frá Zophaníasi Jónmundssyni á Hrafnsstöðum. Hrúturinn hefur að líkindum farið fram af klettum í Múlanum að sögn Zophaníasar en ekki hefur hann verið lengi í sjónum því hræið var tiltölulega heillegt. Það er svo annað mál að það ætti Hrútaveiðimennirnir Ida, Orri og Bessi skola af sér. Til vinstri liggur lambhrúturinn ígröfukjaftinum að vera óþarfí fyrir Ingvaramenn, sem stunda umfangsmikla sauðijárrækt, að sækja sér lambakjöt með þessum nýstárlegu aðferðum í Dalvíkurhöfn. Krosshólshlátur kemur út í haust í Haust kemur út hjá bókaforlaginu Sæmundi bókin Krosshólshlátur sem hefur að geyma úrval úr kveðskap gangnamanna í Sveinsstaðaafrétt ásamt sagnfræðilegum og staðfræðilegum útskýringum. Það er Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar sem frumkvæði hefúr haft að útgáfu bókarinnar en Hjörleifúr Hjartarson tók hana saman og skrifaði ítarlegar skýringar og sögulega umgjörð. I bókinni er rakin saga Sveinsstaðaafréttar, riijaðar upp sögur og frásagnir henni tengdar og leitast við að bregða upp mannlífsmyndum úr Svarfaðardal að fomu og nýju með hjálp þeirra vísna og gangnaannála sem skráðir hafa verið í gestabækur í afréttinni í gegn um tíðina. Það fer ekki fram hjá þeim sem komið hafa í réttir í Svarfaðardal að gangnamenn em þar söngglaðir í besta falli en textamir koma mörgum spánskt fyrir hlustir ef svo má segja. Krosshólshlátur gefúr því fleirum enn innvígðum afréttarmönnum kost á að kynnast þessum kveðskap ogjafnframtþeim tilefnum sem hann er sprottinn af. Þessa dagana stendur yfir söfnun mynda í bókina. Sérstaklega em aðstandendur bókarinnar á höttunum eftir gömlum myndum úr afréttinni og úr Tungurétt. Vísast liggja slíkar myndir víða misjafnar að gæðum. Þeir sem eiga í fómm sínum góðar myndir geta sett sig í samband við Baldur Þórarinsson (baldurbakka@simnet.is) Þórarinn Hjartarson (thjartar@intemet.is) eða Hjörleif Hjartarson (hjhj@ simnet.is). Dagbjört Asgeirsdóttir sendir frá sér nýja bók um Gumma og Rebba Gummi og dvergurinn úrilli Dagbjört Ásgeirsdóttir leikskólakennari og rithöfundur á Dalvík hefur sent frá sér nýja bók um þá félaga Gumma og Rebba. í fyrra kom út eftir hana fyrsta bókin Gummi fer á veiðar með afa og fékk góðar viðtökur. Bókagagnrýnandi Morgunblaðsins gaf henni t.a.m. fjóra og hálfa stjörnu. Sú bók hefur nánast verið ófáanleg frá því í desember en samhliða nýju bókinni kemur út önnur prentun af þeirri fyrstu. Nýja bókin heitir „Gummi og dvergurinn úrilli" og ijallar um viskipti Gumma og yrðlingsins Rebba við harla reiðan dverg, en Gummi hefur orðið fyrir því óláni að hrapa ofan í bústað hans í ijallshlið nokkurri. Gummi á í mestu vandræðum með að afstýra því að dvergurinn, sem nefnist Bráðlátur, breyti honum í mús með galdrastafnum sínum. Meira verður ekki látið uppi um söguþráð nýju sögunnar Nýja bókin um Gumma og dverginn úrilla er eins og sú fyrri ríkulega myndskreytt vatnslitamyndum eftir Karl Jóhann Jónsson. Það er Bókaforlagið Oðinsauga sem gefur hana út. I bókarlok eru orðalisti og leiðbeiningar fyrir fúllorðna Dagbjört Asgeirsdóttir með fyrstu bókina um Gumma og Rebba sem nú er komin tir endurprentun lesendur varðandi upplestur fyrir böm. Dagbjört mun lesa upp úr nýju bókinni í Bergi á Dalvík þann 9. ágúst nk. kl 11:30 í útgáfúteiti fyrir böm. I framhaldinu fer hún í upplestrarferðir vítt og breitt um landið eins og i fyrra. Sem fyrr segir var fyrri bókinni tekið vel og seldist hún upp bæði hér norðan lands og fyrir vestan en Dagbjört er ættuð að vestan og upp alin í Bolungarvík. Dagbjört segist þegar hafa lokið við að skrifa heilar fimm bækur um þá félaga Gumma og Rebba sem Dvergurinn úrilli, Bráðlátur koma munu út jafnt og þétt næstu árin. Þá á hún einnig efni í fleiri sögur. Yrðlingurinn Rebbi sem er hinn ferfætti förunautur Gumma í gegn um bækumar á sér lifandi fyrirmyndir. Afi Dagbjartar var grenjaskytta og Dagbjört segist ásamt frændsystkinum sínum hafa alist upp við það að yrðlingar vom hafðir í fóstri á bænum. Þannig var því einnig háttað þegar móðir hennar ólst upp og sömu sögu er að segja um ömmu hennar. Allar vom þær tengdar lágfótu traustum böndum og því er eðlilegt að söguhetja hennar eigi sér rebba að vin.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.