Norðurslóð - 26.09.2013, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 26.09.2013, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 37. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 26. September. 2013 9.TÖLUBLAÐ Þetta glottuleita drekahöfuð niður á Sandi tekur sig vel út i haustbirtunni með snœvi krýnt bœjarjjalliði ibaksýn Böggur heitir reiturinn Úrslit ráðin í nafnasamkeeppni 40-50 manns voru saman komin í skógreitnum ofan við Dalvík síðastliðinn laugardag. Þar var haldin hausthátíð og kynning á reitnum. Farin var skoðunarferð og boðið uppá kaffi og kleinur. Mesta eftirvæntingu vakti þó afhjúpun á iivju nafni á skógarreitnum. Nafnasamkeppni var auglýst á dögunum og bárust alls 18 tillögur frá 13 aðilum. Dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að reiturinn skyldi fá nafnið Böggur en það var Kristín Aðalheiður Símonardóttir sem sendi inn þá tillögu. Það var garðyrkjustjórinn, Jón Arnar Sverrisson, sem tilkynnti nafnið og afhenti sigurvegaranum viðurkenningarskjal og blágreni í verðlaun. í féttatilkynningu um nafnið segir að skýringar á því megi víða finna.: Ekki vitað hvaðan Böggvis kemur upprunalega en Böggvisstaðir var ekki landnámsjörð heldur verður til síðar. Til eru margar útgáfur afþessu nafni - eins og Böggversstaðir, Böggvestaðir, Böggustaðir og Böggstaðir. I Svarfdælu kemur fram að Ingveldur Fögurkinn hafði átt bróður sem hét Böggvir og afi þeirra var Ljótur. Það kemur líka fram í Svarfdælasögu að Klaufi hafi haft þetta viðurnefni vegna þess hvað hann var óheppinn og Ijótur, en þá er orðið tengt við bagga eins og einhvern tálma, samanber hvað baggaði honum eða hvað baggar honum eins og eitthvert mein. I dag segjum við hvað er að bögga þig, sem er sama merking í fornöld. Því má segja að þetta orð sé gamalt íslenskt orð, að bögga, en það tengist lika enska orðinu bögg sem mikið er notað i tölvuheiminum þegar einhver bilun er. Þarna sést tenging islenskunnar við keltnesku eða ensku i dag. I sumum ritum er Bóggur sagt vera böggull eða baggi eins og enska orðið bag. Böggustaðir/ Bðggvisstaðir þýðir samkvæmt þessu Baggastaðir. Aður fyrr hét Dalvik Böggvisstaðasandur, stundum kallað líka Böggviðsstaðasandur því mikill rekaviður gekk hér upp í fjöru sem var nýttur til ýmissa hluta. Dómnefndin var sammála um þetta nafn, eina sérnafnið sem kom sem ekki tengdist skógi, reit eða hafði annað fylginafn. Hér i kring er allt Böggvisstaðafjall, Böggvisstaðasandur, Böggvis- staðabraut, Böggvisstaðahólar og svo framvegis. En þarna kom einfaldlega stytting á þessum nöfnum- grunnurinn i þeim öllum sem er Bóggur. "i - ^éffiKf . - •. •'s ,,v .iJ^Wflul !£&• ^HPtfc ^r<^É \ JAlJljí»&9 -f£ - luí>>^M 1 ^ti:*" H mí. ~ ' inuni nfinVékJk fiöGGUR lcvilS^H ™\ H ^- :^liMl^^Bf HHfcf^!LjL^yfc,J^s2jssSHi* ^* T m^DH Kristín Aðalheiður tekur við viðurkenningarskjali frá Jóni Arnari garðurkjustjóra Fjárleitir á skíðuni F.v.:Kristján Hjartarson, Sveinn Torfason, Friðrik Þórarinsson og Björn Júlíusson á skíðum á leiðfram afrétt. Um síðustu helgi voru aðrar göngur í Svarfaðardal. Mikil úrkoma í siðustu viku féll sem snjór ofan við 200 metra þannig að um alla Sveinsstaðafrétt var djúpur snjór. Það aftraði þó ekki gangnamönnum að fara í lögbundnar leitir. Nokkrir höfðu rænu á að taka með sér gönguskíði og komu þau að góðum notum í því umbrotafæri sem þarna var. Fé var raunar flest komið niður á láglendi og fegið að komast burt úr þessu vetrarríki í Skíðadalsbotninum. Hátt í flmmtíu fjár hafðist upp í krafsinu og er það óvenjumikið í öðrum göngum. Fjöldi fjárins skýrist raunar af því að fyrstu göngur sem fram fóru 7. september voru blásnar af í miðjum klíðum þegar Vilhjálmur Þór Þórarinsson varð bráðkvaddur við smölun á Vesturárdal. Björgunarafrek Þegar tilkynning barst um atburðinn þann 7. september var smölun í afréttinni hætt og björgunarþyrla þegar kölluð út. Það tók hana um einn og hálfan tíma að fljúga frá Reykjavík á staðinn. Björgunarsveitin á Dalvík fór sömuleiðis þegar af stað á tveim bílum með lækni og bráðalið og voru þeir komnir þangað nokkru á undan þyrlunni. Nálægir gangnamenn hófu strax endurlífgunaraðgerðir sem haldið var áfram allan tímann á meðan beðið var eftir lækni og björgunarliði. Gangnamenn í Sveinstaðaafrétt og fjölskylda Vilhjálms hafa komið á framfæri þakklæti til björgunarliðs og bráðaliða fyrir skjót og fagmannleg viðbrögð við erfiðar aðstæður. Júlíus og Gréta taka við Bergi • - jV^* jA-y^^t 'i'.,.!-. . t" .':ir<Æ ^ÆitM Menningarfélagið Berg hefur samið við Júlíus Júlíusson og Grétu Arngrímsdóttur um rekstur Bergs Menningarhúss og rekstur kaffihússins í Bergi. Gréta tekur við starfi framkvæmdastjóra menningarhússins í 50% starfi en Júlíus hefur umsjón með veitingarekstrinum. Gréta tekur við framkvæmdastjórninni frá og með 1. október. Upphaflega stóð til að núverandi veitingamenn hættu þann 1. nóvember en líklega verða skiptin fyrr að sögn Júlíusar, líklega um miðjan okt. Júlíus segist áfram munu inna af hendi framskvæmdastjórn Fiskidagsins mikla og Gréta kennir meðfram framkvæmdastjórninni áfram við Dalvíkurskóla þar sem hún er umsjónarkennari 3ja bekkjar. Sjá viðtal við Júlíus á bls 2. Opnunartiml: Mán. • fðs. 10-19 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rett hja þer Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 Samkaup íbcrVðL

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.