Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 6
6 - Norðurslóð Jólagetraunir Norðurslóðar Ljóðagetraun Hvert er Ijóðið, samhengið og skáldið? 1. I hvað er Kveldúlfur kominn? 2. Hvað getur dimmu í dagsljós breytt? 3. Hvað hrópa eg afturgenginn? 4. Hvem trega eg manna mest? 5. Hver er mesti gæðagammur? 6. Hverjir safna auð með augun rauð? 7. Hver flýði í fang hans af ótta? 8. Hvaða gjöf væri mér gleðilegust send ? 9. Hver á okkar heita blóð? 10. Hvenær iða eg öll af kæti? 11. Hver sefur með bros um hvarma? 12. Hver hefur sagt mér til syndanna minna? 13. Hver er best af blómunum mínum öllum? 14. Hver standa stóreyg og stara á jólaljósin? 15. Hver fær bráðum boðin frá mér? 16. Hvað litkar mel og barð? 17. Hvað eykur mér óyndið? 18. Hvar átti eg löngum mitt sæti? 19. Hver er að kveðja við bláfjallabrún? 20. Hvað er bak við ystu sjónarrönd.? 21. Hver rís úr sumarsænum? 22. Hvenær er Ijúft sinn veg að ganga? 23. Hvað vex upp á sléttri grund? 24. Hvenær fannst mér eldur loga á hverjum fingri? 25 Hvenær skín himneskt ljós i hjarta mér? Góða skemmtun. Bókmenntagetraun Hvert atriði vísar til titils á nýútkominni íslenskri bók. Gott getur verið að hafa nýjustu Bókatíðindi við hendina 1. Heilbrigðisstarfsmaður í hjarta hússins. 2. Snót með líf. 3. Tólf mánuðir kynjaskepnu. 4. Bjúgaldinröðull 5. Ganglimalausir eru íbúar undirdjúpanna. 6. Það er ókyrrð. 7. Staður hins eilífa lífs 8. Rollustúss á Fróni. 9. Fylgdarlaus að mörkum plánetunnar. 10. Grjót fylgihnattar Og botnaðu nú... Um hátíðirnar hugur manns hefst í æðra veldi... I sæluríki Sigmundar síst er þörf að kvarta... Dalvíkin er dásamleg þar drýpur smjör af stráum Kvikmyndagetraun Ur hvaða kvikmyndum eru þessar stillur? Fleyg orð úr kvikmyndum íslenskar kvikmyndir hafa að geyma ýmsar fleygar setningar og tilsvör. Nú felst þrautin í því að muna úr hvaða kvikmynd eftirfarandi frasar eru. 1. „I love it!“ 2. „Þungur hnífur“ 3. „Hér er komið blátt reiðhjól. Lásinn er inn-út- inn-inn-út. Ég endurtek....“ 4. „Dúfnahólar tíu!“ 5. „Adolf gefðu mér A!“ 6. „Ég er með fimm háskólagráður!“ 7. „ Hver á þennan sumarbústað? Já eða nei! 8. „Þú einblínir alltaf á flísina en tekur ekki notice af bjálkanum!“ 9. „Ég geri sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn,“ 10. „Fólk á ekki kennitöluna sína, það hefur hana bara að láni hjá ríkinu.“ 11. „lcelandic is not that hard to leam, you know like sojasósa, salt, pipar og servíetta.“ 12. „Ég tvista til þess að gleyma“. 13. „Við erum allir vistmenn á Kleppi. Verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax. Þetta var ákaflega ánægjuleg máltíð. Við gætum vel hugsað okkur að koma aftur.“ Sendið inn lausnir á getraunmn oggátum fyrir 15.jan. 2012 merkt: Noröurslóð, Tjörn, Svarfaóar- dal, 621 Dalvík eða á netfang: nordurslod@simnet.is. Bókaverðlaun verða veitt að vanda. Óskum íbúum Dalvíkurbyggðar, nemendum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Óskum viðskiptavinum okkar íbúum Dalvíkurbyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. V Lyf&heilsa Lyf og heilsa Dalvík

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.