Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 11

Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 11
Norðurslóð -11 I sandölum á köflóttu skýi Aðventurœða flutt i Urðakirkju, 12. desember 2008. Sigurbjörg r Arnadóttir “Þau lýsa fegurst er lækkar sól í bláma heiði, mín bernskujól.” annig orti einhverju sinni skáldið Stefán frá Hvítadal. Og víst er, að hvar svo sem við erum stödd í henni veröld þá skjóta minningar frá bemskujólum upp í hugum okkar allra þegar líða fer að jólum. Hér í þessari kirkju á ég minningar frá hátíðisdögum tengdum jólum og öðrum tyllidögum. Hér í snjóþungum dalnum vom jólin kærkomin tilbreyting í sólarleysi og vetrarmyrkri. Þau voru gjaldgeng ástæða til heimsókna og til að fá heimsóknir. Gild ástæða til að slæpast á milli mjalta, vaka fram eftir, liggja í bókum og taka í spil án þess að fá stórt samviskubit. Ekki get ég gortað af því að hafa verið trúrækin, en ég hafði sérstakt dálæti á frændfólki mínu á Urðum, kirkjukaffmu sem það bauð uppá og svo fannst mér Urðabærinn heilt ævintýri. Ég hafði það tómstundargaman að safna Jesúmyndunum sem hann Stefán Snævarr gaf okkur krökkunum í faramesti - bæði eftir jólamessu og aðrar kirkjuheimsóknir. Það var því til nokkurs að vinna að fara í kirkju. Mér tókst líka yfirleitt að komast yfir allar myndir bræðra minna með vömskiptum eða vinna fyrir þeim með uppvaski eða einhverjum hlaupum. Mér fannst þessar Jesúmyndir mjög flottar og sem barni langaði mig mikið í að eiga sandala eins og frelsarinn. Sá reyndar Greinarhöfundur sparibúin 1957. að þeir voru ekki heppilegir í svarfdælsku fannfergi - það virtist aldrei festa snjó á þessum myndum. Stundum ímyndaði ég mér að Guðssonurinn sæti á einhverju skýjanna og dinglaði niður löppum og þá óskaði ég þess að hann missti af sér annan sandalann, já eða báða, þannig að þeir svifu niður og lentu á túninu á Hæringsstöðum, eða á næstu bæjum. Sá fyrir mér hvemig styggð kæmi á féð í Klaufabrekknakoti ef sandalar féllu af himnum ofan og lentu í miðjum fjárhópnum hjá Kalla. Gerði mér í hugarlund undmn Svarfdælskra bænda yfir þessari himnasendingu og heyrði hana Lilju spyija; hvaðan úr ósköpunum kom þetta? En auðvitað féllu aldrei sandalar úr svarfdælskum himnasölum og aldrei sá ég glitta þar í dinglandi löpp, ekki fremur en að ég kæmi auga á skýin sem áttu samkvæmt Veðurstofu Islands að vera köflótt. Köflótt ský sáust aldrei yfir húsunum á Hæringsstöðum. Ég átti því láni að fagna að vera laus við bæði myrkfælni og feimni. Var svo lánsöm að eiga bræður sem þjáðust ýmist af öðmm þessara kvilla ef ekki báðum. I amstri jólaundirbúnings þurfti oft að fá lánað eitt og annað frá næstu bæjum og því var ég eins og sjálfkjörinn sendill. Var líka frekar fljót að hlaupa, og jafnt í svarta myrkri sem og á björtum degi var ég oft í sendilshlutverkinu. Kaupa egg á Skeiði eða í Klaufabrekknakoti, fá lánaðar rúsínur á Búrfelli, sykur á Klaufabrekkum, já eða hlaupa með eitthvað að heiman sem aðrir þurftu að fá lánað. Sjálf kunni ég vel við þetta hlutverk og var oft fegin að fá að fara í bæjarför. Það þótti sjálfsagt að lána vörur, lána mig í eitthvert snatt, hafa vömskipti og sendillinn fékk alltaf nesti til heimfarar. Rúsínur, smákökur eða kandís. Stundum lá svo mikið á að mér var sagt að vera fljót í för og það var tekið skírt fram að ég mætti ekki stoppa - ekki fara inn. Stundum voru húsráðendur einfaldlega beðnir um að hleypa mér ekki inn. Það var ekki góður kostur. Ef svo ólíklega vildi til að það hafði gleymst að setja nesti í bréfpoka, þá var maður tilneyddur til að hafa orð á því að nestislaus kæmist maður ekki á inilli bæja. Var samt ekki að neinu betli því það var stranglega bannað. Manni varð bara svona að orði að það væri nú orðið ansi langt síðan maður hefði fengið eitthvað. A Búrfelli var ég vön að hafa orð á yfirgangssemi bræðra minna ef mig vantaði sokka eða vettlinga, því ég vissi að í næstu ferð biði mín nýtt par sem Þura eða Dagbjört höfðu hrist fram af prjónunum. En sérstaklega þótti mér gott að koma í Skeið. Þar var bara fullorðið fólk og Þura Stína, en hún var hvort sem er svo miklu eldri en ég að ég þurfti ekkert að tala við hana og ég svo lítil að hún sóttist ekki eftir mínum félagsskap. A Skeiði var alltaf einhver sem var eins og útundan og hafði ekkert að gera annað en taka á móti mér. Við eldhúsborðið á Skeiði hætti maður að vera einn úr krakkaskaranum, Stefán, Aslaug og Sigurbjörg 1959. öðlaðist frelsi einstaklingsins og fékk áheyrenda sem nennti að hlusta og virtist ekki hafa neitt þarfara að gera en eyða tímanum með stelpugerpi af næsta bæ. Ég hafði ekki komið í Skeið í áratugi þar til ég kom þar í nýuppgert húsið fyrir fáeinum árum. Þá hafði tröllvaxin stofan, svefnherbergi og smíðaverkstæði horfið og eftir stóð bara ein stofa, í smíðaherbergið var komið rúm og bækur í búrið. I undrun horföi ég á þýskan skemmdarvarg sem haföi minkað húsið og breytt þessu öllu. Fletti í huganum til jólaheimboða á Skeiði og sá fýrir mér stóra stofu þar sem var nóg pláss fyrir 12 - 16 manns, feluleiki í svefnherbergjum, kjallara, smíðahúsi og á hálofti. Ég skildi ekkert hvað orðið hafði af öllu þessu rými þar til það rann upp fyrir mér að þessir og allir aðrir nágrannar mínir höfðu haft svo mikið pláss í hjartanu að ég sem bam hafði aldrei fundið fyrir því að bammörg fjölskyldan á Hæringsstöðum rúmaðist ekki í þröngum húsakynnum. Það var eins og að alltaf væri til tími, rými, athygli, ást og umhyggja. Hluti jólanna var skemmtun á Höfðanum með Matta sem jólasvein. Mér fmnst í það minnsta að hann hafi alltaf verið jólasveinn á Höfðanum - fýrst um jól og síðar vandist ég honum þar líka um göngur. Og fýrstu afskipti min af almennri skemmtun var á Höfðanum. Ég man ekki hversu gömul ég var en varla hef ég verið meira en átta eða níu ára þegar ég fékk það hlutverk að vera með skemmtiatriði. Man óljóst eftir að hafa lesið einhverja sögu og sagt aulabrandara. Hafði orðið það á að koma með tillögur að því hvemig hlutimir ættu að vera og fékk það svar frá föður mínum að ef ég vildi breyta einhverju þá ætti ég að gera það sjálf. Ef ekki þá ætti ég í það minnsta koma með vel rökstuddar ábendingar. Og það er eins og mig minni að þetta hafi verið sömu jólin og ég uppgötvaði að nælonsokkar og fínerís pils og kjólar hentuðu mér ekki. Mamma var vön að sauma öll föt á krakkaskarann og þessi jól fékk ég kjól sem var hvítur með fölbleikum rósum. Að auki fékk ég nælonsokka og sokkabandabelti. Kvenlegheit mín voru þó ekki meiri en svo að á aðfangadagskvöld rak ég fínguma í gegnum sokkana strax í fyrstu tilraun við að komast í þá. Enda voru þeir næfurþunnir og næstum gegnsæir. Þetta belti sem átti að halda herlegheitunum uppi fannst mér ömurlegt og mér fannst ég varla geta dregið andann, reyrð eins og rúllupylsa. En ég lét mig þó hafa það að vera í þessu hluta kvölds og man enn að þessir sokkar vom eins og illa hannaður kóngulóarvefur þegar ég fór úr þeim. Ég held að þama hafi ég gert mér grein fyrir að svona klæðnaður var mér ekki ætlaður enda hef ég ekki marga kjólana átt. Gosdrykkir og annað ropvatn var ekki dmkkið á mínu heimili, hvorki um jól né aðra daga, enda kann ég ekki enn í dag að koma þessu niður. Hins vegar var blandað maltöl fyrir jólin og var jafn óbrygðult merki þess að jól væu í nánd og þegar kassamir af eplum og appelsínum voru bomir í búr. Maltöl var í hvítum og rauðum pakkningum, eitthvert duft - að mig minnir - sem var blandað í stórum potti og síðan sett á flöskur og dmkkið með jólasteikinni. Einhver jólin hafði eitthvað misfarist við þessa blöndun og strax að loknum kvöldverði greip um sig ofsakæti í krakkaskaranum. Þeir sem mest höfðu svolgrað urðu eilítið valtir á fótunum og þeir sem að eðlisfari voru hvað prúðastir breyttust í forherta kjaftaska. Þannig valt Beggi - trúlega ekki meira en þriggja til fjögurra ára - um ganginn rorrandi fullur með stólpakjaft. Lognaðist svo útaf og smakkaði ekki áfengi í 40 ár. I jólahaldi og venjum íbúa í botni Svarfaðardals á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldrar, kristallaðist þeirra daglega líf sem einkenndist af samheldni, greiðvikni og trausti til náungans. Einkennum sem íslenskt þjóðfélag hefur átt æ minna af hin síðari ár í bmðli og kapphlaupi eftir innihaldslausum hégóma sem alið hefur af sér misrétti og tortryggni. Þetta svarfdælska veganesti í mannlegum samskiptum og hefðum hefur reynst mér haldgott á göngu minni í gegnum lífið og á flakki mínu um heiminn. Þannig blandaði ég íslenskum hefðum saman við finnskar og fmnlandssænskar venjur við uppeldi bama minna. Islenskir jólasveinar vom undarlega fundvísir á íslensk böm í útlöndum og tókst oft á einhvem óútskýranlegan hátt að koma pökkum undir jólatréð á meðan fjölskyldan var í jólasaununni. Það er nefnilega heilög skylda í Finnlandi að fara í saunu á aðfangadag og ná af sér óhreinindum ársins. Sitja lengi og láta bæði andlega og líkamlega þreytu leka burt með svitanum. Tæma hugann og taka á móti jólum eins og nýhreinsaður hundur, ilmandi eftir góðan bjarkarvönd sem geymdur var frá sumrinu og notaður er til að lemja á þreyttum vöðvum og fá blóðrásina á fullt skrið. Ég verð að viðurkenna að þessar stundir í saunu á aðfangadag og lestur jólakorta fyrir framan snarkandi arineld á aðfangadagskvöld em þær stundir sem ég sakna hvað sárast frá Finnlands árum mínum. Sögur, ljóð og leikrit sem tengdust jólum voru mér nauðsynlegur hluti við íslenskukennslu bama minna. Hvatti unga nemendur til dáða í glímunni við þetta tungumál sem hætti um stund að vera bara málið hennar mömmu. Varð samskiptaþráður við Grýlu, Leppalúða, jólasveina, ættingja og vini sem skildu bara íslensku. Því var nauðsynlegt að kunna eitthvað fyrir sér ef maður ætlaði ekki að missa af íslenska þætti jólahaldsins. Nauðsynlegt að skilja þessa tungu þegar hlustað var á mömmu segja sögur af jólum úr sveitinni í eldgamladaga þegar hún var bam. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast jólahaldi víða um heim. Hef meðal annars sungið við jólatré í miðborg Tallinn - en einmitt þar er sagt að fyrsta jólatré Evrópu hafi verið reist utandyra. Ég hef farið með ferðalanga frá öllum heimshomum á hreindýra- og hundasleðum um fannbreiður Lapplands þar sem heimkynni túristasveinsins eru. Þar hef ég tekið á móti fólki af ýmsu þjóðemi og frætt það um myrkur, norðurljós og jólahald á Norðurlöndum. Sagt því frá gjafmildum rauðklæddum jólasveinum en einnig frá hrekkjusvínum og smáþjófum, jólaketti og bamhungraðri Grýlu sem læðist um á aðventu á íslandi í leit að óþekktarormum. Ég hef dansað í heitum sandi á sólríkum ströndum Kúbu, baðað mig í Ijósadýrð Kaupmannahafnar og notið gestristni íbúa Barcelóna. En hvar svo sem maður um heiminn fer þá koma alltaf þau augnablik er I iða fer að jólum að hugurinn hvarflar til bemskuára og jóla í botni Svarfaðardals. Því: Þau lýsa fegurst er lækkar sól í bláma heiði, mín bemskujól Mínum gömlu nágrönnum hér í dalnum á ég óendanlega mikið að þakka fyrir alla þolinmæðina og það fallega veganesti sem þeir gáfu mér bæði um jól og alla aðra daga. Sumir þeirra eru hér enn, aðrir eru famir yfir móðuna miklu og hafa kannski fengið sandala á himnum. Sandala eins og Guðssonurinn var í á myndunum sem ég safnaði forðum. En litla trú hef ég lengur á því að þeir missi þá af sér í fjárhópinn hans Kalla - þó svo þeir sitji kannski á köflóttu skýi og dingli niður fæti.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.