Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 17

Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 17
Norðurslóð -17 Siðasti gjalddagi á skuldum til verzluuar- innar er: Juli, Oc- tober og December ár hvert, nema að óðru- vísi sje umsamið. ’-cnmauc /j/ // við (Sav f (/////öe^net nez&Um. 19// Meðtekið Goldiö Kr. a. Kr. a. 22.. /f V/ú'íJ-’e'1/ 7 4 * / 4 / * / /z * 9 /7 .rr /7 & / e) 7/ 8 * 9 ^/ /s ? f * 4 3 9/ % f * f 7-7 í 9 * * S. /Z, Hz i //?'/ : 3 7 77 ,u Sd . Úttektir sr. Kristjáns i Höepfnersverslim áAkureyri árið 1911 á móti innlögðuin 5 kindum. Við getum með hjálp dagbókanna fengið innsýn í heim unga fólksins þegar það kom heim í jólaleyfi. Það var gestkvæmt á Tjöm 19. desember árið 1906. Þá um nóttina komu fjölmörg ungmenni sem vom við nám og störf á Akureyri með vélbát til Dalvíkur. Þar á meðal vom prestsdætumar, Olöf og Ingibjörg, og uppeldisbróðir þeirra Snorri Sigfússon. Þau tóku með sér fjóra næturgesti að Tjöm, en einn þeirra var Sigrún Sigurhjartardóttir heimasæta á Urðum. Sigrún hélt heim daginn eftir en Snorri sótti jólagest inn í Stærri-Arskóg, vin sinn Guðmund Bíldal. Spilastokkur var tekinn fram á Þorláksmessukvöld og Guðmundur bauð upp á bjór. Daginn eftir var jólaboð á bænum en þá var heimilisfólki í Gullbringu boðið til veislu sem stóð fram á nótt. Á þriðja dag jóla fór Tjamarfólk í heimboð að Brekku en daginn eftir var fundur í Bindindisfélaginu á Dalvík. Prestur fylgdist með unga fólkinu streyma til þorpsins, en frá Tjöm fóm fjórir piltar. Þeir sögðu séra Kristjáni fréttir af fundinum sem var íjölmennur og stóð fram á dag því eftir að ræðuhöldum lauk var stiginn dans. Á gamlárskvöld bættist enn í hóp næturgesta á Tjöm með komu tveggja Urðasystra, Amfríðar og Sigrúnar enda stóð mikið til. Þegar líða tók á nýársdag hópaðist ungt fólk frá Dalvík, Ingvömm, Brekku, Gullbringu, Völlum og Uppsölum til Tjamar. Þeim var boðið til gestastofú en hún var yfirleitt aðeins notuð þegar fyrirmenn bar að garði. Stofan var blámáluð með nokkmm myndum á vegg og bókaskáp. Séra Kristján skrifar: „Dansleikur um nóttina, um 40 aðkomandi." Á nýársnótt 1907 dönsuðu þau þar með góðfúslegu leyfi prestsins. Frómir samtíðarmenn hans vildu sumir spoma gegn dansi og töldu hann leiða ungt fólk í freistni. Tjamarklerkur varð hins vegar sérstakur talsmaður dansmenntar á skólaárum sínum í Reykjavík og hvatti skólabræður sína i tímaritsgrein til að læra dans. Séra Kristján skipti ekki um skoðun með aldrinum og ungmennin vom því velkomin í bestu stofu prestssetursins. Dansgestir héldu ekki heim fyrr en vel var liðið á annan dag janúarmánaðar. Yfir jólahátíðina var ekki aðeins dansað í Svarfaðardal heldur var að jafnaði einnig boðið upp á leiksýningar. Séra Kristján hafði stundum hönd í bagga með uppsetningum og gaf sér jafnvel tíma til að fara til Dalvíkur á Þorláksmessu árið 1910 í „leikpróf‘. Fmmsýningu leiksins sóttu „á annað hundrað manns“ og dætur prestsins voru meðal fmmsýningargesta. Presthjónin fóm á þriðju sýningu, óku fram og til baka á hestasleða - „skemmtum okkur vel“, skrifar leikprófdómarinn. Ári síðar fóru prestshjónin ásamt dóttur, tengdasyni og bamabami á frumsýningu til Dalvíkur þann 28. desember og yngri dætumar tveimur dögum síðar. Þá vom tveir einþáttungar settir á svið; Apakötturinn og Grái frakkinn. Tónheimur Tjamarmanna var framan af bundinn við söng. Stöku sinnum hefur fiðluleikari og harmonikuleikari e.t.v. leikið undir dansi í gestastofunni. Fyrsta hljóðfærið kom á heimilið á vormánuðum 1914 þegar Olöf, dóttir presthjónanna, eignaðist gítar. Séra Kristján taldi það „allálitlegt verkfæri“ en vissi ekki hvað gripurinn kostaði. Olla greiddi eflaust fyrir hann en prestur borgaði hins vegar fyrir strengi sem þurfti fljótlega að endurnýja. Gítarleikarinn reyndi sig eflaust í upphafí við einföld sönglög. Bergmál af erlendri list barst hins vegar í baðstofuna á Tjöm á aðfangadag árið 1915. Þá komu heimilismenn í Gullbringu að venju í jólaboð á prestssetrið og meðal þeirra var Dagbjartur Þorsteinsson skósmiður. Hann kom með óvenjulegan kostagrip, fyrir áhugamenn um tónlist, sem prestur nefnir „grafófón" í dagbók sinni. Séra Kristján tekur því miður ekki fram hvaða verk tónbókmenntanna Dagbjarturspilaði fyrir heimamenn. Þessi undursamlegu tæki bámst fyrst til lands árið 1897 og þá var blásið til „grammófóntónleika“ í Reykjavík. Landsmönnum gafst þá fýrst kostur á að heyra ýmis helstu verk tónbókmenntanna. Og heimstónlistin hljómaði í fyrsta sinn úr Tjamarbænum á jólanótt 1915. Uiö óskum iríðskíptauimim okkar $em oq lanbsmónnum óUum gleöíleQra )óla o$ happaríks nýs árs! pókkumuíóskíptm ..gj V V ÁSPRENT STELL Sparisjóður Norðurlands sendir viðskiptavinum sínum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.